Þjóðviljinn - 16.01.1944, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN. — Sunnudagur 16. janúar 1944.
Sunnudagur 16. janúar 1944. — ÞJÓÐVILJINN.
r~ '
þJÓÐVILJIN
Utgefandi: Sameiningarjlokkur alþýðu — Sósíalistajlokkurinn.
Ritstjóri: Sigurðuí Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirssony Sigjús Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrteti 12, sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 9, sími 2184.
Prentsmiðja: Víkingsprent h.j., Garðastrœti 17.
Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6,00 á mánuði.
Úti á -landi: Kr. 5,00 á mánuði.
w ___________________________________________________
Max Pemberton
Togarinn Max Pcmberton hefur farizt. 29 sjómenn hafa látið lífið.
/ ®
Enn einu sinni drúpir íslenzka þjóðin höfði við vota gröf sona
sinna, sem hnigið hafa í valinn við skyldustörf sín.
Enn einu sinni gráta íslenzkar sjómannaekkjur vaska og góða menn.
Enn einu sinni eiga tugir barna feðrum sínum á bak að sjá í helgreipar
Ægis. Hjá mörgum er nú skarð fyrir skildi.
•
í þúsund ár höfum vér sótt þennan sæ, Íslendingar, — sótt hann
af því meira kappi, sem meiri dugur hefur verið í þjóð vorri.
Vér höfum háð við Ægi vort vopnlausa stríð, — en sá friðsami her-
maður vor hefur oft verið eins áhættusamur, eins fórnfrekur og stríð
þau, sem aðrar þjóðir lieyja.
Síðustu fjögur árin hefur það svo bætzt ofan á hætturnar; sem sjó-
menn vorir hafa orðið að glíma við af hálfu Ægis, — að ognir styrjald-
arinnar hafa orðið eins mörgum eða fleiri íslenzkum sjómönnum að
bana og óveðrið, stórhríðarnar og blindskerin. Kringum landið morar
af tundurduflum, oft leynast kafbátar í fyrirsát, stundum granda flug-
vélar úr lofti.
Mannfallið í íslenzkri sjómannastétt á stríðsárunum er orðið ægi-
legt. Yfir 300 manns hafa látið lífið, er skip vor hafa farizt.eða orðið
fyrir árásum. Það er rétt að rifja það upp einu sinni cnn. íslenzka þjóðin
verður aldrei of oft á það minnt í hverri þakkarskuld hún stendur við
sjómannastéttina.
Meðal þeirra skipa, sem farizt hafa á þessum tíma eru þessi skip:
Flutningaskipið Hekla, togararnir Bragi, Reykjaborg, Gull-
foss, Sviði, Garðar, Jón Ólafsson og nú síðast Max Pemberton.
4
Línuveiðararnir Fróði, Jarlinn og Pétursey, og vélbátamir: Sæ-
borg, Hólmsteinn, Baldur, Hjörtur Pétursson, Pálmi, Hilmir og
Þormóður.
Þetta eru þungar fórnir fyrir svo litla þjóð sem vorg,, fórnir, sem
vafalaust eru ldutfallslega þyngri cn sumar styrjaldarþjóðirnar hafa
fært.
Þetta eru fórnir íslands í baráttu þjóðanna fyrir lífinu og frelsinu,
— fórnir, sem eru þungar á vogarskál réttlætisins.
En það er lítil huggun þeim, sem nú eiga um sárast að binda. Úr
þeirra þungu sorg verður ekki bætt. Djúp lotning og innilegasta sam-
úð í orði og verki er það eina, sem þjóðin getur látið ástvinum fall-
inna hetja sinna í té, — um leið og hún fullvissar þá um að sjómenn-
irnir á Max Pemberton hafi dáið fyrir þjóðina jafnt sem ástvini sína,
fallið æðrulaust eins og íslenzkip sjómenn hafa sýnt að þeir gera, þá
sjaldan sem spurnir hafa borizt frá síðustu leikslokunum.
Dagsbrsín væntir þess að hver félagi
geri skyldn sína
Það cru engin liégómaorð, sem Dagsbrúnarmenn hafa valið sér að
kjörorði í atkvæðagreiðslu þeirri, er nú fer fram um uppsögn samninga,
og lýkur í dag: Vinnum sigurinn fyrirfram!
Hver einasti Dagsbrúnarmaður verður að íhuga livað í þessum orð-
um felst, því geri hann það, lætur hann sig ekki vanta, heldur verður
eimi af þeim sem leggja sitt atkvæði til þess að sigur vinnijt fyrirfram.
Ileykvískir verkamenn! Dagsbrún, félagið ykkar, væntir þess að
þið gerið skyldu ykkar.
Um fáa núlifandi menn er meir talað en F. D.
Roosevelt, forseta Bandaríkjanna, er gengt hefur
þeirri stöðu þrjú kjörtímabil.
í grein þessari, úr Bandaríkjablaðinu „Worker“,
er skýrt frá því hvernig þessi störfum hlaðni stjórn-
málamaður skiptir niður vinnudegi síunm.
Bandaríkjajorseli afhencCir innránarhershöfðingjanum Dwiglit D.
Eisenhower heiðursmerkið „Legion of Merit“; fór athöfnin fram í
Kairo, er Roosevelt dvaldi þar á leið til Teheran.
Blílir nf nlblir. blíd ir dsBshiaa
Um kl. 8,30 er forseta Banda-
ríkjanna færður morgunverður
og dagblöð í rúmið. Seinna fær
hann síðdegisútgáfur New York
blaðanna með flugpósti
Áður en hann klæðir sig,
talar hann við ritara sína, Wat
son hershöfðingja, sem sér um
dagskrána, Steve Early, sem fer
með málefni, ev snerta dagblöð
og upplýsingar, * og Marvin
Mclntyre, sem hefur með hönd
um löggjafarmál og fjölda
margt annað. Auk þess getur
skeð að William D. Leahy aðm-
íráll, yfirmaður herforingjaráðs
ins; Harry Hopkins, náinn vin-
ur hans og ráðgjafi; og fjármála
ráðherrann, Henry Morgenthau
sem einnig er gamall vinur
hans, líti inn snemma morguns.
★
Um klukkan 10, eða skömmu
síðar, fer forsetinn úr sjálfu
Hvítahúsinu yfir 1 hina stóru,
sporöskjulöguðu skrifstofu sína.
Þar er stórt skrifborð, hlaðið
margs konar smádóti, sem vin-
ir forsetans um allan heim hafa
sent honum. Mikið af veggjun-
um er þakið gömlum prentlit-
myndum, sem flestar sýna staði
við Hudsonfljót, sem er honum
mjög kært. Við hlið skrifborðs-
ins er afar stórt, hreyfanlegt
hnattlíkan, og andspænis for-
setanum eru fest upp geysimik-
il landabréf.
★
Á föstudögum er hið fyrsta
reglulega viðtal hans við blaða-
menn og fréttamenn útvarps-
stöðva. Á þeim fundum eru vana
lega 100—150 fréttaritarar.
Þetta á að byrja kl. 10,30, en
er sj^ldan komið í gang fyrr en
næstum kl. 11. Forsetinn er
ekkert sérlega elskulegur gagn-
vart miklum hluta blaðanna, og
er það engin furða eftir hin-
ar ofboðslegu árásir afturhalds
blaðanna á hann. Þetta kemur
stundum fram sem nokkurt ön-
uglyndi á blaðamannafundun-
um. En langoftast er forsetinn
mjög glaður og gamansamur á
blaðamannafundunum, sem eru
tvisvar í viku. Er hann þá fljót
ur að svara vel fyrir sig og er
oft mjög fyndinn.
★
Á föstudegi einum fyrir
skömmu settist hann að aflokn-
um blaðamannafundi kl. 11,30
á ráðstefnu með Somervell hers
höfðingja, sem var þá nýbúinn
að ræða við brezka og kínverska
ráðamenn um nýja sókn á landi
gegn Japan. Á hádegi þurfti
hann svo að tala við Stettinius,
verzlunarutanríkisráðherra. Kl.
12,15 átti hann að ræða við Don
ald Nelson, sem var nýkominn
úr för sinni til Sovétríkjanna.
Klukkan 12,45 talaði hann við
Georg Harrison, formann
Bræðralags járnbrautaafgreiðslu
manna, um ástandið í launamál
um járnbrautanna. Hádegisverð
artíminn er einnig notaður til
viðræðna. Þennan föstudagborð
aði hann með fjármálaráðherr-
anum, sem var rétt að koma úr
eftirlitsferð um vígstöðvarnar.
Klukkan 2 sat forsetinn venju-
legan ráðuneytisfund.
Á einhverjum tíma dagsins
eru einhvers konar viðhafnar-
atriði, svo sem eins og að taka
á móti einhverjum stjórnmála-
manni í tilefni af útgáfu nýrra
frímerkja eða taka við trúnaðar
eiði nýs embættismanns. En yf-
irleitt hefur Roosevelt skorið
öll viðhafnaratriði niður í stríðs
tímalágmark. Samkvæmt öllum
reglum eiga nýir sendiherrar
erlendra ríkja að lesa upp langa
og vel undirbúna yfirlýsingu,
er þeir hitta forsetann í fyrsta
sinn, og forsetinn á svo að lesa
upp langa yfirlýsingu frá sér.
En nú er svo komið, að forset-
inn og hlutaðeigandi sendiherr-
ar rétta aðeins hver öðrum yfir-
lýsingar sínar, vélritaðar, og
hefja síðan viðræður.
Forsetinn þarf að sitja röð af
fastákveðnum fundum alla vik-
una. Hann ræðir við leiðtoga
þingsins, við Herráð Kyrrahafs
ins, við yfirmenn herforingja-
ráðanna og við brezk- banda-
ríska herráðið. Hann ræðir líka
oft við „verkamálanefnd sigurs-
ins“. Forsetinn sökkvir sér svo
niður í viðræðurnar við gesti
sína, að Watson verður að hafa
sig allan við til að láta dag-
skrána standast áætlun nokkum
veginn.
'k
En enginn dagskrárlisti seg-
ir alla sögu af vinnudegi for-
setans. Það eru margir fundir
og ráðstefnur, sem eru ekki á
listanum. Þeir Leahy flotafor-
ingi, Marshall hershöfðingi og
King flotaforingi eru vísir til
að 'k-oma hvenær sem er.
Forsetinn eyðir venjulega
miklum hluta dags eftir hádegi
í að lesa tilkynnirigar frá víg-
stöðvunum og frá höfuðborgum
heimsins, þar sem bandarískir
st j órnmálaer indrekar d vel j ast.
Þýðingarmiklir erindrekar geta
hvenær sem er á nótt eða degi
talað í áíma eða við forsetann.
Hann les líka og svarar bréfum
og les tilkynningar frá stjórn-
ardeildum. Með stríðinu hefur
pósturinn stóraukizt. Og stund-
um eyðir hann heilu kvöldi,
jafnvel til miðnættis,. í að lesa
einkaritara sínum, Grace Tully,
fyrir bréf.
Meðal skyldustarfa forsetans
er að semja yfirlýsingar, ræður
og ávörp til þingsins. Hvort sem
þið trúið því eða ekki, þá hef-
ur forsetinn engan leyniráð-
gjafa til að semja fyrir sig
allar ræðurnar. Að vísu hefur
hann ráðunauta, sem undirbúa
nokkra frumdrætti fyrir hann.
En ræðan sjálf er algjörlega
hans eigið verk. Hann les fljótt
Franklín Delano Roosevelt.
fyrir og skjátlast sjaldan (og
skýrir það afköst hans).
Forsetinn reynir ©ftast að
komast úr skrifstofunni um kl.
6. En ritarar hans, sem vinna
þangað til hann fer, segja, að
upp á síðkastið sé hann farinn
að vera lengur og lengur þar.
★
Kvöldverðirnir í Hvítahúsinu
eru með talsverðum samkvæm-
isbrag, því að gamlir vinir og
kunningjar líta þá oft inn. Það
er ein af hinum fáu skemmt-
unum, sem forsetinn veitir sér
nú orðið. Önnur afþreying hans
er hundurinn Fala, sem er orð-
inn frægasti hundur landsins.
Forsetinn syndir ennþá í laug-
inni sinni. En hann eyðir minni
tíma en áður í að horfa á bíó-
myndir á kvöldin. Og hann
hefur líka minni tíma til að
hugsa um frímerkja- og forn-
bókasöfn sín. En hann hefur
varðveitt hæfileika sinn til að
njóta vpl hvíldarinnar þá sjald-
an honum tekst að komast heim
í Hyde Park um helgar.
Forsetinn ver flestum kvöld-
um í að lesa skýrslur þær og
tilkynningar, sem stöðugt ber-
ast frá vígstöðvunum til Hvíta-
hússins. Það er enginn .vafi á
því, að meirihlutinn af tíma for
setans fer í lestur þessara til-
kynninga og viðtöl við hershöfð
ingjana.
★
Roosevelt liefur reynt að
koma sumum af hinum ábyrgð-
armiklu störfum sínum,»sem
snerta innanlandsrhál yfir á að-
stoðarmenn, t. d. Jimmy Byrn-
es forstjóra hervæðingarinnar
og Fred Vinson verðlagsstjóra,
og aðra aðstoðarmenn. Hefur
þetta stundum leitt til alvar-
legra glappaskota, og til kvart-
ana af hálfu verklýðsleiðtoga,
sem eru sérstaklega óánægðir
yfir tilhneigingu Byrnes til að
friða afturhaldsmenn þingsins
og yfir mótspyrnu Vinsons gegn
réttmætum kaupkröfum.
★
Upp á síðkastið hefur forset-
inn vai’ið meiri tíma til að at-
huga styrkjamálin. Hann hefur
oft lýst sig hliðhollan styrkjum
til aukningar landbúnaðarfram-
leiðslunnar og halda niðri verð-
! laginp. Hann er einnig farinn að
íhuga kröfur verkamanna um
kauphækkun. Of snemmt er að
segja um það, hvað úr þessu
verður.
Gagnrýnendur forsetans mættu
vel minnast þess, að það eru
heldur ekki nema 24 tímar ,í
sólarhringnum hjá honum, en
hins vegar eru ábyrgðarstörf og
vandamál þau, sem forseti
Bandaríkjanna þarf að leysa af
hendi á stríðstímum svo að
segja takmarkalaus. Staða for-
setans, sem einu sinni var
draumur hvers einasta skóla-
drengs, er einhver erfiðasta
vinna heimsins.
Síðastliðin sex ár hefur und
irritaður séð- forsetann tvisvar
í viku á blaðamannafundunum.
Drættirnir í andliti hans hafa
greinilega dýpkað á þessu tíma
bili og hárið þynnzt og gránað.
En hann hefur ekki tapað
neinu af hinu forna fjöri sínu.
Jafnvel hinir afturhaldssömu ó-
vinir Roosevelts í Washington
eiga erfitt með að neita vinnu-
þreki hans, glaðværð hans og
hugrekki.
Framh. af 3. síðu.
meðan hún er að leita í bók-
inni: Þarna kemur þaö sem
ég ætla aö sýna yður.
Það getur veriö pilla til
karlmannanna sem kjósa
helzt að deyja úr himgri ef
konan er ekki í húsinu,’ segir
hún.
Þar stendur:
„Varnagli
Kann vera aö löndum vor-
um þyki lítilfj örlegt fyrir karl
menn aö skipta sér af búrsýsl
an ellegar að rita forsagnir
á matvæla tilreiðslu, en aðr-
ar þjóöir líta ei svo á það
efni. í fornöld fundust meðal
hinna fornu Rómverja læröir
menn, sem allt því líkt lærðu
og dæma kunnu, svo sem var
hinn fjöllærði mikli Varro
hver eins hefur það mesta og
minnsta fært til síns máls.
Lærðir menn þessarar aldar
eru ennþá nærgöngulari
kvennasýslan og því meiri
i'öksemdir þykjast þeir hafa
sem greinilegar kunna hér
um aö tala, svo sem sjá má
af mörgum prentuðum merki
legum búskaparritningum,
hverjar einnig hjálpaö hafa
til við þetta verk“.
Eggert er ' þarna að rétt-
læta sjálfan sig fyrir afskipti
sín af búrsýslan, alveg eins og
við konurnar höfum gert og
gerum enn, að réttlæta okkur
fyrir afskipti af öðru en búr-
sýslan. Kaflinn sýnir einnig
hve konurnar hafa mikinn
þátt átt í búskapnum eða
framleiðslunni, yfirleitt, dett-
ur mér 1 hug, og ég segi við
frú Rakel:
— Finnst yður ekki heim-
ilisstörfin hafa víðast hvar
misst töframátt sinn, þar sem
framleiðslan hverfur úr verka
hring húsmóöurinnar?
— Jú, það er að vísu ekki
rétt aö ætla konunni aö una
einungis við litla íbúð og
heimilisstörf sem aðallega eru
falin í matreiðslu og hrein-
gerningu eins og oft vili veröa
í bæjunum. Þá finnst mér
eölilegra að hver kona velji
sitt starf og fólkið geti borð-
að úti á m'atsölustöðum.
— Þér munduð ekki vilja
búa inni í bænum.
— Eg er nú sama sem í
bænum, en ég hef jarðnæði,
og ef ég ekki hefði það, held
ég að ég reyndi aö flytja út
í sveitina.
— Viljið þér segja nokkuð
meira um heimilisstörfin?
Ef konurnar hafa ástæöu
til þess, finnst mér þær frek,
ar eiga að vinna þau sjálfar
en aö láta þau í hendur
Vandalausra, sérstaklega
vegna barnanna.
— Hefðuð þér ekki getað
hugsað yöur að láta börnin
frá yður nokkum hluta dags-
ins?
— Jú, í góðar hendur í
leikskóla, en ég mundi varla
hafa trúaö öðrum fyrir að
gefa þeim að borða eins og
hefur verið og enn er ástatt
á því sviöi.
Eg læröi ljósmóöurfræði
utanlands og vann sem ljós-
móðir um tíma, en svo hætti
/ stjórnartíð Roosevelts liefur sambúð Bandaríhjanna og Sovét-
ríkjanna batnað mjög. Myndin: Molotoff kemur til Waslúngton; Lit-
vinoff, Cordell Ilull og háttsettir hersliöfðingjar taka á,móti lionum.
VinniS sigurinn fyrirfram! Greiðið atkvæði í dag!
Á morgun verður það of seint!
Landamæri Póllands og Sovétríkianna
Manchester Guardian tekur I ssma streng
LONDON. — General News Service.
Lundúnablöð fyltja ýtarlegar ritstjórnargreinar um það tilboð
sovétstjórnarinnar að semja um landamæri Sovétríkjanna og
PóIIands á grundvelli hinnar svonefndu Curzonlínu, en það eru
þjóðemislandamæri sem ákveðin voru af æðstaráði Bandamanna
í París 8. des. 1919 — en þar áttu Rússar engan fulltrúa.
Daily Herald, aðalmálgagn enska verkamannaflokksins (La-
bour Party) segir í ritstjórnargrein m. a.: Tillaga Stalíns er
einstaklega sanngjörn. Það sem mest er um vert er að sam-
kvæmt þessari tillögu skal ákveða landamærin með samkomu-
lagi, en ekki með valdi, og það samkomulag mun fyrst og fremst
miðast við varanlega og trausta vináttu milli þjóðanna.
Nú er það pólsku stjórnarinn-
ar að svara, segir Daily Herald
ennfremur, en þess er hinsveg-
ar ekki að vænta að hún svari
án nákvæmrar yfirvegunar. En
fyrst Rússar lýsa því yfir að
landamærin frá 1939 séu ekki
bindandi þá ættu Pólverjar að
svara að landamærin frá 1921
væru það ekki heldur.
Stjórmnálaritstj. sama blaðs,
Daily Herald, segir m. a.:
„Um það verður ekki deilt,
að með því að lýsa yfir vilja
sínum til að endurskoða landa
mærin frá 1939 (á þann hátt
að héruð þar sem Pólverjar eru
meirihluti íbúanna verði afhent
Póllandi) liefur sovétstjórnin
opnað leið til sanngjarnrar
lausnar erfiðasta vandamáls er
bíður Bandamanna í landaskip-
un Austur-Evrópu.“
Stjórnmálaritari hins frjáls-
lynda blaðs Manchester Guar-
dian, ritar:
Sovétstjórnin hefur lagt fram
vingjarnleg^r og aðgengilegar
tillögur, sem vel gætu orðið
grundvöllur að varanlegri skip-
an á sambúð Rússa og Pólverja
Hér'Þblaðinu, segir stjórnmála-
ritstjórinn, hefur áður verið
bent á að Rússar hafa lengi
haft ákveðnar hugmyndir um
slíka skipan: Þeir vilja að
myndist sterktí Pólland. með
ég við það af því að ég hef
haft svo góðar aðstæöur sem
húsmóðir, og svo mörg áhuga
mál önnur sem ég viidi held-
ur stunda.
Þannig talar hin áhuga-
sama húsmóðir og ég kveð
hana með virktum, því aö ég
veit áð hvernig sem fram-
leiðslu- og þjóðfélagshættir
breytast munu hinir áhuga-
sömu náttúruelskendur og til-
raunamenn ætíð skipa virðu-
legan sess.
Blíður er andblær,
blíð er dagskoma
fylgja henni tónar töfrafullir
árvakra fugla sem er eyrna list.
Vísu þessa hefur frú Rakel
yfir rétt þegar ég er að kveðja
og segir að ég megi setja hana
sem „mottó“ „Því að moguninn
í garðinum er svo yndislegur“
greiðum aðgangi að Eystrasalti.
Pólska stjórnin og aðrir pólskir
áhrifamenn i London hafa síð-
ustu vikurnar gert sér það bet-
ur ljóst, að horfast verður í
augu við þær staðreyndir að
Pólland þarf ekki að ætla sér
að fá þau austurlandamæri er
það hafði fyrir stríð.“
í ritstjórnargrein segir Man-
chester Guardian meðal annárs:
„Enginn sem lítur til baka
yfir sögu pólska ríkisins frá
því það var endurreist 1919,
getur efazt um það, að ákvörð-
un Pólverja um að ýta landa-
mærunum lengra austur með
hjálp Frakka, eftir ósigur Rússa
1920, var óheppileg ákvörðun.
Pólland hefði orðið sterkara og
saga þess farsælli, ef það hefði
látið sér nægja eðlilegri landa-
mæri og ekki verið eins fík-
ið í að fá innan ríkistakmark-
anna framandi þjóðir gegn vilja
þeirra. Það er óheppilegt að
sovétstjórnin skyldi ekki tak-
marka yfirlýsinguna- við þetta
mál eitt, en pólska stjórnin
hlýtur að sjá að þarna býðst
tækifæri til samkomulags við
Rússa um landamæramálið. og
ætti ekki að láta það pnotað.“
Kaupdeíla í
Neskaupsfað
Kaupdeila stendur yfir milli
fiskflutningaskipaeigenda og
siglingamanna í Neskaupstað.
Valdimar Snævarr hefur verið
skipaður sáttasemjari og eru
sáttaumleitanir þegar hafnar.
Útgerðarmenn sögðu upp
samningum, en sjómennirnir
krefjast nokkurra launahækk-
unar.
\ Atvinnuleysi er hér landlægt
meðal verkamanna yfir vetur-
inn eins og víðast hvar annars-
staðar á Austfjörðum, og er það
með mesta móti hér í vetur.
Aðalfundur „Gerpis“.
Vélstjórafélagið „Gerpir“ hélt
aðalfund nýlega og var stjórnin
endurkosin, en hana skipa: Sig-
finnur Karlsson, form., Kristján
Sigurjónsson, ritari og Eiríkur
Ásmundsson, gjaldkeri. Árgjald
var hækkað í 50 kr.