Þjóðviljinn - 03.12.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.12.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. desember 1943. Húsnæðishugleiðingar Myndarleg hátíðahöld Hátíðahöldin á fullveldisdaginn fóru fram með hinum mesta myndar skap, og báru þess vott að þjóðin er þess vitandi, að hún er við loka- takmarkið í sjálfstæðisbaráttunni, með samhug og hrifningu mun hún stiga síðasta sporið, og vonandi endist sú hrifning hennar til dáða, á komandi árum. Leiðinlegt atvik I þessu samUandi verður ekki komist hjá að minnast á leiðinlegt atvik, sem gerðist í sambandi við hátíðahöldin. Stúdentar hugðust að efna til skemmtunar’í Tjarnarbíó. Þeimhug- kvæmdist að fá Árna Pálsson til að flytja erindi á skem'mtuninni. Ekki verður annað sagt en að seinheppi- lega væri valið, þegar þess er gætt, að Árni er í þeim fámenna hópi, sem ekki getur aðhyllst þá leið, sem farin verður í sjálfstæðismálinu, og ljóst mátti vera að hann mundi ræða skilnaðarmálið, við þetta tæki færi og þá auðvitað frá sínuj sjónar miði. En stúdentamir um það, þeir höfðu valið Árna, og var þá ekki annarra að skipta sér af því. En stjóm Tjarnarbíós virðist hafa litið öðrum augum á málið, hún vildi hindra að Árni flytti ræðu um sjálf- stæðismálið, á. þessari stundu og 'á þessum stað. Og svo fór að Árni flutti ræðuna ekki. Þetta er vægast sagt óheppileg framkóma, hjá for- ráðamönnum Tjarnarbíós, og mátti vænta af þeim meiri víðsýni en 'fram kemur í þessu atviki. Sjálfsagt kemur Árni erindi sínu því er hann ætlaði að flytja í Tjarn arbíó á framfæri á einn eða annan hátt og fer vel á því, enda væri illa komið vorum málum, ef sú regla yrði hér ráðandi sem Árni Pálsson, og núverandi málgagn hans, Alþýðu blaðið, vildi beita og beitt var gegn Sósíalistum hérna á árunum, að vama þeim máls, með öllum mögu- legum ráðum, og allra verst fer á að þeir eigi fulltrúa fcnan Háskólans, sem á að vera musteri frelsisins. Blað eymdarinnar Alþýðublaðið hefur gert þetta mál Árna Pálssonar að umræðuefni,- og hneykslast mjög, fyrir hans hönd, og að mörgu leyti réttilega. „Ofbeldið við hið frjálsa orð vekur fyrirlitn- ingu“ segir blaðið. Þarna getur það talað af reynslu og reynslan er ó- lygnust. Þetta blað eymdarinnar, hefur, sem kunnugt er, barist fyrir því, og það all fast, að banna starf- semi stjórnmálaflokks, banna 'áð gefa út blöð, sem túlkuðu skoðanir hans, banna að halda fundi, þar sem rök hans væm flutt, já, meira að segja, það hefur barist fyrir því að leiðtogar þessa flokks væru fang- elsaðir. Þessi barátta Alþýðublaðs- ins er sú hatrammasta, sem háð hefur verið á íslandi gegn hinu „frjálsa orði“, gegn frelsinu í öllum þeim myndum, sem stjómarskráin heitir því vernd, og það hefur upp- skorið almennari fyrirlitningu en dæníi eru til. Þetta blað eymdarinn- ar mælir því af sárri reynslu, er það segir: „ofbeldi gegn hinu frjálsa “orði vekur fyrirlitningu.“ En það vill engar frásagnir um „menningarhlutverkið" Alþýðublaðið Kefur sem kunnugt er haldið því fram, að „menningar- hlutverk“ nazismans væri að út- rýma kommúnismanum í Rússlandi. Hitler er á sama máli. Nýlega sagði brezka útvarpið frá einum þætti úr þessu hlutverki, og íslenzka útvarp- íð skýrði frá eftir heimildum þess. Þessi þáttur var í því fólginn að myrða 70 þús. Gyðihga í Kiev. Þég- ar frá þessum þætti „menningar- hlutverksins" var sagt, gat Alþýðu- blaðið ekki orða bundizt. „Slíkar hroðafregnir eru varla til frásagnar hér“, sagði blaðið. Það var hneyksl- að, ekki á hryðjuverkunum, heldur á því, að frá þeim skyldi skýrt. Stækkun Þjóðviljans Bæjarpósturinn birtir hér kafla úr bréfi frá reykvískum verkamanni þar sem hann lætur ánægju sína í ljósi yfir stækkun Þjóðviljans og ræðir um þann boðskap, sem blaðið hefur að flytja. Síðan mun verða rætt við hann um önnur atriði, sem fyrir koma i bréf- inu, en ekki er tækifæri til að ræða að þessu sinni. Herra ritstjóri. Eg er montinn af Þjóðviljanum síðan hann stækkaði; hann var allt of lítill fyrir stefnuna, sem hann túlkar. Raunar er ég bam í sósíal- isma, en mér skilst áð hann sé fræðilegar reglur um samskipti manna og þjóða, reglur, sem hafa staðizt dóm reynslunnar, þar sem þaér hafa verið í gildi. Eg er ekki svo hrifinn af gamla skipulaginu, sem hefur hrint mannkyninu út í þessa styrjöld, að ég megi ekki hugsa til að vera án þess. En hvað sem þessu líður, þá er ekki nema sjálfsagt að reyna sósí- alismann til þess er hann. Og engu höfum við að tapa nema vesaldómn um, hvorki fátækir né ríkir. Eg vil að þjóðin geri sósíalismann að ríkjandi skipulagi hér, svo að menn viti hvemig þeir eiga sér að hegða. Og ef hann er byggður á vísindum, hvern fjandann erum við þá að bögglast fyrir. Er það ekki skylda okkar að taka því fagn andi, sem ræður bót á öngþveiti samfélagsmálanna; hafa það heldur sem sannara reynist, ekki sízt, ef, það grundvallast á hæsta gróðri mannlegs anda: vísindunum? Kjarkur og þolgæði Það hefur lengi verið talað um kjarkinn og þolgæðið, sem íslenzk þjóð hefur sýnt á liðnum öldum, og það er satt, þjóðin hefur haft kjark til að þola ranglætið, en síð- ur til að rísa gegn því. Þann kjark hafa ekki nema fáir menn haft til að bera. Okkur hefur nýlega bætzt tákn um þolgæði þjóðarinnar, þar sem er Jón Hreggviðsson Við megum vera upp með okkur af þeim karli, þar sem hann situr með Helvítið sjóðandi í kringum sig og kveður Pontusrímur eldri; þó hann aldrei nema hafi drepið kóngsins böðul. En slik hefur íslenzk þjóð verið. En nú er kominn' timi til að rísa gegn ranglætinu, hvar og hvernig sem það birtist. Það kvað vera far- ið að bóla á atvinnuleysi í Hafnar- firði. Eg skora á Þjóðviljann að safna saman öllum unnendum þjóð arinnar til að flæma þá bölvuðu vofu út í hafsauga. Virðingarfyllst. Bjólfur. Hreinlætið í bænum Það er oft talað um það, sem betur mætti fara í þrifnaðarmálum höfuðstaðarins og það er ekki nema eðlilegt að oft sé um þau mál rætt í blöðunum. Fátt ætti að vera Reyk víkingum meira metnaðarmál, en að gætt sé ýtrasta hreinlætis hvar sem matur er meðhöndlaður, hvort sem það er á opinberum matsölu- stöðum eða í matvöruverzlunum. Út frá því menningarstigi, sem Fyrir nokkru var all mikið skrifað um byggingu smáhúsa, sem menn gætu að mestu kom- ið upp sjálfir. Mér þótti þessi skrif all athyglisverð, enda samrýfndust þau mjög mínum bollaleggingum um lausn minna húsnæðisvandræða. Það virðist all fjarstæðukennd hugsun efna lítils láglaunamanns að gera sér vonir um að geta eignast þak yfir höfuðið, eins og allt var 1 pottinn búið hér hjá okkur. en heilabrot húsnæðislausra, um þessi efni, ættu að koma fram og tillögur þeirra verður að taka til athugunar. Mér er sagt að fyrstu tillögur um byggingu smáhúsahverfa, séu komnar frá Magnúsi V. Jóhannessyni og ber vissulega að þakka honum slíka ágætis hugmynd. Eg geri ekki ráð fyrir að honum sé um að kenna þó flest smáhúsin í Kleppsholtinu hafi verið byggð af húsabrösk- urum, einvörðungu með það fyr ir augum að græða á þeim. Þó tilgangurinn með úthlutun lóða þar hafi verið góður, þá hefur hér farið vsem víða, að fullnæg- ing þarfa efnalítilla húsnæðis- leysingja hefur orðið að víkja fyrir gróðafíkn peningamanna; lítið tillit tekið til þarfa manna fyrir lóðir og ekkert eftirlit haft með úthlutun efnis til bygginga Þetta er ekkert einsdæmi því svipaða sögu er að segja um aðfar nýbyggingar hér. Húsin ganga svo kaupum og sölum en allir verða að græða á sölunni. Hver verður svo „Svarti Pétur“ í þessum leik? Því er auðsvarað. Það verður sá eða þeir, sem höfuðstaðarbúa eru á, er líklegt að þjóðin í heild verði dæmd sem menningarþjóð eða skrælingjar. Svo er líka önnur hlið þessa máls og það er sú, er snýr að okkur sjálfum. Það eru nú liðnir þeir tímar þegar margir átu úr sama dalli, kannski allt heimilisfólkið, og þvoðu sér úr sama vatninu. En er nú loku fyrir það skotið, að ekki sé víða pottur brotinn í þessu efni ennþá, þó í öðrum myndum sé? Og er þá ekki heilsu okkar oft stefnt í tvísýnu, fyrir sleifarlag, er kippa mætti í lag. Ýmsar matarteg undir eru sérstaklega vandmeðfarn ar og krefjast þess, að hreinlega sé með þær farið. Gildir það ekki sízt þegar farsóttir ganga í bæn- um. Þrifnaður í bjauðbúðum Bæjarpóstinum hefur borizt eftir- farandi bréf um þetta efni, og vill beina þeirri fyrirspum, er fram kem ur í lok bréfsins, til réttra hlutað- eigenda: Ungum og gömlum er ráðlagt að þvo sér um hendur áður en þeir matast, sérstaklega er þetta talið áríðandi þegar farsóttir ganga, til þess að forðast smitun Eg kem off í bakarí og sælgætis- búðir, og hefur mér fundizt undar- legt, og ekki sízt nú í inflúensunni, að sjá afgreiðslufólkið taka um- búðalaust sælgætið með berum höndum og láta það á afgreiðslu- borðið eða í bréfpoka, sama er að segja um brauð og kökur, að und- anteknum rjómakökum, sem oftast eru teknar með spaða. Eg þekki að- eins eina sælgætisbúð, þar sem hreinlætis er gætt í þessu efni Getur ekki heilbrigðiseítirlitið lagfært þetta? eigendur teljast að húsinu, þeg ar verðfallið kemur. Mér finnst vel þess vert, að byggingu slíkra smáhúsahverfa sé gaumur gefinn, og væri æski legt að sem flestir létu í ljós skoðanir sínar og uppástungur um þetta. Vænti líka að Þjóð- viljinn sé fús til að ljá mönn- um rúm fyrir smágreinar, sem fjalla um þetta efni. í okkar þjóðfélagsfyrirkomu- lagi er aðeins eitt sem getur út- rýmt atvinnuleysinu, og það er stríð. Sú lýsing á skipulagi flestra þjóða er ófögur, en sönn. „Blessað“ stríðið hefur nú gert það að verkum, að hér á okkar landi hefur atvinnuleysi ekki þekk-zt undanfarin stríðsár. Ein ungis vegna þess arna hefur ýmsum, jafnvel láglaunamönn- um, tekizt að afla tekna um fram brýnustu þarfir og sumir sparað saman dálitlar fjárhæð- ir. Draumurinn um að eignast þak yfir höfuðið, hefur og hvatt menn til að leggja fyrir ein- hverjar krónur. Þeir menn hafa neitað sér um kaup á ýmsu ó- nauðsynlegu og jafnvel gagn- legu líka. Nú hafa sumir þegar neyðst til að kasta þessu sparífé sínu í húsabraskarana og keypt sig inn í dýrar íbúðir. Aðtir eiga þessa aura enn og drauminn um eigin íbúð. Vel kann svo að fara, að á næstunni fari at- vinna minnkandi. Væri þá ekki æskilegt og sjálfsagt, að bæj- arfélagið eða það opinbera greiddi svo fyrir þessum mönn- um, að þeir gætu lagt nokkuð af vinnu sinni fram til bygg- ingu' húsa yfir sig. Hið opin- bera vill kannski ekki ljá þessu eyra, vill ef til vill ekki viðurkenna rétt þessa fólks til þess að fá að lifa menningar- lífi, metur kannski einskis við- leitni þess til sparnaðar af lít- illi getu, í stað.þess að semja sig að siðum „fína fólksins“ og eyða verðmætum í óhófi. Börn þessara manna eiga líka að erfa landið, byggja bað og njóta gæða þess. Þau mega ekki gjalda þess um ókomin ár, að feður þeirra fóru á mis við stríðsgróðann árin 1940—,44. Nú vil ég lesandi góður, fá þig með mér inn í tvær íbúðir hér í höfuðstaðnum. Við skul- um taka húsaleigunefndina með okkur, því hún hefur aðgang að öllum íbúðum hér í bæ, einnig þeim, sem standa auðar og eru í eigum húsabraskaranna. Fyrst förum við í húsið nr. 2 við X_ götu. Húsið er ein hæð með kjallara, sem er að mestu ofanjarðar. Þetta er fallegt hús. Birtan frá götuljósinu brotnar í silfurberginu, sem látið hefur verið í múrhúðunina utan, á- samt hrafntinnu. Sá, sem sér þetta hús efast ekki um tækni og smekkvísi íslenzkra bygg- ingarmanna. Við förum fyrst inn á neðri hæðina. Þar er rúm góður gangur, stórt þvottaher- bergi, þurrkherbergi, geymslu herbergi, en auk þess eru þar tvö önnur, fullstandsett, en alveg auð. Nú förum við upp á efri hæð. Við innganginn er gangur og þar fyrir innann ann ar gangur, sem raunar er frek- ar stór stofa. Fyrir utan eldhús og baðherbergi eru á þessari hæð ‘sex herbergi. Öll hugsan- leg þægindi eru þarna. í hús- inu búa hjón með tvö börn. Við erum hér að skoða húsin, en ekki húsgögnin, og slepnum því lýsingu þeirra. Lítum á leik herbergi barnanna og svo svefn herbergi þeirra. Við hljótum að taka eftir fallegri fjögra ára stúlku, sem sefur vært í rúm- inu sínu. Svipurinn ber vott um vellíðan. En fyrir ofan rúm ið hennar er mynd af Maríu með Jesú-barnið og jötunni, sem Kristur var lagður í — sjálfur frelsari mannkynsins. Við kveðjum þetta hamingju- sama heimili, sem við í okkar andlegu stemningu trúum að Guð hafi velþóknun á, höldum síðan sem leið liggur til „Camp Prolitarian“ við Sólvallagöru. Það er komin nótt og því ekki gott að átta sig á stíl þessarar byggingar, en hann er líka frek ar nýr, barst hingað til lands um 1940. Það líkist mest torf- bæ einum gömlum, er ég sá eitt sinn norður í Skagafirði, en var þá kominn að falli. Strax mátti þó sjá, að húsið var ekki gert úr torfi, heldur bárujárni, en mold og sandur, sem mokað hafði verið upp að veggjurn byggingarinnar, villtu manni sýn. Þótt fjölskyldan sé í fasta svefni — hjón og fimm börn á ýmsum aldri — förum við inn án þess að guða á gluggann. Herbergjaskipun er hér ekki margbrotin, einn óvistlegur salur. sem óþarft er að lýsa nánar, en öll þægindin eru, einn kolaofn á miðju gólfi. En í þess ari íbúð var líka fjögra ára stúlka, sem svaf í rúminu hjá henni mömmu sinni. En nú vaknaði hún við það, að stór rotta stökk yfir rúmið her.nar. „Mamma! sjáðu kis-kis“, kall- aði hún. í fallega húsinu bjó heildsal- inn en verkamaðurir.n bjó í „bragganum“. Hann hafði u:m- ið við byggingu beggja þessara ólíku húsa. Húsaleigunefnd, framfærslunefnd, bæj arstj órnin og ýmis máttarvöld, höfðu bjargað þessari fjölskyldu frá því að vera á götunni og leitt hana inn i þessa paradís. Ann- ars vilja sumir halda því fram, að barátta og fórnir stétcarbræðr anna austur í Rússlandi hafí gert það að .verkum, að þetta hús, ásamt mörgum öðrum sömu gerðar, séu að verða ó- nauðsynleg til upphaflega til- ætlaðra nota. Slíkt mun þó tor- skilið fyrir marga. í upphafi stríðsins heyrði maður mikið rætt og ritað um það, að nú yrði jafnt að ganga yfir alla, og sumir þeirra er svo fagur- lega mæltu, voru ekki álitnir neinir ómerkingar. Eg hef því verið að vona, að við getum all ir eignazt íbúðir þegar búið er að skipta upp öllum stríðsgróð anum. Á.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.