Þjóðviljinn - 19.10.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.10.1943, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. október 1943. þjóðviljinn þlÓHVIlHNN Utgefandi t Sa> 'iningarhokiinr alþýfta — SA*.ó»taHokkuriiJU Rit*t)6rar i Einar Olgeirsson Sigfós Sigurhjartarson (áb.) Ritstjórn: Garbastiseti 17 — Vfkingsprent Stmi 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif— stofa Skólavörðustíg 19, neðstu hæð. Viki ígsprent, h.f. Garðastr. 17. Hver sigrar hvern? Með hverjum deginum sem líður færist sá tími nær, að til úrslita dragi um það hér á landi hverskonar þjóðfélag skuli hér upp rísa að lokinni þessari styrj öld. Takmark afturhaldsaflanna, „hugsjón“ Hriflunganna, er aug ljós. Þeir boða atvinnuleysi og hrun. Á grundvelli kreppunnar og hungursins meðal alþýðunn- ar í kaupstöðunum á að knýja fram — með hnefavaldinu, ef ipeð þarf, — kauplækkun hjá verkalýðnum. Ríkissjóðinn á að rýja með samsæri Hriflung- anna, svö ekkert fé verði eftir í honum, sem hægt sé að verja til eflingar sjávarútveginum og annarrar stórfelldrar atvinnu- aukningar. Og þá kemur röðin að starfsmönnum hins opin- bera — að beita þá kauplækkun í skjóli kreppunnar, undir yfir skyni sparnaðar og getuleysis ríkissjóðs. Og sjómenn vorir eiga svo að meðtaka sín laun fyrir áhættu og fórnir stríðsár- anna: minnkandi skipastól, lækkuð laun, atvinnuleysi og öryggisleysi um sölu afla. Þetta eru hinar kaldrifjuðu fyrirætlanir svæsnasta aftur- haldsins í landinu, Hriflung- anna í Framsókn og „Sjálfstæð- isflokknum11. Þeir eru að byrja að framkvæma þessar fyrirætl- anir sínar nú. Ríkissjóðurinn er tómur í svipinn, 15 milljónir króna verðuppbætur Hriflunga hafa rúð hann. Þeim grimmdar seggjum, sem svelta gamla fólk ið á íslandi og finnst nokkrar milljónir króna allt of mikið handa því, kasta of fjár úr ríkis sjóði í þá af bændum, sem sízt þurfa þess með, án þess að hugsa sig um. Það er ekki seinna vænna að launþegar fylki liði sínu gegn skemmdarvörgum þjóðfélagsins. Alþýðusamband íslands, Far- manna- og fiskimannasamband íslands og Bandalag starfs- manna ríkis og bæja eiga öll sameiginlegra hagsmuna að gæta. Meiri hluti íslenzku þjóð- arinnar á fyrirvinnu sína í þess um samböndum. Þessi verkalýð ur íslands, — í vinnugalla eða með hvítt um hálsinn, í sjóklæð um eða einkennisbúningum, — á allt sitt undir því, að hér rísi upp þjóðfélag, þar sem at- vinnuleysi sé óþekkt, þar sem öryggi ríki um afkomu hins vinnandi fólks, þar sem mark- aður fyrir afurðir íslendinga sé tryggður með alþjóðlegum samningum og grundvöllur að Bóndi sferífar AiþýOan til sveita og sjávar, liat ar‘ styrkja og uppbótastefnuna Bændur og vcrbamcnn krcffasf sannvírdís fyrír vínnu sína, og vílja samsfarf Þjóðviljanum hefur borizt eftir- farandi grein frá bónda. Greinin sýn ir eins ljóslega og bezt verður kos- ið, hinn heilbrigða hugsunarhátt, er fyrirlýtur af hjarta allt uppbóta- og styrkjakák ríkisstjómarinnar og gömlu þjóðstjórnarflokkanna. Þessi hugsunarháttur mun vera sameign flestra bænda, þeir munu taka und- ir með Guðmundi Bjömssyni, er hann segir um styrkja- og uppbóta- stefnuna: „Allur landslýður hatar þær ráðstafanir, því allir sjá, að þær eru ekki annað en „blöff“ eða feluleikur.“ Alþýðan til sjávar og sveita, fólkið, sem í bróðemi ætti að stjóma þessu landi, tekur áreið- anlega undir þessi ummæli. Annað mál er svo það, að' rit- stjórn Þjóðviljans er ósammála Guð mundi, um ýms atriði í greininni; hann virðist t. d. ekki hafa áttað sig á þeirri staðreynd að fé það, sem lagt er fram til að lækka verð á landbúnaðarafurðum er hvorki styrk ur til bænda né neytenda, heldur til stórútflytjenda. Neytendum er eng- inn greiði ger með því að ríkið borgi hluta af mjólkinni og kjöt- inu, sem þeir kaupa, kaup þeirra lækkar að sama skapi, sem verðið á þessum vörum lækkar, vegna framlagsins úr ríkissjóði, og skatt- arnir sem þeir greiða hækka. Þetta er aðferð til að lækka vísitöluna, án þess að dýrtíðin minnki, en það kemur þeim einum til góða, sem flytja vöru út úr landinu. Morgunblaðið mun hafa neitað Guðmundi um rúm fyrir grein þessa. Því er víst ekki sérlega um- hugað um að sjónarmið alþýðu- manna fái að koma fram. Ritstj. Styrkveitingar til framleiðenda og neytenda Morgunblaðið birti nýskeb ræðukafla eftir Gunnar Thor- oddsen um ölmusur og neyt- endastyrki. Það er vel, að al- menningi séu gefnar sem ljós- astar upplýsingar í þessu efni, svo hann geti litið með réttri dómgreind á þessi mál, en láti ekki skilningsleysi leiða til stéttahatui’s milli kaupstaðabúa og bænda. Því miður get ég ekki verið sammála Gunnari Thoroddsen, þar sem hann kallar það orð- hengilshátt og vígorð, að tala um þessi framlög ríkissjóðs sem styrkveitingar, heldur sé þessi ráðstöfun gerð til þess að halda niðri dýrtíðinni og sé því hagsmunir þjóðarheildar- innar. síauknum framförum í athafna lífi voru þar með tryggður. Það er verkefni íslenzku verk lýðshreyfingarinnar að skapa slíkt þjóðfélag upp úr þessu stríði. Hún getur það, ef hún er einhuga og kann að koma á bandalagi við þau frjálslynd öfl, sem að sama marki vilja vinna. Framtíð íslenzku þjóðar- innar veltur á því, að þessi öfl frelsis og framfara sigrist á aft- urhaldinu. Verði það brynjaður hnefi fjármálaspillingar og kaup kúgunar, sem ber sigur úr být- um, þá bíður íslenzku þjóðar- innar enn einu sinni atvinnu- leysi, áþján og hungur. En tak- ist verklýðshreyfingunni að samfylkja öllum þjóðþrifaöflum til baráttu fyrir öryggi, nægri atvinnu og frelsi, þá bíður nú þjóðar vorrar sú fagra framtíð, sem brautryðjendurnir í frelsis baráttu hennar alltaf hafa von- að að félli henni 1 skaut, þegar hún yrði frjáls. • Þetta virðist í fljótu bragði fallega sagt, en er ekki rétt skýring fyrir almenning, því fjárframlög þess opinbera til einhverrar einstakrar stéttar í landinu, til þess að hún sé jafn- sterk í lífsbaráttunni og hverj- ar aðrar, er vitanlega styrkur. En þessi styrkveiting, sem hér um ræðir, er nokkuð annars eðlis en aðrar, sem ríkissjóður hefur greitt, því í þessu tilfelli greiðir hann allt að einum fjórða hluta þess verðs af land búnaðarafurðum, er seljast á innlendum markaði. Ríkissjóður greiðir þannig hluta af fæðis- kostnaði bæjarbúa, með öðrum orðum, eins konar fátækrafram lög, er sveita- og bæjarstjórn- ir hafa hlutazt til um til þessa. En áður veittir opinberir styrkir eru annars eðlis, svo sem til aukinnar framleiðslu í landinu og nýrra verkefna, sem allir þegnar þjóðfélagsins eiga jafnan aðgang að, eða uppbæt- ur á útfluttar afurðir, t. d. kjöt til að spara landinu erlendan gjaldeyri. Þá er að athuga hvernig þessar dýrtíðarráðstaf- anir verka. Reynslan sýnir, að það er þveröfugt við tilætlun- ina. Kaup til sveita hefur stór- um hækkað, þrátt fyrir lækkun afurðanna og hvarvetna heyrast raddir um, að það megi heimta ótakmarkað kaup af bændum, því ríkissjóður borgi brúsann. Er nokkuð vit í því hjá þingi og stjórn að stuðla að slíkum hugsunarhætti hjá þjóðinni, er skapar enn meiri ríg milli bænda og bæjarbúa? Enda eru báðir þessir aðilar óánægðir með þessa tilhögun stjórnaririnar. Kaupstaðabúar hafa átt erfiðari tíma en nú og minni getu til að kaupa neyzluvöru sína fullu verði og svo þykir þjóðinni orð- ið nógu langt gengið í sköttum, þótt þessi liður bætist ekki við. Svo er dálítið spaugilegt að líta á hvernig þessi ráðstöfun verkar á verzlunarmátann. Það eru víst dæmi þess, að bóndi leggi inn í sláturhús það kjöt, sem hann ætlar sér til heimil- is, til þess að fá uppbótina á það: Hann getur lagt inn kjötið á kr. 5,75 pr. kg„ kaupir það út aftur á kr. 6, en fær 1 uppbót ca. kr. 2,00. Getur hann því reiknað sér það til heimilis á kr. 4,00 í staðinn fyrir kr. 5,75. Svo er það mjólkin. Það væri fróðlegt að vita hvort hið opin- bera greiðir uppbót á þá mjólk er setuliðið kaupir, það væri eft ir öðrum sóma. En mér þætti sennilegt, að þá 10000 lítra, er sagt er að setuliðið kaupi af Mjólkurbúi Flóamanna fái það á ca. 1 kr. pp. líter, og ef mjólk- in ætti raunverulega nú að selj ast á kr. 1,70 á markaði kaup- túnanna, gerir það 70 aura mis- mun, er þjóðarbúið skaðast um, eða rúmlega tvær og hálfa millj. kr. árlega, fyrir utan það, að börn kaupstaðabúa líða mjólkurskort. Hvort setuliðið kaupir mikið ;kjöt af landsmönn um er mér ekki kunnugt, en Gunnar Thoroddsen mundi ef- laust kalla það orðhengilshátt að tala um það, þótt landsmenn töpuðu nokkrum tugum þús- unda á þeirri sölu. Eg var nýlega staddur í búð, þar sem kona var að kaupa saltfisk og kostaði kílóið af hon um 4 krónur og sýndist því ekki vanþörf á fyrir hæstvirta ríkis stjórn, þar eð hún virðist eiga von á svo miklu handbæru Bakkusarfé, að styrkja lands- menn til kaupa á þeirri fæðu- tegund. Það er nokkuð hliðstætl kjöt-uppbótinni. Annars hefui það verið venja, að einn mjólk- urlíter hafi jafngilt kílói ai saltfiski og hefur 'því kjötið vei ið þrem sinnum dýrara. Sé þv saltfiskur nú seldur í búðum i 4 krónur ldlóið ætti mjólkur líterinn að kosta sama, en kjöt ið að vera á 12 kr. pr. kíló Vegna þess hve einatt er stag azt á verðokri landbúnaðaraf- urða, þótti mér hlýða að minn- ast á verðlag sjávarbóndans á sinni vöru. ' Af framansögðu virðist mér ekkert mæla bót afskiptum stjórnarinnar af þessu máli. Fé úr ríkissjóði á sem áður að verja til atvinnubóta, vega, brú argerða, skóla o. s. frv. en ekki til röskunar á heilbrigðu við- skiptalífi þegnanna. Og ekki sízt, þegar útlent setulið stór- þjóða nýtur stórkostlegra fríð- Þrjú þúsund fundir Framhald af 1. síðu ið til peninga, það er ómetan- legt. En gott er til þess að vita fyrir þetta þjóðfélag, að þegar þessi aldni félagsskapur heldur þr j úþúsundasta fundinn má greina fjölda mörg dæmi þess, að starf templara á þróunarmögu leika alls þess sem lífrænt er, og að það fylgist með tímanum og leggur á nýjar brautir með nýjum og breyttum tímum. Landnámið að Jaðri, hressingar heimilið fyrir drykkjumenn að Kumbaravogi, Sjómannaheimil- ið á Siglufirði, upplýsingastöð þingstúkunnar í Reykjavík, allt eru þetta dæmi þess að regla templara starfar nú eins og hún hefur bezt gert, ef til vill bet- ur en nokkru sinni fyrr. Það er ekki að ófyrirsynju,. þótt spurt sé, þegar minnzt er þessa merkisfundar stúkunnar Verðandi nr. 9, hver sé afstaða fjöldans — alls almennings — til þessa þjóðnýta og stór- merka félagsskapar. Vinsamleg afstaða munu menn segja og það er rétt. En því miður óvirk vinsamleg af- staða. Fjöldinn skilur alls ekki sem skyldi, hver þjóðarnauðsyn það er, að sem allra flestir taki virkan þátt í starfi templara.. Það væri minna um ófarnað sökum áfengisómenningar, ef allir þeir, sem taka vinsamlega afstöðu til starfs og kenninga templara, í orði kveðnu, gerðu það einnig á borði, með því að taka þátt í starfi þeirra. í kvöld heldur stúkan Verð- andi hátíðafund, annað kvöld veglegt samsæti. Um leið og Þjóðviljinn þakkar stúkunni gott starf og óskar henni heilla vill hann beina því til lesenda sinna, að bezt er þessari stúku og öðrum þakkað með því að taka virkan þátt í starfi þeirra gegn áfengisnautn og fyrir bræðralagshugsjónina. inda fram yfir landsmenn : sjálfa. Bóndinn á að fá sannvirði vöru sinnar á markaðinum og verkamaðurinn samsvarandi kaupgreiðslu. Og það er nú sem áður hægt að finna nokkurn veginn rétt hlutföll þar á milli. Enda var síðastliðið vor komið sem menn kalla toppverð á inn lendar afurðir og kaupgreiðslur og allir hlutaðeigendur hefðu eindregið stutt stjórnina í því, að það færi ekki hærra, en allur landslýður hatar þær ráðstafan- ir, er stjórnin gerði þá, því all- ir sjá, að þær voru ekki annað en „blöff“ eða feluleikur og J skerðing þjóðarheildarinnar í menningarlegu tilliti. Meðan ég er að enda við a& rita línur^ þessar, berast meér fregnir um beiðni nokkurra þingmanna, um verðuppbætur á hrossakjötið þeirra. Mér er ekki tamt að yrkja, en dettur þó ósjálfrátt í hug: Landssjóð munar ekkert um og að því leiðast getur, að hann borgi á endanum allt, sem þjóðin étur. Görðum, 3. okt. 1943. Guðm. Bjömsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.