Þjóðviljinn - 20.02.1944, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.02.1944, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN. — Sunnudagur 20. febr. 1944. Sunnudagur 20. iebr. 1944. — ÞJÓÐVILJINN Ólgefandi: Sameiningarjlokkur alþýSu — Sóaíalistajlokkurinn. Ritstjóri: Sigurðuf Ouðmundsson. Btjórnmálaritstjórar: Einar Olgársson, Sigfús Sigurhjartarson. Bitstjómarskrifstofa: Austuretræti 18, eími 2270. Afgreiðsla og auglýsmgar: Skólavörðustíy 19, simi 818i. Preatsmiðja: Víkingsprcnt h.f., Garðastrœti 17. Askriftarverð: í Reykjavík og nágrenm: Kr. 6,00 á mánuði. - titi á iandi: Kr. 5.00 á mánuði. Áður en atlagan hefst Þegar næsta blað Þjóðviljans kemur út, verður verkfall Dags- brúnarmanna byrjað, ef atvinnurekendur hafa ekki gengið að kröfum Dagsbrúnar. Vér viljum segja hér fá orð í fullri alvöru, áður en til þeirar atlögu kemur. Það væri vel að atvinnurekendur og þeir, sem ráða ríki og bæ, vildu athuga þau og hafa þau sér í minni. Það, sem Dagsbrún fer fram á, er að verkamaðurinn, sem vinnur stopula vinnu, oft á tíðum óholla og erfiða, hafi sam- svarandi kaup og menn, sgm vinna skemmri tíma á skrifstofum, — að Dagsbrúnarmenn hafi ekki lægra kaup en aðrir verka- menn á íslandi, — áð leiðrétt sé nú að lokum misrétti, sem Dags- brúnarmenn lengi hafa þolað. Barátta Dagsbrúnar er barátta fyrir sæmilegri afkomu verka- mannafjölskyldnanna í Reykjavík. Það er barátta fyrir velferð heimilanna, fyrir heilbrigði og hraustleika barnanna, fyrir al- mennri velmegun í þjóðfélaginu. Það er viðurkennt af öllum, að atvinnurekendur hafi næg- an gróða af rekstri sínum, til þess að geta greitt verkamönnum það, sem Dagsbrún fer fram á '— og grætt samt. Það er líka viðurkennt, að fyrir það 420 kr. grunnkaup, sem Dagsbrúnarmaður hefur nú, þó hann vinni alla virka daga, er ekki hægt að lifa menningarlífi í Reykjavík. Þar að auki er rétt að muna það að hin falsaða vísitala, sem reiknað er með, er byggð á grundvelli örbirgðarinnar, sem var fyrir stríð og gerir alls ekki ráð fyrir þeim útgjöldum til menninga- og annarra þjóðfélags- legra þarfa, sem reikna verður með, ef menn eiga að lifa lífi, sem er þess vert að lifa því?. Ef nú atvinnurekendur neita Dagsbrúnarverkamönnum um þetta, — ef ríki og bær leggst á sveif með harðsvíruðu yfirstéttar- valdi, til þess að hjálpa atvinnurekendum, — hvað er þá að gerast í þjóðfélagi voru? Það væri þetta: Auðmannastétt, sem ræður atvinnutækjun- um væri að neita verkamönnum um lífvænleg kjör, neita þjóð- félaginu um almenna velmegun fyrir þegna þess, — þó vitanlegt væri að þessi auðmannastétt gæti haldið áfram að græða engu að síður. Og hvaða auðmannastétt er það, sem þá hagaði sér þannig? Það er auðmannastétt, sem þjóðfélagið hefur gefið of fjár á síðustu fimm árum, — stétt, sem ekkert hefur unnið til þess sjálf að eignast þennan auð, — heldur fengið hann upp í hend- urna, skapaðan af hinum vinnandi stéttum og afhentan sér af pólitískum valdhöfum. Vandi fylgir vegsemd hverri: Ef íslenzkir atvinnurekendur vilja ekki unna verkamönum þess möguleika að hafa 500 króna grunnkaup á mánuði, ef þeir hafa vinnu hvern virkan dag, þá er atvinnurekendastéttinni ekki trúandi til að stjórna atvinnutækj- um í þjóðfélagi voru, þar sem unnið skal að því að öllum geti liðið vel. Þá væri það auðséð að atvinnurekendum væri ekki um- hugað um að koma hér á góðu samstarfi hinna ýmsu stétta, held- ur vildu aðeins eitt: Kúgaðan verkalýð, sem þeir gætu drottnað yfir að vild. Og þá væri ekki um annað að gera fyrir alþýðu íslands en að taka upp baráttuna samkvæmt því af öllum þeim krafti, sem heyja verður hana' með. © Það er stríð alþýðunnar, sem nú er háð í heiminum, — stríð fyrir betri og frjálsari heimi, sem sé laus við einváldsherra og óháður einokun auðhringa, — stríð fyrir öryggi og góðri afkomu hvers alþýðumanns. Wallace, varforseti Bandaríkjanna álítur, að lífsafkoman þar geti batnað um 50% að þessu stríði loknu. Barátta Dagsbrúnar er af sama toga spunninn og stríð alþýð- unnar fyrir betfa og frjálsara lífi. Og hún piun verða háð með þeim hug og þrótti, sem það góða málefni verðskuldar, ef nýríkir stríðsgróðamenn íslands knýja alþýðuna til þess. Þjóðviljinn hefur hvað eftir annað gert kröfu til þess að niðurstöðhr rannsóknarinnar í Þórmóðsslys- inu væru hirtar. í gær barst Þjóðviljanum frá atvinnumálaráðu- neytinu eftirfarandi skýrsla um rannsókn þessa. Með bréfi, dags. 8. marz s. 1., fól atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytið sjó- og verzlunar- dómi Reykjavíkur að rannsaka sjóslys það, er varð, þegar v. s. Þormóður, BA 291, fórst með allri áhöfn í febrúar-mánuði 1943. V. s. Þormóður (fyrst e. s. Acsendent, síðar e. s. Alda) var tréskip (úr eik), smíðað í Lowestoft árið 1919, 101 ,,brúttó“ smáleíýii' að stærð. Karl Friðriksson, útgerðarmað- ur og Jakob Jónsson, skipstjóri, Akureyri, keyptu skipið í Yar- mouth á Englandi um mán- aðarmótin maí-júní 1939, og var kaupverðið £ 400-0-0. Jakob og tveir aðfir skoðuðu skipið í Yarmouth áður en kaupin voru ráðin og fundu þeir ekkert at- hugavert við skipið. Eigendur leituðu leyfis atvinnu- og sam- göngumálaráðuneytisins til kaupa á skipinu, og leyfði ráðu neytið það með bréfi dags. 8. ágúst 1939, að því tilskildu, að skipaskoðun ríkisins teldi skip- ið fullnægja gildandi ákvæð- um um öryggi skipa. — Skip- inu var síðan siglt hingað til lands, og gekk sú ferð vel. Skip ið var svo búið til síldveiða um sumarið 1939 og bar þá ekki á neinu, nema hvað leki kom fram wið „skammdekk“. Um haustið fór skipið eina ferð til Skotlands og varð þá enn vart þess leka. Skipið lá síðan um kyrrt á Akureyri þar til í jan- úar 1940, að það fór til Hafnar- fjarðar. Ætlunin var, að það flytti ísfisk til Englands, en í fyrstu ferðinni varð það fyrir áfalli, laskaðist yfirbyggingin, sjór og kolasalli komst í farm- inn og varð skipið að snúa aft- ur til íslands. Gert var við þetta í Hafnarfirði, byggt nýtt stýrishús á skipið og fremri hluti véíarreisnar (,,keiss“) endurnýjaður. Skipið stundaði síðan veiðar hér við land og fór nokkrar ferðir með fisk til Englands, án þess að nokkuð sérstakt kæmi fyrir, en um haustið 1940 seldi h. f. Unnur, sem keypt hafði skipið af Karli Friðrikssyni og Jakob Jóns- syni, firmanu Bjarna Ólafssyni & Co. á Akranesi skipið fyrir 65 þús. kr. Skipið hafði frá upphafi ver- ið með gufuvél, en hinir nýju eigendur, sem ætluðu skipið til fiskflutninga, ákváðu nú að setja „diesel“ vél í það, til þess að farmrými þess notaðist bet- ur. Meðan beðið var eftir vél þessari, átti að fara þrjár ferð- ir með fisk til Englands (um haustið 1940), en vegna þess að leka varð vart á skipinu, var hætt við að fara fleiri en tvær ferðir, og skipinu síðan lagt, þar til aðgerðirnar á skipinu hófust í janúar 1941. Skrifstofa Gísla Jónssonar, hér í bæ, tók að sér að gera teikningar að breytingum þeim, er gera átti á skipinu, fá þær samþykktar af skipaskoðun ríkisins ~og síðan hafa eftirlit með framkvæmd verksins, en í ráðum um breyt- ingar voru þeir Ólafur B. Björnsson útgerðarmaðUr á Akranesi, Gísli Jónsson, eftir- litsmaður skipa og véla, og starfsmaður hans, Erlingur Þor- kelsson, vélstjóri. Með bréfi, dags. 1. marz 1941, sendi skrif- stofa Gísla Jónssonar 'skipa^ skoðunarstjóra uppdrátt af nokkrum hluta hinna fyrirhug- uðu breytinga og óskaði ‘þess jafnframt, að skipaskoðunar- stjóri léti sem fyrst vita, hvort hin nýja yfirbygging og fyrir- komulag hennar mætti vera eins og þar var ráð fyrir gert. Þessu bréfi svaraði skipaskoð- unarstjóri aldrei; telur það hafa mislagst hjá sér, eins og nánar greinir í framburði hans fyrir dóminum, en kveðst ann- ars búast við því, að hann hefði samþykkt uppdráttinn, og víst er um það, að skipaskoðunar- maðurinn Pétur Ottason hafði eftirlit íneð aðgerðunum, og verður ekki séð, að hann hafi haft neitt að athuga við hina fyrirhuguðu breytingu eða framkvæmd hennar, enda fékk skipið haffærisskírteini eftir breytinguna, eins og lög standa til. Það var Slippfélagið í Reykja vík, h. f. Hamar og s. f. Stál- smiðjan, sem önnuðust aðgerð- ir þær, er hér um ræðir, en þær voru í stórum dráttum þessar: Vélarreisn (,,keis“) stýr ishús og eldhús voru tekin í burtu og nýtt sett í staðinn. Var hin nýja yfirbygging öll úr jgrni og miklum mun hærri en hin eldri, eins og teikning- arnar bera með sér. Nýr hval- bakur úr tré var settur á skip- ið, aðal-þilíar endurnýjað að miklu leyti og nýtt bátaþilfar sett. Innsúð (,,garnering“) var endurnýjuð að miklu leyti. Gufuvélin og ket- illinn, ásamt Utbúnaði, vonu tekin burtu og ný 240 ha. List- er „diesel“ vél og 16 ha. Lister hjálparvél settar í staðinn, svo og ifjórir olíugeymar, er tóku alls 12 þús. lítra, í framanvert vélarrúm. Langbönd voru sett í lestina til styrktar, en bönd skipsins, húfsýjur og byrðingur var að öllu leyti óbreytt. Þess- um aðgerðum öllum var ekki lokið fyrr en í júlí 1941 og kostuðu þær alls um 250—260 þús. kr. Skipið fór síðan nokkrar ferð ir til Englands, án þess 'að nokkuð sérstakt bæri til tíð- inda. Um haustið 1941 var skip ið svo leigt Skipaútgerð ríkis- ins til vöruflutninga til Vestur- og Austurlands, en farþegar munu og stundum hafa, verið með. í einni af þeim ferðum tók skipið niðri á Djúpavogi og laskaðist þá kjölurinn o. fl. Var skipið þá tekið í slipp til viðgerðar, enda hafði og orðið vart þilfarsleka í þessum flutn- ingaferðum haustið 1941. í nóv- ember 1941 var skipið selt h. f. Hæng fyrir 350 þús. kr., og að lokinni þessari aðgerð (um ára- mótin 1941-42) var skipið enn selt, þá fiskveiðahlutafélaginu Njáli, og var kaupverðið einn- ig 350 þús. kr. Eftir þetta var skipið fyrst notað til flutninga á Akranes og Bíldudal, og í þeim ferðum kom tvisvar leki að skipinu (með stýrisstefni). í ofviðri þann 15. jan. 1942 rak skipið á land austan við dráttarbraut- ir Slippfélagsins í Reykjavík- urhöfn og brotnaði það þá nokkuð og varð talsvert lekt. Fóru fram aðgerðir vegna þess í slipp 19.—30. jan. og 2.—4. febr. s. á. Skipið fór síðan til Englands og gekk sú ferð vel, nema hvað skrúfublað brotn- aði og leki kom fram með vél- arreisn (,,keis“). Aðgerðir fóru fram í Englandi. Fór skipið enn tvær ferðir til Englands, en í þeirri síðari hreppti það ofveð- ur á heimleið (2.apríl 1942). Kom þá fram mikill leki á skipinu aftanverðu, svo og með vélarreisn (,,keis“), og höfðu dælurnar rétt undan. Einnig skemmdist ýmislegt annað á skipinu. Skipið komst þó klakk laust til Reykjavíkur, og fóru síðan fram aðgerðir á skipinu. Síðan fór skipið a. m. k. eina ferð til Englands og 'gekk hún vel. Um mánaðarmótin júní- júlí 1942 var skipið svo enn leigt Skipaútgerð ríkisins til vöruflutninga. Var fyrst farið milli Reykjavíkur og Vest- fjarða, síðan til Vestmannaeyja og loks til Bx-eiðafjarðarhafna. Voru fluttar stykkjavörur í lest á þilfari olía og benzín í tunn- um, svo og timbur. Farþegar voru stundum með og greiddu þeir fargjöld, sem umboðsmað- ur Skipaútgerðarinnar um borð innheimti og tók við. Algeng- ast var, að 6—8 farþegar væru með í hverri ferð (eitt sinn þó 27 farþegar), og komu þeir sér fyrir í hásetaklefa og öðr- um vistarverum skipverja, en alls voru 18 hvílurúm í skip- inu. Um þessar mundir voru 27 björgunarbelti í skipinu. Skip- verjar voru sjö í þessum flutn- ingaferðum. í ferðum þessum bar enn á leka, sérstaklega þil- farsleka, og þessháttar. Að kvörtunum um spjöll á vörum vegna leka virðist ekki hafa mikið kveðið, enda segir forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, að þilfarsleki nokkur sé nokk- uð tíður á skipum samskonar og Þormóður var. Þann 10. nóv. 1942 hélt skip- ið af stað í eina slíka ferð frá Reykjavík til Breiðafjarðar- hafna og var það m. a. hlaðið olíu og benzíni í tunnum á þil- fari. Farþegar voru með. Vind- ur var nokkur vestan og mikill sjór. Úti á Faxaflóa kom mik- ill leki að skipinu, þannig að dælur þess höfðu ekki við. Átta menn stóðu og við austur, og stóð þá rétt í járnum, að hægt væri að hafa við lekanum þar til komið var á sléttari sjó und- ir Arnarstapa, en þangað var leitað vegna lekans. Við athug- un kom í ljós, að stór rifa hafði komið milli þilfarsplanka, að- allega stjórnborðsmegin. Einn- ig varð vart byrðingsleka. Skip- verjar gerðu við þetta til bráða birgða og héldu áfram förinni, en eftir komuna til Reykjavík- ur var skipið enn tekið í slipp til viðgerðar. Voru sjö skjól- borðsstoðir þá endurnýjaðar hvoru megin og þrír yztu þil- farsplankar beggja vegna, frá hvalbak og aftur á móts við vélarreisn (,,keis“). „Skamm- dekkið“ var endurnýjað inn á „bjálkavegarann“ var settur eikarplanki í bæði borð milli hásetaklefa og vélarrúms (í ’lestinni), en ekki í vélarrúmi. ' Fjögur járnhné voru og sett á bita framan og aftan við lestarlúgu. Skjólborð og öldu- stokkur, ásamt hlífðarborðum, var endurnýjað eftir þörfum, hampþéttað meðfram skjól- borðsstoðum, nýju þilfarsplönk- unum og víðar á þilfari, svo og meðfram fram- og afturstefni og báðum megin miðskipa fyr- ir ofan sjólínu. Nýtt spil var og sett í skipið (um 2Vz—3 tonn að þyngd), í stað þess er áður var (og Var allt að U/2' tonn að þyngd). Var sett þar undir eikarlag, tvö 7 feta furu- tré neðan á þilfarið, svo og stoð úr 6”x6” furu undir mitt spil niður á kjölbak. Flestir skipverja þeirra, er áður voru á skipinu, höfðu verið afskráðir úr skiprúmi, er skipið fór í slipp í des. 1942, og nýir menn komu í staðinn, m. a. skipstjórinn, Gísli Guð- mundsson frá Bíldudal. Eftir þessa aðgerð, sem að framan er lýst og stóð fram í janúar f. á., tók Skipaútgerðin skipið aftur á leigu til vöru- flutninga með ströndum fram. Fór það fyrst frá Reykjavík 29. janúar 1943 og var farið til hafna við Húnaflóa. Farmur var samskonar og fyrr (einnig á þilfari). í þessari ferð (á Húnaflóa) losnaði ró, er hélt svonefndum „flangsi“ í skrúfu- öxli, þannig að „flangsinn“ losnaði og skrúfan hætti þá að snúast. Gátu skipverjar gert við þetta, en síðar var það athugqð betur eftir komuna hingað til Reykjavíkur. í þess- ari ferð virðist og enn hafa orð- ið vart leka á skipinu. — Skip- ið fór síðan í hina seinustu ferð frá Reykjavík hinn 9. febrúar f. á„ einnig til hafna við Húna- flóa, og virðist farmur hafa verið samskonar og fyrr. Virð- ist svo sem enn hafi orðið vart leka á norðurleiðinni. Þann 13. febrúar fór skipið frá Blöndu- ósi og var með lítinn varning þaðan. (Niðurlag skýrslunnar verð- ur birt í Þjóðviljanum á þriðju daginn kernur. Um borð f skútu * eítír gasnlan sjómanti Framhald af 2. síðu. skörungnum, hrökk ég upp við dynki mikla. — Þeir voru farn ir að „drep’ ’ann? — Eg reyndi að átta mig. — Jú, það söng í vaðbeygjunum, ég heyrði þessa sáru dúninga og hvín- andi drátt sumra, stuttan en örann. — Svo skall á dekkinu, einn, tveir. Eg þaut fram úr, kallaði til félaga minna: Það er vitlaus fiskur, ætlið ekki upp? — All- ir fram úr. Sumir bölvuðu sár- ann yfir því að hann skyldi ekki gera verulegan storm. Eftir augnablik, voru allir komnir upp, og hver ruddist að sinni vaðbeygju, gripu öngl- ana, og beittu því sem hendi var næst. Nú var röðin óslitin, allt frá stýrimanni, sem renndi aftast, fram að akkeri á bóg, þar stóð timburmaðurinn og bar hátt. Það var strekkingsvindur, og erfitt „að botna“. — Mikil al- vara hvíldi yfir mannskapnum. Sérstaklega voru vaktfélagar mínir þungir. á brúnina, og gutu óhýru auga til fiskikass- ans á stýrimannsvaktinni, hann var vel hálfur. Eg stóð við hlið aflakóngs- ins, sem barðist um fast, fram an til á miðsíðu. Að þessu sinni var honum óvenju laus fiskur, og í hvert skipti, sem hann „missti“, sló hann ferföldu fær inu á „lunninguna“, stökk í loft upp, bölvaði ýmist eða bað guð um hjálp, allt eftir því hvað honum fannst fiskur- inn stór, sem slapp. Þegar hann var í þessum ham, fannst fáum hann árennilegur, hvorki til ávarps né átaka. Skipstjórinn, sem sjaldan renndi færi 1 sjó, nema á sunnudögum, kom nú „algall- aður“ fram á síðuna til afla- kóngsins, til að fá sér í nefið. Það lá vel á honum að vanda, en nú ágætlega. „Þú ert að reita“ sagði hann um leið og hann sótti stykilinn í vasa aflakóngsins. Aflakóngurinn brást bljúgur við. „Guð hjálpi þér að segja þetta, það er eins og andskotinn slíti af mér hverja bröndu, sem við kemur. — Mér er svo „affelt‘-‘ sem getur verið. — Það er svo sem nógur fiskur, þeir fá hann hin- ir. — Sérðu hvernig helvítis auminginn lætur ’við hliðina á' mér“. Hann benti á mig, sem var að draga. — „Það er kom- inn á þá stormdráttur, þessa vesalinga“. Nú hrönglaðist upp úr honum stórkarla hlátur, alla leið neðan úr maga. Eins og fyrr getur, stóð timb urmaðurinn fremstur á bógn- um en næstur honum Skeggur gamli, og dró langt til og ró- lega, fór ekki að neinu óðs- lega. Timburmaðurinn varð jafnan sjóveikur, þegar vind- aði, og nú bar losunina brátt að. Hann sendi gusuna út fyr- ir, vindurinn tók við henni af lægni beint í ,,júðann“ á Skeggja gamla, hann greip til hökunnar og vatt út. „Nei, and skotinn, þarna máttu ekki spúa“, sagði hahn með óvenju- legri snerpu í röddinni. — All- ir hlógu sem heyrðu, nema Skeggi. ) — Glærinn jókst stöðugt, og varð æ erfiðara að hafa niðri, enda fiskur tregari en áður. Loks um 10-leytið skipaði skipstjóri að hafa uppi og gera að. — Allir hlýddu nema afla- kóngurinn, sem aldrei dró inn fæn fyrr en fokkan var uppi, og var það kallað að „heisa menn úr botni,“ og svo varð enn. Potaði hann þá færinu inn, með allskonar líkamssveifl um og danslagatralli, sem æv- inlega gaf til kynna, að hlutur hans í fiskikassanum mundi á við þrjá, fjóra hinna. Aðgerðin gekk slysalaust, þó munaði minnstu, að „pusunni“ tækist að draga mig í djúpið, þegar ég var að ná í sjóinn. Mér voru víst ætlaðir lengri lífdagar, og svo er það. Haus- unarmaðurinn gerði skyndiá- rás á heimspekinginn, í von um að géta jafnað ósigur sinn á vaktinni á undan, út af tilveru helvítis og því öllu, en heim- spekingurinn var ekkert lamb að leika við. Hann afgreiddi málin vonum fyrr, með því að slengja þeirri fullyrðingu beint í andlit hausarans, að skilning- arvit hans væru nákvæmlega það og sama og kynfæri há- karlsins. Þessari gagnsókn varð ekki hrundið, og þar með við- ureignin úr sögunni. Langavakt byrjaði kl. 12 á hádegi, og stóð til kl. 7 að kvöldi. Við áttum hana í koju. Aflakóngurinn rýmdi ekki lúkarinn, þó bjöllunni væri hringt. Hann sat með grautar- bakkann á hnjánum og spurði um veðrið. Skeggi gamli lýsti því á þá lund, ,að það væri „samloða-djöfuls-dimmviðri“ og sjór. Eftir að hafa gert grautnum góð skil, létum við kojurnar geyma okkur. í byrjun kvöldvaktar lá skút an „út um“ á hali. Um 8-leyt- ið var lagt „upp um“. Nokkru síðar skipaði skipstjóri að taka skyldi þriðja-rif í Messaninn. Gekk það greiðlega. — Stór- seglið var búið að tvírifa. Þá var skipað að slá undan Milliklíf, og setja „Símon kjaft“ fyrir. Eftir að „Símon“ kom á spruðið, lagði skútan sig nokkru meir en áður, en jók um leið skriðinn. Skipstjóri var sjálfur við stjórn, og bauð nú að engir skyldu að óþröfu, fara á milli, heldur skiptast á um „útkik“. Sjálfur hafði hann gát á hverj- um sjó, og stýrði ýmist undan eða upp í þá, til að verjast á- föllum. Eftjr langa og áfallalausa siglingu, fóru karlarnir að hafa orð á því, að sjólagið væri að breytast, og mundi senn komið undir land. Mér, sem var óvaningur, fannst kenna nokkurs uggs hjá þeim eldri. Þáð var tekið að dimma, hríðin óslitin og veðrið fór sí- fellt vaxandi. — Sjórinn hafði minnkað að mun, og benti til að við værum komnir í nám- unda við land, jafnvel í „var“. Nú var báðum vöktum skipað á dekk. — Manni að hverjum fal, sem þýðingu hafði til að fækka eða lækka segl. — í sama mund gein fjall yfir til „kuls“, og þekktu menn það fljótt. — Við vorum staddir í fjarðarmynni, sýnilega beiti- vindur inn. Mér og gömlum manni, sem var fatlaður, var skipað að halda okkur niðri í lúkar, (mér skildist til að þvælast ekki fyr ir á dekki). Það var. ófagurt um að litast. — Soðningarbakk ar, með soðningarleifum frá lönguvgktinni, láu á hvolfi hingað og þangað, á gólfinu, inni í kojunum og á bekkjun- um. Aska og kol frá „Óvætt- inni“ út um allt. Allt lauslegt, föt og annað sem hangið hafði á þiljum, lá nú á gólfi eða bekkjúm. Og til uppbótar á allt svínaríið, gekk sjórinn í öldum á milli bekkja, því rifur og niðurföll höfðu ekki við að taka á móti. Félagi minn byrjaði á því að hvolfa upp soðningarbökk- unum. Renndi hönd undir káss una og sneri því upp sem nið- ur var. — ..Nú vildi til að gólf- ið var hreint“, sagði hann, og hætti ekki fyrr en allt draslið var komið í einn haug undir tröppunni. Mér fannst það ekki girnilegt samsafn. Allt í einu var mér skipað að koma upp i gatið og halda á ljóskeri fyrir mönnum, sem fram á voru. Skipið var lagzt á hliðina, svo að sjór snerti lestarhlera. Skeggur stóð við mastrið, hélt sér í mastursband. Hann leit snöggt aftur eftir skipi. — „Hún er búin að missa allan gang, fokkan er alltof stór, — ætlarðu að drepa okkur hér, maður?“ öskraði hann til skip- stjórans. Fokkan var tekin. — Skútan rétti sig brátt nokkuð og tók skriðinn. — Eg leit út fyrir, og í'bjarmanum frá ljósinu sá ég aðeins hvíta froðu, en engan sjó. — Það var „húðlaus sjór af rokiÁ Við skulum taka niður „pikk inn“ í messaninum en láta „Klóna“ standa“, kallaði skip- stjóri. „Svo hálsum við,“ bætti hann við. — Skipuninni var hlýtt. Skútan kom fljótt und- an, og skreið nú með ofsa hraða út úr fjarðarmynninu, í öfuga stefnu við það sem áður var. — Eftir stundarbið vorum við komnir á haf út að nýju. „Hálsa“, hrópaði skipstjóri í gegnum rokið. Allir brugðu við, hver til síns verks. Skútan hljóp ört undan, og þegar vindurinn kom í ..lapp- ana“ aftur, fleygði hún sér á hliðina eins og' jóðsjúk skepna, reisti sig brátt á ný og þaut nú sem örskot, með „Símon kjaft“ á spruði, þrírifað stórsegl og messaninn bundinn að mestu, inn á næsta fjörð, í hlé af sæ- brattri ófæruhlíð. — Þar íáu mörg skip í „vari“. Eg gleymi því aldrei, hve vænt mér þótti um skútuna mína, þegar hún, með virðuleik hins óttalausa, smaug inn á milli stallsystra sinna, rúin þeirri fegurð, — sem er prýði hvers skips, óhefluð segl, og kaus sér lægi í skjóli fjallsins, þar sem hún beið kjölrétt næstu atlögu við *liið úfna haf. Ef ykkur langar til að lesa blaðagrein sem skarar fram úr í göbbelskum. áhuga og málflutn ingi í baráttunni gegn komm- únismanum, þá œttuð þið að lesa greinina sem Afmaldur Jónsson?) ritaði í Coca-Cola- blaðið Vísi í fyrradag, og á víst að vera innlegg hans og blaðsins í deiluna um það, hvort Dagsbrúnarmenn eigi að fá sanngjörnum kröfum sínum um kauphœkkun framgengt. ★ Nú hefur g'reinarhöfundur (ef rétt er til getið um það sem á eftir A-inu kemur) ekki lœrt beint í Þýzkalandi, en hann hefur gengið á Samvinnuskól- ann, verið blaðamaður við Tímann og stundað blaða- mennskunám við háskóla í Bandaríkjunum nokkra mánuði (að eigin sögn). svo hann er ekki alveg blár í görninni í baráttunni gegn kommúnism- anum, , heimkominn, vestur- heimskur og Vísislegur. Enda er þarna tekið til orða á hressi- legan hátt, sem auðvaldsblöð- in í Bandaríkjunum kunnu, meira að segja á undan Hitler og Göbbels, en hér á landi lief- ur varla sézt nema þegar þau hjúin Hriflu-Jónas og Guðrán Guðlaugsdóttir stinga nxour penna. Árangur þeirra og anv- arra krossfara gegn kommúnista hœttunni hefur að vísu staðið í öfugu hlutfalli við erfiðið og áhyggjurnar, — en það hlýtu.r þó að vera þeim uppörfun að fá jafn herskáan liðsmann og þessi vesturheimskaði Vísis- blaðamaður er, ★ En kenningar þessa A, eru samt dálítið ' frumlegar: Hann segir að kommúnistar hér á landi. séu orðnir svo fjöhr.enn- ir, að nú þurfi þeir ekki leng- ur á „verkamönnum“ að liaida. „Þeir (þ. e. verkamenn) eru bara stétt, sem á að eyðileggja eins og allar aðrar stéttir þjóð- félagsins með þessari nýju herferð (þ. e. ákvörðunum Dagsbrúnarmanna!) svo að Unnt sé að ná liinu þráða marki EINRÆÐI KOMMÚNISMANS" Ja, mikið er honum nú mðri fyrir þeim vesturheiniskcða! Og ekki mót von ef hann hefur komizt að því, að „kommún- istar" œtli að eyðxleggja allar stéttir þjóðfélagsins með því að Dagsbrúnarmenn fái dalitla launahækkun! Það er mann- vonzka í lagi og lítil forsjálni, — og eigi svo að stjórna með „einrœði kommúnismans“ yfir þjóðfélaginu með öllum stótt- um eyðilögðum. * Dagsbrúnarmenn kippa sér ekki upp við svona skrípalœti. En þeir stinga því hjá sér að Vísir, málgagn reykvízku heild- salanna, kemur fram í þessari deilu, eins og jafnan áður þeg- ar deilt er um réttlœtismál verkamanna. Jónas pmli spyr Það bar til tíðinda í fyrrad. er fundur var settur í sameinuðu Alþingi, að Jónas gamli Jóns- son var mættur, og setztur í Stól sinn. Kippurnar í herðum gamla mannsins voru með sneggsta og tíðara móti, enda kvaddi hann sér hljóðs og reis úr sæti áður en forseti hafði lokið venjúlegum fundarsetn- ingastöríum. Forseti hvessti sjónir á Jón- as óg mælti: „Þingmaður fær ekki að tala strax“. Er forseti hafði lokið íundar- setningu, gaf hann Jónasi gamla orðið. Jónas bar fram ýmsar fyrir- spurnir til ríkisát^órnarinnar. Svo sem um það hvernig stæði á því að enginn Framsóknar- maður væri í sáttanefnd þeirri sem skipuð hefði verið í vinnu- deilunni, hvað stjórnin segði um þann „her“ sem Alþýðu- sambandið hefði stofnað og hvað ríkisstjórnin mundi gera þegar verkfallsmenn færu að grípa um lífæðar þjóðfélagsins, t. d. skera á rafmagnstaugar, gasæsðar og vatnsæðar. Ríkisstjórnin tók fyrirspurn- unum alvarlega — hvað gera menn ekki fyrir gamla menii — jafnvel Einar Olgeirsson, Sigurður Guðnason og Þórodd- ur Guðmurídssori gáfu gamla manninum nokkrar föðurlegar leiðbeiningar. Við þetta lifnaði karlinn all- ur, og hélt nú langa ræðu um það, að þetta ríki „gæti ekki staðist“, ef þessi Dagsbrúnar- her væri leyfður, þá spurði hann hvort það væri satt að Dagsbrún hefði haft erlendan þjálfara í sinni þjónustu til að kénna hernum. Líkgeymsfa Kirkjugarðsstjórn hefur skrif að bæjarráði að í ráði sé að reisa kapellu í Fossvogskirkju- garðinum hið bráðasta, og hafa líkgeymslu í sambandi við hana. Kirkjugarðsstjórnin bend ir á að sennilegt megi teljast að innan skamms verði bann- að að geyma lík í heimahús- um, og sé því nauðsynlegt að gerð sé áætlun um hve stór þessi líkgeymsla þurfi að vera. En óskar eftir að bærinn láti gera áætlun um þetta atriði. Bærinn hefur falið bæjar- lækni málið. l * Englendingurinn í Visi (eða er það bara Bretasleikja?) er dálítið sár og móðgaður vegna þess að minnzt var á það hér í blaðinu, að Vísir hefði látið sér sæma að jórtra upp í rit- stjórnargreinum áróður þýzku nazistanna gegn Gyðingum. En þetta. verður ekki df Vísi skaf- ið. — enda mun aldrei þykja að því sómi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.