Þjóðviljinn - 14.10.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.10.1943, Blaðsíða 2
2 Þ JÓÐ VILJINN Fimmtudaguj' 14. október 1943. Unpur maður getur fengið atvinnu, sem auglýsingastjóri, við dagblað. — Umsóknir sendist afgr. Þjóðviljans fyrir 20. þ. m. TRYGGIÐ ÖRUGGA LÍFSAFKOMU fjölskyldu yðar með því að kaupa líftryggingu. Dragið ekki lengur jafn sjálfsagðan hhit. y<r-X> Óska eftir saumaskap TELPUHOSUR dökkbrúnar, nýkomnar. Veraliisi H. Toft á buxum, sem uæst saumastofu minni. Vel borgað. Guðmundur Benjamínsson klæðskeri Hrísateig 35, sími 4219. Gerizt áskrifendur Þjóðviljans oOOOOOOOOOOOOOOOO Skólavörðusfeíg 5 Swni 1035 DAGLEGA NY EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16. (©OOOOOOOOOOOOOO^O Verð á svínakjöti, Mig langar að biðja Þjóðviljann að koma á framfæri fyrir mig fyrir- spum um verð á svínakjöti. Hvernig stendur á því að ekki hef ur verið sett hámarksverð á svína- kjöt? Svínakjöt kostar nú í búðum 12—15 krónur hvert kíló, en mér er sagt að framleiðendur þessa kjöts fái ekki nema 5—6 krónur fyrir kílóið. Hversvegna er leyft að smásöluálagn ing á þessa vöm megi nema um og yfir 100%? Og úr því verðlagsstjór- inn einhverra orsaka vegna vill ekki skipta sér af verðinu á þessu kjöti eins og öðm, af hverju lækka þá kjötbúðir kaupfélagsins okkar ekki verðið? Húsmóðir. Atburðir líðandi stundar. „Getur þetta verið satt“? Þannig hafa þúsundir vissulega spurt er lok- ið var lestri bókarinnar Máninn líð- ur (The moon is down) eftir John Steinbeck. — Já, er þetta ekki bara skáldaskrök, hugarflug stórskálds- ins, sem lætur gamminn geysa? Er raunverulega til, slík mannleg nio- urlæging, slíkt ofurmagn ruddaskcp- ar, grimmdar, — já, er ekki bezt að segja það blátt áfram — er til svo mikið af djöfullegu eðli í nokkurri mannveru, eins Og John Steinberk lýsir í fari hins þýzka innrásarhers, sem leggur undir sig friðsæli þorp í framandi landi? — Já, þannig er spurt, og þessar spurningar sækja fast að hverjum ærlega hugsandi manni, sem lesið hefur bókina „Mén inn líður“, og þær sækja enn fastar að hverjum þeim, sem séð hefur hina stórfenglegu kvikmynd, sem gerð hefur verið eftir sögunni og Nýja Bíó sýnir þessa dagana. En það em fleiri spumingar, sem lestur bókarinnar og kvikmyndin vekja. Er til svo æðmlaust og göfugmann legt þrek, eins og fram kemur hjá borgarstjóranum og fleiri, já, raun- ar öllum íbúum hins norska þorps, eins og Steinbeck sýnir þá? Reynslan hefur svarað öllum þess um spurningum, og hennar svar er — já —. Bók Steinbecks og kvikmyndin sem Nýja Bíó sýnir, er ekki aðeins áróður, hún er lýsing veruleikans, lýsing af atburðum, sem hafa gerzt og eru að gerast. Þetta er staðfest, marg staðfest, af fréttum, ekki að- eins fréttum Bandamanna, heldur og fréttum Þjóðverja sjálfra. Þessvegna á hver sá, sem með sanni vill vita hvað þýzk innrás er, að lesa bókina Máninn líður og sjá kvikmyndina sem eftir henni er gerð, -— það er veruleikinn, — at- burðir líðandi stundar. Trúin á manninn. Sterkasti þátturinn í fari allra þeirra, sem mest og bezt hafa unnið að því að þoka mannkyninu fram á leið, frá villimennsku til mann- TILKYNNING Viðskiptaráðið hefur ákveðið breytingu á reglum um verðlagningu vara frá 11. marz og 2. júní 1943. Samkvæmt henni er ekki heimilt að reikna álagn- ingu á innlendan sendingarkostnað, heldur skal hon- um bætt við verð vörunnar eftir að heimilaðri há- marksálagningu hefur verið bætt við kaupverð á inn flutningshöfn eða framleiðslustað. Þegar ákveðið hef- ur verið hámarksverð á vöru, er á sama hátt heimilt að bæta við það sannanlega áföllnum sendingarkostn- aði frá framleiðslustað eða á innflutningshöfn til sölu- staðar. Reglur þær, er gilda frá og með 11. október 1943 um verðlagningu vara, eru birtar í heild í 59. tölublaði Lögbirtingablaðsins. Reykjavík, 13. október 1943. VERÐLAGSSTJÓRINN. TILKYNNING Viðskiptaráðið hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á kaffibæti: í heildsölu: Kr. 6.00 pr. kg. í smásölu: — 7.00 — — Ofangreint verð er miðað við framleiðslustað. Annarsstaðar mega smásöluverzlanir/bæta við há- marksverðið sannanlegum sendingarkostnaði til sölu- staðar og auk þess helmingi umbúðakostnaðar, þegar varan er send í trékössum. Ákvæði tilkynningar þessarar koma til fram- kvæmda að því er sneítir kaffibæti, sem afhentur er frá verksmiðjum frá og með 14. október 1943. Reykjavík, 13. október 1943. VERÐLAGSSTJÓRINN. göígi, er trúin á mannLnn, þroska- möguleika hans, og hæíni til að lifa sem félagsvera, með öðrum orðum, trúin á sigur hinnar miklu hugsjón- ar um bræðralag allra manna. Bíður ekki þessi trú á manninn skipbrot, þegar hinn kaldi veruleiká nútímans er athugaður? Hinn kaldi veruleiki nútímans sýnir okkur ekkert nýtt. Hann sýnir okkur aðeins hið versta og hið bezta í fari mannanna eins og það hefur ætíð verið. Hið versta, — hið djöful- lega — er til með öllum þjóðum — hið bezta, hið sanna mannlega, er einnig til með öllum þjóðum. — Meira að segja, hið djöfullega og hið sanna mannlega, er til í fari allra. einstaklinga, og það eru ef til vill, þegar öllu er á botninn hvolft, ýms- ar ytri aðstæður, sem mestu valda um það hvors þáttarins gætir meir j fari hvers eins. Staðreyndir líðandi stundar þurfa alls ekki að veikja trúna á manninn, ef þetta er skoð- að með köldum raunsæjum augum, þvert á móti, því þrátt fyrir allt, hafa þessi ærlegu átök milli góðs og ills sýnt okkur hið bezta í mannlegu fari, i stórfenglegri mynd, — og þaö hjá annars hversdagslegum mönm- um, — en dæmi eru til áður. — Trúin á manninn má ekki dvíua. deyi hún, sigrar villimennskan. Engin fóm er of stór. í baráttunni gegn hinu iUa, ge&m hinu djöfullega, er engin fóm mt stór. Sigur verður að vinnast ytmr hinni þýzku villimennsku, og sá sig- ur vinnst. Það ber meðal annars a* þakka þeim, sem sýna okkur veru- leikann eins og hann er, og í þeiam hópi er John Steinbeck, meðal hinna fremstu. En þó þessi sigur vinnist, er ekki þar með sagt, að fullnaðar- sigur sé unninn yfir því svívirðileg- asta í fari manna og þjóða. Vel má svo fara, að skiljanlegt, svo ekki sé sagt eðlilegt, hatur í garð þjóðar, sem framið hefur slík verk, sem lýst er í bókinni Máninn líður, torveldí aUar framfarir í viðskiptum þjóð- anna að stríðinu loknu. Slíkt væri illa farið. Gegn slíkum eftirstríðs- feilssporum þarf að berjast, ekki síð- ur en gegn herjum og stefnu Mönd- ulveldanna. Einnig í þeirri baráttu er engin fóm of þung, einnig barátt- an fyrir því, að þjóðir og einstakí- ingar hverfi á brautir félagshyggju og bróðurlegs samstarfs að stríðinu loknu, og verði þar engin þjóð gleymd. Sú barátta er og verður fór» frek, þar er barizt við auðvald og auðhyggju allra auðvaldslanda, vinnist ekki sigur í þeirri baráttu, endurtekur sagan frá norska þorp- inu sig, hvort sem það verða þýzkir menn eða aðrir, sem þar leika hið djöfullega hlutverk. Vissulega er engin fórn of stór í baráttunni gegn því að þessi saga endurtaki sig, en það er bará^ta* fyrir sósíalismanum. 000<XX>«K>000000000 Skipsferd verður eftir nokkra daga tií Patreksfjarðar, ísafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar. Um vörur óskast tilkynnt fyrir há- degi á föstudag. MUNIÐ Kaffisöhma Hafnarstræti 16

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.