Þjóðviljinn - 03.12.1943, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.12.1943, Blaðsíða 7
Föstudagur 3. desember 1943. 7 BJÖRKIN 1 LÍF'SHÆTTU Það var laus sandur á árbakkanum, þar sem björkin stóð. Næsta ár voraði seint, En seinast gerðu sunnan- vindurinn og sólin samtök og bræddu allan snjóinn úr hlíðinni. Þau bræddu líka ísinn af ánni, og þá hljóp í hana mikill vöxtur. ísjakarnir komu siglandi hrönn- um saman undan straumnum. Þetta þótti björkinni tilkomumiiil sjón. Endur og grágæsir komu fljúgandi og settust á ána. Það komu svöluhjón og settust á björkina. „Sæl og blessuð og þakka þér fyrir síðast, “sögðu þau. „Verið þið velkomin. Hvað er að frétta að sunnan?“ „Allt bærilegt. Við erum samt hrygg, því að við misstum eitt barnið okkar. Höggormur beit það.“ „Ég samhryggist,“ sagði björkin. „En þið eruð nú samt furðuhress í bragði.“ „Já, hvernig er hægt annað en vera glaður núna, í öðru eins veðri. Svo er það ekki alveg víst að við höf- um átt þennan svöluunga. Þetta er allt hvað öðru líkt. Og það er tilgangslaust að syrgja. — Þú ert búin að fá þér sumarkjól.“ „Já, og ég hafði hann grænan. Grænt fer mér lang bezt. En tízkan breytist með haustinu. Ég býst við, að gult verði tízka í haust. Það heyrðist brak og brestir. „Forðið þið ykkur, góðu hjón,“ sagði björkin. „Sjálf þori ég ekki að hreyfa mig.“ Svöluhjónin flugu niður á árbakkann. „Það er sandskriða,“ kölluðu þau. I sama bili hrapaði stórt skarð í árbakkann, og svölu- hjónin brugðu fyrir sig vængjunum í ofboði. „Það er mjög hætt við að áiri stýflist og flæði upp á bakkann til þín,“ sögðu þau við björkina. „Eruð þið gengin af vitinu? Hvað á ég að gera? Rétt þegar hún sleppti orðinu, hrapaði enn stærðar skriða úr bakkanum. Einhverjum getur þótt fróð- legt að heyra hve gömul ýmis mannanöfn eru í málinu. Sam- kvæmt landshagskýrslunum bættust 102 ný mannanöfn við á árunum 1855—1870. Þar á meðal voru þessi nýstárlegu karlmannaheiti:' Abner, Díome- des, Garibaldi, Hernít, Sigur- líni, Sigurrín, Trjámann, Vítalis. Þessi kvennaheiti bættust og við: Andrésa, Alphá, Baldína, Benedikta, Bergsveinína, Bryn- jólfína, Ebbertsína, Eirikka, Eugenía, Frímannína, Gíslalína, Gratína, Guðbrandína, Herse- lía, Híramína, Ingfinna, Kla- sína, Mattiana, Rósalía, Sep- tína, Össurína, Óvína, Skuld- frí. ★ Sögukennari nokkur var nem endum sínum mjög hjálplegur við próf og tæpti oft á því, sem hann ætlaðist til að þeir segðu. Einhverju sinni var harm að yfirheyra nemanda í sögu Dan- merkur og spurði: ÞETTV „Hvenær dó Valdemar Att- erdag?“ „Árið 1366“ svaraði nemand- inn. „En ekki —“ hvíslaði kenn- arinn. „En ekki 1367,“ svaraði nemandinn stundarhátt. „Asninn þinn, hvíslaði kenn- arinn.“ Þú áttir að segja: En ekki á sóttarsæng, “því að hann féll í ófriði“. ★ Maður ér nefndur Guðlaug- ur. Hann var uppi á öldinni sem leið. Guðlaugur orti vísu- helming, sem er svona: „Norðankaldur úti er. nú er hann kominn á norðan—“ ★ Það var konu Guðlaugs að þakka, að vísan gleymdist ekki, því að hún sagði: „Allt verður skáldunum að orði.“ Og það varð mönnum minnisstætt. Er það síðan haft að máltæki þar í sveit. ÞJÖÐVIL JINN ___ > Ll oa ROAR +C SAGAEFTIR NORSKU SKÁLDKONUNA NINI ROLL ANKER. ÞaS komu fljúgandi minn- ingar frá þeim árum þegar hún logaði og brann af óró, og beið eftir bréfum frá Ró- ari í kvíða og tilhlökkun. Hún haföi þá gert sér mynd ai honum. Á þeirri mynd var hann maðurinn, sem var bundinn í báöa skó í smáborg aralegri stööu en beiö eftir tækifæri til aö rétta úr sér. Nótt eina, þegar þau komu heim frá slíku samkvæmi. vissi hún ekki fyrr en þaö var sagt: „Ég hélt einu sinni, að þig langaði burt héðan, Róar“, sagði hún. Hann horföi undrandi á hana. „Þú getur reitt þig á, mig langaði burt. Ég var al- veg brjálaður“. „En nú?“ „Nú ert þú hjá mér og nú hef ég starf mitt“. „Þú kannt vel viö þig meö þessu fólki“. Hann hugsaði sig um og sagði síöan, eins og hann hafði sagt einu sinni áður. „Þetta er ágætis fólk“. Þegar hann sá, að henni þótti miður, hélt hann áfram: „Þú skilur það, að maður, sem er við þreytandi vinnu allan daginn, hefur gott af því að gleyma sér dálitla stund við létt- ara hjal. Svona félagsskapur er á við svefnmeðal“. „En Ró&r. Þú hefur ekki hugs að þér að setjast að hér‘. „Nei, það ætla ég mér ekki“, sagði hann seinlega eins og hann væri að svipast um eftir gleymdri útþrá einhversstaðar í leynum hugans. „En fyrst verð ég að ljúka verki mínu — og fá heiðurslaunin. Þar næst töl- um við um þetta — að flytja“. Það fór hrollur um hana. Ef hann fengi nú ekki heiðurs- launin. „Eg fer með þig héðan, hvern ig sem allt fer“, sagði hún -áköf. „Fannst þér veturinn svona erfiður?“ sagði hann og horfði á hana rannsóknaraugum. „Nei, það er ekkert að mér“. — En veturinn hafði verið erfiður. Hún hafði engan sigur unnið, nema þann, að bera á hyggjur sínar þannig, að Ró ar grunaði ekkert. Því að hinn sigurinn, sem hún stefndi að, var ekki á næstu grösum. Hún hafði tapað Sverre. Hún fann það strax, eftir að Per og Annik voru farin. Reyndar vissi hún það áður. Einu sinni að kvöldlagi hafði hún komið inn til Sverre til að bjóða góða nótt, því að hún hélt að hann væri einn. Hún hafði saknað þess svo um jólin, að mega ekki sitja svolitla stund á rúmstokknum hjá honum. Hann hafði verið vanur að biðja hana að vera svolítið — svolít- ið lengur, þó að hann væri al- veg að sofna. En nú var hann ekki einn. Per sat þar og var að skrifa. Hún gekk samt til Sverre og Rlappaði honum á kollinn. En þá gretti hann sig og sneri sér til veggjar. Henni fannst eins og hún hefði verið slegin í and litið. Eftir það var hún varkár. Hún reyndi þó, hvað eftir ann- að, ósköp varlega, að hæna drenginn að sér aftur. Það var árangurslaust. Hann gekk snúð- ugt gegnum eldhúsið, ef hún var þar ein. Hann leit aldrei framan í hana og nú spurði hann pabba sinn eða Ingrid að öllu, sem hann langaði til að vita. Og það var Ingrid, sem hann bað að stoppa í vetling- ana sína núorðið. Sverre fékk bréf frá Per í hverri viku. Það var greinilegt, að hann var und- ir ströngu eftirliti. Hún saknaði vináttu drengsins meir en hún hafði gert sér hugmynd um. í apríllok veiktist Sverre og fékk háan hita. Hún hjúkraði honum í f jóra daga. Hann var ó- stilltur og vildi engan þýðast, nema Elí. „Elí“, kallaði hann.' „Eg vil að Elí geri það“. Hann grét oft út af engu. Þá sat Elí hjá honum og huggaði hann. Róar mældi hitann og tók á slagæðinni. Hann var áhyggju- fullur í bragði. „Farðu ekki frá mér“, sagði drengurinn. „Eg verð að fara, en Elí verð- ur hjá þér“, sagði pabbi hans. Þá lokaði hann augunum og brosti. „Honum þykir vænt um þig“, hvíslaði Róar. Þá roðnaði hún. Fimmtu nóttina vakti hún yf- ir honum. Þá var það komið í ljös að hann hafði lungnabólgu. Daginn eftir óx hitinn og and- ardrátturinn varð stuttur og óreglubundinn. Um kvöldið bað Róar Elí að tala við sig. Ingrid átti að sitja hjá sjúklingnum á meðan. Róari var erfitt um mál. Hann gekk fram og aftur um gólfið. Loks sagði, hann, að drengnum væri áreiðanlega að Versna. „Já, honum er . að versna“, sagði Elí. „Væri ekki rétt að senda skeyti til Osló, Elí?“ „Á hún þá að koma hingað?“ . „Við höfum ekki leyfi til að neita henni um það, ef hún vill það sjálf“. < Anna Liegaard kom daginn, sem þau bjuggust við að veik- indi drengsins næðu hámarki. Elí sá það út um eldhúsglugg- ann, að Ingrid gekk með henni heim að húsinu. Anna var há- vaxin, holdug kona og hafði dökkt net yfir andlitinu. Hún bar litla körfu 1 hendinni. Elí flýtti sér í kápu og hljóp niður stigann og út bakdyra- megin. Hún ætlaði að fá að gista hjá Prysersfjölskyldunni um nóttina. Þangað hraðaði hún sér upp brattan stíginn. Hún hafði böggul undir hendinni. Það var náttkjóllinn hennar. Á morgun ætlaði Róar að hringja til henn ar. Elí þurfti ekki að flýta sér. Það var enn langt til kvölds. Hún gekk framhjá sjúkrahús- inu og upp í ásinn, ætlaði að ganga úti svolitla stund, en það urðu margar klukkustund- ir. Vorið hafði komið seint og það var kuldastormur, hvergi hægt að sitja til lengdar. Þess- vegna gekk hún og gekk, þröng- ar skógargötur alveg inn í skóg- arþykknið, þangað sem skógur- in var þéttastur og jörð enn frosin í skugga trjáhna. Stund- um gekk hún upp á hæðir og hóla, þar sem stormurinn skók greinar furutrjánna. Nú sátu þau líklega öll þrjú við rúm Sverres. Nú voru þær líklega að borða, Ingrid og móðir hennar. Nú hafði Anna Liegaard ef til vill hallað sér útaf á legubekk- inn og horfði í kringum sig í stofunni, horfði á einn hlut eft- ir annan, húsgögnin hennar — saumaborð, dragkistu, spegil — Elí varð erfitt um andardrátt. Nú varð heimili hennar aldrei framar sjálfu sér líkt. Stórvax- in, dökklædd kona mundi reika^ þangað í huganum. Húsgögmn mundu hvísla: Hún hefur séð okkur, snert sokkur. — — Eða byrgði frú Anna andlitið í koddanum og grét — — hún móðirin. Elí mundi eftir sögu, sem Ró- ar hafði sagt henni: Það var einu sinni eyðimerkurfari á ferð með úlfalda. Hann hafði með sér húð af nýbornum kálfi úlfalda- móðurinnar. í hvert skipti sem hún stansaði og leit við í áttina heim án þess að láta sér bregða við svipuhögg húsbóndans. Þá tók eyðimerkurfarinn kálfshúð- ina og lét hana þefa af henni. Þá fyrst fékkst úlfaldamóðirin til að halda áfram ----* Elí sneri heimleiðis í rökkr- inu. Iiún gekk framhjá húsi Prysers læknis en hélt áfram heim til sín í staðinn. Hún laum aðist upp stigann, inn í herbergi sitt og læsti. Hún skalf af kulda og var blaut í fætur. Það var hljótt í húsinu. Hún afklæddi sig og vafði utan um sig ábreið- unni af legubekknum. Þannig lá hún andvaka til morguns. Um morguninn heyrði hún að Róar kom inn í svefnþerbergið hinumegin við þilið. Hún barði varlega 1 þilið. Loksins heyrði hann og kom. „Elí!“ Hann var fölur af næt- urvökum og órakaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.