Þjóðviljinn - 21.01.1944, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 21.01.1944, Qupperneq 7
Föstudagur 21. janúar 1944. ÞJÓÐVILJINN 7 SVÖLUUNGARNIR (Lauslega þýtt). kona, sem á fimm börn. Þið ættuð að sjá, hvað þau börn eru góð og borða fallega. Þeim dettur ekki í hug að hrinda hvert öðru og ætla allt að gleypa, þegar þau fá matinn. Eg skal ábyrgjast, að þau yrðu alveg steinhissa að sjá, hvernig þið látið.“ Svöluungarnir lögðu undir flatt og hlustuðu. En næst þegar mamma þeirra færði þeim mat, rifust þeir og létu öllum illum látum. Konan, sem bjó í húsinu, heyrði þetta. Hún brosti og sagði við sjálfa sig: „Ég gæti bezt trúað, að þessir svöluungar séu verri en mínir krakkar. Aumingja svölumamma!" Einu sinni um hádegisbilið færði svalan ungum sín- um mat og þeir rifust eins og vant var. Þá sagði hún: „Nú er konan hérna í húsinu búin að bera á borð fyrir börnin sín. Þið skuluð gægjast út úr hreiðrinu, svo að þið sjáið inn um gluggann, þá fáið þið að sjá góð börn, og þá lærið þið líklega að skammast ykkar fyr- ir ósiðina“. Nú var svalan reið. I Svöluungarnir voru fjarska forvitnir. Hefðu börnin litið upp; mundu þau hafa mætt tíu svörtum, tindrandi svöluaugum. En börnin horfðu ekki út um gluggann. Börnin sátu ósköp prúð og góð á stólum við borðið. Mamma þeirra skammtaði þeim steikfan fisk á litlu diskana þeirra, og þau biðu þolinmóð. „Ungavargarnir mínir hafa gott af að sjá þetta“, sagði svalan við sjálfa sig. Þegar börnin höfðu borðað fiskinn, kom mamma þeirra inn með sykruð jarðarber á fati. „Nú ætla ég að bregða mér út snöggvast. Fáið þið ykkur jarðarber og verið þið góð“. Svo fór hún. Börnin, sem sátu næst fatinu á borðsendanum, réð- ust á berin með mikilli græðgi. „Ég e'r elztur, og ég á að fá það fyrstur“, kallaði elzti krakkinn og þreif fatið af hinum. „Þú tekur of mikið“, kölluðu hinir krakkarnir. „Þú tekur of mikið, þú tekur of mikið“, kölluðu krakkarnir hver í kapp við annan. Þeir rifust svo hátt, að svöluungunum var seinast farið að blöskra. WtCgÞETTA „Eg aöhyllist hóflega og skynsamlega ættjarð'arást, en er á móti þeim steinblinda á- trúnaði, sem heljdur aö allt sé gott og rétt aðeins ef hægt er að tengja nafn föðurlands- ins við það. — Þaö er hægt aö unna þjóð sinni,- án þess að líta niöur á aðrar þjóöir“. Masaryk. * „Þjóð mín veröur aldrei neitt annaö en örlítill hluti af heiminum. En ef lítil þjóö vinnur eitthvert afrek me'ö sóma, hefur það sérstakt og óvenjulegt gildi — Masaryk. „Fylgiö mér, ef ég sæki fram, drepið mig ef ég hopa, hefniö mín, ef ég fell“. Mússolini. „Einræöi er eins og risavax- iö tré, reisulegt á ’blómaskeiöi sínu, en ekkert þrífst í skugga þess“. Stanley Baldwin. „Þaö er á valdi fimm—sex manna hvort friður getur haldizt í heiminum. Forlögin hafa gert mig aö einum þeirra“. (!) Laval. ©íxSW \n3 Ijotíw SKÁLDSAGA eftir JOHAN FALKBERGET sinni barið í borðið frammi fyrir skrifaranum. , Karlinn frá Heggshlíö tuggði tóbak og taumar runnu um höku hans. Skrifarinn leit ööru hvoru yfir hópinn framan við" borö- iö og hvasst augnaráð hans nam staöar við mann, sem var höföi hærri en aðrir. Skrifarinn þekkti hann og leit undan. Þaö var Henning Heggeli, maöurinn, sem ekki tók ofan. Marteinn Finni var aftar- lega í rööinni. En seinast var þó kallaö á hann. Hann ruddi sér braut og hallaöi sér fram á borðið. „Marteinn Finni. Derboe kaupmaður hefur heimt laun þín hér“. „Derboe kaupmaöur!“ hvæsti Marteinn. Hann beit á jaxlinn saup kveljur og augu hans leiftruöu hvöss og dökk undir hárlubbanum. Hann skalf í knjáliöunum. „Hvaö var upphæðin mik- il?“ skrifarinn leitaöi aö nafni Marteins á listanum. „Sextíu og sex krónur“, sagöi skrifarinn. „Sextíu og — — Eg sem hef unnið nótt og dag, nótt og dag!“ Skrifarinn svaraði þessu ekki. Hann kallaöi á næsta mann. „Eg hef þrælaö nótt og dag!“ kallaöi Marteinn. Skrif arinn kallaði aftur. „Þetta er ranglæti“, sagði Marteinn. „Næsti maður“, hrópaði skrifarinn. „Derboe kaupmaður átti ekkert meö að taka kaupið mitt------“. „Hans Larsen!“ hrópaöi skrifarinn hátt og Hans Lars- en, lágvaxinn, skeggjaður bóndi, haitraði inn aö borð- inu, „Við eigum engan mat heima. Eg verö aö fá eitt- hvaö borgaö fyrir fram, fyrst svona fór“, sagði Marteinn og stóð kyrr. Skrifarinn hristi höfuöið. Derboe kaupmaöur hafði ekki fengiö alla skuldina greidda enn. Marteini rann í skap. Blóö- sugan, Derboe varö aldrei mettur. Aldrei var hægt aö grynna á skuld hjá honum. Fjandinn húðstrýki hann. Marteinn Finni stóð stein- þegjandi og bannsöng í hug- anum alla höföingja, sem hann mundi eftir í fljótu bragöi, bannsöng þá lengi og rækilega. Nú höföu allir fengiö laun sín. Henning Heggeli stóö einn í sauöskinnstreyjunni framan viö borðiö. „Marteinn verður aö fá ein- hverja peninga. Þaö er ekk- ert til aö boröa heima hjá honum“, sagöi Henning Hegg eli. En skrifaririn átti annríkt og anzaöi ekki. „Heyriö þér til mín, skrif- ari?“ sagöi Henning Heggeli. Þá skipti skrifarinn litum. Henning Heggeli var ósvífinn og bar ekki viröingu fyrir neinum. Skrifarinn hleyptí brúnum og staröi rannsókn- araugum á Henning. Það var óveöur í aösigi. Þeir vissu þaö báðir. „Þér hafiö aldrei heyrt sann leikann. En nú skuluö þér fá að heyra hann, að mér heil- um og lifandi“, sagöi Henn- ing. Skrifarinn lagöi frá sér pennastöngina og stóö á fæt- ur. Hann gekk alveg fram fyr ir boröið, bar sköllótt höfuð^ ið viröulega og stóö hugsandi um stund. „Þú heföir ekki átt aö vera svona oröillur, Henning“, sagði hann. Skrifarinn vissi af reynslu, aö þaö þýddi ekki aö fara illa aö karlinum. Hann bjó sig undir aö miöla málum. „Þiö eigiö ekkert meö aö níöast á fátækum“, sagöi Henning. „Heyröu mig, kæri Henn- ing Heggeli. Viö hérna á skrif stofunni getum ekki annaö en fylgt þeiin reglum, sem námustjórnin hefur sett okk- ur“. Skrifarinn lagöi hendina vingjarnlega á öxl gamla mannsins og tók handfylli sína í sauöskinnstreyju hans. Gamli maðurinn gafst upp. „Eg skil, ég skil“, tautaöi hann. Svona var auövelt aö sigra hann með góöu, en mætti hann kuldalegu við- móti, varö hann eins og óður maöur. „Því miöur er þetta svona, Henning“, sagöi skrifarinn. „Eg skil þaö. Eg skil þaö“, sagöi gamli maöurinn og gekk til dyra. „Skrifarinn settist aftur og fór aö telja bankaseöla. ------Marteinn gekk þreytu lega upp brekkuna aftur. Hann kveiö fyrir heimkom- unni, eins og hundur, sem sér húsbónda sinn reiða svip- una. Þaö er enginn leikur að koma heim peningalaus. ■ Hann vissi engin ráö til að útvega mat. Þáö var ólíklegt aö Derboe kaupmaöur vildi lána honum. Skuldin var ekki nærri því greidd enn. Marteinn hugsaði um krakka sína. Vesalingarnir litlu sem voru farnir aö hlakka til aö hann kasmi heim meö mánaöarlaunin. Marteini var eitthvaö svo ó- notalegt innanbrjósts og hann sveió í augun. Bölvuó’ fátæktin! Hann ráf- aöi áfram, heim á leiö og tautaöi blótsyrði. Marteinn nam skyndilega staðar á miðjum veginum. i Hver fjandinn! Hér stóö þá I blóösugan sjálf, Derboe kaup- 1 maður, fyrir dyrum úti og reykti úr langri pípu. Hann var digur eins og naut. Marteinn gekk fram hjá búðinni — lotinn undir tóm- um poka. Eftir litla stund komu krakkar hans hlaupandi á móti honum. Þeir fóru svo I geyst áö sandur og möl þyrl- aöist upp undan fótum þeirra. „Pabbi! Ertu með peninga? Ertu með mat?“ Þau dönsuöu og hlupu í kringum hann. Marteinn vissi ekki hvaö ; hann átti af sér aö gera. | Hverju átti harin að svara j hungruðum og hálfnöktum ’l börnunum? „Hefuröu mikla peninga, pabbi?“ spurði sá yngsti, sem hékk í pabba sínum og horföi framan í hann. I Hann var líkur pabba sín- um þessi snáöi skáeygur og hjólbeinóttur. „Mannna gráta“ sagöi hann á barnamáli sínu. Þá hægöi Marteinn göng- una. Hann vissi aö nú mundi vera alveg matarlaust. María var ekki vön aö gráta út af öðru. Þegar hann kom heim, sett ist hann á eldiviöarkassann frammi viö dyr og sagöi Mar- íu allt eins og var: Derboe kaupmaöur, þessi síhungraði úlfur hafði verið búinn aö taka öll launin hans upp í skuidina. Og hrökk ekki til! Þaö þýddi ekk ert aö vinna nótt og dag. Ekki nóg með þetta! Mar- teinn sagðist hafa meiöst innvortis, líklega eyöilagt miltað. María stóð í sömu sporum meö hendurnar á ofninum og vissi ekki hvaö hún átti að segja. Þetta var svo Ijótt af

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.