Þjóðviljinn - 25.08.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.08.1943, Blaðsíða 1
Sókn rauða hersins á suöurvígstöövun- um heldur áfram Rússar sækja að Poltava Rauði herinn heldur áfram sókn norðvestur og suðvestur af Karkoff, segir í hemaðar- tilkynningu Rússa í gær. Suður af ísjúm og suðvest- ur af Vorosiloffgrad varð rauða hernum vel ágengt í hörðum bardögum og tók all- mörg þorp. Þjóðverjar misstu á mánu- dag 106 flugvélar og 77 skrið- dreka á austurvígstöðvunum. í fréttastofufregnum segir aö um Karkoff fari nú stöð- ugur straumur herliðs og her- gagna til vígstöövanna vestur af borginni; þar sem rauði her inn sækir fram í átt til Pol- tava, sem er rammlega víg- girt borg. (í fréttum af austurvígstöðv 'xinum í gær misprentaöist á tveimur stööum: Miðvígstöðv- ar, þar sem átti að vera: Mi- usvígstöðvar). Vísitalan 247 stig Vísitalan fyrir ágústmánuð hefur nú verið reiknuð út og er hún 247 stig. Er hún tveim stigum hærri en fyrir næsta mánuð á undan. i fjallaði alalieoa w slriðiO oii Upan Samkomulag um hernaðaráætlanír og pölitiffe mál, segír í sameígínlegrí yfísrlýsíngu Himmler innanríkis- ráðherra Þýzka- lands „Heimavígstöðvar" Hitlevs orðnar ótryggar Heinrich Himmler, hinn I- ræmdi yfirmaður þýzku leyué- lögreglunnar, hefur veritt skipaður innanríkisráðherra Þýzkalands. Skipun hans er hvarvetna talinn vottur þess að nazista- yfirvöldin álíti ástandið sv« alvarlegt á „heimavígstöðvun- um" þýzku, að ekki dugi ann- að en „yfirböðull" íffitlers, eins og Himmler hefur vérið nefndur, til þess að halda þjóðinni í skefjum. Queebeckráðstefnu Roosevelts, Churchills og brezku og bandarísku hershöfðingjanna lauk í gær, og gáfu að- ilar sameiginlega yfirlýsingu um árangur hennar. í yfirlýsingunni segir, að tekið hafi verið til meðferð- ar hernaðarástandið um heim allan, með hliðsjón af þeim velheppnuðu hernaðaraðgerðum er framkvæmdar hafa verið síðan í maí er Roosevelt og Churchill hittust síðast. Teknar hafi verið nauðsynlegar ákvarðanir um árás- aráætlanir flota, landhers og flugflota Bretlands og Bandaríkjanna en þær muni að sjálfsögðu einungis birt- ast í hernaðaraðgerðum. Hernaðarumræðurnar snerust að mjög miklu leyti um stríðið gegn Japan, og um hjálp til Kínverja, og tók kínverski utanríkisráðherrann, Soong, þátt í flestum við- ræðufundum þeirra Roosevelts og Churchills. Lögð er áherzla á að full- komið samkomulag hafi náðst um allar hernaðaráætlanh* bæði í stríðinu gegn Japan og á Evrópuvígstöðvunum, svo og um þau pólitísk mál, er tekin hafa verið til með- ferðar. Roosevelt og Churchill féll- ust á og samþykktu þær áætl- anir er forsetar herforingja- ráös beggja landanna höfðu gert um hernaöaraögerðir á öllum vígstöðvum þar sem brezkur og bandarískur her berst. Gert er ráð fyrir annarri luelp Rienn deula w íéirti Alitið að þeir hðfi neytt rottueiturs Fyrir nokkru síðan létust tveir Árnesingar, karlmaður og kven- maður, úr fosfóreitrun. Voru þau bæði flutt í Landsspítalann og létust þau þar. Hvernig þau hafa tekið veikina er enn óupplýst. Þorsteinn Guðmundsson verzl unarmaður hjá Kaupfélagi Ár- nesinga á Selfossi lézt á Land- spítalanum 13. þ. m. Við rann- sókn á líkinu kom í ljós að hann hafði látizt úr fosfóreitrun. Hann mun fyrst hafa kennt einhvers lasleika á laugardag- inn 7. þ. m. A mánudaginn fór hann til vinnu eins og venjulega en var orðínn fórveikur um há- degi. Á aðfaranótt föstudags var hann fluttur á Landspítalann og lézt þar kvöldið eftir, sem fyrr segir. Lilja Sveinsdóttir frá Ós- bakka á Skeiðum lézt í Liand- spítalanum s. 1. föstudag. Hafði hún fyrst fundið til veikinnar s. 1. mánudag, en þó eigi veikzt fyrir alvöru fyrr en daginn eftir. Var hún flutt í Landspítalann á föstudaginn og lézt skömmu síðar. Haldið er að um rottueitur hafi verið að ræða í báðum þess- um tilfellum, þar sem eigi er vitað um annað er valdið gæti fosfóreitrun, en rottuetrun var framkvæmd fyrir austan fyrir eigi mjög löngu síðan. ráðstefnu fulltrúa Bretlands og Bandaríkjanna, og ef til vill þríveldaráðstefnu Bret- lands, Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna. Sovétstjórninni hafa verið tilkynntar allar þærv ákvarö- anir Quebeckráðstefnunnar er snerta stríðiö gegn Þýzka- landi og' ítalíu. Rætt var um afstöðuna til frönsku þjóðfrelsisnefndarinn- ar, og er væntanleg yfirlýs- ing margra ríkisstjórna þar að lútandi síðar í þessari viku. Á blaöamannafundi sagði Churchill að ástæöurnar fyrir því, . að Quebeckráðstefnan skyldi aðeins vera tvíveldaráð- stefna, voru þær, að brezki og bandaríski herinn voru sam- tvinnaðir í öllum hernaðar- aðgeröum, og ennfremur að ráöstefnan hafi mikið til snú- izt um styrjöldiha gegn Jap- an, en þar séu Sovétrikin ekki aöih. Roosevelt ávarpar Kaneddþingið í úm Tilkynnt var í gærkvöld aö Roosevelt muni ávarpa Kanadiska þingið í dag, kl. 17 (eftir islenzkvim tíma), og verður ræðunni útvarpað af öllum heiztu Bandaríkjastöð'v- um, þar á meö'al stuttbylgju- stöðvum á 16 m., 19 m., og 25 m. smndirtaiiii 1 BimiMsi F!8 SlUUDt Þjódverýar seeida her og skríddreka fíl Kacipinannahafnar Þjóðverjar hafa talið sig neydda til að flytja þúsundir her- manna og skriðdrekasveitir til Kaupmannahafnar til að bæla nið- ur óeirðir, er þar hafa blossað upp hvað eftir annað undanfarna daga, og ógna Dönum til hlýðni. í Stokkhólmsfregnum segir, að síðastliðinn sólarhring hafi víða í Danmörku verið unnin skemmdarverk, og tveir þýzkir hermenn drepnir á götu í Odense, er þeir skutu úr skammbyssum sínum á mannf jölda, er saf naðist kringum þá. í Kaupmannahöfn náðu Danir mörg þúsund rifflum úr þýzkri skotfærageymslu. í Aarhus var rafmagnsstöð sprengd í loft upp, og segir í sænskri fregn, að það sé mesta skemmdarverkið, sem unnið hafi verið í Danmörku, því þaðan hafi mikill hluti Austur-Jót- lands fengið orku. Friðarunileitðnir Finnð - sérmál rússnesku og finnsku ríkisstjórn- anna segir Times, íLondon „Vestrænu lýðræðisríkin hafa gert nægilega ljósa af- stöðu sína til Finnlands. Frið- arumleitanir af Finna hálfu er mál sem varðar aðeins rík- isstjórnir Finnlands og Sovét- ríkjanna". Þannig syarar enska stór- blaðið Times þeim orðrómi er gengið hefur undanfarið um það að Finnar væru að þreifa fyrir sér um sérfrið. Tilefni greinarinnar í Times voru ummæli ensks verkalýð,s- leiötoga, er skýrði frá viöræö- um, er hann átti nýlega í Stokkhólmi viö forseta finnska verkalýðssambandsins. Finn- inn hafði látiö þá von í ljós að brezku verkalýösfélögin beittu sér fyrir því, að Finn- land kæmist út úr styrjöld- 1 inni. Brezkar sprengjuflugvélar varpa 1700 tonnum sprengna á Berlín Sveitir brezkra sprengjuflugvéla gerðu í fyrrinótt mestu loft árás á Berlín,^sem gerð hefur verið í stríðinu. Var varpað um 1700 tonnum sprengna yfir borgina á tæp- um klukkuííina, og komu upp miklir eldar viðsvegar um borg- ina. Telja ilugmennirnir er árásina gerðu að tjónið hafi orðið gífurlegt. Fimmtíu og átta brezku sprengjuflugvélanna fórust. Samtimis voru gerðar loftárásir á flugvelli víða í Norðvest- ur-Þýzkalandi, Danmörku, Hollandi og Belgíu til að draga at- hyglina frá aðalárásinni — á Berlín.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.