Þjóðviljinn - 04.01.1944, Side 3

Þjóðviljinn - 04.01.1944, Side 3
Þriðjudagur, 4. janúar 1944 Þ JÓÐVILJINN 3 H1 ýp kalli tímans Brennipunktur allrar at- hygli jaröarbúa er styrjöldin, og hefur svo verið á fimmta ár. Hundruð millj. fórna henni lífi og hmum, allt mannkyn hugsun sinni og atorku. Sú upphrópun er ekki til í nokkru máli, sem ekki er orö in útslitin í styrjöldinni. Hvert orö er oröið litlaust og hljómlaust við aö lýsa henni. En hver er eftir allt þetta skynjun okkar og skilningur á stríðinu? Vani og endurtekning sljóvga athygli manna. Það þekkjum við á illviðrinu, sem við venjumst frá blautu barns- beini. Nú vöknum við að morgni hins nýja árs, og spyrj- um: hvenær endar þessi styrj- öld? Og þaö er ekki heitari hreimur í röddinni en þó viö spyröum: slotar ekki bráöum þessu illviöri? ÁÖur en varir eru menn farnir aö líta á stríöiö.sem fasta venju, jafn- vel eðlilegt fyrirbæri gott ef ekki eins og sjálfstætt listaverk „meö'takmark í sjálfu sér“, leiksýningu t. d., eöa málverk út við himinrönd. í fyrstu vek- ur það sterk áhrif, hrærir hug okkar til grunna. Eftir áriö höfum viö vanizt því eins og illviðrinu. Eftir fjögur ár eru stríðsfregnirnar okk'ur dægra- dvöl til aö fylla meö upp í tóm lífsstundanna, líkt og aö fara í bíó. En styrjöldin er þó ægileiki, grimmd, brjálæöi? Þaö vitum við. Menn kunna. einmitt mæta vel aö skilgreina styrj- öld, drætti hennar, línur og liti, fyrirbæriö stríð. En hvaö er ægileikinn, grimmdin, brjál- æöiö og önnur orö, sem viö notum til skilgreiningar á styrjöld. Ekki vantar, að þau séu litsterk í myndinni. En hvaö eru þau samt, þegar þau koma í þessa föstu skilgrein- ingu? Dauö tálm og ekki ann- aö, nema viö leysum þau úr mótinu. Nema viö eigum skyn til aö setja þau í sín upprunalegu tengsl við líf og fólk og örlög þjóöa. Viö kunn- um utan aö hina dauöu skil- greiningu á styrjöldinni, en hversu djúpt skynjum viö raunveruleik hennar, við, sem ekki höfum reynt hann sjálf- ir? Viö kunnum líka utan aö þessa setningu: stríöiö varöar örlög hverrar þjóðar, örlög hvers manns á jöröinni. En hafiö þiö þá verulega brotiö styrjöldina til mergjar, ég á ekki viö ásýnd hennar, heldur inntak, orsakir hennar, sögu- legar rætur, mannfórnir, styrj öitdina í samhengi atburöa- rásar og þróunar þjóöfélag- anna? Hafið þið gert ykkur grein fyrir stiíðinu, ekki sem stríði í sjálfu sér, heldur sem þjóðskipulagslegum heimssögu- legum atburði? Eg tek til athugunar eitt atriöi í skilgreiningu styrjalu ar: Styrjöld er brjálæði. Er þetta ekki vafasöm fullyrö- ing? Lítiö á styrjaldarrekstur- inn sjálfan. Það er eitthvað annað en hann beri vitni um brjálæði. Hann er í fyllsta skilningi vitrænn, þaulhugs- aöur, hávísindalegur. Eöa undirbúningur styrjaldanna? Allar greinar vísinda . eru teknar í þjónustu hans. ÞaÖ er vaíasamt, hvort lagt er meira vit í nokkurn mannleg- an verknaö en styrjaldir. En hvers vegna er þá stríö alltaf kennt til brjálæöis? Vegna þess að hiö mannlega sjónar- mið er látiö ráða. Stríðið er sóun mannslífa og verömæta. Frá mannlegu, siögæöislegn og þjóöhagslegu sjónarmiöi er þaö brjálæöi. Og stöldrum þó örlítið við: hví skyldi styrj- öld gerast, ef hún er brjál- æöi? Er hún eins manns æöis- kast eða. leikur? Eöa er hún framleidd á vitfirringastofn- un meö samtökum nokkurra geöbilaðra fáráölinga? Mér skilst aö vísu, aö nokkur á- Iterzla sé á þaö lögö, áö Hitl- er sé geöbilaöur og hafi þess vegna komið styrjöldinni af staö. En þessi skýring er ákaf lega grunnfærin. Hvaö væri þá um allan hinn þaulhugs- aöa, vísindalega útbúnaö og rekstur stríösins? Styrjöld er i hvorki undirbúin né háö nema meö samstarfi milljóna manna, sem allir þurfa aö hafa fullt vit í kollinum og meira aö segja - vísindalega þekkingu til að bera. En hví eru þá vitibornir menn aö undirbúa verknað, sem er jafn brjálæöislegur frá öllu mannlegu og þjóðhagslegu sjónarmiöi? Þeir, sem standa fyrir styrjöldum, gera þaö af hagsmunalegri nauðsyn eða í ákveðnum yfirdrottnunartil- gangi. Og á vissan hátt má skýra verknaöinn svo, áö margþættar sögulegar eða stéttarlegar ástæður hreki þá rökföstum skrefum stig af stigi út í styi'jaldir, jafnvel þó aö þeir sæju sjálfir fyrir hin- ar vitfirrtu afleiðingar. Og staöreyndin er sú, aö þjóö- skipulag, sem hundruö millj- óna manna í heiminum styöja og réttlæta, auöskipulagiö, skipulag hinnar brjáluöu sam keppni og einkareksturs, fæð- ir af sér meö nærri reglulegu millibili hverja styrjöldina af annarri. Milljónir manna, sem fordæma, í oröi styrjald- ir, hafa sjálfir staöið aö und- irbúningi þeirra og stutt þær, með því aö þeir fást ekki til aö skilja orsakasambandið milli mannlífsins og styrjald- arinnar sem slíkrar, eöa þessa „fyrirbæris í sjálfu sér“. Sannarlega er styrjöld brjál- æði. En einmitt sem slík er hún skilgetiö afkvæmi þjóö- skipulags, sem ennþá nýtur nings og réttlætingar 'na, sem vilja láta telja sig með fullu viti. Og þó verðum við enn að staldra við. Með tilliti til þeirr- ar styrjaldar, sem nú er háð, sjáum við strax á hverjar villigötur við lendum, ef við ekki vörumst i.ugtakið „stríð í sjálfu sér“, eöa fastákveðna skilgTeiningu þess. Þegar heimsauövaldið spanaði Hitl- er til aö vígbúast gegn Sovét- ríkjunum í þeim tilgangi að láta eyöileggja fyrsta ríki verka- lýös og sósíalisma í heimin- um, heföu þá Sovétríkin átt að bíða varnarlaus komu hans? Hvernig mundu Bretar og Bandaríkjamenn nú dæma þau, eða sjálfir vera staddir, ef þau hefðu hagað sér þann- ig? Tilgangur Hitlers er nú öllum ljós, sá, að undiroka hverja þjóö og ná heimsyfir- ráöurn. Eg þarf ekki aö lýsa því, hver örlög hefðu beðið þjóöanna í aldir fram, ef hon- um hefði tekizt þetta. Og hvað gat varnað því? Eitt, og aöeins eitt: stríö gegn fasism- anum. Og er slíkt stríð brjál- æði, sem háö er í þeim til- gangi aö foröa mannkyninu frá aldalangri áþján? Vitan- lega er, slíkt stríð ekki brjál- æöi. Þaö er viturlegt stríö. Hvert mannlegt verk ber aö meta í samræmi við gildi þess og tilgang í þágu manns ins. Við lendum út í fjar- stæöu, ef viö setjum upp fasta skilgreiningu á stríðinu sem slíku. StríÖ getur ýmist verið vitifirrt eða vitrænt, ranglátt eöa. réttlátt; eftir inntaki sínu og tilgangi, þeim er mennirnir gefa því. ★ Þessi styrjöld, sem nú er háð, varðar örlög hverrar þjóðar, örlög hvers manns á jöröinni. En árangur hennar er undir því kominn, að hver maöur foröist aö líta á hana sem dautt hugtak, eöa sjálf- stætt fyrirbæri, en skynji hana í raunsönnu sögulegu og mannfélagslegu samhengi. Ef við viljuin heita menn, vaxnir okkar tíma, verðum viö aö kunna skil á jafn örlagaríkri og nálægri staöreynd sem styrjöídin er. í rauninni ætti ekki aö vera mannsbarn í heiminum, sem ekki geröi sér fulla grein fyr- ir, hvernig þessi styrjöld er til komin. í samkeppnisskipu- lagi auövaldsins hafði fjár- gráöugum valdamönnum á sviöi atvinnumála og stjórn- mála tekizt aö sölsa undir sig öll tæki, sem. þjóðirnar eiga lífsskilyrði sín háð, ná á vald sitt framleiöslutækjum, stjóm artækjum, stærstu flokks- tækjum, ríkisherjum. í yfir- drottnunargirni sinni og ein- ræðishneigð komust þessir auðstéttarmenn í andstööu við þróun, vísindi, framleiðslu- hætti, siðgæði, réttlæti og mannúð, hrökktust æ lengra út á braut einstaklingshyggju, valdagirni, fjárgræögi, mann- haturs, þar til styrjöld varö þeirra eina leið, styrjöld við samtök alþýðunnar, styrjöld við þjóöir, styrjöld við mann- kyn allt. Þetta er í stytztu máli leiö samkeppninnar, leið auövaldsins yfir í ofbeldi og fasisma, út í heimsstyrjöld. Þetta var leið auðvaldsins á ítalíu, í Þýzkalandi og Japan, reyndar tilstuddu af auövaldi Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna. Hér er engan einstakan vitfirring um aö saka. Auðvaldsskipulagið sjálft hefur alið þessa styrj- öld, og jafnt fyrir þaö, þó aö auðvaldsríki veröi að hjálpa til að kveöa hana niöur. Þaö er önnur saga, sem á líka sína fullu skýringu í þjóö- skipulagi auðvaldsins. ★ Margur lætur sér blöskra ægileik þessarar styrjaldar, alla þá tortímingu mannslífa og annarra verömæta. En jafnvel ógnir styrjaldarinnar, múgmoröin öll, þar sem ekki lirökkva til tölurnar tugir mdljóna, heldur þarf áð grípa til hundraðsins, veröur að meta í hlutfalli við þaö, sem mannkynið hefði annars orð- iö aö þola. Og hversu ógnar- legar fórnir, sem þjóðirnar hafa oröiö aö færa, þakkar hver þeirra hamingjunni aö geta hrundiö af sér bölvun fasismans. Og takist meö varnarstríöi Bandamanna áö bjarga mannkyninu aö fullu frá drottnunarstefnu hans, eru launin margföld í gæfu óborinna kynslóða. í hverju atriöi veröur heimsstyrjöldin. sem enn geisar, að mælast viö þann árangur, sem hún ber og enn er áðeins að nokkru leyti kominn fram eða sýnilegur. Hve oft hefur ver- ið spurt: Er ekki veriö aö út- rýrna þjóðunum? Er ekki mannkyniö aö eyöa sjálfu sér? Ferst ekki allur heimur og brenna upp öll verð- mæti í eldi styrjaldar og heift ar? Þaö var ástæöa til, aö menn spurðu, meðan fasism- inn fór sigrandi um löndin. Víst hófst þessi styrjöld sem árás nokkurra yfirdrottnara gegn mannkyninu öllu, en hún snýst meö hverjum mán- uöi lengra í þaö horf að veröa stríö mannkynsins alls gegn yfirdrottnurum þess, frelsis- stríð almennings gegn kúg- urum hans í hverju landi, stríð þjóðanna til aö steypa af stóli hinni djöfullegu þrenningu, fasisma, styrjöld og auövaldi. Við getum þega:r séö fyrir, aö í eldi þessarar styrjaldar mun mannkyniö ekki eyöast, heldur sterkustu þróunaröfl mannlífs og þjóö- félagshátta losna úr fjötrum. Mér finnst menn einbeita um of athygli sinni aö styri- öldinni sem slíkri, ægileik hennar, tortímingu og grimmd, og eins þeirri stund, er henni muni ljúka. Þetta er engum að lá, og vitanlega er það brýnast alls að binda enda á styrjöldina. En stríö- ið á sér fleiri en eina ásjónu og stríðiö verður ,að dæma, ekki eftir fórnum þeim, sera færöar eru, og ekki eftir þeim tima, er það stendur, heldur eftir heimssögulegum árangri þess í þágu mannkynsins. Og hinn þróunarsögulegi mæli. kvarði hlýtur að verða þessi; hversu alvarlegan hnekki bíö- ur auðvaldsskipulagiö ásamt hruni fasismans, og hversu styrkist áöstaða alþýöu og sósíaíisma í heiminum. Bak við ægiásýnd stríösms sjáum við aðra bjartari, á- sýnd fagurra hetjuverka sem unnin eru í nafni mannúðat og siögæöis. En það, sem yfir- gnæfir allt, er stórfengleiki þessara átaka, ægileiki þeirra í hinu illa, tign þeirra í hinu góöa. Fylkt hafa liöi, eins og í Völuspá fornu, öfl hins góöa og hins illa. Þaö greinist aö hið feyskna og gróandi, hið sýkta og heilbrigöa, línurnar skýrast, og við förum að sjá, hvert stefnir og hverra vetöur sigurinn. Mannkynið er ekki aö eyða sjálfu sér. Hins vegar gerist' aö gamalt kúgunar- skipulag er að bresta og mo!na sundur. Valdabraskar- ar, sem hafa stjórnað heim- múfn unddfifariö og leitt þjóðirnar á barm glötunar, af- hjúpa sig hver af öörum. Þeir voru skurögoö föst í sessí. En hversu viönámslítiö og aumk- unarlega ultu þeir þó af stóii, menn eins og Chamberlain, Daladier eöa Mússolini. Og þáö brakar þegar í sætum margra annarra, jafnvel sjálít hásæti fasismans er oröið valt. En þáö sem fegurst er áö líta: mannkyniö er aö vakna, þáö er aö veröa sjá- andi. í óskapnaöi stríösins myndast ný skipulagning, þjóöfylking nýrrar tegundar og bandalög þjóöa á raunsæj- um grundvelli. Eitt er víst: þjóöirnar læra oft meira á einum degi nú en á tugum og hundruöum ára áöur. ★ Sennilega erum við íslend- ingar fjær því en nokkur þjóð önnur áö skilja stórfengleik þeirra tíma, sem nú fara í hönd. Viö erum flestir upp- teknir viö þaö áö reyna að sópa að okkur óverulegum smágróöa og reisa grundvall- arlaust hrófatildur yfir vesalt einstaklingsbú okkar, meðan örlagaviöburöir setja aörar þjóðir fram fyrir spurning- una: líf eöa dauöi, vera eöa vera ekki. En vita má hver, að innan stundar veröur spurt: hvar stendur þú? Hef- uröu áttaö þig á því sem er áö gerast? Ertu viðbúinn því sem kemur? LifirÖu með mannkyninu sköpunarsögu Framh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.