Þjóðviljinn - 19.10.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.10.1943, Blaðsíða 4
þfÓÐVILJINN Nætnrlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, sími 1530. Næturvörður í Reykjavíkurapóteki Ljósatími bifreiða og bifhjóla er í dag frá kl. 5,40 (17.40) síðdegis til kl. 6.50 að morgni. Það er hættulegt að aka bílnum allt í einu út frá gangstéttinni út í umferðina. Munið, um leið og þér farið af stað, að gefa stefnumerki og líta í kringum yður. Útvarpið í dag: 19.25 Þingfréttir. 20.30 Erindi: Cicero og samtíð hans, I (Jón Gíslason dr. phil.). 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans: Sónata í A-dúr eftir Beethov- en, fyrir celló og píanó (dr. Fdelstein og dr. Urbantschitsch). 21.20 Hljómplötur: Kirkjutónlist. Ökumenn! Farið varlega þegar hálka er. Munið! að mismunurinn á að hemla bíl á auðri götu og í hálku er 1:3. Þrisvar sinnum lengra renn- ur bíllinn á hálkunni. f'2S NtjA BM <■ Máninn líður (The Moon is Down) Stórmynd eftir sögu John Steinbeck. Aðalhlutverk: Sir Cedric Hardwicke. Dorris Bowdon. Henry Travers. Bönnuð fyrir börn yngri en 16 ára. Sýning kl. 7 og 9. Böm fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5. DÁÐADRENGUR (A Gentleman at Heart) CESAR ROMERO, CAROLE LANDIS. & TiAKSiAmSBÉé ^ Takíd undír. (Priorities on Parade). Amerísk söngva- og gaman- mynd. ANN MILLER, BETTY ROHDES, JERRY COLONNA, JOHNNY JOHNSTON. 8) ^N AUKAMYND: ORSKUR HER Á ÍSLANDI (Arctic Patrol) Sýnd kl. 5, 7 og 9. ÁsKriftarsími Þj6Bvit]ans er 2184 >*>*>«v«<"W«<*4*!*<k,*H">*:“>*k,'M"X LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR „LÉNHARÐUR FÓGETP eftir Einar H. Kvaran. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 4 til 7 í dag. Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur fund í kvöld (þriðjudag) kl. 8V2 að Skólavörðustíg 19. FUNDAREFNI: 1. Hvenær verður Þjóðviljinn stækk- aður? 2. Starfsemin í vetur (málshefjandi Zóphonías Jónsson). 3. Erindi frá útlöndum (Einar Olgeirs- son). ' STJÓRNIfN. 13 þúsund kr. 13 þús. kr. nettó hagnaður varð af merkjasölu Blindravina félagsins. Þorsteinn Bjarnason bað blaðið að færa sölubörnun- um þakkir, sérstaklega þeim sem ekki tóku sölulaun. UppbótagreiBslurnar ræddar á Alpingi Framh. af 1. síðu. ar samkvæmt þingsályktun, er samþykkt var á Alþingi 31. ág. 1942. Þingsályktun þessi, sem leggur 15,5 millj. kr. útgjöld á ríkissjóð, var samþykkt, án þess að hún yrði athuguð í nefnd, og eru allir -flokkar henni sam- þykkir nema Sósíalistaflokkur- inn, hann greiddi einn atkvæði gegn tillögunni. Nú fyrir skömmu greiddi rík- isstjórnin uppbætur á útflutt kjöt samkv. þessari þingsálykt- un og nam sú upphæð kr. 2,2 millj. Fé þetta greiddi ríkisstj. til S. í. S. sem svo á að deila því niður á kaupfélögin, er svo aftur deila því niður á bænd- urna. Þessi útdeiling S. í. S. og kaupfélaganna getur tekið mjög langan tíma, það vita allir, er skipt hafa við þessi fyrirtæM, en allan tíman hafa þau fé þetta sem rentulaust reksturs- fé á kostnað bændanna. Það er því ekki síður bændum í hag að það fyrirkomulag verði upp tekið að ríkissjóður geri ráð- stafanir til þess, að fé þetta fari beint til bændanna þegar það er greitt út eða með sem minnstum drætti. í framhaldi af fyrirspurnum þeirra Áka Jakobssonar og Finns Jónssonar um þetta mál og svörum Vilhjálms Þór, má búast við að fram komi á þingi r 1 r nu a næstunni þingsályktunar- tillaga um að leggja fyrir ríkis stjófnina að framkvæma svo þingsályktunina frá 31. ág. ’42, um verðuppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir, að uppbæt urnar greiðist bændum þeim, er vörur framleiddu og kvittun verði látin fylgja ríkisreikning unum. Harríman og Hull komnir til Moskva Averell Harriman, hinn nýi sendiherra Bandaríkjanna í Sov étríkjunum, og Cordell Hull, 1 utanríkisráðherra Bandaríkj- anna^ eru komnir til Moskva. Hull er fulltrúi Bandaríkja- stjórnar á þríveldaráðstefnunni, sem er í þann veginn að hefjast í Moskva. Handtökur í Noregi Framhald af 1. síðu. Eiliv Skard, Odd Hassel, Ana- tol Heintz, Carl Jakob Arnholm, Kristen Andersen, Björn Föym, Harald Schjelderup, Johan Schreiner og Johannes Ande- nas. Ungliðasveitin Framh. af 2. síðu. meðvitund. Þjóðverjar skáru sovétstjörnuna á bak hennar, — en engar misþyrmingar koma Þjóðverjum að haldi. Þeir, sem eftir lifa halda baráttunni á- fram. Vímiati Framhald af 1. síðu semi innan allra verklýðsfélaga landsins. Sigurður Guðmundsson blaða maður ritar um styrjöldina og átökin um það sem koma skal. Fjallar greinin um viðhorfið í styrjöldinni og baráttu frelsis- aflanna fyrir bættu lífi alþýð- unnar að styrjöldinni lokinni. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson blaðamaður skrifar um verka- mannafélagið Báran á Eyrar bakka og fylgja nokkrar mynd- ir af forustumönnum félagsins á ýmsum tímum. Guðmundur Daníelsson á þarna smásögu er hann nefnir Menn. Pálína Eggertsdóttir skrifar um búðarstúlkuna. Jón Jóhannesson birtir kvæði: Fagra stúlka Þá eru myndir frá hitaveitu Reykjavíkur, ýmsar fréttir aí verklýðshreyfingunni, kaup * skrár o. fl. „Vinnan“ ætti að vera til a heimili hvers vinnandi manns í landinu. Sösíalistaflokksins í Listamannaskálanum kl. 9 annað kvöld. Hvernig er hægt að vinna bug á dýrtíðinni? Framsögumaður: Brynjólfur Bjarnason. Olíusalan og afskipti ríkisvaldsins af henni. Framsögumaður: Lúðvík Jósepsson. Mjólkurmálið og tillögur sósíalista. Framsögumaður: Sigfús Sigurhjartarson. Reykvíkingar! Fylgist með dagskrármálunum! Kynnist afstöðu sósíjalista til þessara mála! Allir í Listamannaskálann annað kvöld! Mætið stundvíslega! SÓSÍ ALIST AFLOKKURINN. Fundurinn í Listamannskálðnum Framh. af 1. síðu. isvaldið hefur haldið á spilun- um í þessu hagsmunamáli sjó- manna, smáútvegsmanna og raunar þar með allrar þjóðar- innar. Lúðvík Jósefsson Um olíumálið talar Lúðvík Jósefsson. Lúðvík er þaulkunn- ugur rekstri og erfiðleikum smáútvegsins, enda hefur hann þann skamma tíma, er hann hef ur setið á þingi, sýnt að í hon- um eiga sjómenn og smáútvegs menn tryggan og góðan mál- svara. * Síðast en ekki sízt má nefna mjólkurmálið. Hver er sú hús- móðir í Reykjavík, sem ekki daglega allan ársins hring þarf að kvarta yfir mjólkursölufyr- irkomulaginu öllu, — verði, gæðum. dreifingu, ílátum o. s. frv. Það er nú svo komið, að grænu árásarbílar lögreglunnar þeysa á öðrum hvorum morgni í mjólkurbúðirnar. eins og þar væru einhverjir bölvaðir bols- I ar að gera uppreisn. Það er sannað að mjólkin hafi verið blönduð að V3. Skyr fæst ekki, rjómi fæst ekki, smjör fæst ekki. Nú standa umræðurnar um þetta mál sem hæst á Alþingi. Næstu daga verður skorið úr um það, hvort nokkurra veru- legra umbóta megi vænta. Sjálf stæðisflokkurinn. sem ávallt hefur þótzt bera hag mjólkur- neytenda fyrir brjósti er að svíkja bæjarbúa í málinu. Hann hugsar sig betur um, ef hann sér að Reykvíkingar fjöl- menna á opinberan fund til þess að krefjast endurbóta í þessu máli. Sigfús Sigurhjartarson tím mjólkurmálið talar Sig- fús Sigurhjartarson. Hann hef- ur, bæði sem forystumaður sósí alista í bæjarstjórn og sem al- þingismaður. sérstaklega látið þetta mál til sín taka. Reykvíkingar! Allir í Lista- mannaskálann annað kvöld. Öll um er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Mætið stundvís- lega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.