Þjóðviljinn - 21.11.1943, Side 8

Þjóðviljinn - 21.11.1943, Side 8
/ # «t 1 |iii Op borginni Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, Austurbæjarskólanum, s(m> 5030 Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. 2® p® b@ P© ue ee sc es a® íb Útvarpið í dag: 14.30—16.30 Miðdegistónleikar (plöt ur): a) Forleikur eftir Chopin. b) Saknaðarljóð eftir Mahler. c) 15.30 Óperan „Orfeus“ eft- ir Gliick. 18.40 Bamatími (Ragnar Jóhannes- son, Þorsteinn Ö. Stephensen o. fl. 19.25 Hljómplötur: Lagaflokkur eft- ir John Field. 20.20 Einleikur á viola (Sveinn Ólafs son): Sónata í C-dúr eftir E. Thom- as. 20.30 Erindi: Ferð yfir heiði (Bárð- ur Jakobsson lögfræðingur). 20.55 Hljómplötur: íslenzk lög. 21.05 Upplestur: a) Frú Svanhildur Þorsteins- dóttir: „Álafslóðir“; ævin- týri. Þ) Guðmundur Böðvarsson, skáld á Kirkjubóli: Kvæði. 21.40 Hljómplötur: Lög leikin t flautu. Magnús Guðmundsson vélstjóri var einn af fulltrúum Sjómannafé- lags Reykjavíkur á Sjómannaráðs- stefnunni. í frásögn blaðsins hafði nafnið fallið niður af vangá. Hjónaband. Nýlega voru gefin sam an í hjónaband ungfrú Friðmey Jónsdóttir og Oddur Ólafsson, bæði til heimilis á Akranesi. Þingstúka Reykjavíkur heldur fund annað kvöld (mánudag) kl. 8, í Góðtemplarahúsinu. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Lén- harð fógeta kl. 3 í dag og leikritið Eg hef komið hér áður kl. 8 í kvöld. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína frk. Kristín Bjöms- dóttir frá Eskifirði og Jón Her- mannsson, Rauðarárstíg 42. Hrakningasaga Rickenbackers. Ný lega er komin út á íslenzku bókin: Sjö sném aftur, eftir E. V. Ricken- backer, sem er frægasti flugmaður Bandaríkjanna. í bókinni segir frá hrakningasögu félaga hans, sem nauðlentu fljúgandi virki og hrökt- ust lengi um Atlanzhafið og björg- uðust eftir hina mestu hrakninga. Flokkurínn 11. DEILD. Fundur verður haldinn þriðjudag- inn 23. þ. m. kl. 8.30 á Rauðarárstíg 32. Fjölbreytt dagskrá. Áríðandi að félagar fjölmenni. ESska vtntr o$ hugSíúfa hjörfu Framhald af 5. síðu. reyna þegar hann dó. Það sjá- um við á bréfsneplinum. Á honum eru fimm orð með rit- hönd Fosters, sem hann hafði skrifað sér til minnis. Þessi fimm orð voru: „Elsku vinir og hugljúfu hjörtu“ (Dear Friends and Gentle Hearts). Vafalaust hefur þeta verið nafn eða við- lag við ljóð, sem hann ætlaði sér að semja. Ef til vill hefur það þegar hljómað hið innra með honum þarna á fátæklinga deildinni. Maður hefur á tilfinn ingunni, að það mundi hafa orð ið bezta verk hans. En við mun um ekki heyra það hérna megin grafar. Kæra S. 1. S. Framhald af 1. síðu unum í Hafnarfirði fjölgar stöðugt“ og í þeirri grein m. a. þessi ummæli: „..........S.Í.S. segir í „játn- ingum“ sínum..........“ „........ hljóti ástæður til þess að því var fleygt' að vera einhverjar aðrar en að það hafi verið ó- ætt.“ í 252. tölublaði sama dag- blaðs, dags. 7. þ. m. er grein með fyrirsögninni: „Skipulag brjálseminnar“ og í henni m. a. þessi ummæli: „......Eitt fyrirtæki, S.f.S. viðurkennir að hafa eyðilagt 20 tonn af kindakjöti......“ „án alls pukurs“...... „Síðan er laumast með kjöt í tugtonna tali að næturþeli, út um hraun og út í sjó í skjóli þess, að dýra- læknir hafi séð skemmt kjöt í nokkrum tunnum. Það hefur ekki einu sinni verið lögð fram nein sönnun fyrir að þessu skemmda kjöti hafi verið fleygt.....“ „Þögnin um skemmda kjötið, að það er ekki eyðilagt undir eftirlitj þess að- ila, er dæmdi það ónýtt, öku- ferðin með það út í hraun að næturþeli, og að margfallt meira kjöt hefur fundizt í hra«num og flæðarmáli, en það, sem ske.mmt var dæmt, sann- ar allt hvað með öðru að hér er v verið að dylja stófellda matvælaeyðileggingu í skugga næturinnar og nokkurra skemmdra kjöttunna"........ „Enginn efast um hvað þess- um ósköpum veldur. Harðsvír- aðir pólitískir braskarar og fjár málabraskarar hafa tekið kjöt- verzlun bændanna í sínar hend- ur. Krafa þessara manna er aðeins ein: Ákveðið og hátt verð fyrir kjötið ......“ „Hér er því blátt áfram um matvæla- eyiðleggingu að ræða, sem fram kvæmd er í sama tilgangi eins og hveiti- og kaffibrennurnar á síntun tíma til þess að halda verðinu uppi. Þetta er slík regin svívirða, að engu tali tekur, en þetta eru afleiðingar þess skipulags, sem miðar framleiðsluna ætíð við þarfir eða kröfur seljenda, en ekki við notaþurftirnar. Þeir menn, sem fara með kjötsölu- mál okkar þurfa að víkja úr þeim trúnaðarstöðum ..........“ „þjóðskipulag brjálseminnar, er hér er lýst að hverfa... í sama tölublaði er einnig grein með fyrirsögninni „Lög- reglumenn úr Hafnarfirði urða kjöt Sambandsins“ og í þeirri grein m. a. þessi frekari um- mæli: „..... aumkast yfir Sam- bandið og lánað því legstað í hraungjótunum fyrir leifarnar af þessum útburði S.I.S. af aðal- framleiðsluvöru íslenzkra bænda.“ „.... En almeningu hefur þeg- ar kveðið upp þann dóm, að þeir menn, sem stjórna slíkri meðferð á aðalframleiðsluvöru landbúnaðarins, eigi ekki ann- ars staðar heima en í tugthúsi.1 í 252. töiublaði sama dag- blaðs, dags. 9. þ. m., sem mun eiga að vera 253. tbl. er grein með fyrirsögninní: „Bæjarpóst- urinn“ og í henni kafli með fyrirsögninni: „Jóns Ámasonar safnið“. í kaflanum eru auk þess m. a. þessi ummæli: „Jóns Árnasonar-safnið í Hafnarfjarðarhrauni er um- ræðuefni dagsins. Menn eru æfir yfir þeirri forsmán að svo skuli komið högum vorum, að matvæli eru eyðilögð í stórum stíl, alveg á sama hátt og tíðk- aðist í Ameríku fyrir stríð.“ „.... hér er á ferðinni ein af af- leiðingum hins albrjálaða auð- valdsskip'ulags.... “ í 253. tölublaði sama dag- blaðs, dags. 10. þ. m., sem mun eiga að vera 254., er grein með fyrirsögninni: Nú var það gert, sem aldrei hafði fyrr verið á íslandi“ og í þeirri grein m. a. þessi ummæli: „.... En þegar matur er eyði lagður af yfirlögðu ráði, þá er sem hann setji hljóðan, honum blöskrar: Nú var það gert, sem aldrei hafði verið á íslandi „.... Það hefur alltaf þótt ganga glæpi næst á íslandi að henda mat....“ „Nú gerist það 1 svo stórum stíl að matur er eyðilagður af ráðnum hug, að heilbrigt al- menningsálit, jafnt 1 sveit serrj bæ, fordæmir verknaðinn harð- ar en nokkurt annað verk, sem framið hefur verið hér lengi“. „Jón Árnason og aðrir kjöt- jarlar yfir íslandi vita það síð- asta haust, er þeir ákveða kjöt- verðið....“ „að með því verði, er þeir settu á kjötið myndi al- þýða manna ekki geta keypt....“ ,,....En kaldrifjaðir kjötjarlar íslands.....“ „Slík gjafmildi eða mannúð myndi spilla mark aðinum....“ „Jón Árnason og kumpánar hans.......“ „.....En var þá ekki hægt að gefa þetta kjöt út úr landinu svo snemma, að einhverjir hungraðir menn þar hefðu getað notið þess, — fyrst það þótti of gott síðasta haust handa íslenzkum almúga ....“ „Það þarf kaldrifjaðan og spilltan hugsunarhátt kaup- mennskunnar, til að feta nú í fótspor Kolbeins unga, eins og Jón Árnason & Co. gera........“ „...taka höndum saman um að hindra að slík hneyksli sem kjöteyðileggingin nú ....... og öll önnur eyðilegging matvæla — endurtaki sig........“ „láti anda brasksins, hrokans og kúg unarinnar ekki framvegis eitra þjóðfélagið, .....“ „slíkar að- ferðir sem Jóns Árnasonar .... hafi aldrei síðan verið viðhafð ar á íslandi". Samband íslenzkra samvinnu- félaga telur öll framangreind ummæli þar með taldar fyrir- sagnir 1. 2. 4. 6. og 7. greinar í þeirri röð sem þær eru taldar hér að framan, mjög meiðandi og móðgandi fyrir sig og þar nefnda starfsmenn sína og leyf T-OKSÓTTAR LEIÐÍR. S TG GIFTIST • n : GALÐEAXIIÍD ; (The Hard way)- • Stórmynd með: (I Married a Witch) JDA LUPINO, : ; Bráðskemmtilég gp.man- í JOAN LESLIE, S I mynd eftir sögu Tiiorne ; • DENNIS MORGAN. • • Smiths (höfundar Slæðings).; Sýnd kl. 6,30 og 9. FREDRIC MARCH Böm fá ekki aðgang. • • VERONICA LAKE I • • • o o ; Sýnd kl. 7 og 9. S N.iósnarar á Burmabraut: i ÁN DÓMS OG LAGA. ] (Burma Convoy) | ” (Juke Girl). : . CHARLES BICKFORD, • ANN SHERIDAN, EVELYN ANKERS. RONALD REAGAN. : Sýnd kl. 3 og 5. • : Börn innan 16 ára : Böm fá ekki aðgang fá ekki aðgang. Aðgönguniiðasala frá Sýnd kl. 3 og 5. kl. 11 f. h. ; • • Sala aðgöngum. hefst kl. 11.: • • • Snnilega þökkum við öllum þeim, einstaklingum og félögum, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við frá- fall og jarðarför mannsins míns og föður okkar, Eiríks Guðjónssonar, skósmiðs. Guð blessi ykkur öll. Vilborg Sigurðardóttir og börn. ir það sér því hérmeð að snúa sér til hinnar heiðruðu sátta- nefndar Reykjavíkur með beiðni um að hún kalli undir- ritaðan forstjóra Sambandsins fyrir sig, ásamt ritstjóra og ábyrgðarm. dagblaðsins Þjóð- viljans hr. Sigfúsi Sigurhjart- arsyni á sáttafund, til þess að reyna að fá hann til að sættast á að taka aftur öll framangreind ummæli, að greiða sekt fyrir þau, svo og til að greiða allan kostnað við sáttaumleitan þessa auk kostnaðar við birtingu á sætt í málinu. Komist sátt eigi á, óskast málinu vísað til aðgerða dóm- stólanna og mun kærandi þá gjöra þær réttarkröfur, að öll hin tilfærðu ummæli verði dæmd dauð og ómerk, að stefnd ur verði dæmdur í hæstu við- eigandi refsingu fyrir þau og til að greiða stefnanda hæfileg- an málskostnað eftir mati rétt- arins, og hæfilegan kostnað við birtingu dóms í málinu, einnig að mati réttarins. Reykjavík 16. nóvember 1943 Virðingarfyllst. pr. pr. Samband ísl. samvinnu félaga (Sign) S. Kristjánsson“. Gyðinffar slenpa úr fanga- búðum Fyrir nokkru síðan slapp fjöldi Gyðinga úr hinum ill- ræmdu fangabúðum nazista í Tremblinka í Póllandi. Gyðing- arnir réðu niðurlögum varð- mannanna, kveiktu í fangabúð unum og flúðu til skógar. Tremblinka eru einhverjar hroðalegustu fangabúðir naz- ista. Hundruð þúsunda Gyðinga hafa verið myrtir þar. Frá Ítalíu Framhald af 1. síðu. vöxt á Norður-Ítalíu. Er hann háður af ítölum, sem flúið hafa til fjalla. Eru þeir vel vopnaðir og njóta alls staðaf stuðnings almennings. Hafa þeir gert sam gönguleiðum Þjóðverja mikinn óskunda. Aðalfundur Hauka í Hafnarfirði Nú nýlega var haldinn aðal- fundur knattspyrnufélagsins „Haukar“ í Hafnarfirði. Á fund inum voru lagðar fram ýtarleg- ar skýrslur, sem sýndu mjög aukna starfsemi s. 1. starfsár. Fjárhagur félagsins hefur batn að mjög mikið á árinu og er nú betri en nokkru sinni áður í sögu þess. 1 stjórn voru kosin: form. Guðsveinn Þorbjörnsson, ritari Sigurbjörn Þórðarson, gjaldkeri Jón Egilsson, fjár- málaritari Vilhjálmur Skúla- son, varaformaður Karl Auðuns son, meðstjórnendur: Kristín Þorvarðardóttir og Margrét Pét ursdóttir. í varastjórn voru kosnir: Halldór Arinbjarnar, Sævar Magnússon og Stefán Egilsson. í vetur æfa fjórir flokkar ! fimleika og handknattleik und- ir stjórn Garðars S. Gíslasonar. Eru það: karlflokkur, drengja- flokkur og tveir kvenflokkar, fyrir byrjendur og þær sem æft hafa áður. Stjórnin og nefndir félagsins hyggjast að hafa all- fjölbreytta starfsemi næsta starfsár. „Haukar“ eru fjöl- mennasta æskulýðsfélagið í Hafnarfirði og fer félagatalan ört vaxandi. Gjafir og áheit til Barnaspítala Hringsins. — Gjafir: 1000 kr. frá Ó. B. 500 kr. frá Helgu, Nonna, Gunna og Dadda. — Áheit: 25 kr. frá Á. B. Á. 25 kr. frá M. Á. 5 kr. frá G. Ó. Dregið var 15. þ. m. hjá lögmann- inum í Reykjavík í happdrætti stúk .unnar Verðandi nr. 9. Þessi númer hlutu vinning: Nr. 750 Málverk. Nr. 222 Raksett. Nr. 1401 Rykfrakki. Nr. 2022 Orðabók Jóns Ófeigssonar. Nr. 1357 Peningar, 50 kr. Nr. 2671 ís- land í myndum. Nr. 1344 Hveitipoki. Nr. 2643 Ljósakróna. Nr. 2980 Pen- ingar, 50 kr. Nr. 1005 Hveitipoki. Nr. 2082 María Stúart. Nr. 1004 Pen ingar, 25 kr. Nr. 1736 Peningar, 25 kr. Nr. 2235 Island í myndum. Vinninganna sé vitjað til Brynj- ólfs Þorsteinssonar fyrir 1. janúar 1 1944. (Birt án ábyrgðar).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.