Þjóðviljinn - 04.01.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.01.1944, Blaðsíða 7
.7 Þiiðjudagur, 4. jamier 1844 „En mér er sama, þó ég segi þér það. Það er af því, að mamma mín er af betra fólki en mamma þín.“ „Þú skrökvar því,“ sagði Unnur. „Nei, ég segi alveg satt. Eg spurði mömmu einu sinni að því, hversvegna hún væri kölluð frú Ólöf en mamma þín bara Ólöf, en hún vildi ekki segja mér það. Svo spurði ég vinnukonuna okkur og hún sagði mér, að það væri af því að mamma mín væri af betra fólki en mamma þín. Og hún segir satt hún Ella“. Lilja var orðin reið líka. Og úr því þær voru báðar reiðar, skildu þær. Unnur hljóp inn í eldhús til mömmu sinnar og kallaði í dyrunum: „Mamma, mamma. Er þitt fólk nokkuð vont?“ „Ertu komin, elskan? En hvað ertu eiginlega að segja?“ sagði mamma hennar. Hún var að þvo gluggann. „Lilja segir, að mamma hennar sé kölluð frú Ólöf, af því hún sé af betra fólki en þú. Er þitt fólk nokkuð vont, mamma?“ Ólöf hló og tók stúlkuna sína með báðum höndum ög setti hana upp á eldhúsborðið. Hún var þó margbúin að segja, að Unnur væri orðin svo stór, að hún mætti ekki alltaf vera uppi í fanginu á pabba og mömmu. Hún strauk hárið frá enninu á Unni og horfði bros- andi framan í hana. „Bráðum kemur pabbi þinn heim, og þá áttu að vera væn“, sagði hún, kyssti Unni á kinnina og tók hana niður af borðinu. „Farðu nú út aftur“. Jólin liðu og nýárið líka. En M ffifr ein fciátíð eftir enn. Það var Þrettándinn. Þá á að kvéöfá' jólin. Frú Ólöf á efri hæðjjmi gptjaði að kveikja á jólatrénu í síðasta sinn og bjóða morgum börnum. Lilja kom niður í kjallarann og bauð Unni. Unnur hlakkaði mikið til þréfttándans. Um morgun- in tók mamma hennar rauða kjólinn, burstaði hann og pressaði. „Viltu fa'ra fyrir mig niður í bæ og kaupa fyrir mig lauk. Hann fæst ekki í búðunum hérna í götunni?“ sagði Ólöf. „Fæ ég fimm aura fyrir?“ spurði Unnur. „Þú færð ekkert fyrir“. Lilja fær alltaf aura, þegar hún er send í búðir“. dý ÞETIA Framkvæmdarstjórinn: (við skrifstofumennina) Þar eð við höfum orðið að greiða hluthöf- unum mikinn arð í ár, sjáum við okkur, því miður, ekki fært að hækka laun ykkar. En við óskum ykkur, af heilum hug alls góðs á komandi ári. Skrifstofumaður: Eg legg það til, að stjórn hlutafélagsins hækki kaup okkar en óski hlut- höfunum aftur á móti, af heil- um hug, alls góðs á komandi ári. * Þuríður gamla: „Sæll vertu, Lási minn. Eg hef ekki séð þig, síðan þú varst smali hjá honum séra Jóni. Hvernig líð- . ur þér? Rithöfundurinn: Takk. Allt í lagi. Eg býst við að koma á markaðinn fyrir jólin og vona, að ég seljist vel. Þuríður gamla: Guð hjálpi mér! Er nú farin að tíðkast þrælasala á íslandi? ❖ Gömul kona: Hér stendur í blað inu: „Herrann á að fá þessar jólagjafir: hálsbindi, trefil, hanzka eða sokka“. — Mér þyk- ir Drottinn eiga að fá merki- legar jólagjafir! * Reykvíkingur: Hvar varst þú á gamlárskvöld? Annar Reykvíkingur: Eg veit I það ekki. ÞJÓ^VILJINN SKÁLDSAGA <tbr JOHAN FALKBERGET. ?fCó\X 'vid Ijödin Finnski pilturinn var fast- ur 1 hjólinu. Þaö snerist. Þaö marði og sleit. Jesús! Guö! hi’ópaði Mar- teinn og fórnaöi höndum. En Jón tók viöbragö og stöövaöi kvömina. Hjól og rennibönd hægöu feröina og stóöu kyrr eftir fáein augnablik. Jón og Marteinn stóöu hreyfingarlausir í sömu spor- um. Þetta haföi gerzt svo snöggt. Og engin orð áttu við. „Eg vissi þetta. — Eg vissi þetta“, sagöi Marteinn loks hásri röddu. En Jón sagöi ekki neitt. Hann trúöi hvorki augum né eyr- um. Var þetta ekki bara draumur. Loks gengu þeir aö líkinu og krupu á kné til aö hag- ræða því. Annar handleggur- inn var slitinn af. Og höfuð- ið var ----- „Góður guö“, sagöi Mar- ■ teinn. Þeir lágu lengi á hnján um við’ hliðina á líkinu og vissu hvorki í þennan heim né annan. Þeir skynjuðu þaö eitt, aö eitthvað skelfilegt haföi gerzt. Nú í nótt! En þegar þeir loksins stóöu á fætur hlupu þeir sem fætxn’. toguðu upp úr námunni og heim í eldaskálann. Jón var á undan. Þeir vöktu alla í ofboöi og sögöu frá því, sem haföi gerzt. Menn æddu hálfsofandi upp úr x’úmum sínum og gáfu sér ekki tíma til neins. Eftir örlitla stxmd stóöu þeir hálf- naktir yfir líkinu. Enginn snerti þaö. Þeir bai’a, stóöu kyrrir og horföu á þaö. Þá komu tveir meim með börur. Þeir lyftu limlestum líkamanum upp á börurnar. Handlegginn fundu þeir ekki, en héldu, aö hann heföi lent inn í kvömina. Þeir reyndu aö hagræöa höfðinu-------- Þarna stóðu þeir, stórir og sterklegir menn, og skulfu. Angistin haföi gripiö þá alla. Einhverja nótt gat hver þeirra sem var oi’ðiö fyrir þessu sama. Hvergi var hættu laust. „Þetta var ægilegt“, sagöi Marteinn. Enginn svaraöi, en sár andvörp heyrðust í hópn- um. ------Jón og Marteinn sátu sinn hvoru megin vjö ofninn. Það gufaöi upp af blautum fötum þeirra. Aörir námumemi sátu þétt í kringum boröin og töluðu um slysið. Þaö var ekki á öðm von, sögöu þeir. Menn voru reknir áfram, þar til þeir ui’öu sljóir af þreytu. Þaö var svo sem hægt aö neita að virma. En þá tekur sultxu’inn við, sagöi einhver með grát hljóö í í’öddinni. Þá var slegiö í boröið, svo glamraði hátt í bollunum. Hans gamli gekk um gólf, berfættur í tréskónum og mælti alvarleg orö: „Þettá var sviplegt: Lifandi sál horf- in héöan og komin inn í ei- lífðina! Guö miskunni okkur“. Hann hristi grátt höfuö sitt. Jón byrgöi andlitiö í hönd- unum. Hann sá þaö allt aft- ur: Tært andlit drengsins og sljó augu. Hann sá eftirlits- manninn sparka í hann, þeg- ar hann haföi sofnaö mátt- vana af þreytu. Og nú heyröi hann veiniö aftur. Þaö bárust nístandi kvalavein úr öllurn áttum utan úr náttmyrkrinu. Marteinn reri fram og aftur og tautaöi sxmdui’laus orö á lappnesku. Menn fóx’u aö taka á sig náöir í eldaskálanum. Þeir hreiömöu um sig í hálminum og bi-eiddu ofan á sig. Eftir fáeinar klukkustimdir áttu þeir aö vakna viö hringingu. Jón og Marteinn sátu enn kyrrir viö ofninn. Allt 1 einu var huröinni hrimdiö upp á gátt og eftir- litsmaöurinn stóð í dymnum. Hann skipaði þeim félögunum aö fara á augabragöi út aö gxjótkvörninni. Jón spratt á fætur náfölur og reiddi hnefann til höggs: „Út meö þig strax, eöa ég drep þig“. Mai’teinn stóö líka á fætur. Svart hár hans hékk í snepl- um. Hann opnaöi munninn svo skein í tanngarðinn. En hann sagöi ekki neitt — bara rak upp org. Eftirlitsmaöurinn hörfaöi til baka. Þaö fóm aö gægjast höfuö upp úr hálmfletunum og þaöan heyi’öust reiöileg orð. „Faröu“, öskraöi Jón. „Ann ars veröa tvö mannslát í nótt“. Eftirlitsmaöurinn hugsaði sig um. „En kvörnin — —- “ Jón greip hendinni fyrir brjóst honurn. „Farðu út níð- ingur“, sagöi hann og nísti tönnum. Marteinn kom nær: „Morö- ingi!“ hvæsti haim. Hans gamli var kominn til þeirra. Hann glotti í kamp- inn. Eftirlitsmaðurinn drógst til dyranna. Jón hratt honum út og skellti huröinni aftur. Hann gekk aftur að ofnin- um og settist. Hann var óður af reiöi. Hvers vegna drap hann ekki þennan þorpara? Marteinn lagöist endilang- ur á bekkinn meö húfuna yf- ir andlitinu. Hitinn hafði svæfandi áhrif á hann. Eftir litla stund var hann farinn aö hrjóta. / Jón lagöist líka niöur meö hattinn yfir andlitinu. En hann gat ekki sofnaö. Hann sá ægilegar sýnir og heyröi hás dauöavein. Þannig lá hann andvaka til morguns. Eldurinn var dauð- ur og hann skalf af kulda. Elín skreiö undan gæru- skinni í fleti sínu og fór aö klæða sig. Hún gekk berfætt yfir gólfiö, geispaöi og fór aö ' kveikja upp í ofninum. Síöan fór hún 1 sokkana og strauk höndunum um andlitið, dauö- syfjuö. Hún tók kaffikvörnina og settist meö hana milli hnjánna. Hún hafði gilda fót- leggi. Jón horföi á hana og þaö var honum afþreying urn stund. Þegar kaffiö var til, reis hann upp og vakti Mai’tein. MeÖan þeir drukku kaffið, kom þeim saman um að fara inn á fjöll og finna Önnu- Lísu gömlu, Níels var sonur hennar. Tveimur dögum seinna kornu karlmaður og kvenmaöur á skíöum niður heiöarnar í átt- ina til námunnar. Þaö voru þau Marteinn Finni og Anna Lísa. Hún var lotin í heröum. Gamla konan bar harm sinn í hljóöi. Þegar hún fékk fregnina, hnipi’aði hún sig saman viö hlóöirnar, steinþegjandi, eins og sjúkt dýr, sem er aö deyja. Svo fór hún aö kveina lágt og hvísla. Hún var aö tala um drenginn sir.n. hvaö hann heíöi veriö góöur. Hún hafö’ aldrei pekkt jafn góöan dreng. En drottinn tók oít beztu börnin. Hann var rétt- látur og miskunnsamur og refsaöi mönnum ekki fvrir syndir þeii’ra. Marteinn samsinnti því. Hann reyndi aö liughreysta hana meö guösoröi. Hún lá róleg undir hrein- dýi’sfeldi um nóttina. Mar- teinn heyröi hana aöeins ein- stöku sinnum stynja lágt. Sjálfur sofnaöi hann viö eld- inn, þegar leiö á nóttina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.