Þjóðviljinn - 25.08.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.08.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN •sgl ,Ör bopglnnl Nætnrlæknir er i Læknavarðstöð Reykjavíkur, Austurbæjarskólanmn sími 5030. Næturvörður er þessa vikui í Reykjavíkurapóteki, Sími 1760. Útvarpið í dag: Mi&vikudagur 25. ágúat. 19.25 Hljómplötur: Ópcrusöngvar. 20.30 Utvarpssagan: „Liljur vallarins", VIII. (Karl ísfeld). 21.00 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur (Karl O. Runólfsson stjórnar). 21.30 Hljómplötur: Isjenzkir einsöngvar- ar og kórar. Þátttakendur í Þjórsárdals- og Kerlingarfjallaferðunum, sem tóku myndir, eru vinsamlega beðnir að lána ferðanefndinni þær og koma 'Jþeim á skrifstofu Sósíalistafélags- ins, Skólavörðustíg 19, fyrir mánaða mót. Landsmót I. fl. Valur-e.2:1 Þessi 4. leikur I. fl. lauds- mótsins var einhver bezti leik- ui’ sem ég hef séð milli liða í I. fl. Liðin voru nokkuð jöfn og höfðu hvort fyrir sig góð- um einstaklingum á að skipa, sem notuðu kunnáttu sína til að „spila hina upp“ sem ekki voru eins langt komnir. Sam- leikur var i hávegum haföur og kom fyrir aö hann gekk frá marki til marks, eöa milli 4—5 úr sama liöi í einu og er það gott. K. R. byrjar meö sókn og er nærgöngulif mark Vals, svo að t. d. eitt skáskot hittir þverslá. Valsmenn sækja sig og eiga nú sókn um hríð og skottækifæri, en allt kem- ur fyrir ekki. Enn er K. R. í sókn og tekst að setja mark. Valsmenn herða sig nú og ná oft góðum leik og marktæki- færum, en þau misnotast. Rétt fyrir lok hálfleiks fær Valur horn og úr því lendir boltinn í K. R.-ingamarkið. Síðari hálfleik er Valur yf- irleitt í sókn. Þó gera K. R,- ingar nokkur áhlaup sem öll- um er hrundið. Þegar nokkuð er liðið á leik tekst Ólafi Gunnarssyni að setja mark hjá K. R. 2:1. Meira skeði ekki. Dómari var Einar Pálsson. Sundmót Suduirncsja Sundmót Suðurnesja fór fram s. 1. sunnudag í sund- laug U. M. F. Keflavíkur í Keflavik. Sunddrottnlng varö Krist- rún Karlsdóttir en sundkóng- ur Björn Stefánsson og eru þau bæði úr Keflavík. í NÝJA BÉÍ Knattleikakappinn (Rise and Shine). LINDA DARNELL, JACK OAKIE, Sýnd kl. 7 og 9. Sýnd kl. 5. 6imsteinaþJ6farnir (Blue White and Perfect) Leynilögreglumynd með LLOYD NOLAN Börn yngri en 12 ára fá ekki aðgang. (hjarta og hug (Always In My Heart) Amerískur sjónleikur með söng og hljóðfæraslætti KAY FRANCIS, WALTER HUSTON og söngmærin GLORIA WARREN, BORRAH MINEVITCH og munnhörpusveit hans. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ÁSKRIFTARSÍMI Þjóðviljans er 2184. Hérmeð tilkynnist vinuin og vandamönnum að útför ÓLAFAR RAGNHEIÐAR GEIRDAL * fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 26. þ. m. Útförin hefst með húskveðju á Hringbraut 179 kl. 3y2 e. h. Unnusti, faðir og systkini. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN í Reykjavík hefur opnað skrifstofu á Skólavörðustíg 19 og verður hún opin daglega frá kl. 6—7. Félagar, mætið á skrifstofunni og greiðið félagsgjöidin. STJÓRNIN. Verkefnin,°sem bíða- Framh. af 3. siðu. undir erlendum markaði og vér. Það er því engin þjóö, sem hefur meiri hag af al- þjóðlegri skipulagningu fram- leiðslunnar, þar sem hver þjóð vinnur fyrst og fremst að því, sem bezt samsvarar getu hennar og auðlindum lands hennar. En þótt sjávarútvegurinn þannig verði þaö, sem vér fyrst og fremst byggjum efl- ingu atvinnulífs vors á. þá ætti engariveginn að fram- kvæma slíkt einstrengirigslega Þaö eru vafalaust mikiir möguleikar til framleiðslu einnig til útflutnings á nýj- um tegundum landbúnaðaraf- urða, einkum grænmetis og jaröávaxta, þegar jarðhiti og raforka eru notuð til fulls, einnig máske aukinni minka- og refarækt, þegar fullkomn- ari verkaskipting kemst á i landbúnaðinum, — ef til vili bíða hér enn óunnin efni í jörð, sem auöga atvinnulií vort, — og tvímælalaust vex möguleikinn á innlendum iön- aði, svo sem sementsgjprð, skipasmíðum og fleiru, ef framundan er öruggur vöxtur sjávarútvegsins og bæjanna. En fái kreppur og auðhring- ar aö leika oss aftur eins grátt og fyrir áratug síðan, þá vofir atvinnulegt hrun yfir smáþjóð sem vorri. Hún yrði troðin undir, ef villt sam- keppni auðhringa á að drottna áfram í heiminum. Þessvegna þurfa einmitt ís- lendihgar öllum þjóðum frem- ur að átta sig á því í tíma að vinna aö því að alþjóðleg samvinna komist á í viðskipta málunum og vera ákveönir j í hvað þeir ætla þar til mála aö leggja, hvernig þeir ætla að haga þjóðarbúskap sínum. Og þaö veitir ekki af að farið sé að ræða þau mál nú þegar til þrautar, því ekki má bíða of lerigi með aögerðir. Þormóðsslysid Framhald af 2. síðu. af hendi leyst, bá er ekki ólík- legt, að eitthvað það kæmi í 1 dagsljósið, er gæfi bendingu um hina raunverulegu orsök fyrir þessu hræðilega slysi. Jóhann J. E. Kúld. DAGLEGA NÝ EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16. I . . 17 Ríehard Wright: ELDUR OG SKÝ | Taylor sá hvað verða vildi, en gat ekkert aðhafzh Síðar ‘minntist hann þess að hann hafði næstum því sagtr Hvað ætlið þér að gera? Höggið skall' á hökubarðinu og hann hentist aftur yfir sig. Höfuð hans lenti á aurbretti bifreiðarinnar. Honum sortnaði fyrir augum. Hann valt enn og stöðvaðist í blóma- beði, andlitið hiður. Hálflamaður reyndi hann að snúa höfðinu og tala. Hann fann að gripið var í' hálsmálið á skyrtunni og einhver dróg hann á fætur. „Komdu þer inn í bifreiðina, negri!“- „En, heyrið þér. ...“ „Haltu þér saman, inn í bifreiðina með þig, böívaður!“ i Hann fékk högg á hægra eyrað. Hvítu mennirnir voru íþrír. Þeir drógu hann á fætur og slógu hann síðan í gólfið aftur í bifreiðinni. | „Heyrið mig, þér getið ekki hagað yður þannig!“ * „Haltu helvítis kjafti, kvikindið þitt!“ Hann var sleginn með flötum lófa beint á andlitið. Hann reyndi að standa á fætur og andmæla. „Þér. ...“ Það var sparkað með stígvélahæl fyrir brjóst hans. Hann féll saman eins og stunginn belgur.. Hann náði ekki andanum, var stífur og hálfaflvana. „Þú heldur að þú getir ráðið allri borginni, eða hvað? Þú heldur að negri geti komist upp með yfirgang gagn- vart hvítum mönnum? Hann lá kyrr og dróg vart andann og horfði á þrútin hvít andlit í hálfrökkrinu inni í bifreiðinni, sem var komin á ferð. VIII. Hann varð þess áskynja, þegar honum datt í hug að fylgjast með því hvert væri farið, að þeir voru þegar komn- ir of langt til þess. Hann mundi óljóst að beygt hafði verið fyrir horn að minnsta kosti þrisvar sinnum. Hann lá með lokuð augu og velti fyrir sér hvert þeir myndu fara með hann. Hún verður veik af hræðslu, hugsaði hann, þegar honum datt May í hug. Síðan varð honum hugsað til Jimmy og hann sagði við sjálfan sig, ég vona að hanu geri nú enga vitleysu. ... Dofinn sem verið hafði fyrir brjósti hans leið smátt og smátt frá. Hann Svitnaði á bak- inu og enninu. Bifreiðin hægði á sér, beygði og fór síðan á fulla ferð. Hann heyrði það á hljóðinu frá hjólunum að nú fóru þeir eftir möl. Hvaða vegur gat það verið? Hann vissi það ekki. Það lágu svo margir malbornir vegir út úr borg- inni. Hann reyndi að gera sér grein fyrir því hve lengi hann hafði legið hálfmeðvitundarlaus eftir höggið fyrir brjóstið. Hann gat ekki gert sér grein fyrir því, það gátu verið 5 mínútur, það gat líka hafa verið klukkutími. Bif- reiðin hægði á sér og beygði. Hann fann sterka lykt af brennandi vindlingi og heyrði óm frá kirkjuklukku í fjarska. Bifreiðin staðnæmdist. Hann heyrði að bifreið- arnar voru fleiri, það marraði í skiptistöngum, vélar urr- uðu. Þeir hlutu að vera staddir á krossgötum. Honum var ómögulegt að vita, hvaða krossgötur það væru. Það hvarfl- aði að honum að kalla á hjálp. En slíkt myndi vera þýð- ingarlaust nú. Það var betra eins og það var, jafnvel sex hvítir menn voru betri viðureignar heldur en þvaga af hvítum mönnum. Bifreiðin var nú aftur á hraðri ferð, hallaðist. Leirryk barst að vitum hans, Einhver sagði með urgandi rödd: „Hvernig er hann?“ „O.K.“ „Láttu hann þegja!“ „O.K.“ Hann sagði ekki orð. Hann fór að hugsa um hve margir væru saman komnir í bifreiðinni. Já, hann hefði átt að búast við einhverju af þessu tagi. Þeir hafa ógnað mér í langan tíma. Nú var það skeð. Bifreiðin hægði ferðina, rann hægar, hægar, nú átti að nema staðar. Hjólin fóru yfir mjög holóttan veg, hann valt til allra hliða, höfuð hans slóst við framsætið. Síðan var numið staðar, vélin stöðvuð, augnablik var allt hljótt. Þá heyrði hann að vindur þaut í trjám. Þeir voru komnir út 1 sveit. Eitthvað inn 1 skóg hugsaði hann. „O. K.?“ „O. K.!“ Hurð var opnuð. „Áfram negri! Stattu á fætur og gættu þín!“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.