Þjóðviljinn - 24.11.1943, Side 7

Þjóðviljinn - 24.11.1943, Side 7
Miðvikudagur 24. nóv. 1943 ÞJÓÐVILJINN 7 ÆVINTÝRI STRÆTISVAGNSÍNS r ELI og ROAR M S/1 Gzl EFTIR NORSKT’ SKÁLDKONVNA NINI ROLL ANKER. (Þýtt). Gamli maðurinn brosti í kampinn. „Það er ekki von, að þú hafir séð mig. Þú hefur alltaf sofið á nóttinni. Hvað heldur vöku fyrir þér?” „Eg hef svo miklar áhyggjur.“ „Það finnst' mér nú óþarfi að strætisvagn geti ekki sofið fyrir áhyggjum.“ „Eruð þér ráðinn hér?“ spurði strætisvagninn. „Þúaðu mig bara. Eg er dvergur og er ekki vanur þéringum.“ Dvergurinn fór að dæla lofti í slöngurnar og strætisvagninn hresstist við það. „Hvað hefur þú verið hér lengi“, spurði hann dverg- inn. „Síðan fyrir þitt minni. Þá var nefnilega hesthús hér og ég var vanur að hlynna að hestuunm. Þeir komu allt- af þreyttir heim á kvöldin“. „Það er von. Þessir hestaræflar hafa ekkert nema lappirnar til að koma sér áfram, þeir hafa enga vél. Og hestvagna fyrirlít ég. Það hlýtur að vera fyrirlitlegt að láta hesta draga sig um bæinn“. „Það er nú héld ég sama, hvort hestur eða vél dregur vagninn“, sagði dvergurinn. „Ertu brjálaður! Vélin er hluti af sjálfum mér. Hún er hjartað í mér“. „Vertu rólegur, lagsmaður“, sagði dvergurinn. „Láttu þér ekki hitna í hamsi. Þá getur orðið sprenging í þér. — Jæja, nú er ég búinn að kemba þér. Það gljáir á skrokkinn á þér“. „Hirðir þú alla hina vagnana svona vel?“ spurði stræt- isvagninn. „Nei, bara þig. Þú minnir mig svo mikið á gamla daga, þegar bílar og annar ófögnuður var ekki til, ekk- ert nema blessaðar skepnurnar“. „Ertu snarvitlaus? Ég, sem ér nýtízku farartæki. Ég kæri þig fyrir meiðyrði“. Cg ÞETTA Það var fyrir 70 árum: „— — Þá var meðfæddur fjandskapur milli vesturbæinga og austurbæinga, þ. e. þeirra, sem bjuggu austan við lækinn. Háðu þeir margar og stórar or- ustur, einkum á tjörninni og Arnarhólstúni. Vesturbæingum veitti oftast betur, einkum þeg ar þeir Vigfúsarkotsbræður og Hólsbræður voru með, því þeir voru miklir kraftamenn, eink- um þeirr fyrrnefndu. Það var varla óhætt fyrir austurbæing að koma vestur í bæ ■ eða þá hins vegar og því þekkti ég t. d. austurbæing aldrei til hlítar, af því ég átti alltaf heima í vesturbænum — —“. Þetta skrifar Klemens Jónsson árið 1913, er hann rifjaði upp bæj- arbraginn í Reykjavík kringum 1870. ★ Árið 1776 er kaffi fyrsta sinn talið með innfluttum vörum til íslands, en mun þó hafa þekkzt hér nokkru fyrr. Það var mikil munaðarvara á þeim tímum, því að pundið kostaði 32 skildinga (það jafngilti 67 aurum). Ull- arpundið seldist þá á 5 skild- inga. Eggert Ólafsson fagnar ekki þessum nýja drykk og yrk- ir níð um hann í Búnaðarbálki: „Ef austan að svo kallað kaffi kolamylsnu þeir girnast saup, þá segi ég komi af syndastraffi soddan prjálsemdir elskastkaup. Af einiberjum betri drykk bý ég, sem hefur sama skikk“. Magnús Stephensen tekur í sama streng. Hann segir á þá leið í Eftirmælum 18. aldar: Nú þambar hver húsgangurinn kaffið ótæpt í kapp við meiri menn og skammast sín við te og skuldar upp á slíka óþarfa- vöru jafnt helzta bjargræði". Almenningur mun þó ekki hafa drukkið kaffi sér til óbóta, því að árið 1816 var kaffineyzla landsmanna tæplega Vs úr pundi á mann til jafnaðar. Hvað mundu þeir hafa sagt 1941? Þá var kaffiinnflutning- ur íslendinga 623 174 kíló. grátt", sagði hún. „Róar! Manstu, hvað við töluðum um einu sinni?“ Hún talaði lágt og þíðlega og brosti við honum. „Við töluðum um barn. Eg mundi verða glöð,-----------ef það yrði.“ Því að einn góðan veðurdag hlaut að koma að því, að þau yrðu ekki ung framar. Og ein- hverntíma hlaut að koma að því, að annaðhvort þeírra yrði einmana og hitt horfið að fullu og öllu. En hamingja þeirra gat borið ávöxt og gleymt minningum um æsku og von. Elí bjóst við frænda sínum með strandferðaskipinu síðari hluta dags. Það virtist vera gott veður í vændum. Sólin skein glatt milli skýja. Fimm sjúklingar í bið- stofunni, þegar hún gægðist inn. Bernhardínu var að batna höfuðverkurinn. — Horfurnar voru yfirleitt góðar. Og kjóllinn, sem Eli saumaði handa Ingrid, var afbragð. Sjálf fóf Ingrid til hárgreiðslu- konu. Elí sagði henni að láta liða hárið yfir enninu. Og Ing- rid fór eftir öllu, sem hun sagði, síðan kvöldið áður, að Ingrid hafði speglað sig í nýja kjólnum og séð að hann fór á- gætlega. Elí sat við sauma sína. Þessi dagur virtist ætla að verða ná- kvæmlega eins og hún ' hafði hugsað sér hann. Hurðinni vra hrundið upp. Ingrid kom inn í stofuna og hvíslaði óttaslegin: „Hann er kominn“. „Kominn!“ Elí stóð á fætur. „Er Tore kominn?“ „Já, hann kom á báti, segl- báti. Við Beta vorum niðri á bryggju, þá lagði bátur að bryggjunni. Þeir voru tveir í bátnum og ég heyrði að annar kallaði „Tore!“ Svo spurði Tore, hvort nokkur vissi, hvar Lie- gaard læknir ætti heima. — Og þá hljóp ég heim“. „Þú prt dæmalaus“, sagði Elí ofurlítið gröm. ,Hann ratar ekki hingað. En að hann skildi koma á bátnum!“ Hún gekk framhjá Ingrid og út í forstofudyrnar. Ingrid stóð lengi í sömu sporum. Hún var dæmalaus, hafði Elí sagt. Og það var hverju orði sannara. Auðvitað átti hún að ganga til hans og segja, að hún væri dóttir Lie- gaards læknis. Hún átti að rétta honum hendina og bjóða hann velkominn. Beta hafði gefið henni olbogaskot og ætlazt til að hún gerði þetta. — En hún gat það ekki. Ingrid varð litið á nýja kjól- inn sinn, sem lá á saumaborð- inu. Átti hún að fara í hann? Nei, og aftur nei. Hún ætlaði sér ekki að halda sér til fyrir þessum strák frá Osló. — Ad- olf! hugsaði hún og nefndi nafn- ið lágt og hljómlaust. Hún var nógu góð handa honum eins og hún var og það þó að hana vantaði augnahárin. Hann vildi hana alveg eins og hún var. Það hafði hann sagt. Henni óx hugur og hún horfði í áttina niður að höfninni. Þá opnaði pabbi hennar hurðina innan frá skrifstofuni: „Elí!“ „Það er bara ég, pabbi. Elí fór niður á bryggju. Frændi hennar er kominn“. „Er hann kominn?“ Liegaard gekk út að glugg- anum, þar sem hún stóð og hún sagði honum það sem gerzt hafði. Hann lagði héndina á öxlina á henni og þau horfðu bæði í áttina niður að höfn- inni. Þannig stóðu þau, þegar Elí kom heim að húsinu milli tveggja ungra manna. Hún var í hvítum kjól og hún leiddi annan piltinn. Nú var Ingrid ekki smeik. Hún var örugg, þegar hún var hjá pabba sín- um og hún horfði róleg á þau þrjú, sem komu. ,Hann er líkur Elí, hefur nef eins og hún“. „Laglegir piltar. Hver er hinn?“ „Ég veit ekki“, sagði Ingrid. Þegar Elí leit upp í glugg- ann og veifaði til þeirra, dró Ingrid sig 1 hlé. „Þú verður hér, pabbi, þeg- ar þau koma“, sagði hún í bæn- arrómi og ætlaði að fara. Róar brosti: „Hefurðu hjart- slátt?“ „IJjartslátt. Það væri gáfu- legt!“ Hún lagði hendina á brjóstið. „Þú mátt finna, hvort ekki er allt með kyrrum kjör- um þarna inni“. — Henni fannst stofan full af ókunnugum strákum. — Há- værir hlátrar, langir handleggir og fætur — alstaðar. Og þó voru þeir bara tveir. Hún rétti hikandi fram hönd sína. Stór- ar, sterkar hendur gripu hönd hennar. „Sæter stúdent — Ingrid dóttir okkar. Allir töluðu og Elí hæst. Piltarnir höfðu siglt alla leið frá Osló. Sæter átti bátinn. Sæter ætlaði að fara lengra. — En gat hann ekki fengið að vera tvo daga. „Auðvitað' er það ve!komið“, sagði læknirinn. En Ingrid fór að hugsa um. hvar hægt væri að láta hann sofa. Sæng! Koddi’ „Ingrid! Viltu biðja Bern- hardínu að koma með smurt brauð til að seðja í þeim versta hungrið. Og saft á eftir“, sagði Elí. Ingrid gekk fram gclfið og tveir hávaxnir piltar viku úr vegi fyrir henni. En það lá við að hún dytti um þröskuldinn. Hún var — „dæmalaus“. Fyrsti dagurinn leið. Ingrid komst hjá að tala nokkuð að ráði. Hún sat til borðs með fjöl- skyldunni og gestunum, þögul og álút, og hlýddi á það, sem talað var. Á milli máltíða hjálp- aði hún Bernhardínu í eldhús- inu. Um morgunuinn hafði Tore Tofte spurt hana, hvort hún vildi koma niður á bryggju og sjá bátinn. Nei, takk, hún hafði ekki tíma til þess. „Hvaða vitleysa, íarðu bara“, sagði Elí. Ingrid leit hvasst á stjúp- móður sína: ,,Ég veit það nú bezt“. Um kvöldið sat hún sem allra næst föður sínum og heklaði. Hún var boðin og búin að rétta gestunum vindlinga eldspýtur og allt, sem þá vantaði. En hún leit varla á þá. „Þú átt ekki að veia á þön- um fyrir drengina, Ingrid“ sagði Elí. „Það eru þeir, sem eiga að vera stimamjúkir við Þig“- Eftir það sat hún hreyfingar- laus, eins og hún væri negld við stólinn. Loks var staðið á fætur. Allir buða góða nótt, þökkuðu fyrir kvöldið og tó’n.u á sig náðir. Elí og Ingrid löguðu til. í stofunni, þegar aðrir voru farn- ir. Gestirnir sváfu í herbergi Sverres. Þær höfðu búið um Sverre í borðstofunni. Nú var hann hjá gestunum inni í her- berginu. Þar var glatt á hjalla. Ingrid þóttist vita, að Sverre væri að sýna þeim listir sínar: ganga á höndunum, herma eftir hinu og öðru og líklega hreyfa eyrun, því að þetta voru listir, sem Sverre iðkaði. Ingrid stappaði í gólfið af gremju: „Alltaf er Sverre eins og fífT‘, sagði hún. Elí sneri sér að henni: „Hvers vegna ertu svona geðill, Ing- rid? Veiztu, hvað Tore sagði við mig í dag. Hann sagði, að þú værir svo vel vaxin og kven- leg í hreyfingum“. Ingrid var að fleygja úr ösku- bikar í ofninn. „Hann kallar þig bara Elí. Hversvegna kall- ar hann þig ekki frænku?“ „Við Tore vorum eins og jafn- aldrar og félagar. Finnst þér hann ekki laglegur?“ „Hann hefur útstandandi eyru“, sagði Ingrid. En hún gat ekki sofnað um kvöldið og bjóst við að verða meira eða minná andvaka á meðan gestirnir væru í húsinu. Hún lá á bakinu með hend- urnar undir hnakkanum og horfði upp í loftið. Það skaut upp í huga hennar aftur og aft- ur orðum og orðatiltækjum. sem piltamir höfðu notað. Það voru erlend orð, sem hún skildi

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.