Þjóðviljinn - 31.12.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.12.1943, Blaðsíða 2
2 Þ JC JV' ,JM:> Lögregian heitir á borgaraoa til samvinnu um að skapa friðsamt og rólegt gamiárskvðld Agnar Kofoed Hansen lögreglustjóri og Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn rœddu í gœr við blaðamenn um nauðsyn þess að bœjarlífið breytti um svip frá því, sem verið hefur á gamlárskvöld og að ölæði, íkveikjur og áflog hyrfu úr sögunni. Hétu þeir á samvinnu við borgara bœjarins um að skapa nýjan og betri brag á bœjarlífið á gamlárskvöld, svo hátíða- höldin þá geti farið fram að hætti friðsamra, siðaðra manna. Lögreglustjóri lagði einkum áherzlu á það, að borgararnir tækju upp samvinnu við lög- regluna um það, að hindra það ölæði og tilefnislausu óspektir er átt hefði sér stað á gamlárs- kvöld. Venjulega væru það nokkrir unglingar og óeirðaseggir, sem kæmu ólátunum af stað, sem enduðu stundum með því að allt lenti í slagsmálabendu, svo lög- regian yrði að grípa til þess neyðarúrræðis að nota kylfurn ar, en slíkt væri neyðarúrræði, sem alls ekki ætti að þurfa að gríþa til, en borgararnir gætu sjálfir mestu um það ráðið, hvort tiltölulega fáum óláta- seggjum tækist að koma af stað uppnámi. ÚR BÓKUM LÖGJtEGLUNNAR Erlingur Pálsson yfirlögreglu- þjónn skýrði blaðamönnunum frá nokkrum dæmum um ólæt in á gamlárskvöld, sem skráð eru í bókum lögreglunnar frá liðnum árum. Hér er ekki rúm til þess að skýra frá öllu því, sem hann hafði að segja, aðeins stiklað á því helzta. Sagðist Iþonum svo frá m. a.: „Gamlárskvöldið 1931 var eitt af þeim allra verstu sem lög- reglan man eftir. Það kvöld héldust uppi stórir óspektar- flokkar og voru ískyggilega margir klæddir í vinnuföt og " overalls og heyrðist oft úr þess um flokkum, að í kvöld mundu þeir gera upp sakir sínar við lögregluna. Þá var ráðizt unn- vörpum á bifreiðar, hvar sem þær sáust í miðbænum. Kl. 23,00 um kvöldið var ráðizt á bifreið á gatnamótum Vonar- strætis og Aðalstrætis og brotn- ar í henni rúðui’nar, í bifreiðinni voru hjón með börn sín á heim- leið, lögreglan brá við til hjálp- ar. var þá ráðizt á lögregluna með grjótkasti og barsmíðum. Þessi átök urðu upphafið að stórkostlegum bardaga þarna á gatnamótum, milli lögreglunnar og geipi fjölmenns óspektarlýðs, sem endaði með handtökum og nokkrum rheiðingum. Leiddi þetta til sakamálaferla við lög- regluna, sem lyktaði með því, að nokkrir óspektarmenn voru dæmdir fyrir árás á lögregluna, j ljúgvitni og fálskar sakargiftir. Gamlárskvöld 1936 var einn- ig mjög ókyrrt, greip þá óspekt arlýðinn sérstakt íkveikjuæði. Voru eldar kveiktir víðsvegar um bæinn og allt gripið, sem hendi var næst til að kveikja í. Voru kveiktir margir eldar í miðbænum, sem voru jafnóðum slökktir af lögreglunni. Þegar lögreglan var að slökkva einn slíkan eld í miðbænum og hand taka brennuvargana, sem að honum stóðu, var hastarlega á hana ráðizt, var hellt benzíni á lögregluþjóna og gerð tilraun til að kveikja í þeim og einum lögregluþjóni Haraldi Jóhannes syni var veitt tilræði með egg- vopni og föt hans skorin í gegn þvert yfir bakið og niður á læri. Lögreglan tók þetta kvöld fjölda unglinga úr umferð og geymdi á lögreglustöðinni þar til um miðnætti, og flutti þá heim til foreldra og aðstand- enda. Þetta umrædda gamlárs- kvöld var næsta kvöld eftir hinn mikla og sorglega bruna í Keflavík. Gamlárskvöldið 1937 var kveikt allmikið bál í kössum í Veltusundi 3, portinu hjá verzl un Magnúsar Benjamínssonar og einnig í Vallarstræti fast við portið hjá Hótel ísland. Slökkvi liðið var kvatt á vettvang og slökkti það eldinn áður en tjón varð af“. RÚÐUR BROTNAR — MAÐUR MISSIR SJÓNINA Á ÖÐRU AUGA AF SPRENGJUKASTI. KVEIKT í STÚLKU Á gamlárskvöld 1917 lenti stór sprengja á steinhúsinu Norður- stíg 3, sprakk á miðjum vegg hússins og var sprengingin svo mikil að 30 rúður sprungu af 32, sem voru götumegin í hús- inu, en fólk og húsmunir í húsinu köstuðust til og næstu hús léku á reiðiskjálfi. 1924 var kastað sprengju inn um glugga á íbúðarhúsi í Bankastræti og kveikt í hús- inu, en eldurinn var slökktur áður en hann magnaðist. Sama kvöld fékk maður sprengju í kinnina með þeim af- leiðingum að hann missti sjón á öðru auganu. Þá var og kveikt í fötum stúlku í Bankastræti og urðu fötin alelda, en eldurinn varð þó slökktur áður en hún brennd ist til skaða. Á gamlárskvöld 1926 tóku hundruð manna þátt í þeirn ærslum að bera bíl, ásamt bíl- stjóranum, úr Veltusundi niður á Hafnarbakka og stóð bíllinn fastur á bifreiðaskálinni, en ! bæði framhjólin stóðu fram af i uppfyllingunni, þegar lögreglan kqm á ávettvang. Framh. á 5. síðu. Nýársdagskrá útvarpsins Föstudagur 31. desember. (Gamlársdagur). 18.00 Aftansöngur í Dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson). 19.00 Hljómplötur: Tónvefk eftir Bach, Haydn og ,Mozart. 20.00 Tilkynningar. Fréttir. 20.20 Ávarp forsætisráðherra. . 20.45 Lúðrasveit Reykjavikur leik- ur 21.10 ,,Á ferð um New-York-borg“ (Benedikt S. Gröndal blaða- maður. — Hljómplata). 21.25 Danshljómsveit Bjarna Böðv- arssonar leikúr og syngur. 22.00 „Á hættubraut"; gamanþáttur eftir Ingimund (Brynjólfur Jóhannesson, Alfreð Adnrés- son). 22.15 Hljómplötur: Ýms lög. 23.30 AnnálLársins (Vilhjálmur Þ. Gíslason). 23.55 Sálmur. Klukknahringing. 00.05 Áramótakvéðja. Þjóðsöngurinn. Hlé. 00.15 Danslög (til kl. 2 eftir miðn.). Laugardagur 1. janúar 1944. (Nýársdagur). 13.00 Ávarp ríkisstjóra. Lúðrasveit leikur. 14.00 Messa í Hallgrímssókn (séra Jakob Jónsson). 15.30— 16.30 Miðdegistónleikar (plöt ur); Þættir úr frægum tón- verkum. 19.25 Nýárskveðjur. Létt lög (af plötum). 20.00 Fréttir. 20.20 Ávarp (Eggert Stefánsson (söngvari). 20.35 Níunda symfónían eftir Beet- howen (plötur. — Lundúna- symfóníuhljómsveitin leikur. Lundúna-philharmonie kórinn syngur. — Stokowski stjórn- ar). 21.40 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 2. janúar. 11.00 Messa í Fríkirkjunni (séra Jóri Auðuns). 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 14.30— 16.30 Miðdegistónleikar (plöt ur): a) Cellósónata í g-moil eftir Beethoven. b) Hugsmíð (fantasía) eftir Schubert. c) Píanósónata eftir Schu- mann. d) 15.30 Tónverk eftir Brahms og Hugo Wolf. 18.40 Barnatími (Ragnar Jóhannes- son o. fl.). 19.25 Hljómplötur: Þyrnirósa; tón- verk eftir Tschaikowsky. 20.20 Útvarpskvartettinn: Kvintett í Es-dúr eftir Hummel. 21.00 Hljómplötur: Norrænir söngv- arar. 21.15 Upplestur: Úr Hornstrendinga bók, eftir Þorleif Bjarnason (Sigurður Einarsson dósent les). 21.40 Hljómplötur: Rímnadansar eft ir Jón Leifs. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög (Danshljómsveit Þór- is Jónssonar, kl. 22.00—22.40) 23.00 Dagskrárlok. « Mánudaginn 3. janúar: 19.25 Hljómplötur: Tataralög. 20.30 Erindi: Úr jarðsögu' Árnes- sýslu (Guðmundur Kjartans- son jarðfræðingur). 20.55 Hljómplötur: Kreisler leikur j á fiðlu. 21.00 Um daginn og veginn (Gunn- ar Benediktsson rithöfundur). 21.20 Útvarpshljómsveitin: íslenzk alþýðulög. — Einsöngur (ung- frú Kristín Einarsdótir); Lög eftir Schubert. Föstudagur 31. desember 1943. „Vopn guðanna“ — eld- ingin Herra ritstjóri! Hafa ekki gagnrýnendurnir mis- skilið gersamlega leikrit Davíðs og meininguna með heiti þess. Vopn guðanna, það er auðvitað eldingin, sem drepur harðstjórann, — elding- in er frá gömlum tíma viðurkennd sem slíkt guðanna vopn, hún kem- ur þarna í leikslok sem hver annar „deus ex machina" og leysir allan vandann. Og „mórall" stykkisins er: sjá, það er óhætt að hætta að berj- ast gegn Hitler, guðirnir munu ljósta hann með eldingu og þá má breiða krossinn yfir hann sem „fall- inn bróður“, ósköp fallega og kristi- lega. Áhorfandi. Hvenær tekur Leikfélagið eitthvert stríðsleikritið til meðferðar? Leikfélag Reykjavíkur hefur með sjónleiknum „Vopn guðanna“ farið að sýna leikrit, sem á að fjalla um stríð og frið og frelsisbaráttu gegn harðstjórn, þótt þennan leik skorti að ýmsra áliti svo mikið frá listrænu sjónarmiði að frekar beri að telja hann skrautsýningu en leikrit. En hvers vegna ræðst ekki Leilt- félagið í að sýna hér leikrit, sem raunverulega fjalla um það frelsis- stríð sém nú er háð gegn harð- stjórninni, — leikrit,' sem fullnægja listrænum kröfum nútímans, eins heilsteypt bæði að formi og inni- haldi? Slik leikrit eru nú í sífellu léikin á ýmsjum helztu leiksviðum menningarlandanna. Og það væri vafalaust engin vanþörf á að kynna íslendingum hugsunarhátt og list þeirra, sem nú heyja það frelsis- stríð, sem frelsi vort sem annarra þjóða veltur á. Vill ekki Leikfélagið athuga þetta? Þegar höfðinu er barið við stein Eins og kunnugt er, báru sósíal- istar fram frumvarp til breytinga á lögum um tekjuskatt í þingbyrj- un síðastliðið vor. Frumvarp þetta fékk enga afgreiðslu þá fáu daga sem þingið sat í vor, en sett var þó nefnd innan þingsins til að at- huga skattamálin í heild. Árangur- inn af starfi þessarar nefndar varð að vonum lítill en tillögur sínar lagði hún fyrir þingið í haust. Sósí- Armbaadsífum stoiið í fyrrinótt var stolið 7 arm- bandsúrum úr sýningarglugga skartgripaverzlunar Jóns Sig- mundssonar. Þjófurinn hafði brotið rúðuna og hrifsað úrin úr glugganum. Nýtt kvennablað, 8. tbl. 1943, er nýkomið út. Hefst það á kvæði eftir Huldu: „Svo líða tregar". Aðalbjörg Sigurðardóttir skrifar um Samhjálp heimilanna; Herborg á Heygum Sigurðsson um Færeýsk jól; M. J. K. um Nínu Sæmundsson mynd- höggvara; Guðrún Stefánsdóttir skrifar um Þorbjörgu Grímkels- dóttur. Þá er þýdd grein: Konurnar og framtíðarskipulagið eftir Doro- thy Thompson. Guðbjörg Jónsdótt- ir, Broddanesi, á þarna frásagnar- kafla, er hún nefnir Herborg á Heiði (brot). — Þá eru ennfremur í blaðinu kvæði, ritfregnir o. fl. smágreinar. alistar tóku þá þann kostinn að ieggja fram frumvarp sitt sem breytingartillögu ’ við frumvarp nefndarinnar. Þessar breytingartil- lögur voru afgreiddar frá neðri deild til efri deildar, en þar dagaði þær uppi, vegna samstilltra aðgerða Sjálfstæðismanna og Framsóknar- manna. Þrjú voru megin atriði í tillögum sósíalista: 1. Að hækka persónufrádráttinn. ‘2j Að afnema varasjóðshlunnindi hlutafélaga. 3. Að auka framlög til nýbygg- ingasjóða fiskiskipa og tryggja að þeim.verði alls ekki varið til ann- ars en skipabygginga. Dag eftir dag hefur Morgunblað- ið skrifað um þessar tillögur og sagt, að þær hafi verið fólgnar í því, og að því er virðist því einu, að draga úr framlögum til nýbygg- ingasjóðanna. Þessi aðferð Morgun- blaðsins heitir að berja höfði við stein og er vissulega dálítið skrítið að blaðið skuli ekkert hafa fram að færa í þessu máli annað en bláköld ósannindi. En Morgunblaðið um það, enginn bannar því að dangla höfði Sjálf- stæðisflokksins í bjarg staðreynd- anna, það hefur iðkað þetta vel og lengi, enda ekki langt þess að bíða að böfuðið brotni. Lítil skýring á staðreynd- um Samkvæmt núgildandi skatta- lögum mega einstaklingar sem stunda útgerð leggja, 20% af nettó- tekjum í nýbyggingasjóði. Sósíalist- ar lögðu til að þetta hækkaðLupp. í 331/3%. Samkvæmt sömu lögum mega út- gerðarhlutafélög leggja til hliðar 331/3% af nettótekjum, sem þau þurfa ekki að borga skatt af. Helm- ingurinn af þessari upphæð rennur í nýbyggingasjóð en hinn helming- urinn í varasjóð, en sósíalistar lögðu til að öll þessi upphæð, eða þriðjungur nettóteknanna, skyldi renna í nýbyggingasjóð, en þegar sjóðurinn væri orðinn tvær milljón- ir skyldi þetta breytast í einn sjötta hluta, eða sömu upphæð og sjóð- irnir fá samkvæmt núgildandi lög- um. Tillaga sósíalista var því sú, að tvöfalda framlögin til nýbygginga- sjóðanna frá því sem nú er, meðan þeir væru innan við tvær milljón- ir króna, en láta þau haldast ó- breytt þegar þeir fara fram úr þeirri upphæð, enn fremur að tryggja að þeir færu ekki í tap- rekstur og yrðu til einskis notaðir nema kaupa á nýjum skipum. Um þessar tillögur segir Morgun- blaðið dag eftir dag, að þær hafi dregið úr rétti útgerðarmanna til að leggja fé í nýbyggingarsjóði. En braskhlunnindin átti að afnema Samkvæpit núgildandi lögum geta hvers konar hlutafélög, hvað svo sem þau hafa með hönd- um, lagt 20% af nettótékjum sín- um í varasjóð og þessum varasjóð geta þau svo varið eftir geðþóttá, í slika varasjóði leggja útgerðarfélög in nú helminginn af sínu skatt- frjálsa fé. Þessi hlunnindi vildu sósí alistar afnema. Það er þetta sem Morgunblaðið er á móti, því að það þarf að verja hagsmuni Garðars Þorsteinssonar og annarra slíkra, en það veit að fjöldinn er andvígur þessum hlunnindum en hlyntur til- lögum sósíalista, þess vegna þegir það um tillögurnar en skrökvar til um það sem lagt var til um nýbygg ingasjóðina. Þetta er Ijót bardaga- aðferð, en Morgunblaðið um það.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.