Þjóðviljinn - 24.11.1943, Page 3
Miðvikudagur 24. nóv. 1943
ÞJÓÐVILJINN
3
Þetta er ekki venjuleg framhalds-
saga en ýmsir hefðu samt gaman
af að fylgjast með músinni Mollý
MOLLÝ FER
í KAFFIBOD
Eg er lítil mús og heiti Molly
og á heima í tuskuhaug henn-
ar Silkirósar saumakonu. Eg er
ósköp forvitin og hnýsist í allt,
mjög félagslynd og fer í öll
kaffiboð bæjarins. Víða kem ég
en mig tefja hvorki skurðir né
for, pví ég labba bara eftir hita-
veituleiðslunum. Núna ætla ég
í kaffiboð til hennar frú Pitti-
pont. Eg kveð hana silkirós
mina og hleyp eins og fætur
toga eítir aðalleiðslunni vestur
i bæ og svo tek ég fyrstu húsa-
lögnina til hægri á Leynimel.
Ó, hver fjárinn, ég er líklega
of sem, því frúrnar eru þegar
seztar að kaffidrykkju. Bansett-
ar klukkurnar í þessum bæ,
aldrei geta þær gengið rétt! Frú
P. er fín frú og saumar kross-
saum. Eg ber ekki virðingu fyr
ir öðrum konum en þeim, sem
sauma krosssaum. Frú P. situr
við borðsendann á útskornum
stól, sem auðvitað er með kross
saum á baki og setu. Eg tylli
mér fyrir aftan frú P. og hlusta
á samræðurnar.
Frú Grosspont, bezta vinkona
frú P., sem líka saumar kross-
saum, hefur orðið: Elskan, hvað
þessar kökur þínar eru indælar,
ég hef aldrei tíma til að baka,
ég er stúlkulaus eins og fleiri“.
„Eiminginn“, segir frú Kera-
mik. Hún er ákaflega fámálug
nema þegar hún ræðir um
blómsturvasa við frú P. „Mikið
vildi ég að þetta blessaða stríð
tæki nú enda bráðlega, svo að
verksmiðjurnar skili okkur aft-
ur vinnukdnunum okkar“, seg-
ir frú Assar, sem alltaf er í
stúlknavandræðum. „Og svo
finnst mér, að bærinn gæti lát-
ið innrétta tóma bragga handa
vinnukonunum svo þær þurfi
KoennoblaSið korn út t fyrsto sinn 21
febrúar 1895.
•
BlebJblettir á hörléreftum og baðmuUar-
léreftam hverfa ef glycerin er bori8 á
blettinn, og látið liggja á stundarkorn.
Bletturinn er þveginn úr oolga sápuvatni
á eftir, dagi þaS t’kfii í fyrsta sinn oerb-
ur a& bera á blettinn aftur.
•
Salt er til margra hluta nytsamlegt,
barsta tennur úr saltvatni styrhir tann-
hoIdiS, ef særindi era t hálsi er ágœtt
a8 skpla hálsinn úr saltvatni. Vi5 fóta-
þreyta cr ágcett a5 baÓa fœtarnar úr
hcitu saltoatni og nú þœr á eftir með
grófu handþlœÓi.
•
Blettir á húsgögnum úr eik hverfa ef
þeir eru nánir upp úr oolgu öli.
ð
Vlnblettir á flúkum hverfa ef þeim er
dýpt ofan t sjóSandi mjólk og haldiS
þar stundarkpm stÓan oerSur að þoo
dúkinn oandlega á oenjulcgan hátt.
«
Líf karlmannsins Vœri scm rySgaS
járn uœri kvenfólk.i5 ekk> til.
ekki að búa á heimilunum og
spilla siðferði barna okkar“.
„Það væri svo sem mátulegt á
þær, þær eru nógu viljugar að
búa þar núna hjá könunum, a.
m. k. á nóttunni", segir frú Ró-
kókó. •
Nú er mér nóg boðið og ég
reyni af öllum mætti að mæla
vinnukonunum bót, en bað heyr
ist bara tíst. Enginn gefur orð-
um mínum gaum, bví þær halda
bara að þetta sé garnagaul í P.
sem oft á erfitt með melting-
una vegna kyrrsetu við kross-
saum.
„Hvað segið þið annars um
smjör- og mjólkurleysið? Hugs-
ið ykkur, hún Jónína liggur
ennþá eftir mjólkurslaginn fyr-
ir tveim vikum síðan“, segir frú
P. „Eiminginn“, vælir frú Kera-
mik.
„Og hún, sem er ein með 5
börn og verður að standa tím-
unum saman til þess að fá
nokkra dropa af samsulli".
„Eiminginn", segir frú Kera-
mik.
„Og svo fá svona háttsettar
frúr eins og frú Höhö og frú
Skrollan daglega senda heim
mjólk og rjóma frá Samsöl-
unni“. Frú P. er svo mikið niðri
fvrir, að hún sýpur hveljur og
vaggar öll til og frá á stólnum
svo mér þykir þar ekki lengur
vært, stekk niður á gólf og
hygg að leita mér betri dvalar-
staðar. En svo illa tekst til, að
ég lendi inn í dimmum skógi af
blómvösum og mér verður það
á í rassaköstunum að fella einn
enskan postulínsvasa 8000 kr.
virði. Eg heyri samstillt neyð-
aróp fjögurra kvenna og verð
skelfingu lostin. Eg hugsa ekki
um annað en að forða mér frá
þessum óargadýrum og enskum
postulínsvösum. Til allrar ham-
ingju sé ég þarna standa vasa
eftir Guðmund frá Miðdal. Þrátt
fyrir alla skelfingu er þó vott-
ur af þjóðrækniskennd í mér og
ég dembi mér ofan í Guðmund
og fell þar í öngvit. Þegar ég
rakna úr rotinu líður mér illa,
það er dimmt og draugalegt í
Guðmundi og ég er svöng. Mig
langar að naga. Eg hoppa upp
úr Guðmundi og sé úti í horni
krosssaumsteppi. Eg geng með
sama sjúkdóm og Hitler, þegar
ég er í mikilli geðshræringu
leggst ég á teppi og naga. Þarna
er uppáhaldsmaturinn minn,
krosssaUmur. Hann er svo ró-
andi fyrir taugarnar og bægir
burt öllum óróandi hugsunum.
| Eg fór aftur að leggja við
I hlustirnar. Grosspont og Pitti-
• pont eru að þræta um málara-
list. Grosspont er orðin heit af
ákafa: „Eg segi fyrir mitt leyti,
þá kýs ég málverk, sem fólk
Ragnhild Andersen
flutt f þýzkar fangabúðir
Fyrir nokkrum dögum barst
hingað fregn um að Ragnhild
Andersen, kunnur danskur verk
lýðsleiðtogi, hafi verið flutt til
Þýzkalands í fangabúðir.
Danskar og norskar konur
hafa ekki farið varhluta af of-
sóknum þýzku nazistanna, og
því mun ekki verða gleymt, þeg
ar dagur reikningsskilanna kem
ur.
HAMINGJUSÖM MÓÐIR
Karlmenn hafa löngum sagt að staða
kpnunnar. vaeri { eldhúsinu.
í þessu strtði hafa kpnur icl'jð að
sér mörg störf er kurlmenn unnu áður.
/ Sovétríkjunum er algert jafnrédi
karla og kvenna og hafa konur unnið
þar mörg störf, sem karlmenn einir
höfðu aðgang að. — Sovétkonan, sent
myndin er af, er lögregluþjónn, og hún
er jafnframt hamingjusöm rnóðir.
getur skilið, og mér stendur al-
veg á sama um allan kúban-
isma og pessimisma og svoleið-
is listastefnur, það eru bara
klessuverk, sem enginn botnar
neitt í. Nei, ég held með honum
Freymóði, hann málar af svo
mikilli nákvæmni og samvizku-
semi. Hugsið ykkur bara, að
þegar ég fór að skoða lífslindina
hans, bá var meira að segja
hægt að sjá með stækkunargleri
hvern einasta fílapensil á Evu.
Þetta er sönn list“.
Já, hugsa ég með mér. Látum
kerlingarnar rífast. Nú er ég
búin með krosssaumsteppið og
orðin pakksödd svo hér hef ég
ekki meira að gera. Vertu bless
kæra frú Pittipont og takk fyr-
ir matinn.
Músin Molly.
Hflsmóðir skrifar um kjötið
Undanfarnar vikur hefur hér
mikið verið rætt um kjöt. Það
fer ekki hjá því, að mörg hús-
móðirin sér fyrir sér alla þá
rétti, sem búa hefði mátt til
úr því sáluga kjöti, en um það
eru nú komin svo mörg orð, að
varla er við bætandi. Ég ætla
því heldur að ræða um kjötið,
sem ekki ennþá er komið í
hraunið.
í blöðum og útvarpi . heyrir
maður oft talað um 1., 2. og 3.
flokks kjöt. En ef ég kem í
verzlanir bæjarins og bið um
annars flokks kjöt, fæ ég venju-
lega það svar, að ekki væri á
boðstólum nema 1. flokks kjöt,
þótt auðsjáanlega hafi búðar-
maðurinn verið með annars fl.
vöru. Þetta er ekkert einsdæmi
með kjötið. Ef spurt er eftir
annars og þriðja flokks tómöt-
um, kveður við sama tón. Mér.
virðist því sem búðirnar græði
á því að kaupa vörurnar í mis-
munandi verðflokkum og slá
svo öllu saman og selja það allt
með h^sta verði. Ef einhverjar
aðrar orsakir liggja til, langar
mig til þess að fá að vita, hverj
ar þær eru. Sama óreglan er
á nöfnum á því kjöti, sem æt1-
að er í hvern rétt. Komi maður
t. d. í verzlun og biðji um
nautakjöt, er þar venjulega á
boðstólum buff eða „gullasch-
kjöt“. Buffkjötið telja þeir allt
lærið og bóginn með og svc
afganginn af skepnunni „gull-
aschkjöt“. En þetta er ekki
rétt. Buffkjötið er fyrst og
fremst vöðvinn sem liggur með-
fram hryggnum og þykki vöðv-
inn innan úr lærinu. Þetta kjöt
á auðvitað að vera í hæsta
verðflokki. Afganginn af lær-
inu, nema hækilinn, og bóginn
má svo nota til þess að saxa
í fars og selja með næst hæsta
verði. í þriðja flokki kæmi svo
kjöt af hálsi, og ætti þá að
skera það frá beinum og selja
sérstakt ásamt slögum. Og að
lokum ættum við svo að geta
fengið beinin keypt sérstök til
að sjóða úr þeim súpu. Þannig
ætti nautakjöt að vera í fjórum
verðflokkum eftir því hvar af
skepnunni það er.
•
Annars staðar á Norðurlönd-
um er það sérstök iðn að taka
sundur kjöt og flokka það og
þeir sem við það eru, verða að
vita upp á hár hvaða biti af
skepnunni er beztur í hvern
rétt. Hér virðist hverjum af-
greiðslumanni heimilt að
höggva eða saga það sem hann
listir, og nærri liggur að
menn móðgist ef beðið er um
heilan hrygg t. d., og húsmóð-
irin sjálf vill segja fyrir um
hvernig kjötbitinn á að vera.
Nú eru t. d. allir skrokkar klofn
ir eftir endilöngu og ómögulegt
að fá hrygg í heilu lagi.
Hvernig stendur á því?
Úr því ég er nú farinn að
spyrja langar mig til að vita
annað.. Hvað er matvælaeftirlit
ríkisins? Hefur, það ekki neitt
að gera með kjötið hvorki það
í hrauninu eða hitt í búðunum.
Er það til, eða hefur það bara
verið til á vörum manna. Við
húsmæðurnar vitum oft ekkert
hvert við eigum að snúa, okkur,
getur ekki kvennasíðan vísað
okkur veginn.
Húsmóðir.
Það er mikið rétt í því sem
húsmóðir skrifar oss um kjötið
og enginn vafi á því að við
mundum oft fá ljúffengari mat
og losna við margt erfiði ef
kjötið væri flokkað ofurlítið
nánar. Og er gleðileg sú vöru-
þekking sem í þessu birtist. Því
miður getur kvennasíðan ekki
ennþá leyst úr því hvernig
stendur á því að allt verður að
1. flokks vöru þegar í búðina
kemur. Matvælaeftirlit ríkisins
hefur einnig verið svo lítið á-
berandi að sem stendur getum
við litlar upnlýsingar gefið. En
kvennasíðan heitir því fastlega
að fara á stúfana og hafa upp
á matvælaeftirlitinu og látáa
ykkur svo vita innan skamms
hvað það aðhefst.
Matur er mannsins megin
Framvegis verða hér birtir
smápistlar úr manneldisfræði,
og mataruppskriftir, af og til.
Þið skuluð því kaupa ykkur
bók, og klippa pistlana úr blað-
inu, samt ekki fyrr en húsbónd-
inn og þið sjálfar eruð búnar
að lesa leiðarann hinummegin.
Svo skuluð þið líma pistlana
í bókina og þá fáið þið með
tímanum vasaútgáfu af mann-
eldisfræði.
Myndin þama á að skýra hver
munur er á fæðuþörf einstakl-
inganna, en fæðuþörfin fer með-
al annars eftir aldri og kyni.
Tölurnar fyrir neðan myndina
þýða neyzlueiningar. Fullorðinn
karlmaður er talinn ein neyzlu-
eining. Myndin er þannig tákn-
ræn fyrir fæðuþörfina, en á
ekki að gefa bað 1 skyn að
kvennasíðan óski eftir neinum
ofvexti í kvenþjóðinni. Við sætt
um okkur við stærðarhlutföllin
eins og þau eru. og óskum frek-
ar að karlmennimir teygi of-
urlítið úr sér heldur en hitt!
1.25 1.0 1,0 0.9 0.9 0.8 0.7
Myndirnar tákna (talið frá oinstri) kona
með barn á brjósti (1.25), fullorðinn
karlmaður (1.00), drengur á fcrmingar-
aldri (1.00), fullorðin /,’ona (0.9), dreng-
ur //—12 ára (0.9) telpa 9—II ára (0.8),
dpengur 7—9 ára (0.7).
Húsráð.
Fisk- eða brælubíagð af hnífa
pörum er oft óþægilegt. Bragð-
ið hverfur ef þið stingið áhöld-
unum niður í krúkku fulla af
venjulegri garðmold og látið
þau standa þar nokkra stund.