Þjóðviljinn - 02.11.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.11.1943, Blaðsíða 1
8. árgaíigur. Þriðjudagur 2. nóvember 1943 255. tölublað. Ný viðhorf í alþjóðamálum eH samhomulao á Moshuapðflsfefn Grunnur lagður ad vídtæbrá samvínnu Breflands, Sovéfríkjanna og Bandaríkjanna í hernadarmálum og víðreísnarmálunum effír sfríð Námskeið Alþýðu- sambandsins hefst í dag Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá fræðslunámskeiði því sem Alþýðusambandið gengst fyrir og hefst það í kvöld í húsi Prentarafélagsins við Hverfisgötu. Verður aðaláherzlan lögð á mál sem verklýðsstéttina varða og ættu verkamenn ekki að láta ónotað þetta tækifæri til þess að afla sér fræðslu. Námskeiðið hefst í kvöld á sögu verklýðssamtakanna og annast Sverrir Kristjáns- son kennslu í þeirri grein. Á morgun verður nánar sagt frá fyrirkomulagi nám- skeiðsins. Algert samkomulag um styrjaldarreksturinn náð- ist á fundi utanríkisráðherra Bretlands, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, og ákveðnar hernaðaraðgerðir í l>ví skyni að binda endi á styrjöldina sem fyrst, segir í opinberri tilkynningu um ráðstefnuna, sem birt var samtímis í Moskva, London og Washington síðdegis í gær. Hefur þessi fregn vakið heimsathygli, ekki sízt vegna þess mikla ágreinings, er virðist hafa ríkt und- anfarna mánuði milli Bandamanna einkum með hlið- sjón af kröfunni um nýjar vígstöðvar í Vestur-Evrópu. Ráðstefnan lagði grunn að náinni og víðtækri sam- vinnu Bretlands, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í hernaðarmálum og að lausn vandamála friðartímans. Fara hér á eftir helztu atriði yfirlýsingarinnar. ALÞJOÐASTOFNUN — EVRÓPURÁÐ — ÍTALÍUNEFND Ráðstefnan leggur áherzlu á nauðsyn alþjóðabandalags, sem allar þjóðir smáar og stórar eigi aðgang að, og verði því komið á eins fljótt og hægt er. Ákveðið er að stofna nú þeg- ar Evrópuráð, er sæti eigi í London og fjalli um öll mál- efni er varði Evrópustyrjöldina. Einnig var ákveðið að stofna nefnd til að fjalla um öll mál er varða ítalíu, og skulu eiga sæti í henni fulltrúar Bret- lands, Sovétríkjanna, Banda- ríkjanna og frönsku þjóðfrels- isnefndarinnar. Gert er ráð fyr- ir að fulltrúar frá Júgóslövum IrezKip hermenn sltip úf ísM fpainleiOsluuöPU i ieiiauHín ALÞÝÐUSAMBANDIÐ SNÝR SÉR TIL UTANRÍK- ISMÁLARÁÐUNEYTISINS. Dagana 25. og 26. október s. 1. lestaði erlent skip 1000 tunnur af gotu, er Bernh. Petersen kaupmaður átti. Gotan var flutt á ísl. bílum frá Sandgerði og Keflavík að skipshlið en þar tóku brezkir hermenn við vörunni samkvæmt kröfu brezka flutningamálaráðuneytisins. Er hér um óvenjulegar vinnuaðferðir að ræða við íslenzka framleiðsluvöru á íslenzkri höfn. Eiga íslenzkir verkamenn tvímælalaust kröfu til slíkrar vinnu sem þessarar. Verkamannafélagið Dagsbrún hefur snúið sér til Alþýðu- sambandsins út af þessu með svohljóðandi bréfi dags. 28. f. m.: 20. október 1943. Alþýðusamband íslands, Reykjavík. „Félagar! Þann 25. og 26. október s.l. tók erlent skip statt í Reykja- víkurhöfn, á móti meir en 1000 tunnum af gotu. Tunn- urnar voru fluttar á íslenzkum bifreiðum sunnan úr' Sandgérði og Keflavík, að skipshlið. Þar tóku brezkir hermenn við tunn unum, fluttu þær af bifreiðun- um út í skip og lestuðu þær. Þannig var enginn íslenzkur verkamaður við losun vörunn- ar af bifreiðum eða lestun í skipið. Við snerum okkur þegar í stað, er okkur varð kunnugt um þetta, til eiganda vörunn- ar, Bernhards Petersen, en hann kvað brezka flutningamála- ráðuneytið nafa krafizt þess að fá að sjá sjálft um útskipun vörunnar. og Grikkjum taki síðar sæti í nefndinni, vegna þess hve þess- ar þjóðir hafa orðið fyrir þung um búsifjum af hálfu ítala. Lögð er áherzla á að Banda- menn stefni að fullkomnu lýð- ræði á ítalíu og algjörri út- þurrkun fasismans. ítölum verði leyft fyllsta stjórnmála- frelsi, þar á. meðal réttindi til að mynda samtök til baráttunn- ar gegn fasismanum. AUSTURRÍKI SJÁFSTÆTT Ráðstefnan lýsir sig sam- þykka því að sjálfstæði Aust- urríkis, fyrsta landsins sem Hitler lagði undir Þýzkaland, verði endurreist. MEÐFERD ÞÝZKALANDS OG LEPPRÍKJANNA Tekin voru til meðferðar á ráðstefnunni væntanleg með- ferð á Þýzkalandi og leppríkj- um þess. Jafnframt þessari yfirlýsingu var birt tilkynning undirrituð af Roosevelt, Churchill og Stalin um það, að Bandamenn muni láta refsa harðlega stríðs- glæpamönnum. Nazistar, sem drýgt hafa stríðsglæpi í her- numdu löndunum, verða flutt- ir til staðarins þar sem glæpur- inn var framinn og dæmdir eft- ir þeim lögum er þar gilda. Við teljum þetta tilfelli með öllu óviðunandi, þar sem hér er um íslenzka vöru að ræða í íslenzkri höfn og þar sem losun og lestun hennar er óvéfengj- anlegur réttur íslenzkra verka- manna. Við förum því hér með þess á leit við stjórn Alþýðusam- bandsins, að hún komi á fram- færi, með atbeina ríkisstjórn- arinnar, mótmælum til brezkra stjórnarvalda út af ofan- greindu tilfelli og krefjist þess, að ekki verði framar, í skjóli hervalds, gengið á skýlausan rétt íslenzkra verkamanna til vinnu þessarar. Með félagskveðju". (Undirskrift). Alþýðusambandið varð þegar FrswnhaH á 4. síðu. Á fundi sameinaðs Alþingis í gær flutti forsætisráðherra, Björn Þórðarson, svohljóðandi yfirlýsingu um afstöðu ríkis- stjórnarinnar um stofnun lýðveldis á íslandi: ,,Þess má vænta, að innan skamms verði á Alþingi teknar endanlegar ákvarðanir um stofnun lýðveldis á íslandi og skipun æðstu stjórnar landsins. Deilur eru risnar um afgreiðslu "þessara mála. Ríkisstjórninni þykir svo sem bæði Alþingi og allur landslýður eigi rétt á því að fá vitneskju um afstöðu hennar til málanna, og leyfir sér því að lýsa henni í stuttu máli. Síðan 10. apríl 1940 hefur æðsta framkvæmdavaldið og fyrirsvar landsins, sökum ytri tálmana, verið hér í landi. Framkvæmd 7. gr. sambands- laga íslands og Danmerkur frá 30. nóvember 1918 um meðferð utanríkismála íslands af heridi Danmerkur og gæzla fiskiveiða í íslenzkri landhelgi, samkvæmt 8. gr. sömu laga hefur og frá 10. apríl 1940 af sömu ástæð- um reynzt ómöguleg. Þeim að- iljum, sem hér eiga hlut að máli, konungi, dönskum stjórn- arvöldum og íslendingum, hafa tálmanir þessar verið óviðráð- anlegar. Um æðsta framkvæmdavald- i ið, fyrirsvar landsins út á við og inn á við og meðferð utan- ríkismála, hefur orðið að gera Framh. á 2. síðu UigainaldsleiiHíB Piofl- BBPia irá Krim HHal Rússar hafa tekíð Perekop og sækfa sudur á skagann Rauði herinn hefur nú hrakið Þjóðverja af Perekop-eiðinu sem tengir Krímskagann við Suður-Rússland. Hefur rauði herinn þegar sótt suður á skagann og tekið bæinn Armjansk. Hefur sóknin á þessu svæði verið sérstaklega hröð síðastliðinn sólarhring. Rússar hafa tekið þarna 6000 fanga síðan í gær og afar mikið herfang. Eru þeir þegar farnir að nota flugvelli norðarlega á skaganum, sem skæruliðarnir höfðu búið til. Á sléttunni milli Melitopol og neðsta hluta Dnjeprfljóts er ekki lengur um að ræða skipu- lagða vörn af Þjóðverja hálfu. Er rauði herinn kominn að fljótinu um það bil miðja vega milli Kerson og Nikopol, Að austan er rauði herinn í um 55 km. f jarlægð frá Kerson. Harðvítugir bardagar geisa enn um Krivoj Rog. Hafa Þjóð verjar gert afar hörð gagn- áhla"up, en ekki náð neinum árangri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.