Þjóðviljinn - 18.12.1943, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.12.1943, Blaðsíða 7
7 jL-augaraagur xo. utsc 2r 1943. HEST AS VEINNINN (Lauslega þýtt). „Er ráðgjafinn líka góður maður?“ spurði Pétur. „Nei, því er nú miður. Hann bara rífst og nöldrar allan daginn og reykir pípu síua. Hann reykir of sterkt tóbak. Þessvegna er hann svona geðillur. Það vill enginn vinna hjá geðillum mönnum, og við erum vanir að svíkjast um. Það gerir þú sjálfsagt líka, ef þú verður hér lengi.“ „Ég fer til ráðgjafans,“ sagði Pétur. Háðgjafinn sat á rúmi sínu, reykti langa pípu og reifst við alla, sem í kringum hann voru. Pétri þótti hann ekki árennilegur. Hann varð feginn að fá nýjan hestasvein. Þeim varð ekki svo mikið að verki, hestamönnunum. Pétur hirti hestana og honum gekk það vel- Hann var alltaf í góðu skapi. Meira að segja Fælni-Rauður varð spakur hjá honum. Pétur hafði enn ekki séð kónginn, en hann langaði mikið til þess. Einu sinni laumaðist hann inn í hallar- garðinn. Það var um það leyti, sem kóngur var vanur að koma út og viðra sig á daginn. Pétur settist undir tré í garðinum. Loksins kom kóngurinn, en hann kom ekki einn, það var lítil stúlka með honum. Hún hafði gullspöng um ennið. Þetta hlaut að vera kóngsdótturin. Pétur hafði samt ekki heyrt getið um neina kóngsdóttur í höllinni. Hún var ljómandi falleg, en hún var ósköp veikluleg, rétt eins og hún væri hrædd við allt. Kóngurinn var dæmalaust góðmannlegur, en það var eins og hestamennirnir höfðu sagt: það sópaði ekki mikið að honum. Hann labbaði þunglamalega niðUr að tjörninni og fór að fleygja brauðmolum til fiskanna. 7Útí Qg ÞETTA Konan: Eg skil ekkert í þér, aö þúa þetta ræfilmenni. Hann heldur þá aö þér þyki upphefð í aö þekkja hann. Maöurinn: Hvað átti ég aö gera? Þegar ég þéraöi hann, hélt hann aö það væri virö- ingarmerki. ★ Frúin: Eruö þér ekki alltaf að byggja ný hús? Húsameistarinn: Eg byggi aldxei annaö en ný hús. ★ Strákur: Þú ert svo mikill asni, aö þú getur ekki lagt saman 2 og 2. Annar strákur: Jú, þaö eru 4. Og ef ég bæti þér við, verða það 40. "k Leigjandinn: Mig langar til að hafa útvarpstækið mitt hérna. Eg get aö minnsta kosti hlustaö á stuttbylgju- stöðvar, þó að herbergið sé litið. ★ Hann: Hvernig á ég aö fá yöur til aö segj,a já? Hún: Reynið þér til dæmis, aö spyrja mig hvort mér leiö- ÍSt. r \ < ★ Viöskiptavinurinn: Hvort haldiö þér, aö peysan hlaupi eöa víkki viö þvott? Búöarmaöurinn: Hvort haldiö þér að hún sé of stór eöa of lítil? Viöskiptavinurinn: Of stór. Búöarmaðurinn: Þá held ég að hún hlaupi. ★ Eigandinn: Drengur, ertu áð stela frá mér epli? Drengurinn: Nei. Eg sá þaö detta og ætlaöi að hengja þaö upp í tréð aftur. ★ Drengurinn: Hvers vegna eru þessir menn /aö hlaupa? Móöirin: Sá, sem veröur fljótastur fær gullpening., Drengurinn: Til hvers i hlaupa þá hinir? ***** Eli fór í kápu í forstofunni. Það var kominn stormur. Það var hálmur og visin trjálauf á foki- Hún gekk út með firðin- um út úr bænum. Brátt var hún komin framhjá síðasta götuljós- inu. Hún sá aðeins himinn og haf og visnar laufkrónur trjánna, sem stormurinn hristi og skók. Eli nam staðar. Stormurinn kom nú beint á móti , henni og reif í kápuna hennar- Hana langaði til að leggjast út af — hvíla sig. Hún gekk alla leið niður í. fjöruna — varlega. Hún fann hlé. Þar lagðist hún niður, hlust aði á brimið og gaf hugsunum sínum lausan tauminn. „Skyldi það nú vera gengið til hvíldar á skipinu? Skyldi Róar vera einn uppi á þilfari og ganga um gólf. — Og annað kvöld. Þá átti hann að stíga á skip og — koma aftur. — Einhverntíma seinna verð- ur brúðkaups Pers. Og einhvern tíma giftir Annik sig. Margir slæmir dagar voru enn ókomn- ir. Hún rétti upp hægri hend- ina. Stormurinn smeygði sér inn undir ermina og upp handlegg- inn. Hún lá lengi hrevfingarlaus og horfði á brimið. Háar öldur risu og gnæfðu í stærilæti sínu yfir hinar og buðu þeim byrg- inn. Svo lækkuðu þær, brotn- uðu og lögðust alveg útaf. „Litli“, hvíslaði hún. „Nú verði^r þú að hugga mig, Litli“. Eftir mörg, mörg ár, þá gat allt erfitt og leiðinlegt gleymzt. Og ef til vill yrði hún orðin nákomin börnum Róars. Litli og hún — allt sama fjölskyldan. Stormurinn bar hana heim- Það var svo hvasSt, að hún hall- aði sér stundum aftur á bak í veðrið, og þá var eins og hún hvíldi í ósýnilegum faðmi. Þegar hún var komin heim á torgið, leit hún upp í gluggana. Auðvitað var dimmt inni. Ilún hafði sjálf slökkt á lampanum. Það var ekki ástæða til að verða klökk út af því. Hún sem hafði einmitt verið að læra af storminum og hafinu. Þaö var bréf í póstkassan- um á huröinni Hún opnaöi hann meö lykli. Þaö voru fá- ein orö frá frú Pryser, gömlu konunni. Elí las það við vegg lampann í ganginum. Frú Pryser haföi hringt til hennar, en enginn haföi svar- aö. „ — — En ég gat heldur ekki búizt viö því, aö þér sæt- uö alein heima, kæra frú Lie- gaard. Nú sendi ég yöur þess- ar línur. Okkur hjónin langar til aö þér komið á morgun og boröiö miödegisverö hjá okkur, af því að þaö er heið- ursdagur Ingridar litlu. Viö veröum aö drekka skál ungu hjónanna — •— “. Tárin runnu niður vanga Elíar. Svona var þaö erfitt aö vera fátækur. — — Róar Liegaard beiö þess ekki aö skipið færi kvöld iö eftir brúðkaupið. Harin náöi í bíl og fór beina leiö heim. Þaö var hvasst og dimmt. Hann sá landslagiö ó- glöggt gegnum myrkrið — skógur — sléttlendi — klett- óttar hæöir. Hann greindi það 1 svip um leið og bíllinn þaut fram hjá. Heim til Elíar! Hugurinn bar hann hálfa leiö. Hann hraðaði sér upp dyraþrepin, gegnum stofurnar. Hún svaf. Hann hafði hugsað um heimferðina hverja stund sfö- an hann lagöi af staö. Því lengra sem skipiö bar hann burt frá henni, því meir ásak- aði hann sig fyrir að hann skyldi hafa fariö. Hún varö ein eftir, þegar hann dvaldi hjá fjölskyldu sinni — ef fjöi- skyldu skyldi kalla. Við veizluborðiö hafði hann horft á þau öll, eitt eftir annað, en mundi ekki eftir neinu nema Elí. Jafnvel þegar hann leit á Per, mundi hann ekki eftir öðru en því, að þessi kaldlyndi, þrjózki drengur hafði dvalið hjá þeim öll jólin en ekki fengizt til að þúa beztu kon- una á guðs grænni jörö! Aldrei, aldrei ætlaöi hann aö fara frá Elí framar. Aldr^i ætlaöi hann að þjá sjálfan sig meö annari eins heimþrá og hann hafði fundiö til þessa daga. Tíminn leið. Hami sat í aft- ursætinu og hallaði sér aftur á bak í hornið. Harin var giað vakandi. Heim! Börnunum haföi hann gleymt. Hvaö Ing- rid snerti var hún nú komin í „trygga höfn“. Hin áttu sjálf sagt eftir að stíga sama spor- ið einn góðan veðurdag — ef til vill ekki nákvæmlega eins og hann hefði viljaö — en hvaö um það! Hringurinn sprakk! Róar og bílstjórinn flýttu sér út. Bílstjórinn fór aö leita aö verkfærum. „Viö höldum bara áfram og látum þaö eiga sig“, sagöi Róar. „Eg borga. Það er ekki langt heim“. „Ekki langt! Tuttugu kíló- metrar.“ Bílstjórinn hló. „Þaö yrði yður dýrt“. „Hvað dýrt?“ Bílstjórinn svaraöi honum, en hélt áfram verki sínu á meðan: „Fyrst er það nú hjólið. Ef það eyðileggst alveg 'er þaö þrjú hundruð króna skaði. Þar að aukí gæti bíll- inn sjálfur skemmst- og jafn- vel eyöiiagzt alveg. Þaó yröi of dýrt gaman“, Róar stóö úrræöalaus í nátt myrkrinu á miðjum þjóöveg- inum. Nú hefði veriö gott aÖ vera ríkur. Allt í einu fleygöi hann sér úr yfirhöfninni og • fór aö hjálpa bílstjóranum. Hami gekk svo rösklega til verks, aö bilstjórinn varö að biöja hann aö iara gætilega aö öllu, það borgaði sig bezt — Þeir voru svo sem ekki að flýja undan dauðanum. — — Elí svaf ekki. Hún heyröi bíl ekiö heim að hús- inu. Hún heyrði fótatak í for • stofunni. Þá fór hún á fætur. Hún mætti honum í stofunni. Oft hafði hann komið heim og tekiö hana í faöm sér, en aldrei eins og nú. Hún sagöi tkki neitt. Hann bar hana í rúmið, vaföi sænginni utan um hana og settis't á rúm- stokkinn hjá henni. SíÖan smcygði hann sér úr jakkan- um. Hún horföi á jriann, þar sem hann sat. snöggkæddur í hvítri skyrtu. Loksins sagði hún: „Hvar er Sverre?“ „Hann kemur með hinum“. „En hvers vegna erj, þú kominn svona snemma?“ „Ekki nógu snemma. Eg hef aidrei fariö svona langa íerö“. „xVLisheppnaöist þaö allt?“ „Misheppnaöist. Brúðkaup- iö. Nei, það var ágætt. ÞaÖ var bara ég, sem ekki var í veizluskapi. Mig langaöi heim. Nú fer ég ekki frá þér aftur. Aldrei framar!“ Hún tók báöum höndum um höfuð hans. „Elí, hefur þú ekki saknaö mín líka?“ Hún hristi höfuðiö: „Eg ætla aö venja mig við þaö“. „Eg heföi ekki átt aö fara frá þér“. „Róar, manstu eftir því þeg ar við vorum í París og Annik fótbrotnaði?“ „Eg man 'ekki neitt nema Þig“- „Það getur þú ekki“, sagði hún og brosti ofurlítið. „Þú átt eftir aö reyna þaö“. „Eg vil ekki reyna þaö. Mig langar ekki til þess nú oröið. Þegar þú ert hjá mér hugs- arðu um börnin. Og þegar þú ert hjá þeim saknarðu mín. Þapnig veröur þaö alltaf. Þetta er lögmál lífsins og þaö þýðir ekki aö deila viö þaö. En lífiö er gott samt. Við eig- um aö elska það. Það sagöi frú Helvig“. Hann varö rólegur. Meöan hann afklæddi sig, sagði hann henni frá ferðalaginu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.