Þjóðviljinn - 21.01.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.01.1944, Blaðsíða 3
Föstudagur 21. 'janúar 1944- ÞJÓÐVILJINN S íþróttanef ndin Með samningu íþróttalaganna og gildistöku þeirra 12 febr. 1940 hefur óneitanlega verið stigið stórt spor í íþróttamálum vorum. Eitt af ákvæðum þeirra er um skipun íþróttanefndar ríkisins þar sem einn þeirra er skipaður af í. S. f. annar af U. M. F. 1. og þriðji af kennslu- málaráðuneytinu, allir til þriggja ára í senn. Þessi fyrsta nefnd liefur nú fyrir nokkru lokið sínu þriggja ára starfi og í því tilefni gefið út all- ítarlega skýrslu um störf sín. Nefnd þessi hefur einnig stjórn íþróttasjóðs á hendi, enda er mikill hluti starfs hennar að úthluta fé úr honum. Hefur á þessum þrem ár- um verið mikið unnið að íþróttamannvirkjum og hefur nefndin auk fjárveitinga veitt ýmsa aðra aðstoð við byggingarnar, svo sem teikning- ar, útvegun efnis o. fl. Mun nefndin með sinn áhugasama framkvæmda- stjóra, íþróttafulltrúa ríkisins Þorstein Einarsson, hafa unnið ötullega. Ef skýrslan er athuguð, kemur í Ijós að fjárveitingar til íþróttamála í landinu eru í fjórum opinberum stöðum, én það eru íþróttanefnd ríkis- ins, í. S. í. og U.. M. F. í. auk þess mun Alþingi hafa veitt aukalega án milligöngu íþróttasjóðs. Frá mínu sjónarmiði hefðu allar fjárveitingar til íþróttamála átt að vera á einum stað, hvort sem þær voru til verklegra framkvæmda, íþróttakennslu eða annars sem að íþróttum lýtur. Þessi margskipting hlýtur að verða til að dreifa en ekki til að sameina. Sameining og samræming hlýtur þó að vera undirstaða allra félagslegra átaka, ekki sízt þegar um áhugastörf er að ræða. Þessi nefnd hefði því átt að starfa í beinu og nánu sambandi við yfirstjórn íþróttamálanna í landinu, sem að sjálfsögðu á að vera eín, hvað svo sem hún er látin heita. Þetta hlýt- ur bæði nefnd þeirri er fjallaði um íþróttalögin að hafa verið fullljóst og sömuleiðis þingmönnum Alþingis, sem samþykktu þau. Enn hefur ekki komið til neinna átaka um þetta atriði og lögin yfirleitt, og má vera að það sé að þakka því, að velviljaðir menn íþróttahreyfingunni og sátt- fúsir sitji í þessum trúnaðarstoðum. Þó má gera ráð fyrir að þessi atriði og lögin yfirleitt verði endurskoðuð fyr en seinna, enda er það algengt um nýjar lagasetningar, að þær séu endurskoðaðar fljótlega. Samanburður sá, sexn gerður er í skýrslunni á ýmsum störfum 1. S. í. og U. M. F. í. hefði ekki átt að vera þar, auk þess sem sumt af því er beinlínis villandi. Eftir skýrslunni gætu ókunnugir haldið að á landinu væru nú 308 íþróttafélög, eða 157 í í. S. t. og 151 í U. M. F. í. En mörg félögin eru í báðum samböndunum. Um fjárveitingu nefndarinnar til U. M. F. í. og í. S. 1. mætti margt segja, en að þessu sinni læt ég það bíða. Nefndin hefur nú verið skipuð á ný og eru í henni þessir menn: Daníeí Ágústínusson frá U. M. F. í. Kristján Gestsson frá í. S. 1 og frá Kennslumálaráðuneytinu Guðm. Kr. Guðmundsson og er hann for- maður nefndarinnar. Um þessa menn er ekki nema gott eitt að segja, þó ég hinsvegar telji æskilegt að íþróttamenn sneiði eftir því sem hægt er fram hjá þeim mönnum til sinna starfa. sem framarlega standa í stjórnmálabaráttunni. Að lokum óska ég svo að nefndin fái sem mest fé til umráða. því þörfin er mikil og víða. Leikfimi í verksmiðjum ÍÞRÚTTIR + RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASON íþróli er leikur áá Þetta er einn af leikjum drengjanna qö Kongsbergi. — Það er Birgir Ruud sem flýgur, en trúlcgt er, aö fótur hans sé fastari nú þessa dag- ana, eftir síðustu fréttum að dœma — nazistur tóku hann fastan, ásamt fleiri íþróttamönnum, er gengust fyrir skíðamóti í trássi við nazistana. Taiið er, að slysahætta hjá verksmiðjufólki aukist mjög er líður á vinnudaginn, og af- köst þess séu þá oft minni en í byrjun hans, a. m. k í sum- um starfsgreinum. Orsökin er talin þreyta og dvínandi eftirtekt. í Svíþjóö hefur verið gerð mjög merki- i leg tilraun til að vinna gegn þessum alkunnu áhrifum vinnunnar. Fyrir 5 árum var hafizt handa í skóverksmiðj- um samvinnufélaganna í Öre- bro um iðkun leikfimi í 5 mínútur á hverjum degi, þeg- ar eftir voru 2 klst. af vinnu- tímanum. Verksmiðjufólkið hætti vinnu og tók þátt í æf- inaunum. Allar vélar voru stöðvaðar, gluggar opnaðir og hreint Ioft strevmdi inn í vínnusalina. Hver* maður fór úr sínum stað og tók sér | stöðu í göngum milli vinnu- ' vélanna og æfingamar hóf- ust undir stjórn kennara er fenginn var til verksmiðj- anna. Fólkið fagnaði hreyf- ingxmni og árangurinn varð sá, að það hresstist og varð líflegra, vinnuþreytan rénaði og þróttur þess og gleði óx. Slík nýjung sem þessi ætti aö komast á hér á landi. En auk þess þarf í náinni fram- tíð að koma upp hæfilega stórum æfingaskólum ásamt góðum baðtækjum við hverja verksmiöju og hvert iðnaðar- fyrirtæki, þar sem allt starfs- fólkið gæti iökað nokkrar hoil ar líkamsæfingar og fengiö gott bað aö loknu dagsverki. Vera má að það geti dreg- ’izt nokkuð að þessi skilyrði skapist og örðugra er fyrir lítil fyrirtæki en stór að hefj- ast handa um þetta. Eigi að Frh. á 8. síðu. Skammt frá Osló er íþrótta- félag sem heitir Kongsberg. Það er stofnað 1920 og er fyrsti formaður þess Tormod Ruud sem elztur er af þeim bræðmm. Þetta félag er dá- lítið sérstakt. Það er ekki í neinu sambandi og hefur engar skyidur við íþróttasam- tökin, en tilgangur þess er, að safna þeim yngstu og koma þeim í góðan félagsskap og veita þeim alhliða þjálfun og þaðan hafa beztu skíðamenn komiö. .Faðirinn Ruud hefur gefiö land undir velli og lánar hús til starfseminnar. Þegar strák amir láta sem verst, færist breitt bros yfir andlit hans, og skemmtir hann sér vel þá. í eftirfarandi grein segir Tormod Ruud álit sitt á í- þróttum sem leik og hinum i hátíölegu íþi’óttamönnum. Það versta sem ég þekki em hátíðlegir íþróttamenn og pólitíkusar. Þeir hafa margt sameigin- legt en þó mun ég aðeins ræða hér um íþróttamennina. íþróttamenn, sem iðka allar sínar íþróttir eftir ákveðnum l línum, sem hátíðlega og ná- kvæmt fylgjast með öllum sínum hreyfingum, sérhverri smá vöðvahreyfingu líkam- ans, sá sem rannsakar allt með nákvæmni tímamælisins, jafnvel brosið og leiknina í íþróttunum, hann bíður á- byggilega jafn mikiö tjón á sálu sinni sem hann sækir styrk í íþróttaæfingar. Það er mögulegt og jafnvel sennilegt aö hann nái betri árangri, en það verður þá honum það einasta. Hann tekur á móti tilkynmngunni um þennan ágæta árangur sinn án þess að gleðjast eða hrífast. Kurteis, hátíðlegur og hreyfingarlaus stendur hann, hinn hátíðlegi íþróttamaöur. Eg hef aldrei hugsað mér að ; þetta væri tilgangur íþrótt- I anna. íþróttirnar eru fram- | hald af því skemmtilega lífi og hinum létta leik æskuár- anna. Fyrir mér hafa íþrótt- irnar staðið sem hluti af þeim leik sem við byrjuðum á sem unglingar. Því miður lítur út fyrir að þróunin sé komin svo langt, að mikill hluti íþróttaæskunn ar er of hátíölegur til að skilja þetta. Við, þessir „óhá- tíðlegu“, við iðkum íþróttir markvissara en leik og skilj- um tilgang þeirra. En eins og leikimir gáfu kröftmn drengj anna eðlilega útrás, eiga í- þróttimar einnig að gefa þeim vöxnu hina sömu, frjálsu hamingjusomu tilfinn ingu. Hversu vel man ég ekki mótin hjá strákafélögunum þar sem keppt var í öllum ó- trúlegustu íþróttagi’einum. Eg minnist eins móts. Þaö átti að vera meiriháttar af- mælismót. Heiðursfélagi félags ins, Helgi Jövland, átti að vera viðstaddur. Útnefning hans sem heiðursfélaga má fyrst og fremst þakka þeirri miklu virðingu sem við höfð- um fyrir olympíumeistaran- um (tugþraut) og svo í öðm lagi fyrír það að hann hafði gefið félaginu fyrstu kúluna og kringluna. Áður notuöum við flata og hnöttótta steina. Búningarnir glitruðu þar í öllum regnbogans litum og vom af öllum mögulegum gerðum. Og hversu hreyknir við vorum þegar við gengum í skrúðgöngu fyrir tugþraut- armeistarann og fieiri hátt- setta íþróttamenn! Við skildum ekki hlátur þrælanna sem heilsuðu þess- ari alvarlegu skrúðfylkingu, fyrr en við litum á síðasta mann í göngunni, Brynjolf Hansen, þá um 7 ára aldur. Þá fékk okkar óhagganlega I alvara ekki svo lítið áfall. Hann hafði sem sé gleymt buxunum. En betra er aö vera buxnalaus en ráðalaus, hugsaði snáðinn. Þá fékk hann sér öryggisnælu og tog- aði peysuna niður að aftan og framan og nældi saman milli fótanna. Þetta leit vel út til að byrja með en þegar komið var á völlinn höfðu peysuboð- angamir snúizt svo að það var lítiö sem öryggisnælan skýldi. Síðan byrjaði mótið. Tíminn líður. Drengirnir sem léku sér á vellinum í skóginum fara að kom fram • Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.