Þjóðviljinn - 05.02.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.02.1944, Blaðsíða 1
Laugardagnr 5. febrúar 1944. 27. tölublað. Nordahl Grieg fðilinn SSfc' w* Hann fórst adfaranóft 3. desember sL í loffárás á Berlín Aðalfundjr Verka- mannaiélags Akur- eyrarkaupstaðar Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaöar hélt aöalfund sinn fyrir skömmu. Stjórnin var endurkosin og er hún skipuö þessum mönnum: Formaður: Marteinn Sigurðs- son. Varaform. : Haraldur Þorvalds son. Ritari: Jóhannes Jósefsson. Gjaldkeri: Björn Einarsson. Meðstjórnendur: Sigurður Baldvinsson og Þórður Valdi- marsson. Meðlimum félagsins fjölgar stöðugt og eru þeir nú um 320. — í Erlingsfélaginu svokallaða voru flestir 180. Norska útvarpið flutti síðdegis í gær þá harmafregn, að Nordahl Grieg hafi farizt aðfaranótt 3. des. s. 1., er hann tók þátt í loftárás á Berlín. íslendingar hafa misst náinn vin, þjóðin og hver ein- stakur, sem þekkti Nordahl Grieg af ritum hans og starfi eða persónukynnum. Norska þjóðin hefur ekki einungis misst glæsilegasta skáld sitt, heldur einnig alþýðuleið- togann, sem lifað hafði styrjöldina heitar og ástríðurík- ar en nokkur annar. í stríðinu, við heimkomuna og í ófriðarlokin verð*ur rúm hans vandfyllt. Nordahl Grieg er fallinn. En merki hans ber hátt í baráttu Norðmanna fyrir frelsi sínu og landi, í baráttu norsku alþýðunnar. Hann mun lifa, síungur, í minn- ingu Norðurlandaþjóðanna, í vitund frjálsra manna um allan heim. Grieg féll í frelsisstríði Norðmanna, skáld og hermaður, á beztu manndómsárum, og þannig mun hans minnzt — norskrar þjóðhetju. Fer hér á eftir tilkynningin frá norska blaðafulltrú- anum: Aöfaranótt 3. desember var hann sem blaðamaður í einni af flugvélum Bandamanna. sem framkvæmdu' hina miklu árás á Berlín. Var tilkynnt eftir á- rásina að hennar væri saknað. Þá var enn ókunnugt um hvort Grieg væri á lífi og væri stríðs- fangi í Þýzkalandi, en nú hefur verið símað hingað frá London, að vissa sé fyrir því, að hann hafi farizt. Nordahl Grieg var einn af helztu rithöfundum og skáldum yngri kynslóðarinnar í Noregi. Hann var frá Bergen og var í œtt við tónskáldið Edvard Grieg. Snemma bar á ferða- og ævin- týraþrá hjá honum, og 18 ára gamall byrjaði hann að ferðast um allan heim, og allt lífsvið- horf hans var slíkt, að hann fann sig alltaf nánast tengdan alþýðunni. Árangur lífsreynslu hans birtist í kvœðum hans, leikritum og ritgjörðum. Áður en Þjóðverjar réðust á Noreg hafði Grieg verið kvadd- ur til herþjónustu við hlutleys- isgæzlu í Finnmörk við landa- mæri Finnlands, en er innrásin hófst var hann í Osló. Hann var þá meðal þeirra, sem komu •sér undan til að berjast fyrir land sitt, og hann tók þátt 1 mjög mikilvægu verki, nefni- lega að koma hluta af gullforða Noregs í gegnum víglínu Þjóð- verja og á öruggan stað. Þegar Suður-Noregur var yf- irgefinn 30. apríl, fór Nordahl Grieg með örðum Norðmönnum til Norður-Noregs, til Tromsö, og orti þá kvæði sitt, „17. maí 1940“, hið fyrsta af hinum merku kvæðum, sem hann orti á stríðsárunum. Þetta kvæði hef- ur Magnús Ásgeirsson þýtt á íslenzku og birtist það í „Helga- felli“. Varð það kvæði brátt al- kunnugt um allan Noreg. Þegar Bandamenn urðu að yf- irgefa Noreg, fór Nordahl Grieg til Bretlands, og eftir stutta dvöl í London gekk hann í norska herinn í Skotlandi. Þar var hann á liðsforingjanám- skeiði og var nokkru síðar skip- aður höfuðsmaður í norska hern um. Hann tók sem stríðsfrétta- ritari þátt í hernaðaraðgerðum bæði á sjó og/í lofti og skrifaði um það, sem fyrir augu bar bæði 1 ljóðum og óbundnu máli. Sérstaklega hafði hann áhuga fyrir starfsemi flughersins og dvaldist því lengi hér á íslandi og tók þátt í könnunarferðum Norðmanna, Breta og Ameríku- manna yfir Atlanzhafi og norð- urhöfum. Hann flaug einnig oft yfir Noreg. Nordahl Grieg hefur ort mörg stríðskvæði á styrjaldarár- unum, sem vafalaust munu telj ást með beztu kvæðum, sem ort hafa verið á Norðurlöndum á stríðsárunum. Þessum kvæðum hefur verið dreift á laun um allan Noreg og hafa vafalaust uppörfað Norðmenn í barátt- unni heima fyrir gegn þýzku kúgurunum. Þessi kvæði hafa einkennzt af brennandi hatri á nazisman- um og ást hans á Noregi og Framhald á 8. síðu. Nordahl Grieg. Ármann vann tvöfaidan sigur Afmælismót Ármanns hélt á- fram í gærkveldi og unnu Ár- menningar tvöfaldan sigur í handknattleik. Fyrst sýndi 2. fl. Ármanns en því nœst fór fram keppni í handknattleik milli kvennar flokka Ármanns og K. R. Vann Ármann með 14:7, fyrri hálfleik með 6:4. Þar á eftir kepptu meistara flokkar Ármanns og Vals, karl- ar, í handknattleik. Úrslit urðu þau, að Ármann vann með 15:12. Fyrri hálfleik vann Valur með 7:6 og var leikurinn mjög spennandi, því flokkarnir höfðu 1 mark yfir til Skiptis á hvora hlið, þar til síðast, að Ármenn- ingar settu 3 mörk í röð. Eldur í Lækjargötu 6 Eldur kom upp í kjallaranum í Lœkjargötu 6 kl. 7,10 í gœrkvöld, en var slökktur á hálftíma. Eldurinn kom upp í geymsluher- bergi í kjallaranum, þar sem geymt var bókadót o. fl. Skemmdir urðu nokkrar af eldi og vatni. Rússar komnfr 8 kilómefra inn í Eísfland Rússum varð vel ágengt í gær í viðureigninni við hinn innikróaða her Þjóðverja í Dnéprbugðunni. Ein- asta samband hans við umheiminn er loftleiðis. Nota Þjóðverjar nú mikið stórar flutningaflugvélar til að flytja þessum hersveitum nauðsynjar og jafnvel einn- ig til að flytja burt háttsetta foringja. Líkist þettá á- standinu við Stalingrad í fyrra, en þá gerðu þeir þetta hvort tveggja. Rússar hafa hinsvegar tekið þunga tolla af þessum flutningum. Skutu þeir niður 13 stórar flutn- ingavélar í gær, en eyðílögðu 60 á jörðu niðri. Rússar hafa nú alla ströndina við Finnska flóann milli Leningrad og Narvafljóts á sínu valdi og eru þar komnir 8 km inn í Eistland. Rússar beita bæði flugvélum og stórskotaliði 1 árásum sínum á innikróaða herinn í Dnépr- bugðunni. Var hringurinn þrengdur mikið í gær og teknir 8 bæir. Útvarpið í Moskva sagði í gær, að þessar hersveitir Þjóð- verja væru nú líkastar ráfandi óaldarflokkum og miðuðu Rúss- ar að algjörri upprætingu þeirra. Þýzkar útvarpsstöðvar hafa ekki ennþá minnzt á innikróun ina. Er Rússarnir voru í tangar- sókn siúni, beittu Þjóðverjar einkum svokölluðum SS vik- ingahersveitum í tilraunum sín- um til að hindra innikróunina. Eru það úrvalshersveitir, en allt kom fyrir ekki. Sumir er- lendir herfræðingar geta þess til að barna séu um 150000 Þjóðverjar innikróaðir. Sjálfir hafa Rússar nefnt töluna 100000, en þeir eru varkárir í ágizk- unum eins og vel kom í ljós í fyrra eftir orustuna við Stalín- grad. Þá kom í ljós að hinir umkringdu Þjóðverjar höfðu verið allmiklu fleiri en Rússar höfðu getið til. Frh. á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.