Þjóðviljinn - 21.01.1944, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 21.01.1944, Qupperneq 8
Or borglnn! Næturlæknir er í Læknavarðstöö Reykjavíkur í AusturDæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Útvarpið í dag: 20.30 Útvarpssagan: „Bör Börsson" eftir Johan Falkberget, III (Helgi Hjörvar). 21.00 Píanókvartett útvarpsins: Kaflar úr píanókvartett, Op. 16, eftir Beethoven. 21.15 Útvarpsþáttur (frú Aðalbjörg Sigurðardóttir. 21.35 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (Björn Sigfússon). 21.55 Fréttir. 22.00 Symfóníutónleikar (plötur): a) Fiðlukonsert eftir Prokofieff. b) Symfónía nr. 1 eftir Szosta- kovicz.. Háskólaf yrirlestur. N æstkomandi sunnudag, 23. þ. m., flytur dr. phil. Guðmundur Finnbogason fyrirlestur i hátíðasal Háskólans, er hann nefnir: „Tíminn og eilífðin". Fyrir- lesturinn hefst kl. 2 e. h. og er öll- um heimill aðgangur. Áheit og gjafir til Blindraheim- ilis. Frá N. B. kr. 1000,00, frá X kr. 200,00, áheit frá G. S. kr. 25,00, frá S. J. 15,00, frá H. F. H. 200,00, frá M. S. 100,00, frá G. afh. Mbl. kr. 10,00, afh. Mbl. 20,00. Kærar þakkir. Blindravinafélag íslands. Þórsteinn Bjarnason. Ljósatími ökutækja er frá kl. 4.00 að degi til lcl. 9.15 að morgni. , Skátar. Skíðaferð í Þrymheima laugardagskvöld kl. 8. Farmiðar í Penslinum, Laugavegi 4, í dag kl. 4—6. Skíðafélag Reykjavíkur. Aðal- fundur Skíðafélags Reykjavíkur verður haldinn í Kaupþingssalnum í Eimskipafélagshúsinu mánudags- kvöldið 23. janúar 1944 kl. 8,30. Dagskrá samkv. félagslögum. Stjórnin. Tveir menn voru í fyrradag dæmdir í lögreglurétti Reykjavíkur fyrir ölvun við akstur. Þeir voru dæmdir í 10 daga varðhald hvor og sviptir ökuleyfi í 3 mánuði. Flobkurínn Skrifstofa SÓSÍALISTAFÉLAGS REYKJAVÍKUR, Skólavörðustíg 19, er opin alla virka daga kl. 4—7. Félagsmenn eru vinsamlega beðn- ir að koma þangað og greiða gjöld sín og vitja nýju' flokksskírtein- ánna'. Nýi tíminn, 1. tbl. 3. árg., er ný- komið út. í blaðinu er m. a. Álit fulltrúa Alþýðusambands íslands og fulltrúa Búnaðarfélags íslands í nýju sex-manna-nefndinni. Grein, er nefnist Framsóknarréttlætið eftir þingeyskan bónda, Jón Þór Buch; er þar lýst stefnu Framsóknarflokksins í verzlunar- og landbúnaðarmálum eins og hún lýsir sér í verki. — Einar Örn Björnsson ritar þama grein um Bændafund á Egilsstöð- um, sem boðað var til að tilstuðl- an Búnaðarsambands Austurlands. Á fundinum var samþykkt, nærri einróma, tillaga um að nauðsyn bæri til að stofna óháð landssam- tök bænda, sem hefðu samvinnu við Alþýðusambandið og önnur hags munasamtök. — Skúli Guðjónsson á þarna nokkra|’ smágreinar, er hann nefnir „Frá sjónarhóli sveitamanns"; er Skúli einn af ritfærustu mönnum í bændastétt, og hafa birzt eftir hann greinar um þjóðfélagsmál í Rétti og víðar. — Ennfremur er í blaðinu greinu um mæðiveikina eft- ir Jón Þór Buch, o. fl. — Lesendur Þjóðviljans ættu að kynna sér við- horf róttækra bænda til þjóðfélags- málanna; einn liðurin í þeirri kynningu væri, að fylgjast vel með því, er Nýi tíminn hefur að flytja. þlÖÐVLIINN Héraðsþing Ungmennasambands Vestfjarða var haldið að Núpi í Dýrafirði dagana 27.—28. desember s.l. Fara hér á eítir samþykktir þingsins um skilnaðar- máíið og þjóðhátíðardag, íþróttamál, skólamál og bind- indismál. 1. SKILNAÐARMÁLIÐ OG ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR „Héraðsþingið fagnar því, að stofnað verði lýðveldi á íslandi 17. júní 1944 og skorar á ung- mennafélögin að vinna að þvi, að þátttaka í væntanlegri þjóð- aratkvæðagreiðslu verði sem al- mennust. Héraðsþingið lítur svo á að sjálfsagt sé að 17. júní verði þjóðhátíðardagur íslendinga“. 2. ÍÞRÓTTAMÁL „Héraðsþíngið felur héraðs- stjórn að ákveða í samráði við íþróttafulltrúa ríkisins stað fyr- ir íþróttavöll og útisundlaug að Núpi og hefja framkvæmdir sem fyrst. Þá lýsir héraðsþingið ánægju sinni yfir íþróttamótinu að Núpi 11. júlí s. 1. og telur sjálf- sagt að slík mót verði haldin þar árlega. Ennfremur þakkar þingið U. M. F. í. ágætt sam- starf í framkvæmd íþróttamál- efna“. 3. SKÓLAMÁL „Héraðsþingið hvetur ung- mennafélögin, til þess að vinna ) að því að heimavistarsþólar fyr- ir börn verði reistir í sveitum og leggja kapp á að safna fé til undirbúnings framkvæmda í þeim efnum“. 4. BINDINDISMÁL „Héraðsþingið brýnir fyrir ungmennafélögunum að aldrei hefur verið meiri þörf en nú á því að drengilega væri unnið fyrir bindindismálið, sem jafn- an hlýtur að vera grundvallar- Vonlítið að Laxfoss náist út llorjur á því, að talcast megi að bjarga Laxjossi, haja versnað all- mikið af völdum brivis undanjarna daga. Brimið hefur fært skipið til á skerinu, og má búast við, að það hafi brotnað töluvert til við- bótar frá því sem áður var. Björgunartilraunirnar hafa geng- ið erfiðlega, áður en brimið færði skipið til, og er nú jafnvel talið vonlítið, að takist að bjarga nema einhverjum hlutum úr skipinu. ................V'".......... ÁsKríftarsfmi Þjððviljans er 2184 hugsjón félagslífsins. Telur þing ið sérstaka ástæðu til að áminna félögin um öflugt viðnám gegn tóbakstízkunni með öflugu starfi tóbaksbindindisflokka, almennri fræðslu og tóbakslausum sam- komum“. 5. SKINFAXI „Héraðsþingið hvetur ung- mennafélaga til að kaupa Skin- faxa og vinna sem bezt að út- breiðslu hans“. Hryðjuverk í Júgóslavíu Framhald af 1. síðu. Óvinirnir hafa beðið mikið tjón. Yfir 400 Þjóðverjar voru drepn- ir, er ráðist var á nokkrar vél- búnar hersveitir Þjóðverja í Sloveníu. Margir Serbar og Króatar. sem börðust með Þjóðverjum, hafa strokið frá þeim og gengið í þjóðfrelsisherinn. Verklýðsfél. Patreksfjarðar / I Framhald af 1. síðu Fjármálaritari: Markús Ö. Thoroddsen. Ennfremur var kosið trúnað- armannaráð, skipað fjórum mönnum, auk félagsstjórnar. Sjómannafélagið hafði áður samþykkt að ganga sem deild inn í Verklýðsfélagið og sam- þykkti Verklýðsfélagið það.Var endanlega gengið frá þessari á- kvörðun á fundinum. ¥rindreki Alþýðusambands- íns, Jón Rafnsson, dvaldi um tíma fyrir vestan og vann að sameiningunni. Sambaudsslitm Framh. af’ 1. síöu. efndakenninguna og taldi rök þeirra manna, 'er vilja tryggja sambandsslitin á þeim, vera ó- yggjandi. Hann hvað þó ekki nauðsynlegt, að byggja á van- efndakenningunni, þar sem svo yrði að líta á, að margendur- teknar yfirlýsingár Alþingis ’um að sambandslagasáttmál- inn yrði ekki endurnýjaður, jafngilti kröfu um endurskoð- un, en tilgangslaust hefði ver- ið að gera slíka kröfu á árinu 1940, þar sem ekkert samband var þá milli samningsaðila, og væri það orsök þess, að endur- skoðunarkrafan hefði ekki ver- ið sett fam af hálfu -fslendinga. Hann taldi því tvímælalaust að sambandslagasáttmálinn hefði fallið ú gildi um s. 1. ára- j mót, og gætu því íslendingar tekið hvaða ákvörðun, sem þeim þætti henta um skipun ••••••«■ NÝJA BÍÓ Leyndardómur ! danshallarinnar | (Broadway) Dans- og söngvamynd umj næturlífíð í New York. j George Raft. j Pat O’Brien. j Janet Blair. i Brod Crawford. i Sýnd kl. 5, 7 og 9 Börn fá ekki aðgang. ! Gerist áskrifendur að IhfÓÐVILJANUM Uogverska yfirstéttin smeyk Kallai forsætisráðherra Ungverja lands hélt ræðu í gær og talaði um hættu þá, sem bærist óðfluga, eins og flóðbylgja, að landamærum Ung verjalands. Hann lagði þó áherzlu á, að einnig steðjaði hætta að inn- anlands frá. Nefndi hann ekki. hver hún væri, en gat þess, að lögregl- an liefði fengið aukið leyfi til að beita vopnum. ágætur fundur Sós- íalista í gærkvöld Ttoðjullt liús var á.jundi Sósíal- istajlokksins í gœr. Brynjólfur Bjarnason flutti langa og ítarlega ræðu um ástand og liorf- ur í stjórnmálum. Nokkrar umræður urðu að fram- söguræðunni lokinni. Einar Andréss. las upp skemmti- í legan kafla úr Svejk. Einar Olgeirsson ræddi um ýmsa nýjustu atburði erlendis. Hæstaréttardómur: Refsivist í 2 mán. — Dvöi á drykkju- mannðhæii í 18. mán. í fyrradag var Guðmundur K. Magnúss. dæmdur í Hæstarétti til tveggja mánaða refsivistar og að henni lokinni 18 mánaða dvalar á drykkjumannahæli. Atvik málsins voru á þessa leið: Ákærði hafði verið settur ölvaður í varðhald í lögreglu- stöðvarkjallaranum. Sofnaði hann þar, vaknaði mjög þyrstur og barði á klefadyrnar, en þeg- ar enginn anzaði braut hann dyrakarminn og dró síðan lok- ur frá þrem klefum í viðbót og hleypti íbúum þeirra út. Fyrir þetta og ölvunina — en hann hefur hlotið marga ölvunardóma áður — var hann, sem fyrr segir, dæmdur í 2 mánaða refsivist og síðan til 18 mánaða dvalar á drykkju- mannahæli. æðsta valds þjóðarinnar og af- stöðu sína til anna^ra ríkja. Að lokum sagði Stefán Jó- hann nokkur orð og mæltist á engan hátt betur en fyrr. >••••« TJARNAR BÍÓ —••• „Yankee Doodle Dandy“: Amerísk söngva- og dans-j mynd um ævi og störf • George M. Cohan’s, leikara,: tónskálds, ljóðskálds, leik-: ritaskálds, leikhússtjóra o. fl. • JAMES CAGNEY, j JOAN LESLIE, WALTER HUSTON, RICHARD WHORF. j Sýnd kl. 9 • LAJLA I Kvikmvnd eftir skáldsögu A. j J. Friis, leikin af sænskum: leikurum. j AINO TAUBE = ÁKE OBERG j Sýnd kl. 5 og 7 • Aðsifundur yörubíl- stjórafél. „Þrótlur" Vörubílstjórafélagið Þróttur hélt aðalfund sinn. sunnudaginn 16. þ. m. 1 stjórn voru þessir kosnir: Form.: Friðleifur Friðleifs- son. Varaform.:Sveinbjörn Guð- laugsson. Ritari; Einar Ögmundsson. Gjaldk.: Pétur Guðfinnsson. Meðstjórnandi: Jón Guðlaugs- son. Fundurinn samþylckti heim- ild fyrir félagsstjórnina til þess að ganga í Alþýðusambandið, þegar hún áliti það tímabært. Ennfremur samþykkti fundur- inn heimild fyrir félagsstjórp- ina til þess §ð segja upp samn- ingum félagsins við atvinnu- rekendur, einnig þegar félags- stjórninni þætti það tímabært. Qfhleðslð togaranna Framh. á 2. síðu. er að koma í lestirnar. Afgang- urinn er síðan hafður á dekk- inu á leið til lands. Fái skip, sem er með fisk á dekki, ágjöf á leið til lands, getur sjórinn ekki runnið óhindraður út af því aftur. — Það þarf tæplega sjómannsreynslu til þess að skilja hve hættulegt þetta er og hvaða afleiðingar slíkt getur haft. SJÓMANNASAMTÖKIN VERÐA AÐ GRÍPA í TAUM- ANA Það eru fyrst og fremst sam- tök sjómanna: skipstjóra, stýri- manna og háseta, sem hér þurfa að grípa 1 taumana. Samkeppni og dugnaður. í áflabrögðum má ekki ganga það langt, að áhöfn- um togaranna og skipunum sjálf um sé stefnt í voða. Ofhleðsla togaranna er eng- in dyggð, heldur glæpsamlegur glannaskapur. Að tefla á tví- sýnu í hessu efni er allra tap. Bezt væri að yfirmenn og undirmenn skipanna kæmu sér saman um ráðstafanir til að of- hleðsla togaranna verði hér eft- ir útilokuð. Sé það ekki gert verða samtök hásetanna að taka til sinna ráða. Það er engin ragmennska að neita að leika sér að dauðan- um að þarflausu. Það þarf líka sjómannshugrekki til þess að segja: Hingað og ekki lengra.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.