Þjóðviljinn - 27.11.1943, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 27.11.1943, Qupperneq 3
Þ JÓÐVILJINN 3 Laugardagur 27. nóvember 1943 UPPELDIS- OG SKÖLAMÁLASÍÐA ÞJÓÐVILJANS Ritstjóri Sigurður Thorlacius skólastjóri r=H eimtlið - skólinn - gatan SKÓLABÖRNIN 1943—44 Jafnan er liðið langt á haust, þeg- ar barnaskólarnir hér í Reykjavík geta látið fræðslumálaskrifstofunni í té áreiðanlegar tölur um fjölda skólabarnanna. Bömin eru fram eft ir hausti að koma úr sveitinni og fólk að flytja til bæjarins. Samkv. skýrslum frá skólunum, nýfengn- um, eru skólabörn á aldrinum 7— 14 ára samtals 4715, og er það um 270 börnum fleira en síðastliðið skólaár. Skipting í skólana er þannig: Austurbæjarskólinn 1815 börn Landakotsskólinn 208 börn Lauganesskóiinn 746 börn Miðbæjarskólinn 1£25 börn Skildinganesskólinn 205 börn Skóli ísaks Jónss. 143 börn Æfingadeildir Kenn- araskólans .......... 78 börn Lauganes- skóUnn — Kennarar og börn jraman við HVERS VEGNA FÆKKAll skólann. ' NEMENDUM KENNARA- SKÓLANS? Flestir skólar á landi hér eru nú troðfullir og sumir hafa orðið að vísa mörgum umsækjendum frá. — Einn skóli er undantekning: Kenn- araskóli íslands. Þar eru nemendur svo fáir, að til vandræða horfir. Um 50 nemendur eru í Kennara- skólanum í vetur. Stundum áður hafa þeir verið á annað hundrað, og svo er talið, að til þess að full- nægja kennaraþörf landsmanna, mættu nemendur Kennaraskólans trauðla vera færri árlega en 70. Þetta mál er enn ískyggilegra fyr- ir þá sök, að nú sem stendur vant- ar rúmlega 70 kennaramenntaða menn í kennarastöður. Orsökin til þessa hvors tveggja er nærtæk: — Laun kenuara eru svo hraksmán- arlega lítil, að menn fást ekki til að takast starfið á hendur og verja fyrst mörgum árum til námsins. Hér þarf skjótra umbóta við, ef ekki á illt af að hljótast fyrir æsku og menningu þjóðarinnar. HVERS EIGA BARNASKÓL- ARNIR AÐ GJALDA? | Stefán Jónsson kennari sendir mér grein um ríkisútgáfu náms- bóka, sem hér fer á eftir. Er for- ráðamönnum útgáfunnar um leið gefinn kostur á að skýra málið frá sinni hlið. Grein Stefáns er þannig: Síðan ríkisútgáfa námsbóka var sett á laggirnar, hefur, svo kunnugt er, hver sá, sem börn á á skóla- skyldualdri, greitt til útgáfuunar námsbókagjald. Gjald þetta cr sjö krónur á ári og gegn því veitir út- gáfan hverju skólabarni námsbæk- ur þær, sem notaðar eru við kennslu í barnskólum. Eins og all- ir munu sjá, sparast aðstandemlum barnanna ekki svo Jítið fé með þessum hætti, og ekki livað sízt þeim, er mörg börn eiga í skóíá. — En þeir greiða hið sama sjökrónu- gjald og hinir, sem ef til vill eiga aðeins eitt. — Með þvi verði, sem nú er á bókum á frjálsum markaði, er hætt við að sjö krónur næðu æði skammt til kaupa á námsbók- um handa skólabarni, hvað þá ef um fleiri börn væri að ræða. En auk þess, sem nú er sagt, hefur þetta fyrirkomulag þann höfuð- kost, að með því lauk þeirri leiðin- legu sögu, sem oft endurtókst, að einn kennarinn vildi kenna þessa bók, annar liina, í sörnu námsgrein. Slíkt er auðvitað mjög eðlilegt og sjálfsagt. En yrðu kennaraskipti í bekk eða börn færð milli bekkja urðu börnin að endurnýja næstum allan bókakost sinn. Slíkt voru aukin útgjöld og hæpinn tcngiliður milli heimila og skóla Ég hef vitanlega lítið umboð til að tala fyrir annarra munn, en ég hygg þó, að velflestir barnakenn- arar hafi fagnað því, er Ríkisút- gáfa námsbóka tók til starfa. Fagnað því vegna þess, að hún gat orðið mikil framför frá því, sem áður var. Hún varð einnig framför. Hinu er þó ekki að neitn, að margt hefur miður telcisit en skyldi. Oft höfum við kennarar verið útgáfunni gramir, cr við á haustin áttum að hefja kennslu í skólunum, en er til kom, vantaði námsbækur í mörgum fögum. Þær voru engar til. En útgáfan átti sínar afsakanir. Það eiga allir afsaknir í þessu ó- venjulega „ástandi", sem nú er Okkur var sagt, að prentsmiðjan, sem prentar bækurnar hefði ckki annað meiru, pappírsskortur hefði tafið útkomu bókanna, upplögin hcfðu þrotið fyrr en búizt var við, vegna þess að skólarnir þuvftu miklu meiri eintakafjölda en lik- indi þóttu til. Við kennarar höfum skilið erfiðleika útgáfunnar, tekið á þolinmæðinni og samþykkc af ! sakanirnar. Ein er þó sú ráðstömn útgáfunnar, seni óskiljanleg virðist með öllu. Skal riú ao því vikið. Ríkisútgáfan hefur látið skóla- börnum í té bók, sem Lestrarbók nefnist. Bókin er gefin út í sex flokkum og eru þrjú hefti í hverj- um flokki. Þau fyrirmæli hafa fylgt bók þessari frá útgáfunni, að til þess væri ætlazt, að fyrsta flokkinn fengju skólabörnin átta ára og síð- an einn flokk á ári upp frá því til þrcttán ára. Fyrsta skólaárið, sjö ára, skyldu þau ekki hafa bókina. Við þetta ákvæði virðist útgáfan einnig hafa miðað upplög sín af bókinni og afhending hennar í barnaskólana hefur og miðazt við það. — Undantekningar hefur þó mátt veita með þá sjö ára bekki, sem fluglæsir gætu talizt, og hefur mátt afhenda þeim fyrsta flokk, þann flokkinn, sem átta ára börn- um er ætlaður. • Við þessu væri auðvitað ekki nema allt got.t að segja, ef ekki kæmi annað til. Það hefur sern sé komið á daginn, að þeir, sem reka einka-skóla fyrir óskólaskyld bórn, — fjögra—fimm og sex ára — nota þessa sömu bók við Icstrarkennslu sína. Ég. sem þetta rita, kenni í vetur sjö ára bekk. Börnin í þeim bekk eru yfirleitt orðin mjög vel læs eft- ir því sem gerist um börn á þcim aldri. Nokkur þessara barna hala undanfarna vetur verið í smá- barnaskóla — einkaskóla. Oll þau, sem svo er ástatt um, hafa lesið þar fyrsta flokk Lestrarbókar og elcki aðeins fyrsta flokk, heldur einnig, sum þeirra, annan og þriðja finkk. Þess má einnig finna dæmi, að börn úr einkaskólunum • hafi haft sem lestrarbók, innan við skólaskyldu aldur, íslandssögu og dýrafræði. — Þegar nú þessi börn koma í barna- skólana fá þau þar þessar sömu bækur á ný, er þau hafa aldur til. Fyrir þeim eru þetta þá ekki nýj- ar bækur, heldur gamlar. Börnun- um sjálfum og eins aðstandendum þeirra þykir sem kennslan gangi aftur á bak. En hvorttveggja er, að barnaskólarnir hafa engar aðrar bækur, og þó einkum hitt, að mikill meirihluti barna í bekkjunum hef- ur ekki verið í einkaskólum og þess vegna ekki lesið bækumar. — Við þann hlutann í hverjum bekk hlýt- ur kennslan að miðast. Nú er það svo, að engar þær bæk ur, sem Ríkisútgáfan gefur út, eru seldar í bókaverzlunum. Þeir kenn- arar, sem einkaskólana halda, hljóta því að fá bækurnar hjá út- gáfunni sjálfri, enda mun það svo. Það virðist þó harla einkennileg ráðstöfun að ætla sjö ára bekkjum barnaskólanna engar aðrar lestrar- bækur en Gagn og gaman, Litiu gulu hœnuna og Ungann litia, en láta aftur á móti einkaskólana hafa flokka Lestrarbókar ásamt ís- landssögu og dýrafræði, fyrir fimm og sex ára börn. Manni verður á að spyrja: Hvað á þetta að þýða? Hvers eiga barna- skólarnir að gjalda? Ég hef orðið var við mikla óá- nægju meðal foreldra í garð barna- skólanna vegna þess, sem að fram- an er lýst, og óteljandi fyrirspurnir fáum við kennarar um það, hvern- ig á þvi standi, að skólinn lætur átta ára barni ekki aðra lestrarbók í té en þá, sem það les sex ára í einkaskóla. Ef þessi stutta grein mín gæti, að einhverju leyti, svar- að þeim fyrirspurnum, er nokkuð fengið, en þó ekki allt. Þcir einir, sem eiga börn á skóla- skyldu aldri, greiða námsbókagjald. Fyrir fimm og scx ára börn er ekk- ert slíkt gjald greitt, þvi er það augljóst mál, að opinberir barna- skólar eiga einir rétt á námsbók- um Ríkisútgáfunnar. — Þann rétt eiga þeir ekki að láta taka af sér, nema annað komi í staðinn en ó- réttur einn. Ileykjavík, 12. nóv. 1943. FRÆÐSLA UM KYNFERÐIS- MÁL Kynferðismálin eru án efa ein viðkvæmustu og mestu vandamál æskunnar, hafa ef til vill verið það á öllum tímum, en alveg sérstak- lega eru þau það nú á dögum. Séu dregnar ályktanir frá þeirri al- mennu þögn, sem um þessi mál ríkir hér á landi, mætti ætla, að fullorðna fólkið teldi sér þessi vandamál æskunnar óviðkomandi. Svo mun þó ekki vera. Málið er með afbrigðum vandasamt. En þeg ar þess er gætt, hve mikið er í húfi fyrir framtíðarheill barna okkar og þjóðarinnar, þá getur vandinn alls ekki verið hinum fullorðnu nægileg afsökun til afskiptaleysis. Ég er sannfærður um, að umræður um málið gætu orðið til mikils gagns. Vil ég því skora á þá, sem eitthvað hafa um það að segja, að senda mér athugasemdir sínar. Að þessu sinni varpa ég fram þessum spurn- I ingum: Á fræðsla um kynferðismál að fara fram á heimilunum eða í skólunum, eða hvort tvcggja? — Hverjir eiga að hafa þessa fræðslu með höndum, móðir? faðir? kenn- j ari? hjúkrunarkona? læknir? — Á | hvaða aídri á fræðslan að hefjast? I UNGLINGADEILDIR RAUÐA KROSSINS Unglingadeildir Rauða Krossins voru fyrst stofnaðar hér á landi árið 1939. Síðan hafa þær breiðst allmikið út og starfið orðið vin- I sælt meðal barna og kennara. Þyk- ir því hlýða að gera í nokkrum al- mennum dráttum grein fyrir þess- j ari skólastarfsemi. j Ungliðastarf Rauða Krossins hófst samtímis í Kanada og Ástra- líu árið 1914. En 1. janúar 1939 voru starfandi í ungliðadeildum R. K. víðs vegar um heim nálega 25 milljónir barna og unglinga. Megingrundvöllurinn, sem ung- liðastarf R. K. hvílir á, er hugsjón hjálpsemi og friðar. í framkvæmd er lögð áherzla á þrjú höfuðatriði: 1. Að vcrnda heilsu sína og ann- arra. 2. Að efla fórnfýsi og fórnarlund. 3. Að efla vináttu og bræðralag meðal barna í ýmsum löndum. Heilsuverndin er fyrst og fremst fólgin í því, að læra að lialda al- mennar heilbrigðis- og hreinlætis- reglur, t. d. að fara í bað og skipta nærfötum reglulega, bursta tenn- ur, þvo andlit og hendur, hreinsa neglur, hafa gát á sjón og augum, nota vasaklút, varast að hrækja á gólf, götu cða leikvelli, sofa fyrir opnum glugga o. s. frv. Þetta og þvi um líkt er að vísu ekki annað en kennt er í heilsufræðitímum í hverjum barnaskóla. En munurinn er einkum fólginn í viðhorfi barn- anna. I Rauðakrossdeildunum eru þessar reglur ekki aðeins kenndar, heldur leitazt við að láta hvert einasta barn framkvæma þær. Og börnin líta eftir því sjálf að svo sé. Þau iðka heilbrigðisreglurnar sem leik, keppast hvert við annað, og þó einkum um að gera sjálf betur og betur. Annar mikilsvcrður þáttur í heilsuverndarstarfi ungliðanna er sá, að vinna að endurbótum á hrein lætis- og heilnæmisskilyrðum um- hverfisins, t. d. bada skilyrði til útileikja með því að búa til leik- völl við skólann, að koma á end- Framhald á 8. síðu. Stefán Jónsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.