Þjóðviljinn - 16.01.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.01.1944, Blaðsíða 8
'.iTfe Oe® borglnDl Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan-1 um, sími 5030. * Helgidagslæknir: Úlfar Þórðarson Bárugötu 13, sími 4738. Bifreiðarstjóri varðlæknis er Gunnar Ólafsson, Frakkastíg 6 B, sími 3391. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Næturakstur annast Bifreiðastöð Steindórs, sími 1580. Ljósatími ökutækja er frá kl. 3.40 að degi til kl. 9.35 að morgni. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Vopn guðanna éftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi kl. 8 í kvöld. Utvarpið í dag: 14.00 Messa í Hallgrímssókn (séra Sigurbjörn Einarsson). 18.40 Barnatími (Ragnar Jóhannes- son, séra Jakob Jónsson, Egg- ert Gilfer o. fl.). ert Gilfer o. fl.). 19.25 Hljómplötur: Lög eftir Chopin 20.20 Samleikur á harmoníum og píanó (Eggert Gilfer og Fritz Weisshappel): Hugleiðing um sálmalagið: „Ofan af himnum hér kom ég“ eftir Hasselstein. 20.35 Erindi: Ósýnilegir flutningar (Sigurður Einarsson dósent). 21.00 Hljómplötur: Norrænir söngv- arar. 21.15 Upplestur (dr. phil. Guðmund ur Finnbogason). 22.00 Danslög. (Danshljómsveit Þór is Jónssonar, kl. 22.00—22.40). Útvarpið á morgun: 18.30 íslenkukennsla, 1. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 2. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 20.30 Erindi: Vinnuliæli berklasjúkl inga (séra Eiríkur Albertsson, dr. theol.). 20.55 Hljómplötur: Szigeti leigur á fiðlu. 21.00 Um daginn og veginn (Gunn- ar Thoroddsen alþingismaður) 21.20 Útvarpshljómsveitin leikur ís- lenzk alþýðulög. — Einsöngur: Séra Garðar Þorsteinsson syngur lög eftir norsk tónskáld. Flokkurínn Skrifstofa SÓSÍALISTAFÉLAGS REYKJAVÍKUR, Skólavörðustíg 19, er opin alla virka daga KL. 4—7. Félagsmenn eru vinsamlega beðn- ir að koma þangað og greiða gjöld sín og vitja nýju flokksskírtein- anna. SÓSÍALISTAFÉLAG REYKJA- VÍKUR heldur fund þriðjud. 18. jan. kl. 8Vi e. li. að Skólav.st. 19. Eru félagsmenn áminntir um að fjöl- menna á fundinn OG MÆTA . STUNDVÍSLEGA. Atvinnumálanefnd kosin í Hafnarfirði Bæjarstjóm Hafnarfjarðar hefur kosið atvinnumálanefnd sem á að starfa í samvinnu við milliþinganefnd Alþingis í at- vinnumálum. í nefndina voru kosnir: Ás- geir G. Stefánsson, formaður, Björn Jóhannesson og Loftur Bjarnason. Verkalýðsfélögun- um í Hafnarfirði, en þau eru 4 að tölu, hefur verið boðið að skipa einn fulltrúa hvort félag í nefndina. • Óskar Jónsson hefur verið ráðinn starfmaður nefndarinn- ar. NÝJA BÍÓ JLEIKFÉLAG reykjavíkur. -VOPN GUÐANNA" Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. Leyndardómur danshallarinnar (Broadway) Dans- og söngvamynd um næturlífið í New York. George Raft. Pat O’Brien. Janet Blair. Brod Crawford. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. V í fiillfi fFÍ Mil Gerist áskrifendur að ÞJÓÐVILJANUM ... TJAKNAR BÍÓ ••••• „Yankee Doodle Dandy“ Amerísk söngva- og dans- mynd um ævi og störf George M. Cohan’s, leikara, tónskálds, ljóðskálds, leik- ritaskálds, leikhússtjóra o. fl. JAMES CAGNEY, JOAN LESLIE, WALTER HUSTON, RICHARD WHORF. Sýnd kl. 6.30 og 9. FLOTINN I HÖFN (The Fleet’s In) Dorothy Larnour. Sýnd kl. 3 og 5. Sala aðgöngum. hefst kl. 11 f. h. Úrslitaátök háð á austurvígstöðvumim Bretar bíða innrásarinnar með vaxandi óþreyju Frjálslyndir hernaðarsérfræðingar í London, sem liafa stöð- ugt haldið því fram, að ekki væri hægt að knýja fram úrslit í Þjóðverjar eru á skipulagslausu undanhaldi vestur á bóginn frá Mosir og Kalenkovitsi. Kósakkasveitir eru stöðugt á hælum þeirra. Kósakkarnir hafa og víða fatið fram úr hinum flýjandi hersveitum í því skyni að hindra flóttann. Hersveitir Vatútins hafa tekið marga bæi á miili Sami og Konel. Þjóðverjar játa, að! flestar hersveitir þeirra séu horfnar af svæðinu fyrir vestan Sami. Rússar reka flótta Þjóðverja á Pripetfenjalandinu á báðum bökkum Pripetfljóts. Sam- kvæmt síðustu fréttum voru Rússar komnir að þveránni Ubort um 50 km. fyrir vestan Mosir. En óvíst er hvort Þjóð- verjum tekst að stöðva undan- hald sitt þar. Það fer eftir því, hvað þeir hafa verið búnir ,að búa þar vel um sig áður. Er ólíklegt, að þeir hafi verið bún- ir að því, þar sem þeim mun sjálfum hafa komið óvart hinn skjóti ósigur sinn við Mosir. Her Rússa, sem sækir Vestur frá Kalenkovitsi, er þegar kom- inn vestur yfir þverána Ptjots, sem er 25 km. fyrir vestan Kalenkovitsi. Vígvellir miðvígstöðvanna eru þaktir snjó. Eru úrvals skíða- hersveitir í broddi hersveita Vatútins. Nálægt Novograd-Valinsk voru 270 þýzkir lögregluher- menn teknir til fanga í einum hóp í gær. Foringjar þeirra höfðu, er í óefni var komið, lagt undir sig farartækin og flúið, án þess að skeyta um örlög und irmanna sinna. Þjóðverjar gerðu afarhörð á- hlaup fyrir austan Vinnits í Breiðfirðingafélagið Framhald af 1. síðu Gjaldkeri: Snæbjörn H. Jóns- son. Meðstjórnendur: Davíð Ó. Grímsson, Lýður Jónsson og Óskar Bjartmarsson. í varastjórn eru: Guðbjörn Jakobsson, Jóhannes Ólafsson og Ólafur Þórarinsson. Félagsmenn eru nú á 6. hundr að. Söngkór og málfundafélag er nú stEirfandi innan fléagsins. — Hið árlega Breiðfirðingamót verður haldið að Hótel Borg laugardaginn 22. þ. m. gær. Rússar hrundu þeim öll- um með stórskotaliði sínu. Báru þessar tilraunir Þjóðverja eng- an árangur. Sýna þær hins veg- ar að þeir ætla sér að verja járn brautina til Odessa meðah kost ur er. „Dagur á vinnustað" Böðvar Guðlaugsson fékk verðlaun vik- unnar Verðlaun þessarar viku í greinasamkeppninni „Dagur á vinnustað“ hlaut Böðvar Guð- laugsson, Fálkagötu 26, fyrir grein sem hann nefnir „Dags- verk að vegargerð“. Er greinin birt á 2. síðu blaðsins í dag. Það láðist að taka fram að greinin „Illviðrisdagur í at- vinnubótavinnu“, eftir Björn Magnússon, sem birt var s.l. sunnudag, hefði hlotið verðlaun þeirrar viku, en lesendur munu hafa ráðið það af uppsetning- unni, sem verið hefur með svip uðum hætti nema á fyrstu greinunum er birtar voru á 4. —5. síðu. Samkeppnin um efnið „dagur á vinnustað“ heldur enn áfram nokkrar vikur. Þeir, sem vilja taka * þátt í keppninni þessa viku, sendi greinar til ristjórn- ar Þjóðviljans fyrir fimmtu- dagskvöld. Ég' undirritaður annast framtöl til skattstofunn- ar í Reykjavík. PÉTUR JAKOBSSON Kárastíg 12. Sími 4492. lillllllllÍllÉ stríðinu með loftsókn, þóttust góðir er eftirfarandi játning álp- aðist úr ræðumanni í útvarpi Þjóðverja til útlanda fyrir skömmu: „f Berlín ríkir enginn efi um það, að úrslitatökin fari fram á austurvígstöðvunum, og að Evrópustríðið verði ekki útkljáð með loftárásum eða stríðinu á ftalíu.“ Það er eftirtektarvert, að sir Hubert Gaugh, einn af þekkt- ustú hernaðarsérfræðingum Breta, ritar á þessa leið: „Ef það á að gera árás á Suður- Evrópu, sem Rússar hafi veru- legt gagn af, þá verður að fram kvæma hana á næstunni. Það hefur alltaf hina mestu þýð- ingu, að engum tíma sé eytt til einskis.“ Hið heimsfræga fjármálablað, The Economist, kvartar sáran undan hinum tilgangslausu á- tökum á Ítalíu. Það segir svo: „Aðalárásir Bandamanna á Ítalíu beinast gegn sex þýzkum herfylkjum, og landið, sem um er barizt, hefur lítið gildi hvort sem er fyrir Bandamenn eða óvinina.“ Þessi ummæli styðja þá skoð- un almennings í Bretlandi, aðað eins nýjar vígstöðvar geti gefið hinum kostnaðarsömu hernað- araðgerðum á Ítalíu gildi. í þessu sambandi vekur það athygli, að um leið og tilkynnt er í Washington, að innrásar- dagurinn hafi verið ákveðinn, er sagt frá því að af 65 þús- undum innrásarbáta, sem þörf HENDRIK OTTÓSSON flytur erindi um LENIN á fundi Sósíalistafélags Reykjavíkur n.k. þriðjudag. . Brynjólfur Bjarnason mun tala um ástand og liorfur í íslenzkum stjórnmálum, Einar Olgeirsson flyt- ur erindi frá útlöndum og Einar Andrésson les upp. sé fyrir í innrás í Evrópu, séu aðeins 20 þúsundir fullsmíðað- ar. Verklýðshreyfingin lætur sig miklu skipta sérhvern vott þess, að ekki eigi-að styðja vetr ar^ókn Rússa með öflugum inn- rásum að vestan og sunnan. Frétfír frá Neskaupsfad Einkaskeyti frá Neskaupstað. Á bæjarstjórnarfundi í gær voru þessir menn kosnir í at- vinnumálanefnd: Lúðvík Jósefs son, Jóhannes Stefánsson, Jón- as Thoroddsen, Ármann Eiríks- son og Oliver Guðmundsson. Bæjarstjórnin samþykkti með 5 atkv. gegn 3 að selja rafmagn til heimilisnota sem kostað hef- ur kr. 1.50 kwst. á 25 aura kilo- wattið það sem notað er fram yfir meðalnotkun þriggja und- anfarinna ára á hverju heimili. Báru sósíalistar fram þessa til- lögu, sem er mjög til hagsbóta fyrir bæjarbúa. Skorað var á landssímastjórn ina áð hafa símstöðina opna til kl. 23 á kvöldin, en nú er henni lokað kl. 20. Mislingar hafa geysað hér og varð að loka gagnfræðaskólan- um um hríð vegna veikinda nemenda. Inflúensufaraldur er nokkur. Ekkert dauðstilfelli var hér á» síðari helming fyrra árs. Um áramótin voru liðin fimm tán ár frá því Neskaupstaður fékk bæjarréttindi. Nasisti skotinn til bana í Kaupmannahöfn Þýzlcur leynilögreglumaður var slcotinn í Kaupmannahöfn í gœr, er hahn reyhdi að brjótast inn í hús til að leita að skevimdarverka- mönnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.