Þjóðviljinn

Ulloq
  • Qaammatit siuliiSeptember 1943Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910
Ataaseq assigiiaat ilaat

Þjóðviljinn - 15.09.1943, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 15.09.1943, Qupperneq 2
2 ÞJOÐVILJINN Mióvikudagxir 15. sept. 1943. „ Europas fiskeríer etfer krígen " Generalsekretæren i Norges Fiskarlag, som ná er konsulent i fiskerisp^rsmál ved den Kongelige Norske Regjerings Forsynings- og Gjenreisnings- departement i London, holder idag, onsdag den 15.' september, kl. 8.30 precis, foredrag i ,,Idno“ om: „Europas fiskerier etter krigen“. Allen interesserte har fri adgang. NORDMANNSLAGET I REYKJAVIK. Skotæfíngar úr loftí tíl farðar t, Hérmeð tilkynnist, að framvegis munu flugvélar skjóta úr vélbyssum, í æfingaskyni, úr lofti ofan og niður til jarðar, á svæði nokkru nálægt Garðskaga. Hættusvæðið verður sem hér segir, milli neðantaldra fjög- urra staða: (a) 64 °( 04'35" N. 22 (b) 64°' 04:57" N. 22 (c) 64° 05'30" N. 22 (d) 64° 04'30" N. 22 41'50" W. Greenwich 42'00" W. Greenwich 46'20" W. Greenwich 46;20" W. Greenwich Verðir munu verða settir landmegin á svæði þessu og munu þeir gefa aðvörunarmerki þegar skotæfingar eiga að fara fram, með því að draga upp rauða fána. Verðlag á kartöflum Samkvæmt lögum nr. 31 frá 2. apríl 1943 um verzl- un með kartöflur o. fl., og með tilvísun í niður- stöður vísitölunefndar landbúnaðarins, eru hér með sett eftirfarandi ákvæði um verðlag á innlendum kartöflum á tímabilinu 15. september til 1. nóv- ember þ. á.:, Heildsöluverð. kr. 112,00 hver 100 kg. Smásöluverð kr. 1,40 hvert kg. Séu kartöflur fluttar milli hafna, greiði selj- andi sendingarkostnað, en kaupandi kostnað við uppskipun og heimflutning, og er þá heimilt að hækka smásöluverðið til samræmis við slíkan sann- anlegan aukakostnað, enda fari smásöluálagning aldrei fram úr 25% af kostnaðarverði vörunnar á sölustað. Ofanskráð verð er miðað við góða og óskemmda vöru í gallalausum umbúðum og séu 50 kg. í hverj- um poka. Reykjavík, 14. sept. 1943- VERÐLAGS- OG MATSNEFND GARÐÁVAXTA. Dagsbrún fyrr og nú Herx-a ritstjóri! Á árunum íyrir stríð höfðu verka- menn í Reykjavík samkvæmt samn- ingum við atvinnurekendur kr. .1.45 fyrir hverja vinnustund. Gilti þessi kauptaxti fyrir alla vinnu, sem verkamenn inntu af hendi, hvort um var að ræða kol, salt, sement eða aðstoðarstörf í vélsmiðjum. Með samningi, er stjórn Dagsbrúnar gerði við atvinnurekendur 22. ágúst 1942 kom í gildi sérstakt kaupgjald fyrir öll þessi störf. Samtímis því sem komið var á 8 stunda vinnudegi í öll- um starfsgreinum Dagsbrúnarmanna var grunnkaupið í þungavinnu hækk að úr 1.45 fyrir hverja kl.st. í kr. 2.75. Með þessum nýja samningi var því kaup alira verkamanna, er vinna í þungavinnunni hækkað um nálega helming eða kr. 1,30 fyrir hverja vinnustund. Á þeim árum, sem Dags- brún bar upp, án árangurs kröfuna um 8 stunda vinnudaginn með ó- breyttu dagkaupi, hefði það þótt að sjálfsögðu fyrirsögn, að slík krafa fengist fram ásamt kauphækkun er -nemur fyrir kola-, salt-, sements- uppskipun og hjálparvinnu í vél- smiðjum kr. 10.40 á dag og fyrir alla aðra vei'kamenn kr. 2.30 á dag. Mað ur, sem vann í þessum þungavinnu- greinum fyrir stríð fékk fyrir 48 vinnuvikur á ári k. 4.176.00 en nú fær sami maður kr. 6.336.00 eða kr. 2100.00 rneira í árslaun. Állir aðrir verkamenn hafa fengið kauphækkun sem nemur á dag kr. 2.30 eðaáárikr. 662.40. Þrátt fyrir þessa kauphækk- un hefur dagvinnutími hvers verka- manns verið styttur um 576 kl.st. á ári. Þenna tíma má vissulega meta nokkurs til aukinnar menningar, hvíldar eða annai'rar nýtingar fýrir verkamenn. Auk þessara mikilvægxx umbóta á gamla kaupsamningnum tókst Dagsbrún að tryggja meðlim- um sínum hálfsmánaðarorlof árlega og má fullyrða að það samnings- ákvæði jjjjik mjög á eftir því að or- lofslögin yrðu samþykkt á Alþingi Á árinu 1942 voru einnig gerðir samningar um kaup og kjör mánaðar kaupsmanna hjá ýmsum fyrii'tækj- um og stofnunum í bænum, m. a. Kron, heildsölum, fisksölum, lýsis- stöðvum, benzínstöðvum, Mjólkur- samsölunni o. fl. og fengu stai'fsmenn þessara stofnana og fyrirtækja veru legar kauþ- og kjarabætur. Við nokk ur þessara fyrirtækja hafði Dags- brún ekki haft áður samninga. Alþýðublaðið hefur undanfarið gert harða og ódrengilega hríð að stjórn^Dagsbrúnar fyrir þá ákvörð- un hennar og félagsins að segja ekki upp núgildandi kaupsamningum við atvinnurekendur og knýja fram grunnkaupshækkun. í þessari hi'íð sinni að Dagsbrún hefur Alþýðublað- ið viljað láta líta svo út sem vegur Dagsbrúnar í kaupgjaldsmálum vsAi nú minni en nokkru sinni fyrr og væri ólíku saman að jafna nú og meðan Alþýðuflokkurinn hafði for- ustu í félaginu. Af samanburðinum á kaupi og kjörum vérkamanna sam kvæmt gamla og nýja kaupsamningn um geta menn auðveldlega’sannfært sig um meðferð Alþýðublaðsins á sannleikanum í þessum efnum. En i sambandi við þá fullyrðingu Al- ! þýðublaðsins um ágæti þeirrar for- i ustu er var í Dagsbrún áður fyrr j meðan Alþýðuflokkurinn var enn verklýðsflokkur væri fróðlegt fyrir blaðið að rifja það upp fyrir sér hvar liðsmenn þeirrar forustu eru nú nið- ur komnir. HvarerHéðinn Valdimars son? Hvar er Sigurður Guðnason? Hvar er Zóphonías Jónsson? Hvar er Helgi Guðmundsson o. fl. o. fl„ sem skipuðu þessa fyrirmyndar for- ustu eins og Alþýðublaðið að fTestu leyti réttilega nefnir svo. Að undan- teknum Héðni Valdimarssyni eru þeir enn forustumenn Dagsbrúnar. Það er á engan hátt verið að draga úr verkum þessara manna áður sem forustumanna Dagsbrúnar, þótt þeim hafi tekizt að hnekkja sínum fyrri metum og gert betri samning um kaup og kjör verkamanna nú en áð- ur hefur þekkzt í sögu félagsins! Þannig á það að vera, hvert spor sem stigið er á að færa okkur nær markinu, sem vei'klýðshreyfingin hefur sett sér. Og það er mjög fjarri því, að ég líti svo á að núgildandi kaupsamningar Dagsbrúnar séu svo góðir og fullkomnir sem vera þyrfti og vera ætti. Þeir standa vissulega til bóta, þótt sá sannleikur sé ekki dulinn, að þeir eru bezti* af þeim samningum sem Dagsbrún hefur hingað til gert. En með leyfi að spyrja, hvaða for- ustu ætlar Alþýðublaðið Dagsbrún, ef það mætti ráða? Ekki getur það gripið til gömlu forustumannanna, þar sem þeir eru nær allir ekki lengur í Alþýðuflokkn um. Það getur að visu eitt i þessu efni. Það getur boðið Dagsbrúnar- mönnum upp á forustu ásamt at- vinnurekendum, svipaðri þeirri, sem það hafði í félaginu árið 1940. En hvoi't það er mannsvit, kjarkur og ráðdeild þvílíkrar forustu, sem verka menn óska eftir, verður ekki sann- prófað nema við stjórnarkisningu í Dagsbrún. Fyi-rv. Alþýðuflokksmaður. Til minnis 1. Alþingi fól fulltrúum bænda og neytenda í sexmanna nefndinni, að semja um verð á landbúnaðar- afurðum, sem seldar eru á inn- Iendum markaði. Þessi samning- ur náði áuðvitað ekki til verðs á landbúnaðarvörum. sem seldar eru á erlendum markaði. Kaupgjalds- og kjarasamningar verklýðsfélaganna eru ætíð mið- aðir við það, að verkamaðui'inn hljóti Iífsframfæri fyrir vinnu sína ef hann hefur vinnu allt ár- ið. í þessum samningum taka vinnuveitendur aldrei neina á- byrgð á því að verkamaðurinn fái vinnu, vei'kamenn taka hins vegar enga ábyrgð á. að vinnu- veitandinn fái það vinnuafl. sem hann kann að óska. Samningur- inn bindur sem sé aðeins vei'ð- lag á því vinnuafli, sem er selt og keypt, og ákveður ekkert um hve mikið það skuli vera. Á sama grundvélli sömdu full- trúar bænda og neytenda. Þeir töldu sanngjarnt að bóndinn fengi 14500 kr. árslaun. Síðan gerðu þeir sér ljóst hvaða vei'ð þyx-fti að koma fyrir afurðir meðalbús til þess að bóndinn bæi'i þetta úr bítum. Það verð skuldbinda fulltrúar neytenda umbjóðendur sína til að gi-eiða fyrir þær vör- ur, sem þeir kaupa. hvað bændur hins vegar fá fyrir þær vörur, sem þessir neytendur ekki kaupa, var þeim óviðkomandi. 3. Það er hinsvegar sjálfsögð krafa hinna vinnandi stétta til þjóðfé- Iagsins, að það tryggi þeim vinnu, þessvegna er rétt að bænd ur og vei'kamenn taki nú hönd- um saman í baráttu fyrir þýðing- ai-mesta máli þjóðarinnar. FuII- trúar vei'kamanna eru í-eiðubún- ir til að tryggja bændum, eftir því sem mögulegt er, þau árslaun. sem sexmanna nefndin taldi sann gjörn, sem sé 14500 kr. Það verð- ur gei't með því að tryggja hið umsamda veið fyrir allar söluaf- ui-ðir allx'a meðalbúa, allra þeirra búa, sem eru minni en meðalbú. og þann hluta af fi'amleiðslu búa sem eru stæri-i en meðalbú, sem samsvarar söluframleiðslu meðai- búa. Væntanlega stendur ekki á full trúum bænda að gefa verkamönn um tilsvai-andi atvinnutryggingu. Síðasta svar til Hannesar á Horninu Rvík 9./9. 1943. Kæri V. S. V.! Um daginn mætti ég góðvini mín- um og fyrrverandi samherja þínum. ,,Hvað meinar þú með því að vera að svai'a V. S. V.?“, segir hann. „Eg hélt þú hefðir meiri sjálfsvirðingu en svo.“ ,,Við eigum ekki að fyrirlíta hinn bersynduga“, sagði ég afsakandi. „Þetta er eins og að stíga ofan á pöddu“, sagði hann. Þessi vinur minn er nefnilega góðhjartaður mað ur, /sem ekki gerir flugu mein, og hefur kvenlegan viðbjóð á skorkvik- indum. Síðan hefur þú sent mér og Brynj- ólfi Bjarnasvni kveðju þína. Reynd- ar veiztu vel sjálfur að Brynjólfur Bjarnason hefur ekki skrifað hin lof samlegu eftirmæli um þig, en þú þarft að ná þér niðri á honum og skal ég skýra það síðar. En í grein þinni tekst þér vel að sanna það, sem ég hélt fram um sálarlíf þitt, og af því að hugarfar þitt hefur mjög hneigzt í kirkjulega átt í seinni tíð, skal ég ákýra þetta með dæmi úr bibilíunni, ef þú skyld- ir eiga hægara með að skilja málið á þann hátt. f í guðspjöllunum er oft xjiinnzt á menn sem haldnir voru illum öndum. Gyðingar nefndu þá djöfulóða. Þegar reynt var að særa hinn illa anda út af þeim, eins og ég reyndi með þig um daginn, vildi andinn ekki yfirgefa manninn heldur skók hánn allan, vai'paði honum froðufell- andi til jarðar, pintaði hann og plág- aði á allar lundir og mælti fyri/r munn hans formælingar og ánnan hroðalegan munnsöfnuð. TJt af mínum fáu hógværu orðum. hefur farið líkt fyrir bér. Og nú ætla ég að hressa við minni þitt lítið eitt. Ertu búinn að gleyma játningunni sem þú gafst þínum gömlu samherj- um þegar .þú gekkst í þjónustu Al- þýðublaðsins. Þá datt þér ekki í hug að halda því fram að' skoðanaskipti hefðu átt sér stað hjá þér. Þá varstu ennþá of heiðarlegur til að hræsna fyrir þínum gömlu félögum. Þú sagðist vita það, að þú værir að svíkja og hinir nýju samstarfs- menn þínir væru ekki þeir sem rétt stefndu í vei-kalýðsbaráttunni. Þú viðurkenndir hreinlega að það væri hungrið, klæðleysið og skorturinn. sem hefði yfirbugað þig, og ég held að þú hafir þá alið þá von í brjósti, að fá síðar meir að taka upp merki þinnar fyrri hugsjónar. Þín stærsta ógæfa er, ekki sú að Framhald á 3. síðu. i mörg bæjarhverfi Þjóðviljaim til kaupenda vantar okkur nó þegar unglinga til að bera Afgreiðslan, Skóiavörðustíg 19, sími 2184

x

Þjóðviljinn

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Language:
Volumes:
57
Issues:
16489
Published:
1936-1992
Available till:
31.01.1992
Locations:
Keyword:
Description:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Supplements:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar: 205. tölublað (15.09.1943)
https://timarit.is/issue/211772

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

205. tölublað (15.09.1943)

Iliuutsit: