Þjóðviljinn - 19.12.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.12.1943, Blaðsíða 2
þjöð'viljiní; Sunnudagur 19. desember 1943 ,HGH SKEDDH ALDHEI NEITT' Rignmgardignr á engjum Regniö lemur litla rúðu, og einn og einn áleitinn dropi smýgur inn um gisinn glugga. Unga kaupakonan teygir fram æskugranna handleggi og umlar upp úr svefninum. Han'a dreymir. Hún svífur í fallegri flugvél yfir bláhvítan jökul. En skyndilega fatast vélinni flugið og stúlkan hrapar ofan í naglfast rúm, sem hún deilir með annari kaupakonu, í elliblakkri bað- stofu undir súð. Ráðskonan stendur við rúmið með rjúk- andi kaffi. „Mál aö vakna stúlkur mínar“, segir hún. Þetta er inndæl kona, sem vekur fólk með heitu kaffi og hlýjum róm, enda hefur allt verkafólkið matarást á henni. „Sama illviörið?“ segir unga stúlkan spyrjandi. „Já, hann rignir enn“. „Oj bara“, segir stúlkan, hún er úr Reykjavík. „Slagveðurs rign ing í hálfan mánuö samfleytt. *Mér finnst það mætti nú fara að stytta upp“. „Þetta batn- ar ekki héðan af fyrr en um höfuðdag“, segir gömul kona. sem situr á rúmi sínu og rær fram í gráðið, hún er vinnu- kona á bænum. „Kerlinga- bækur“, fussar unga stúlkan „Eins og þurrkurinn komi nokkuð frekar þann dag en aðra. Eg gæti bara bezt trú- að því að þaö yrði þurrkur á sunnadaginn, því þá á ung- mennafélagsballið að vera“. „Viltu ekki í - nefið rýjan mín?“ segir sú gamla og hrist ir tóbaksglasið. „Þakka þér íyrir gamla mín, ekki veitir af að hressa sálina i svona veðri“; segir stúlkan. Hún treður "áinum korr.u n 1 nef ið, en nnerrar svo ós<unlcga, að tárin streyma niður kinn- arnar. Hin kaupakonan, sem hefur klætt sig þegjandi, skellihlær, en- unga stúlkan hleypur með tárin í augunum út á hlað. „Svona finnst mér grátlegt að þurfa aö fara á engjar í þessu veðri“, segir hún hlæjandi viö piltana um leið og hún þerrar augun. Á áttunda tímanum leggur engjafólkið labbandi af staö. Húsbóndinn, 2 vinnumenn, gamla konan og yngri kaupa- konan, hin á að vera heima og þvo þvott. — Það er stór- rigning og talsverður storm ur. Gamla konan gengur við hlið ungu stúlkunnar. „Hvað hefur þú annars mikið kaup hérna?“ spyr stúlkan. „200 krónur“. „Ha. 200 krónur yf- ir sumarið?“ „Nei, 200 yfir árið“. „200 yfir árið, ertu aö segja satt?“ „Alveg dagsatt“. „Og ég sem er óvön og réði Gamli bærinn. vinna hefst. Karlmennirnir slá en kvenfólkið rakar. Engj- arnar eru votar, en samt er heyið þurrkað á þeim. Það er rakaö í smá flekki á þurr- ustu blettina. „Eg veit ekki hvar á að flekkja í þessum fúaflóa“, kallar stúlkan. „All- ir flekkirnir, sem ég rakaði 1 gær eru komnir á flot“. „Það eftír VALBORGU BENTS mig fyrir minnsta kaup, fæ 20 kr. á viku. Hvernig feröu að lifa á þessu?“ „3g eyði nú ekki svo miklu. Tóbakskorn í nefið er eini munaöurinn, sem ég veiti mér“. „En þú rakar alveg eins mikið og við hinar og stendur úti 1 öllu veðri al- veg eins og við. Mér finnst þetta óréttlátt“. „Óréttiáit eða ekki. Bændurnir hafa ekki efni á aö greiöa annaö eins kaup og þiö fáið við sjó- I inn“. Það er röskur hálfrar stund ar gangur á engjarnar. Klukk an er langt gengin í 8 þegar „Businesshátíð“ Sumum hefur þótt sem Hitler hafi lengst gengið í helgispjöllunum, er hann lét snúa jólasálmunum upp ó sig, með þeim einfalda hætti, að setja sitt eigið „blessaða nafn“ í stað nafns Jesú frá Nasaret. Ekki er þessu tiltæki bót mælandi, en mest hlýtur þó hin broslega hlið þess að vega í hugum allra þeirra sem eitthvað eiga af hinni dýrmætu kýmnigáfu. , En eru það ekki fleiri en Hitler, sem láta yrkja upp sálmana? Það var um hádegisbilið hérna á dögun- um. Eg var í ágætu skapi, gömlu jólaminningunum skaut upp í hug- ann, og ósjálfrátt fór ég að raula fyrir munni mér, raunar ekki jóla- sálm, heldur upprisusálminn „Sig- urhátíð sæl og blíð, Ijómar nú og gleði gefur“. En í þeim svifum gargaði útvarpið sinn dagaóð um féflettingatilraunir kaupsýslumann- anna. Þessi óður heitir auglýsingar. Eg gat ekki að því gert, að ég var fyrr en varði farinn að tauta: „Businesshátíð sæl og blíð, ljómar nú og gróða gefur.“ í raun og veru finnst mér að þessir tímar kaup- sýslumennskunnar, sem vér nú lif- um á, séu búnir að snúa öllum jólasólmunum og jólaboðskap upp í þrugl um ,,business“ — gróða — gróða. Það eru fleiri skáld en Hitler. A. B. C. Orðsending „Frjálslyndur" er beðinn að tala við ritstjórn Þjóðviljans einhvern næstu daga. sígur úr þessu aftur“, segir gamla konan og tekur í nef- iö. Ljáin er snögg og rignd, svo það er erfitt að raka. Þær keppast við raksturinn en miðar litið. „Hvað ætli klukk- an sé, gamla mín!“ segir stúlkan. „Það hlýtur að koma matur bráðum“. Gamla kon- an dregur úr upp úr pilsvas- anum. „Hún er á tíunda tím anum“. „Og þarna kemur gamli maöurinn. Ó, hvað ég er fegin, ég er dauðsvöng. En það er lítið gaman að éta undir beru lofti í sudda rign- ingu“. Gamall maður kemur ríðandi á svörtum hesti, yfir mýrina. Hann reiðir matarílát fyrir framan sig. Þaö er uppstytta. Engja- fólkiö sezt í skjóli við barð og tekur til matar síns. Matur- inn er skyr, mjólk, brauö, smjör, kæfa og rúllupylsa. I Kjarngóður matur, en kaldur. j „Andskotans vitleysa er að ; vera við heyskap í ' svona veðri“, segir stúlkan. „Standa í lemjandi rigningu við að slá haugblautar saggarnýrar, sem eru svo snöggar aö þegar ljá- in rignir þyrfti stggkkunargler til að sjá hana, þegar á aö fara að raka. Svo erum við krókloppin og köld viö vinn- una og heyjum ekki fyrir ein- um lambkettling yfir daginn, allur þessi hópur. Þaö hlýtur að mega hafa þetta einhvern- veginn • öðruvísi“. „Hvernig viltu þá hafa það, góða?“ spyr eldri vinnumaðurinn. „Eg vil ekki standa úti í slag- viðri“. „Það er engin lausn“. „Veit ég vel, en ég er enginn búfræðingur, en mér finnst fara allt of mikil orka í að nurla saman þessum stráum. Eg get varla ímyndaö mér að svona vinnubrögð borgi sig“. „Við verðum að heyja meöan sumarið endist þó að tíðin bregðist“, segii' húsbóndinn. „Og eitthvað veróur að vera laust til að þurrka þegar veör ið batnar. Það yrði ansi lítið ketið handa ykkur við sjóinn ,ef við heyjuöum ekki handa skjátunum“. „Af hverju læt- uröu gömlu konuna standa úti eins og okkur þegar hún fær ekki meira kaup yfir allt árið, en við fáum fyrir tímann sem við erum í kaupavinnu“. „Og eklci held ég að ég mennti að liggja inni í bæ um há bjarg ræöistímann“, segir sú gamla. „Búskapurinn ber ekki það kaupgjald, sem borgaö er viö sjó“, segir bóndinn. „Sjáðu nú til, stúlka sem fer í sild herur tvisvar eða þrisvar sinnum það sem við fáum kaupakon- urnar, en svo fáum við alltaf helmingi hærra kaup en vinnukonur í sveit. Þú sérö, að svona getur það ekki hald- ið áfram. Annað hvort flykkj- ast allar stúlkur úr sveitinni, eða það verður að reka bú- skapinn á allt öörum grund- velli“. „Hvernig viltu þá hafa búskapinn stúlka mín?“ seg- ir bóndinn og brosir við. „Eg þarf aö hugsa málið“, segir stúlkan, „ég skal segja þér það um miödaginn, sem mér dettur í hug í rigningunni“. „Fjárans veður er þetta“, segir eldri vinnumaðurinn og stekkur«á fætur. „Eg er hreint að drepast úr kulda, ég sit ekki klukkutíma í svona veöri“. Stórir regndropar falla á diskana, uppstyttan er bú- in. „Skyr er gott, en kalt er að boröa þaö í rigningu, segir stúlkan og stekkur á fætur. „Það er líklega meiri sæmd að drepast úr kulda við hríf- una en skyrdiskinn. Gef mér í nefið gamla mín“. Gamla konan brosið og réttir glasið. Stúlkan lætur sér nægja að lykta úr stútnum. Raksturinn heldur áfram og rigningin líka. Droparnir seytla niður á regnkápu stúlkunnar og hún veröur gcrtidrepa á hnjánum. Um hádegisbiliö kemur gamli maðurinn með volgt kaffi á flöskum. Fólkið sýpur það standandi, því finnst ekki ómaksins vert aö setjast, því rigningin er öllu meiri þessa stundina. Vinnan heldur áfram. „Hefur þú aldrei komið til Reykjavíkur ?“ spyr stúlkan gömlu konuna. „Eg, nei, ég hef nú ekki gerzt svo víðreist um dagana. Eg hef verið á 4 bæjum hérna í sveitinni allt mitt líf“. „Hvaö ertu gömul?“ „56 ef ég lifi um veturnæturnaf“. „Og hefur aldrei fariö út fyrir sveítina?“ „Nei, og á það líklega ekki eftir í þessu lífi“. „Langar þig ekki að fara eitthvað?‘c „Nei„ ónei, ekki héöan af. j Meöan ég var ung hefði ég | þegið aö fara eitthvað, en þá | var ekki til siös að fátækar stúlkur færu annaö en í vist í sinni sveit“. Unga stúlkan andvarpar og heldur þegjandi. áfram að vinna. Um nónbilið sést enn til feröa gamla mannsins. Hann fer nokkuö geyst og beint af augum. Allt í einu snarstopp- ar klárinn og stendur fastur upp undir kvið. „Nei, hver skollinn“, hrópar yngri vinnu maðurinn. „Er ekki karlinn búinn aö hleypa í“. „Mýrarn- ar eru allar fúnar núna eftir rigningarnar. Þú ættir að hjálpa honum“, segir bónd- inn. Pilturinn hleypur af stað en gamli maðurinn hefur þá dregið hestinn upp úr og kemur labbandi meö matar- ílátin í hendinni. Fólkiö sezt aö snæöingi undir sama barðiö. Rigningin suddar á saltfiskinn. ;,Nú er ég búin aö skipuleggja fyrir þig búskapinn bóndi góður“, segir stúlkan hlæjandi og skrælir kartöflu meö krók- loppnum höndunum. „Jæja, hvernig viltu þá hafa þaö?“ spyr bóndi kíminn. „Eg vil láta ræsa fram mýrarnar, rækta allt landið og vinna svo með vélum, þá yrði sí breiða á öllu og afraksturinn mikill en vinnan lítil. Þá þyi’fti langtum minna land og' minni vinnukraft“. „Nú, ef ég ynni allt með vélurq, Framh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.