Þjóðviljinn - 29.12.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.12.1943, Blaðsíða 2
2 Miðvikudgur 29. desember 1943. fJes.si greinarslúfur, er fer hér á eftir, er síðari hluti bréfs, sem birt var í Bæjar- póstinum fyrir nokkrum dijgiim, en varð að bíða þá vegna rúmleysis í blaðinu. Höf. er að ræða við kunningja sinn, sem var nýkominn úr „dýra ríkinu" og var áberandi gildvaxinn. Biðsalur dauðans Ætlaði annars þessi nýsköpun að verða endalaus, hugsáði ég, og meinti á íslenzkri tungu, og einnig.að betra væri fyrir' Magh- ús að vera vel á verði þegar til hans kasta kærni með störu orðabókina. Það getur nú orðið nógu bölvuð biðin í biðsal dauðans, sagði því næst kunninginn hálf raunamæddur. Það hefur nú kostað mig í allt og alll tvo daga samtals að ná í þessar, sérðu, og benti á magann, en hvað um það, þetta er nú nauðsynlegur þjóðdrykkur, og auk þess sem ríkið færi beint á hausinn og þar af leiðandi allur sveitabúskapur í meir en kalda kol ef þessi verzlun stæði ekki með slíkum blóma og hún gjörir. Þetta sá Jakob á sínum tíma, þó iemplar væri, og állir þeir herrar sem í stjórn hafa setið núna í seinni tíð. Það getur að vísu átt sér stað að stöku maður verði um of gráðugur í ,,dauðann“, en þá er sá hinn sami óðar sendur á Kumbara- vog og afvatnaður í liasti. En í biðsa! dauðans kallast sá shiður, þar sem hinn landfrægi „dauði“ er afgreiddur og þar er vissulega oft margt um manninn og allt afgreitt eftir röð og reglu alveg eins og maður væri að fara til altaris, og ])arna fljúga um „þeir rauðu“ í hundruðum og þúsunda tali og verðá að milljónum. Því segi ég það, gamli kunningi, hér á þessu landi lifurti við ekki sem neinir þræjar, lieldur sem frjálsir inenn í frjálsu landi, og með þessi síðustu orð á vörum liélt kunn- inginn áfram niður götuna með tilheyrandi, en ég tók 'að hugleiða nokkrar setningar úr blaðagrein, sem ég var nýbúinn að lesa, eftir mesta siðabótamanninn sem við eigum í okkar þjóðfélagi, en þær voru eitthvað á ]>essa leið: „Er betra að vera viljalaus þraVIl eitur- nautna, en búa við frelsisskerðingu?“ — Fiestir, sem temja sér nautn hinna sterkari eiturlyfja, verða þrælar þeirra, þeir géta helzt ekki hætt slíkum nautnum þó líf og beilsa liggi við; slíkt er sannarlega að vera þræH“. P. Heita vatnið og kjallar- amir Sífelll berasl Þjóðviljanum kvartanir um að kalt sé I kjöllurum, l>ar sem hita- veitan er komin. og ]>að þó gott lag hafi verið á hita |>ar, ineðan miðstöð var kynt. Kjallarabúarnir hiðja um skýringu og leið- beiningar, ef Jiægt sé að gefa einhverjar leiðbeiningar, sem til úrbóta mættu verða. Auðvitað getur Þjóðviljinn ekki gefið nein- ar skýringar á þessu fyrirbæri, að gefa slíkar skýringar er ekki á unnara færi en sérfróðra manna á þessu sviði, og þá fyrsl og fremst verkfræöinga hitaveitunnar. Þjóðviljinn beinir því, enn á ný. þeiin til- mælum til þeirra, að láta blaðinu í té skýringar og leiðbeiningar fyrir þá kjall- araíbúa, sem silja í kulda eftir að hita- veituu kom til þeirra. Hitaveitan er svo stórt og nýstárlegt fyrirtæki, að eðlilegt er að ýmsar misfellur komi í Ijós, þegar hún er tekin í notkun, en öllum er fyrir lieztu, að frá þeim sé skýrt, gefnar á þeim þær skýringar, sem fyrir hemli kunna að vera, og notendum jafnframt gefnar leiðbeining- ar um hvernig dregið verði úr eða afstýrt þeim iiþægindum, sem af misfellunum leiða. Kælið þið höfuðið betur Þið hafið, kæru vinir við Alþýðublaðið, farið að ráðura Þjóðviljans og lagt blaut- an klút á höfuðið, hérna á dögunum, þegar þið fenguð kastið, út af því að Alþýðu- flokkurinn skyldi ekki fá nema einum manni fleira í fastíir nefndir, sem kosnar voru í þinglok, en honum bar, samkvæmt styrkleika hans á þingi. Þið liafið ekki minnst á þetta mál síðan, þið eruð farnir að hugsa rólega um það, og sættið ykkur við að hlýta dómnum sem þjóðin kvað upp yfir ykkur, en þar var meðal annars svo ákveðið, að flokkurinn skyldi engan fulltrúa eiga í þriggja og fimmmanha nefnd- um, sem kosnar eru á þingi. • En þið þurfið að kæla hofuðið betur, þið fáið ennþá köst, svona við og við, einkum er ykkur bætt ef þið nefnið ílússa eða Rússland, það er næstum eins og það sé nóg, ef eitthvað minnir ykkur á þelta Iand og j)ær þjóðir, sem það bvggja. Ef þið hugsið ykkur um, þá munið þið, að þið hafið skammast alveg óskaplega út af því, að Rússar væru nieð áróður meðal framandi þjóða, og ekki hafið þið vaiidað þeim kveðjurnar, sein þið hafið talið að greiddu þessum áróðri þeirra braut, hér á landi éða annars staðar. Þið munið þetta, pilkir góðir, ef þið Iiugsið ykkur umJ j En núna rétt fyrir jólin var allt í einu komið ánnað hljóð í strokkinn ykkar. Þá skrifið þið leiðara í blaðið ykkar, þar sem> Iiarðlega var veitzt að Rússum fyrir að þeir væru búnir að gefa alla alþjóðahyggju upp á bátinn og liugsuðu nú aðeins um j hið rússneska stqíveldi. I Kæru vinir, leggið þið np aftur blauta I kliita á ykkar blessuð eimi, og reynið að liugsa skýrt, það er svo leiðinlegt fyrir ykkur, að láta j)að sjást, að j>ið skammið Rússa íyrir alþjóðáhyggju annan daginn, en skort á alþjóðahvggju hinii daginn. Leynivopn lögreglunnar? I félagsblaðinu Dagsbrún var nýlega vak- in athygli á því, að lögieglan liefði í smíð- um hjá Agli Vilhjálmssyni bifreið af ó- venjulegri gerð, enda færi smíði hennar fram með leynd. Var bifreið þessi talin á stærð við strætisvagn og útbúin með dæl- um og vatnsgeymum. Nú myndi margur spyrja, hver væri til- gangur lögreglunnar með þessum dæluút- búnaði á bifreiðinni. Svarið við þeirri spurningu getur ekki verið á marga vegu, heldur það eitt, að nota eigi bifreiðina í vinnudéilum. Borgararnir eru hrelldir með spádómum um bylt- ingu Okkur verkamönnum er það vel kunnugt, að uppi hafa verið háværar kröfur frá hendi afturhaldsins um að efla lögregluna sem mest og búa Iiana sem fullkomnustum vopnum og tækjum. Samtímis er reynt að sanria réttmæti {)eirra ráðstafana með því að telja fólki trú um að hér sé ný Sturl- ungaöld í vændum, eða j>egar skemmra cr leitíið: „9. nóvember í stækkaðri mynd“. Hemaðarleyndarmáí? Nýlega fanust lögreglustjóra tímabært að gera almenningi kunnugl hvað vígbúnaði lögreglunnar liði, og upplýsa hvað hún hefði í fórum sínum af skammbyssum, vél- byssum og gasbombum. Reynt var að sann- færa menn um að vopnum þessum yrði beitt gegn drukknum mönnum, sér í Jagi erlendum skipstjórum(!) (sennilega einkum vélbyssunum og gasinu!!). Ekki var getið um vatnsbifreiðina í sam- bandi við vopnabúnaðinn og bendir ]iað til þess að hér sé uni hernaðarleyndarmál að ræða, sem Dagsbrúnarblaðið hefur verið svo ónsergætið að ljöstra upp. Framsýnir menn liafa getið sér þess, til, að tankbif- reið þessi yrði reynd hér á götuuum i gamlárskvöld. Reynist sá spádómur réttur skal öllum ráðlagt að hafast sem roest i’ið innanhúss það kvöld, í það minnsti komu ekki út fyrir dyr öðru visi en í sjókUeöum. Mun það þó varl hrökkva til, að vernda menn gegn skakkalollum, því telja rná víst, að dælurnar séu það kröftugar að hraustustu, mönnum sé ekki sla'tt í ná- munda við þær. Hver átti hugmyndina? Það er ekki að vænta annars, en verk- lýðsböðlar fagni Iiverju nýju vopni sem lögreglunni áskotnast, þeir hafa aldrei farið dult með, að þeir aitluðu að beita lögregí- unni gegn verkamönnum í vitiimd»áluni. þ j C j v' j : -i 1» Undirbúningur að skipasmíðym ng kaupum Ejtirjarandi bréj til atvinnu- málaráðherra, hejur Þjóðviljanúm verið sent aj millijringanejnd í sjávarútvegsmálum: „Þar eð vér teljum víst, að rík- isstjórnin noti heimild þá, er henni var gefin á fjárlögum fyrir Jí)44, til að verja 5 milljónum króna úr framkvæmdasjóði til skipabygg- inga, eftir reglum, er Alþingi setur, vildum vér leyfa oss að Ieiða at- hygii hiris háa ráðuneytis að eftir- farandi atriðum. Vér teljum nauðsynlegt að mi þegar verði hafist handa Um undir- búning þessara framkvæmda. Teij- um vér oss skylt, samkvæmt fyrir- mælum í þingsályktun, er vér störf- um eftir, að semja uppkast að regl- um fyrir ián- eða styrkveitingar, er vér muniim hafa tilbúnar tíman- lega á næsta Alþingi. Hinsvegar væri æskilégt, að rík- isstjórnin héldi áfram athiigunum um skipabyggingar í Svíþjóð eðai Ameríku, eða á báðum stöðum og gerði jafnframt ráðstafanir til þess að kunnáttumenn geri nú þegar „standard“ uppdrætti að fiskiskip-'* um af eftirfarandi stærðum: 15 rúmiesta 20 ----- 30 ---- 45 — 75 ---- 100 ------ Þá telur nefndin ástæðu til ]>ess að taka það fram, að nauðsynlcgt verður að binda styrk og Ián því skilyrði, að uppdrættir og tilboð verði samþykkt af þeirri stofnun, sem Alþingi felur slíkt eftirlit, eða skipin beinlínis keypt af slíkri stofnun. Með því eina móti virðist nefndinni unnt að tryggja hag- kvæm innkaup og heppilegar skipa stærðir. Þetta telur nefudin rétt að taka fram nú þegar, vegna þess, að hún telur hættu á, að menn fari nú að gera ráðstafanir, sem reynzt gætu óhagkvæmar, í von um að fá síðar lán eða styrk“. Handbók sveita- stjórnarmálum Von er bráðum á nýrri hand bók í sveitarstjórnar- og íram- færslumálum, eftir Jónas Guð- mundsson. Mun henni verða skipt í eftir farandi aðalkafla: 1. Sveitarstjórn og sveitar- stjórnarkosningar. 2. Fjármál sveitarfélaga. 4. Framfærzlumál og trygg- ingar. 5. Fyrirtæki sveitarfélaga og samgöngumál. Handbók í þessum málum hefur engin verið til áður. Bygging vatnsbifreiðarinnar er ekkerl annað en framkvæmd á gamalli lillögu Jónasar frá Hriflu um byggingu samskonar bifreiðar. Gamli maðurinn var þá okkerl að fara í felur með hver tilgangurinn vær>, hann sagði að það ætti að nota haua til að „kiela" verkamenn. Ólafur Jónsson níræður Á annan jóladag 1853 fæddist að Króki á Rauðasandi Olafur Jónsson, fyrrum bóndi þar og odd- viti. en sem dvelur nú á Hvalskeri við Patreksfjörð, hjá tengdadóttur sinni, ekkjunni A7alborgu, dóttur Péturs Jónssonar á Stökkum. Foreldrai' Olafs voru hjónin Jón Ólafsson og Guðbjörg Magliúsdótt- ir, sem um langt skeið bjuggri að Sjöunduá á Rauðásandi, og þar dvaldi Ólafur sín æskuár, unz hann kvæntist Guðbjörgu, dóttur J. Thoroddsen á Látrum, og þar bjuggu þau blómlegu búi, en Ólafur missti hana þar frá 4 ungum börn- um þeirra. Brá Ólafur þá búi og kom börnum sínum í dvöl á góð- um heimilum. Þessi eru böru þeirra hjóna: Sigurjón Á. Ólafsson alþingism., Reykjavík. Óiafía húsfrú í Stakkahlíð í Loð- mundarfirði. Sigríður S. Ólafsdóttir liúsfrú, Reykjavík. Stefán Ólafsson á Hvalskeri, sem dó 2. maí 1!)42. ()1I hörn Ólafs eru vel gefin og góðir þegnar þjóðfélags vors. Eftir að Ólafur hætti búskap, átti hann lengi heimili hjá systur sinni, Guðrúnu á Vatneyri. Mér verður lengi minnisstætt þegar Ólafur kom þangað, því hann vann á ýmsurn stöðum í sveitinni. Afcð komu Ólafs í húsið, var sem yfir okkur strákana fæíðist annar og alvarlegri blær, og meiri ánægja. Þar var kominn liinn reyndi maður bg alvarlegi, sem við bártim virð- irigu fyrii'. Ólafur var lengi fram eftir ævi hinn glaðværasti maður meðal ungi'a manna, gjörfulegur að vexti — um 3 álnir •— og svaraði sér vel, og framkoma öll hin prúðasta, og tilgerðarlausasta. Hann gegndi Slökkviliðið hafði venju frem ur rólega daga um jólin. Hvergi urðu íkviknanir þt frá jólatrjám. Á annan jóladag kviknaði eld ur í kassa er stóð í íorstofu í Tjarnargötu 10, komst hann síð an í barnavagn er þar stóð, og brann hvorutveggja og forstof- an skemmdist nokkuð af eldi áður hann yrði slökktur. Talið er að kviknað hafi í út frá vindlingsbút, er einhver haíi fleygt frá sér og lent í kassan- um. í gœr, kl. 10,22 kviknaði eldur í tuskum, er héngu utan á reyk:- háf nálægt sótlúgu, á Nýlendu- götu 7. Var eldurinn slökktur áður en slökkviliðið kom á vettvang. í gœr, kl. 13,34 kviknaði einn- ig eldur út frá reykháf á Lauga veg 53. Var hann slökktur strax áður en teljandi skemmdir hlyt ust af. Ólajur .1 ónsson um langt skeið ævinnar ýmsum li'únaðarstörfum fyrir sveitarfélag sitt og leysti þau af hendi með liinni mestu dyggð. — Nú er Ólaf- ur kominn að fótum fram. Sjónin fai'in fyrir nokkrum árum og ferli- vist lítil eða engin. Góði frændi minn og vinur. í dag nota ég tækifærið — níutíu ára afmæli þitl — til að færa þér inni- legustu þakkii' fyrir samveruna og viðkynningu alla, fyrr og síðar. Við. sem tenn erum svo mikið yngri að árum, skiljum |>ví miður ekki hvað það er að lifa svona háan aldur, og okkar þjóðfélag virðist enn ekki hafa gjört. sér nægilega Ijóst, í live mikilli þakklætisskuld það stendur við þá þegna sína, sem hafa fórnað því öllu sínu starfi, af heilum hug og trúmennsku. Blessun og hamingja fylgi þér ávallt, Ólafur frændi. — Heill þér níræðum. 2(5. desembei' 1943. Rósenlcranz Á. ívarsson. Reykjavík. Verzlunarjöfnuðurinn í nnv. hagstæOur um 1,8 milij. kr. Samkvœmt skýrslu frá IIag- stofu íslands hefur verömæti útfluttra vara numið 21 millj. 520 970 kr., en verömæti inn- fluttra vara á sama tíma 19 millj. 711 600 kr. Verzlunarjöfnuðurinn í nóv- ember hefur því verið hagstæð- ur um 1 millj. 809 370 kr. Útflutningsvörur þser, sem gera helztu tekjuliðina eru: síld- arolía, 10,3 millj.; ísfiskur 8,3 millj. kr.; freðfiskur 1 millj. kr. og lýsi 0,3 millj. kr. Af útflutningnum í nóv. hef- ur Bretland keypt fyrir 20 millj. kri, en Bandaríkin fyrir 1 millj. kr. Kristján Eyfjörð fulltrúi Alþýðusambandsins í Síldarútvegsnefnd. Alþýðusamband Islands sam- þykkti á fundi sínum fyrir jólin að tilriefna Krístján Eyfjörð, sjó- mann í Ilafnarfirði. sem fulltrúa. sinn í Síldarútvegsnefnd. Varamaður Alþýðusambandsins í nefndinni er Gunnar Jóhanns- son, Siglufirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.