Þjóðviljinn - 14.10.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.10.1943, Blaðsíða 4
blÖÐVILIINN Hneykslanleg Iramkoma olíuhringanna Framh. af 3. stðu. í ágúst. Þessd staöhæfing er ekki í samræmi viö veröút- reikning sem verðlagsstjóra barst frá félögunum 1. ágúst síðastliðinn, þar sem sýnt er fram á að félögin þurfi þá að fá eftirfarandi verð fyrir vör- ur sínar: Benzín í Reykjavík 0.71 eyr. lítr. Ljósaolía í Reykjavík 0.63 aur., úti á landi 0.70 aur á kíló. , i * Hráolía í Reykjavík 0,47 aur., úti á landi 0.52 aur. á kíló. Þetta er miðað við inn- kaupsverö í maí og júní, sem enn er óbreytt. Það sem grein^rgerð félag anna að öðru leyti gefur til- efni til leiðréttingar, vísast til þess er sagt er hér aö framan. Þannig höfðu viðskipti rík- isstjórnarinnar . og olíufélag- anna farið fram til 3. okt. 1943 um verð'lag á olíu og behzíni. RÆÐA UTANRÍKISRÁÐ- HERRA í framhaldi af skýrslu þeirri, sem viðskptamálaráð- herra nú hefur gefið hátt- virtu Alþingi, þykir mér rétt að upplýsa eftirfarandi frá utanríkisráðuneytinu: Hinn 29. sept. fékk ég frá viðskiptamálaráðherra afrit af bréfum olíufélaganna h. f. Shell á Islandi og Olíuverziun ar íslands h. f., þar sem þau upplýsa, að þeim hafi boi'izt tilkynning um, að mikla* breytingar séu að verða á olíu flutningi til landsins og að kostnaðarverð félaganna muni stórhækka vegna hækk- unar flutningsgjalda. Himi 4. okt. s. 1. tilkynnti sendiráð Breta mér hins veg- ar í formlegu erindi, að brezka flotastjórnin mimi hér eftir hafa hönd í bagga með aðal olíubirgðasölunni hér á landi, og aö hún hafi tilr.efnt brezka olíufélagið Asiatic Petroleum Company umboðs- mann sinn, til þess að fara með umráðin yfir birgöastöö- um, meðan brezk yfirvöld hafa umráöaréttinn. Þá til- kynnir sendiherrann og um leið, að - Bretar muni taka að sér að sjá fyrir þörfum íslend inga á brennsluolíum, senni- lega frá því snemma í n. k. nóvembermánuð i. Þessi tilkynning hefur að sjálfsögðu gefið ríkisstjórn- inni tilefni til að leiða athygli sendiherra Bandaríkjanna og Bretlands að því, um hversu mikilvægar ráðstafanir væri að ræða. Hef ég, fyrir hönd ríkis- Tilkynning frá Máli og menningu: Ný skáldsaga ÞRU6UR REIÐINNAR eftir JOHN STEINBECK kemur út í dag. John Steinbeck, hinn frægi skáldsagnahöfundur Bandaríkjanna, er þegar alkunnur íslenzkum lesend- um. Hafa áður verið þýddar eftir hann þrjár bækur, Kátir voru karlar, Mýs og menn og Máninn líður, en eftir þeirri sögu er tekin samnefnd kvikmynd, sem verið er að sýna hér þessa daga. Þrúgur reiðinnar ber langt af öðrum skáldsögum Steinbecks til þessa. Hún hefur hlotið einróma lof ritdómara stærstu dagblaða og tímarita í Ameríku og Englandi, og varð sölumetsbók í báðum þessum lönd- um, og hefur verið þýdd á mörg tungumál. Ymsir telja hana beztu skáldsögu, sem rituð hefur verið í Banda- ríkjunum á þessari öld. T. d. Segir ritdómari The Fort- nightiy Review, Arthur Calder-Marshall: ,,í þau tíu ár, sem ég hef ritað um bækur, hef ég lesið margar skáldsögur, sem mér hefur þótt fengur í að kynnast og hafa veitt mér unun fagurrar fistar. Þó hefur það aldrei hvarflað að mér að nota orðið snilld- arverk um neitt nútíma skáldverk. Aldrei, þar til ég las skáldsögu Johns Steinbecks, Þrúgur reiðinnar.Ul Stefán Bjarman, Akureyri, hefur íslenzkað söguna. Félagsmenn vitji skáldsögunnar í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 19. MÁL OG MENNING Laugavegi 19 — Reykjaík. stjórnarinnar, meðal annars gert báðum sendiherrunum ljóst, að ríkisstjórnin lcgði mikla áherzlu á, að hvaða breytingar sem gerðar kynnu að verða á olíuflutningum t'l landsins, þá yrðu brennsluoli- ur látnar í té landsmönnum með ekki lakara verði eða ó- hagstæöari skilyrðum en nu giltu. mjólkurmAlin Framhald af 1. síðu héraði og tú sölustaða og gera tillögur um þessi atriði. 6. Gera tillögur um, hversu auka megi mjólkurneyzlu ís- lendinga, eftir að hið erlenda setulið hættir mjólkurkaupum hér. 7. Gera tillögur um, hversu bezt verði háttað heppilegu og friðsamlegu samstarfi framleið- enda og neytenda um mjólkur- málin. Nefndin skal hefja störf sín og ljúka þeim svo fljótt sem verða má. Er henni samkvæmt 34. gr. stjórnarskrárinnar veitt- ur réttur til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstök- um mönnum1'. Tillaga Emils og Haralds fer hér á eftir: ,.Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um, að sala á mjólk til setuliðsins verði stöðvuð, meðan skortur er á neyzlumjólk í Reykjavík og Hafnarfirði“. Ekki þykir ástæða til að fjöl- yrða um tillögu Gunnars að sinni. Öllum má vera ljóst, að hún getur vel leitt til þess að ekkert verði gert í málinu, rann- • sóknarnéfndir hafa reynzt mis- jafnlega, en miklu máli skiptir hvernig þær eru skipaðar. Annars verða þessi mál áreið- anlega rædd í heild á þinginu vegna þess að Sósíalistar lögðu þau fram. og bezt er að bíða átekta og sjá hvaða meðferð þau sæta í þeirri þingnefnd, sem fær þau til meðferðar, þar kemur í ljós hvort Sjálfstæðis- flokkurinn ætlar að nota tillögu Gunnars til að hindra allar að- gerðir í mjþlkurmálunum um sinn, eða hvort hann viil fylgja hinni sjálfsögðu tillögu Sósíal- ista, að bærinn taki mjólkur- stöðina í sínar hendur, og auk þess láta skipa rannsóknar- nefnd, það væri eðhleg - lausn, En Sjálfstæðismönnum skjátl- ast ef þeir halda, að Reykvík- ingar uni því, að fá nefnd, sem einhverntíma á að skila áliti, í staðinn fyrir mjólkurstöðina. MOSKVARAÐSTEFNAN Framh. aí 1. síðu. um landamæri Bandaríkjanna! Poul Winterton, Moskva- fréttaritari brezka útvarpsins, segir, að þó greinin sé mjög myrk í máli, sé hún rituð af hlýju í garð Bretlands og Banda ríkjanna, og leggi áherzlu á nauðsyn samvinnu þeirra ríkja og Sovétríkjanna. 9 NINI ROLL ANKBR: ELÍ OG ROAR ingarlausar hver við aðra, niðri á gráu og fitugu árvatn- inu lágu korkarnir hoppandi, ef einhver þeirra fór í kaf var færinu kippt upp, og væri branda á krókunum dundi við háahróp og athugasemdir frá öllum veiðimönnunum. Roar gekk út að garðinum og leit niður í ána. Elí kom með og horfði líka útfyrir. Næst þeim sat tötralegur dreng- snáði með stó'ra skyggnishúfu öfuga út í annan vangann, Roar fylgdi með athygli hverri hreyfingu hans. Tvær-þrjár bröndur lágu á garðinum milli þeirra. Þegar strákur kipptí þeirri fjórðu á land, sigri hrósandi, sneri Roar sér að Elí. Biddu hann að lána mér stöngina svolitla stund! Segðu að hann fái franka. Ljóminn í brúnu augunum minnti á hrifinn dreng. — Mig langar svo óstjórnlega til að halda á stöng! Elí fór hlæjandi að semja við stráksa, og það skipti eng- um togum, Roar settist í hans stað. Frakkinn hans hékk inn af garðbrúninni, og hinir veiðimennirnir beygðu sig fram til að sjá löngu bífurnar hans, sögðu um þær brand- ara og hlógu dátt. Hann sat þarna á annan klukkutíma. dró bröndur og beitti á ný. Hann var svo áf jáður að hann sagði ekki orð; með hattinn aftur á hnakka og jakkann frá- hnepptan, móti sólinni og blænum sat hann álútur og fylgd- ist með hverri hreyfingu korksins. Og þegar Elí varð litið á andlit hans, var svipurinn orð- inn samur og áður, glaður og áhyggjulaus, ósnortinn af öllu nema leiknum. Henni fannst hún geta séð hvernig hann hefði litið út drengur. Þegar þau gengu heim, saman, voru það æfekuárin sem hann talaði um. Hún fékk að heyra sögu eftir sögu um lífið á Vesturlandi, þegar hann fór langar ferðir með föð- ur sínum, í sjúkravitjanir og á veiðar. Þá þurftu menn ekki að vera auðmenn til þess að stunda laxveiðar vestra, pabbi hans var snillingur að veiða, þekkti lifnaðarhætti laxins og urriðans eins og hann hefði verið fiskur sjálfur! Einu sinni í æsku hafði hann fengið fjóra þessa líka litlu karla við sama steininn í ánni, vildi hún vita hvers vegna? Áin var tær, faðirinn hafði orðið var við lax á löngu svæði, en hvergi fengið viðbragð nema þarna við steininn. Það kemur til af því, sagði pabbi, að laxinn á sér fyrirliða, ef hann er dreginn, kemur annar undir eins í hans stað. Og fyrirliðinn tekur ætíð, enginn annar fær að snerta flug- una um það leyti árs. Þú sérð að við lifum við mesta stjórn- leysi í samanburði við dýrin. Elí! Þau héldu heim að Montmartre, smeygðu sér gegnum mannþröngina við place Clichy. en þau voru langt norður frá, bæði tvö, — við fossanið og bjarkarilm. Og Roar tók fast um mittið á konu sinni: Gaman verður að mega fara þangað einhverntíma, með þér stúlkan mín! Heima í stofunni þeirra voru blómin, sem hann hafði fært henni daginn áður. Hún grúfði sig niður að þeim. Þau ætluðu að hafa fataskipti, borða 1 eitt skipti á fínum veit- ingastað, og fara í leikhúsið á eftir. Þá fannst Elí allt í einu hún vera svo þreytt og óstyrk, eins og hún hefði tek- f ið eitthvað heljartaki og það væri frá. Hún var dálítið skömmustuleg yfir því, — en í kvöld langaði hana mest til að vera heima. Róar skellihló. Hélt hún það að hann vildi frekar eitt- hvað annað? Hún lagði sig stundarkorn í rúmið. en hann settist við litla arininn með pípuna uppi í sér. En hann gat ekki stillt sig um að læðast inn í svefnherbergið og horfa á hang, hún lá með handlegginn undir hnakkanum og svaf vært. eins og barn. Nokkrum dögum seinna sat Elí við gluggann og var að laga kjól. Fyrir framan hana á borðinu lá fjóluvöndur. Öðru hvoru laut hún fram og teygaði ilm þeirra, einu sinni tók hún þær og horfði ýmist á blómin og silfurgráan him- ininn. Fjólur og París, einmitt á degi sem þessum, þegar fjólulitur blær virtist á björtu hvolfinu. . Þau voru búin að vera hér mánuð, — áttu annan eftir. Þrjátíu dagar, hugs- aði hún og reyndi að teygja úr því. Þessi létti. þunni kjóll, sem hún hafði í kjöltunni, var pmrmimmimniTnmTHim.iliiinTmniuiiiriumiKrrrLUujJirmP'.: nnnmnmrmrrr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.