Þjóðviljinn - 25.08.1943, Blaðsíða 2
2
ÞJOÐVILJINN
Miðvikudagur 25. ágústr !943.
Enn um Þormððsslysið
Htt dæmi um framkomu
þess, sem „valdið hefur og
bílana“.
Herra ritstjórL
Mig langar til að segja yður smá-
sögu, ef vera kynni að yður þætti
hún verð birtingar í blaði yðar.
Fyrir’nokkrum dögum þurfti ég
að koma dóttur minni 12 ára austur
fyrir fjail til sumardvalar. Leið min
lá, eins og margra annarra á bifreiða
stöð Steindórs. Þegar þangað var
komið spurði ég mann feitan og full
orðinslegan, sem þar annaðist. af-
greiðslu miða, hvort ég gæti fengið
sæti handa dóttur minni austur fyr-
ir fjall. Ekki veit ég hvort sérstak-
lega hefur staðið ver í bæli þess hins
feitlagna að þessu sinni en endra
nær, en svo mikið er víst að hann
brást mjög ókvæða við þessu að því
er ætla má hversdagslega erindi
mínu, og kvaðst ekkert geta sagt um
þessa hluti, en hafði jafnframt á
orði, að 12 ára telpa tæki ekkert
minna pláss en fullorðinn maður.
Allt orðalag, tilburðir og útlit
mannsins var með þeim hætti, að ég,
sem ekki er vön að standa í stór-
ræðum, sá mér þann kost vænstan
að draga mig í hlé og koma mér út
af stöðinni. Þá vildi svo til, að einn
bílstjóranna, sem var í þann veginn
að leggja af stað og hefur vafalaust
tekið eftir vandræðum mínum,
skýrði mér frá því, að hann hefði
laust sæti. Gekk hann með mér inn
á stöðina aftur og þótti mér nú ráð
mitt hafa vænkast. Allt virtist nú
vera í lagi. Sá feiti tók til farmiðann
stimplaði hann og bjó sig til að af-
henda mér hann og sagði um leið:
ellefu krónur og fimmtíu. En mér
varð þá á sú yfirsjón að spyrja, hvort
ég þyrfti að greiða fullt sæti fyrir
barnið.
Sá feiti brá' við hart og skipaði
bílstjóranum að fara tafarlaust aí
stað og stakk um leið stimplaða mið-
anum niður hjá sér.
Dóttir míh varð af þessari ferð í
sveitina, en fór nokkru siðar með bil
frá B. S. í. og kostaði sætið þar 9
krónur.
Af því að framkoma sem þessi er
víst ekkert einsdæmi á bifreiðastöð
Steindórs tel ég rétt að vekja at-
hygli almennings’ á henni.
Ein af átján.
„Tákn hins nýja tíma“
Leiðari Vísis siðastliðinn mánudag
heitir: „Er flokkaskipting í deigl-
unni?“ Þar segir m. a.:
„Nú er ástandið svo í öllum flokk-
um, að enginn þeirra gengur heill
til skógar. í öllum flokkum er á-
greiningur um leiðsöguna og í sum-
u'm gengur þetta svo langt, að tog-
azt er á um forustuna eins og blautt
skinn. Sumir vilja halda því fram,
að þetta sé tákn hins nýja tíma, sem
rís úr ösku styrjaldarinnar".
Dæmi úr dagle^a lífinu
Hvað borgaraflokkana þrjá snert-
ir er þetta alveg rétt hjá Vísi, eng-
inn þeirra „gengur heill til skógar“
Hér koma dæmi úr daglega lífinu,
sem sanna þetta:
1. Annað aðalblað Sjálfstæðis-
flokksins, Morgunblaðið er í stjórn-
arandstöðu, það krefst að þingið
myndi stjórn, og heldur fast á rétti
og virðingu þingsins. Hitt aðalblað
flokksins, Vísir, er stjórnarblað, það
lætur ekkert tækifæri ónotað til að
svívirða þingið og hefja stjórnina
til skýja á kostnað þess.
2. Annað aðalblað Framsóknar-
flokksins, Tíminn, er í stjómarand-
stöðu og heimtar þingræðisstjórn.
Hitt aðalblað flokksins, Dagur, er
stjómarblað. Það stendur við hlið
kaupmannablaðsins Vísis. Jónas
Jónsson, sem nú er almennt kallað-
ur Jónas sálugi, er talinn formaður
Framsóknarflokksins, þótt ekki fengi
hann nema 12 af 29 atkvæðisbær-
um mönnum til að kjósa sig í það
starf. Ekki fékk hann að vera for-
maður þingflokksins og ekki fær
hann að skrifa í Tímann. Svona er
nú samlyndið á Framsóknárbýlinu.
3. Alþýðublaðið berst nú hatram-
lega gegn þeirri stefnu, sem þeir
Haraldur Guðmundsson og Stefán
Jóhann Stefánsson mörkuðu ásamt
fulltrúum annarra stjómmálaflokka
í sjálfstæðismálinu. Alþýðublaðið
berst gegn þeirri stefnu, sem Guðgeir
Jónsson og fleiri hinna mætu full-
trúa Alþýðuflokksins mótuðu á síð-
asta Alþýðusambandsþingi, ásamt
fulltrúum Sósíalistaflokksins í verk-
lýðsmálum, og baráttuaðferðum
hinna vinnandi stétta. Alþýðublaðið
berst gegn þeirri stefnu, sem Al-
þýðuflokksmaðurinn, varaformað-
ur Dagsbrúnar, Helgi Guðmunds-
son, stjórn Alþýðusambandsins
og ráðsmaður þess, Jón Sigurðs-
son, og sósíalistar i stjórn Dags-
brúnar tóku. varðandi uppsögn samn
inga.
Alþýðublaðið berst daglega gegn
allri samvinnu milli sósíalista og Al-
þýðuflokksmanna, þó vinna fulltrú-
ar þessara flokka saman í Alþýðu-
sambandinu og í fjölda verkalýðsfé-
laga, þar á meðal Dagsbrún, og jafn-
vel á sviði stjórnmálanna er við og
við samstarf hjá þessum flokkum.
Það er orð að sönnu, að borgara-
flokkarnir „ganga ekki heilir til
skógar“.
Örlöffin berja að dyrum
Það er einnig rétt hjá Vísi, að
þessi sundrung innan borgaraflokk-
anna er „tákn hins nýja tíma“, ör-
lögin berja á dyr borgaraílokkanna.
Mannkynið hlýtur að koma nýju
skipulagi á atvinnu- og fjármál sín
að stríðinu loknu, auðvaldsskipulag-
ið er dauðadæmt. Fulltrúar þessa
skipulags á íslandi, hinir þrír borg-
aralegu flokkar, heyra að högg örlag
anna dynja á dyrum þeirra, feigð
er þeim boðuð, heimamenn skelfast,
í flemtrinu hefjast pústrar og hrind-
ingar, bræður berjast og að bönum
verðask, þannig er það ætið á hinum
síðustu tímum, borgarflokkarnir ís-
lenzku eru þar engin undantekning.
Var í Ástralíu
Þjóðkunn er sagan af merkum
bónda, sem eitt sinn er hann var í
fjallgöngum hrópaði hástöfum: „Hrút
ur í gjá, hrútur í gjá“. Gangnamenn
sem voru nærsvæðis þyrptust til
bónda, og hugðust hjálpa honum að
bjarga hinum ólánssama hrút úr
í 188. tölubl. Morgunblaðsins
er þess getið, að fyrir nokkru
hafi dragnótabátur fundið skips
flak inn af Garðskaga á 20 faðma
dýpi og sé líklegt að hér sé um
að ræða flakið af m. s. Þormóði,
er fórst með svo hörmulegum
hætti á síðastliðnum vetri.
Síðan segir orðrétt í sömu
grein:
„Eins og kunnugt er, náðist
loftskeyti frá skipinu um kl. 10
að kvöldi, og var Þormóður þá
staddur djúpt út af Stafnesi. En
telja má sannað, að skipið hafi
farizt 4—5 klukkustundum
seinna. Líklegt er, að skipverjar
hafi ætlað sér að komast í land-
var innan við Skagann, því ofsa
rok var af suðvestri.
Var talið sennilegt, að skipið
hafi lent of nálægt skaganum
og liðazt sundur á grynningum
þar.
En sé það flak Þormóðs, sem
dragnótabáturinn varð var við,
þá þykir það sérstaklega eftir-
tektarvert, að flakið er á um 20
faðma dýpi. Er talið ómögulegt
að skipsflakið hafi skolazt út á
svo mikið dýpi, eða 1—2 sjómíl-
ur frá landi, hafi það strandað á
klettunum eða liðazt 1 sundur á
grynningum, og verði því að
leita annarra orsaka að slysinu1'.
í rökréttu framhaldi af því, er
ég skrifaði um Þormóðsslysið í
gjánni. Þegar þeir voru komnir á
vettvang, sagði sagði bóndi á lægri
nótum: „Var í fyrra, var í fyrra“.
Gangnamenn sneru sneyptir frá.
Þessi saga rifjast upp þegar Al-
þýðublaðið er að segja frá glæsileg
um stórsigrum Alþýðuflokksins.
Menn. horfa undrandi á þessar feit-
letruðu frásagnir blaðsins, og upp-
götva að það bætir við næstum í
laumi: Var í Ástralíu, var í Ástralíu.
,Asni klyfjaður undirgefni‘
Carl 'D. Tulinius hefur skrifað
nokkrar greinar um sjálfstæðismál-
ið í
sínu
ar. Carl er sem kunnugt er mjög á-
kveðinn skilnaðarmaður og andvíg-
ur öllu hiki og undanhaldi í málinu
Ekki hefur Stefán reynt að svara fyr
irspurnum og ádeilum Carls.
Síðasta grein Carls endar á þess-
um orðum:
„Það er haft eftir Filipusi Make-
doníukonungi, að engin borg sé ó-
vinnandi, er asni klyfjaður gulli
komist inn um borgarhliðin.
Á sama hátt má vissulega segja,
að sjálfstæðismálum íslendinga er
hætta búin í hvert skipti, sem útlend
ur gull-asni heimsækir borg okkar og
hittir þar annan asna klyfjaðan auð-
mýkt og undirgefni".
Þjóðviljann síðastliðinn vetur,
vil ég bæta þessu við:
Eg hélt því fram í áður nefndri
grein, að miklar líkur bentu til
þess, að orsakanna fyrir hinu
hörmulega slysi væri fyrst og
fremst að leita í fortíð skipsins.
Eg benti á þá óvefengjanlegu
staðreynd, að á meðan skipið hét
Aldan, þá reyndist það illa sök-
um leka, er gerði vart við sig á
bakborðssíðu skipsins, ef það
var hlaðið og þurfti að erfiða á
móti straumi og sjóum. Þetta
kom átakanlegast í ljós veturinn
1939 þegar minnstu munaði, að
skipið sykki á leið til Englands
af þessum og fleiri orsökum.
Þeir, sem sáu skipið við bryggju
í Hafnarfirði þegar það náði
landi úr þessari ferð, munu
aldrei gleyma þeirri sjón.
Þegar skipið fékk nýtt nafn,
nýja vél og mikla viðgerð, var
hægt að koma í veg fyrir orsök
lekans, ■ sem var sú, að drifið
losnaði úr byrðingnum, þegar
skipið þurfti mikið að erfiða?
Allt virtist því benda til, að skip
ið væri mikið liðað. Mér þykja
hin grimmu örlög skipsins
benda til þess, að þetta hafi ekki
tekizt.
í neyðarskeyti skipstjórans á
Þormóði er sagt, að skipið sé
statt djúpt af Stafnesi og að
svo mikill leki sé kominn að því
að eina vonin um björgun sé sú
að hjálp berist fljótt. Þess er
ekki getið að skipið hafi lent á
grynningum. Enda er ekki ólík-
legt að hinn mikli leki skipsins
hafi verið tilfallandi og skip-
verjum máske ókunn orsök
hans. Enda er oftast ógjörning-
ur að rannsaka orsakir fyrir til-
fallandi leka, í slíku veðri og
náttmyrkri, það vita þeir. sem
reynt hafa. .
Þegar ég lít yfir það, sem
fram hefur komið í þessu máli,
þá virðist mér margt benda til
þess að lekinn hafi verið tilfall-
á Þormóði hafi verið sú að ná til
Keflavíkur, þegar hann hleypti
hinu sökkvandi skipi undan roki
og sjóum. Það er gott, ef ýtar-
leg rannsókn verður nú látin
fram fara út af Þormóðsslysinu.
En eigi sú rannsókn að skila
fullkomnum árangri, þá verður
líka að rannsaka æviferil skips-
ins, allt frá því að það var keypt
hingað til lands, og þar til það
fór í sína síðustu ferð. Væri
slík rannsókn samvizkusamlega
Franah. á 4. síðu.
Vestnrbær
Unglinga vantar til að bera Þjóðviljann til kaup-
c«da í Vesturbænum.
Talið við afgreiðsluna,
SKÓLAVÖRÐUSTÍG19. — SÍMI 2184.
Tilkynning frá ríkisstjórninni
Brezka sjóliðið telur nauðsynlegt að gera þá breytingu á áður
auglýstu svæði í Eyjafirði, þar sem bannaðar eru veiðar og akkeris-
legur skipa (sbr. tilkynnigu ríkisstjómarinar í 44. tölublaði Lög-
birtingablaðsins 1942 og 13. tölublaði 1943), að norðurtakmörk svæð
isins verði framvegis lína, sem hugsast dregin frá Haganesi vestan
f jarðarins í kirkjuna á Höfða.
Suðurtakmörkin verða eins og áður, lína, sem hugsast dregin
frá Hjalteyrarvita í bæinn Hóll austan fjarðarins.
(Uppdráttur af bannsvæðinu er í 49. tölublaði Lögbirtinga-
blaðsins).
Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 12. ágúst 1943.
og einkum beint mali