Þjóðviljinn - 04.01.1944, Page 8
JLEIKFELAG reykjavíkur.
„VOPN GUÐANNA“
eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Sýning annað kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag.
Óvenju rðlegt gamlárskvðld
En innbrotsþjófar voru þó á kreiki. jrrír ungir
piltar handtaka erlenda þjófa
Gamlárskvöld, var að þessu sinni eitt af þeirn rólegustu, sevi lög-
reglan hefur lengi þekkt, sagði Erlingur Pálsson yfirlögreghiþjónn i við-
tali við Þjóðviljann í gœr.
Sá óvenjulegi atburður gerðist, að tveir 16 ára ■pilt.ar og einn 1S
ára handtóliu erlenda sjómenn, er frömdu innbrot.
Nœturvörður er í Laugavegsapóteki.
Ljósatími ökjutœkja er frá kl. S að degi
til kl. 10 að morgni.
Útvarpið í dag:
20.20 Tónleikar Tónlistarskólans: Strengja-
sveit leikur undir stjórn dr. Urbant-
schitsch:
a) Handel: Hirðingjasöngur úr
„Messias".
b) Corelli: Jólakonsert í g-moll.
20.45 Erindi: Uppreisn Catilínu gegn róm-
verska lýðveldinu( dr. Jón Gíslason).
21.10 Hljómplötur: Kirkjutónlist.
LEIÐRÉTTING.
I afmælisgrein um Þorkel Clausen í
Morgunblaðinu 26. nóv. s. 1. er sagt: „Hann
er elztur Clausensbræðra". En l>ar sem ég
tel að l>ar sé farið rangt með, vildi ég leið-
rétta það, en það liefur ekki fengizt, þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir. Vil ég því biðja
Þjóðviljann að gera svo vel að taka af mér
leiðréttingu. Þorkell er fæddur 20. nóv.
1883, en ég 6. apríl 1880, og því nokkru
eldri.
Reykjavík, 20. desember 1943.
Iljörtur Clansen.
Innbrot
l fyrrinótt var brotizt inn í
búð G Ólafssonar og Sandholt
Laugavegi 34 og. stolið peninga-
kassa með 150—200 kr. Fannst
kassinn í gærmorgun á Grettis-
götunni, brotinn og tómur.
í fyrrinótt var einnig farið
inn í ólæsta íbúð, stolið úri og
50—60 kr. úr fötum sofandi
manns í einu herbergi og ca.
1700 kr. úr fötum er lágu í öðru
herbergi.
Guðmundur Jðnsson
frá Narfeyri jarðsettur
í dag
Guömundur Jónsson frá Narf-
eyri veröur jarösunginn í dag
vestur í Stykkishólmi.
Guðmundur var einn af braut-
ryðjendum verkalýðshreyfing-
arinnar og þekktur víðsvegar af
verkamönnum fyrir starf sitt
í þágu stéttarinnar og naut al-
mennra vinsælda.
Sjúkrahúsið að
Brekku brennur
Sjúkrahúsið að Brekku í Fljóts
dal brann í fyrrinótt. Ekkert
manntjón varö af eldinum.
íbúð héraðslæknisins brann
einnig, því hann bjó í sjúkra-
húsinu. Er þetta tilfinnanlegt
tjón fyrir héraðsbúa, því oft er
erfitt um sjúkraflutninga ofan
úr Héraði niður á firði að vetr-
arlagi.
Ailskonar veitingar á
boðstóium.
Hverfisgötu 69
MUNIÐ
Kaffisöluna
Hafnarstræti 16
Þessir þrír ungu menn eru
þeir Egill Guðmundsson Bræðra
borgarstíg 14, hann er 16 ára,
Ólafur Guðmundsson Hofsvalla-
götu 22, líka 16 ára og Páll
Halldórsson Hólavallagötu 5,
hann er 18 ára.
Um kl. 2 á nýjársnótt heyrðu
þeir brothljóð í Veltusundi, en
þeir voru þá staddir þar í ná-
grenninu. Brugðu þeir þá við
og sáu 2 erlenda sjómenn hlaupa
vestur Vallarstræti, eltu þá og
náðu þeim í Grjótaþorpinu og
handtóku þá eftir nokkrar
stympingar og fóru með þá á
lögreglustöðina.
Höfðu þeir brotið rúðu í verzl-
un Magnúsar Benjamínssonar
og stolið 5 úrum, 7 hringum og
cigarettuveski úr silfri. Tókst
þeim þó að losa sig við 4 hringa
og 3 úr á leiðinni. Þessir sömu
sjómenn hafa einnig játað á sig
þjófnaðinn í verzlun Jóns Sig-
mundssonar. —
Til marks um það, hve gaml-
árskvöld nú var rólegt er það,
að á tímabilinu frá kl. 8 að
kvöldi til 4 að morgni tók lög-
reglan 8 manns „úr umferð“ en
undanfarið tekið milli 50—60
manns á sama tíma þegar verst
hefur verið. Engar íkveikjutil-
raunir voru gerðar og slökkvi-
Um hádegi í fyrradag kvikn-
aði í efri hæð hússin Hverfis-
götu 59 B; Varð eldsins vart í
íbúð Haraldar Eiríkssonar pípu-
lagningarmanns, en þar voru
2 litlir drengir inni að leika sér.
Er talið að þeir muni hafa farið
óvarlega með eldspýtu. Móðir
þeirra náði þeim út úr herberg-
inu.
Eldurinn magnaðist mjög
fljótt og eyðilagðist efri hæðin
og allt sem í henni var áður
en eldurinn varð slökktur. Neðri
liðið aldrei kallað út, en nokkr-
um tómum tunnum var velt
fyrir bifreiðar. Hafði lögreglan
því ekki meira að gera en venju-
lega á föstudags- og laugardags-
kvöldum.
EN ÞJÓFARNIR HÖFÐU SIG
Á KREIK
Sveinn Sæmundsson hafði
ekki sömu friðsemdarsöguna að
segja af þjófunum, þeir hafa
verið starfsamir síðan á áramót-
unum.
Á nýársnótt var brotist inn í
veitingastofuna Fróðá og stolið
126 kr. í peningum, 48 vindlinga
pökkum og 8 bjórflöskum.
Sömu nótt var stolið 2500 kr.
úr fötum sofandi manns í ó-
læstri íbúð.
Sömu nótt var brotizt inn í
gufupressuna Stjarnan Kirkju-
stræti 8, óvíst hvort nokkru hef-
ur verið stolið.
í fyrradag kviknaði í bifreið
á móts við Ásvallagötu 29, var
eldurinn slökktur fljótt, en bif-
reiðin skemmdist töluvert.
í gær, kl. 19,49 kviknaði all-
mikill eldur í miðstöðvarher-
bergi í Borgartúni 4. Var hann
fljótlega slökktur.
hæðin og kjallarinn skemmd-
ust töluvert af vatni.
ELDUR í GUNNARSHÓLMA
Klukkan 11,20 í gær hringdi
Gunnar í Von og bað slökkvi-
liðið um aðstoð við að slökkva
eld sem kviknaður var í Gunn-
arshólma. Fór slökkviliðsbifreið
þegar uppeftir og gekk greið-
lega að slökkva eldinn, en var
þó uppfrá í 3 stundir. Efri hæð-
in og risið skemmdist mikið af
eldi, neðri hæð töluvert af
vatni.
......... NÝJA BÍÓ ........
Svarti svanurinn
(The Black Swan)
Stórmynd í litum eftir sögu
Rafael Sabatini.
Aðaihiutverk:
Tyrone Powder.
Maureen O’Hara.
Bönnuð börnum innan 14 ára
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
••••• TJARNAR BÍÓ ....*
GLAUMBÆR
(Holiday Inn)
Amerísk söngva- og dans-
mynd.
13 söngvar — 6 dansar.
BING CROSBY
FRED ASTAIRE
MARJORIE REYNOLDS
VIRGINIA DALE
Ljóð og lög eftir Irring
Berlín.
Sala hefst.kl. 1.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem á einn eða I
annan hátt heiðruðu mig á fimmtugsafmæli mínu f
21. des., með höfðinglegum gjöfum og skeytasend- |
ingum, og gjörðu mér daginn ógleymanlegan.
Guð blessi ykkur öll.
s
Halldór Ólafsson, |
Fögruhrekku.
Samkeppni
I
Teiknistofa landbúnaðarins efnir hér með til sam-
keppni um uppdrátt að íbúðarhúsi á sveitabýli.
1. verðlaun 3000 krónur.
2. verðlaun 2000 krónur.
3. verðlaun 1000 krónur.
Starfsmenn teiknistofunnar taka ekki þátt í sam-
keppninni.
Nánari upplýsingar um tilhögun og kröfur sam-
keppninnar fást hjá forstöðumanni Teiknistofunnar.
Tíl alhagunar fyrír
verðbréfaeígendur
Sérstök athygli verðbréfaeigenda er vakin á því, að
vextir eru ekki greiddir af útdregnum bankavaxta-'
bréfum Landsbanka íslands eftir gjalddaga þeirra.
Þegar útdregin bréf eru innleyst, skulu fylgja þeim
allir vaxtamiðar fyrir tímann eftir gjalddaga þeirra.
Vanti slíka vaxtamiða, er upphæð þeirra dregin frá
andvirði hinna útdregnu bréfa, hvort sem greiðsla á
þeim kann að hafa farið fram eða ekki.
Hér með er skorað á alla eigendur bankavaxta-
bréfa að gæta þess að framvísa útdregnum bréfum til-
greiðslu á réttum gjalddaga. í febrúarmánuði ár hvert
er auglýst í Lögbirtingablaðinu númer þeirra
bankavaxtabréfa, sem útdregin eru til innlausnar 2.
janúar næst á eftir, svo og númer áður útdreginna
bréfa, sem hafa ekki komið fram til innlausnar. Út-
dráttarlistinn er sérprentaður og fæst ókeypis í bank-
anum og útibúum hans og hjá flestum sparisjóðum
landsips.
Þess skal getið, að í ársbyrjun 1943 voru óinnleyst-
ar rúmlega 200 þúsund krónur af bankavaxtabréfum,
útdregnum til innlausnar 2. janúar 1942 eða fyrir
þann tíma. Er hér um að ræða tilfinnanlegt vaxtatap
fyrir eigeindur bréfanna.
Hinn 2. janúar 1944 koma til innlausnar 4,4 millj.
kr. af bankavaxtabréfum og er það langhæsta upp-
hæðin, sem útdráttur hefur farið fram á til þessa. Er
því sérstaklega nú áríðandi, að verðbréfaeigendur
kynni sér útdráttarlistann, ef þeir vilja komast hjá
'vaxtatapi. LANDSBANKI ÍSLANDS.
EINA ÍKVEIKJAN FRÁ JÓLA-
TRÉ
Kl. 15,51 í fyrradga var
slökkviliðið kvatt að Kárastíg 1
til að slökkva eld er kviknað
hafði út frá jólatré.
Var eldurinn slökktur þegar
slökkviliöið kom á vettvang. Er
þetta eini eldurinn er slökkvi-
liðiö hefur veriÖ hvatt til vegna
íkveikju frá jófatré á þessum
hátíöum.
í fyrradag brann efri hœð hússins Ilverfisgata 59 fí og allt, sem í
henni var.
í gœr kviknaði í ejri liœð Gunnarshólma og skemmdist hún all-
mikið af eldi.