Þjóðviljinn - 07.03.1944, Side 8

Þjóðviljinn - 07.03.1944, Side 8
TJAKNAI *IÓ NtJA BlÖ Úi® bopglnni Næturakstur: Aðalstöðin, sími 1383. Ljósatími ökutækja er frá kl. 6,3Ö að kvöldi til kl. 6,50 að morgni Útvarpið í dag: 18.30 Dönskukennsla, 2. flokkur. 19,00 Enskukennsla, 1. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 20,00 Fréttir. 20,20 Tónleikar Tónlistarskólans. Strengjasveit leikur undir stjórn dr. Urbantschitsch: Norræn lög: a) Sibelius: Canzonnetta. b) Atterberg: Serenade. c) Grieg: 1) Við vögguna. 2) Síðasta vorið. d) Helgi Pálsson: 1) Prelú- díum. 2) Vals. 20,50 Erindi: de Gaulle og ósigur franska hersins 1940 (Eiríkur Sigurbergsson viðskiptafræð- ingur). 21.25 Tónleikar (af plötum). 21.30 Erindí: Vertíðarlok á vötnum í Manitoba (Gísli Guðmunds- son tollvörður). Happdrættið. Sala happdrættis- miða hefur gengið miklu örar í ár heldur en undanfarin ár, og eru horfur á því, að allt verði upp- selt, áður en dregið verður á föstu daginn kemur. Menn ættu því að hraða sér að kaupa miða, áður en það verður um seinan. Ármenningar! Skemmtifundur skíðadeild- arinnar, er féll niður vegna rafmagnsbilunar s. 1. miðvikudag, verður haldinn í Tjarnarcafé ann- að kvöld (miðvikudag) og hefst kl. 8,30 stundvíslega. Dagskrá verður hin sama og áð- ur hefur verið tilkynnt. Fimm hundruð krónur til Slysa- varnafélagsins frá kvenfélaginu „Keðjunni“. Frú Elín Guðmundsson varaformaður „Keðjunnar" og frú Þórunn Jónsdóttir gjaldkeri, færðu í dag félagi voru kr. 500,00 að gjöf frá kvenfélaginu „Keðjunni“. Félag þetta, sem stofnað var árið 1928, innan Vélstjórafélags íslands, af eiginkonum vélstjóra, hefur jafnan látið sér mjög annt um að styðja ekkjur innan félagsins, og nú hafa þær sýnt sinn hlýja hug til slysa- varnamálefnanna með því að senda félagi voru áðurnefnda gjöf, sem ég leyfi mér hér með að þakka kær- lega fyrir. Reykjavík 6. marz 1944. f. h. Slysavarnafélags íslands. Guðbjartur Ólafsson, p. t. forseti Gjafir til vinnuheimilis berkla- sjúklinga. Þessar gjafir hafa borizt seinustu daga: íshúsfélag ísfirðinga h.f., ísaf. kr. 10000,00; Ragnhildur og Kristján Siggeirsson kr. 10000,00; P. H. Mog- ensen, lyfsali kr. 1000,00; G. Á. Björnsson & Co. kr. 1000,00; Starfs- menn Landsímastöðvarinnar kr. 1885,00; Starfsmenn hjá Agli Vil- hjálmssyni h. f. kr. 911,50; Starfs- menn Edinborgar kr. 805,00; Starfs- menn Garðyrkjunnar á Reykjum kr. 585,00; Starfsmenn hraðsauma- stofu Álafoss kr. 610,00; Frá Sauð- árkrók kr. 551,00; Starfsmenn Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðju Akra- ness kr. 480,00; Starfsmenn Bif- reiðastöðvar íslands kr. 300,00; Starfsmenn Búnaðarbankans kr. 220,00. Minningargjafir um Hrefnu Albertsdóttur: Frá systkynum henn ar kr. 1000,00; frá Gígí kr. 50,00. Hringið í síma 2184 og gerizt áskrifendur. þlÓÐVILflN Nýja btó sýnir: Hefðarfrúin svonefnda Aðalhlutverk: Joan Blondell Republickvikmyndafélagið hefur allra kvikmýndafélaga mest tekið svokallaðar „Wild West“ eða „Cowboymyndir“, þ. e. myndir sem fjallað hafa um lífið í Banda- ríkjunum á landnámstímum 19. aldarinnar. Það voru stórbrotnir tímar og það var engum heiglum heitt að ferðast um óbyggðir Ame- ríku á þeim tímum, til þess þurfti einbeitt og stórbrotið fólk. En „Wild West-myndir“ hafa ekki gefið raunsæja mynd af lífsbaráttu Tilraunir gerðar til að kveikja í húsum Gerðar voru tvœr tilraunir í fyrrakvöld til íkveikju liér í bœn- um, en slökkviliðið gat þó lcotnið í veg fyrir að alvarlegar skemmdir 'lilytust af. Á Laugaveg 11 var kveikt í tuskum inni í bakdyrainngangi og lagði reykinn inn um húsið. Var eldurinn slökktur áður en teljandi tjón yrði af. í Hafnarstræti 10 kviknaði í kaffistofunni á neðstu hæð. Var logandi tusku fleygt inn um glugga, en slölckviliðinu tókst að slökkva eldinn áður en skemmdir yrðu miklar. Þá kviknaði í út frá rafmagni á Lokastíg (i og olli það litlum skemmdum. Það eru nú liðnir tveir mánuðir síðan Lasfoss ’strandaði við Orl'ir- isey og hafa vélsmiðjurnar Hamar og Héðinn unnið að björgun skips- ins. Hefur Bjarni Jónsson, verk- stjóri í Hamri, stjórnað verkinu. S.l. laugardag tókst að ná Lax- fossi af skerinu og var hann flutt- ur inn á innri höfn og lagt við hafnargarðinn. Nokkrum dögum áður hafði tekizt að rétta Laxfoss við á skerinu og voru þá( settar járnplötur í stærstu götin og aðrar ráðstafanir gerðar til að takast mætti að halda skipinu á floti. Ekki er vitað hvenær Laxfoss verður tekinn upp í Slippinn t.il viðgerðar. Þorrablót Framh. af 2. síöu. söng nokkur lög, og Björn Dúason söng gamanvísur. Var þetta hin bezta skemmtun, sem lengi hefur verið haldin hér. A eftir var dans- að bæði í Alþýðuhúsinu og Hótel Siglunesi, var fullt á báðum stöð- unum, enda sótti skemmtunina hátt á 5. hundrað manns. Var dansað til kl. (i um morguninn. Skemmtunin fór hið prýðilegasta fram og var félaginu til sóma. (Mjölnir). John Wayne þessa fólks. Aðalefni allra þeirra er það sarna: Einhverjum þorpara hefur tekizt að ná völdunum í einhverju þorpi og ræður þar lög- um og lofum ásamt óaldarlýð sín- um. Hann á vanalega stærstu krána í bænum, þar sem bæjar- búar eyða fé sínu. Ungur og mynd- arlegur kúreki kemur til bæjarins,; ákveður að binda enda á ósómann, hefur kannski áður átt sökótt við þorparann og ætlar sér að hefna sín á honum. Hann fær beztu menn bæjarins í lið með sér og þeim tekst að sanna á þorparann glæpi hans, hann sleppur þá kannski undan á reiðskjóta sínum, en kú- rekinn á líka reiðskjóta og veitir honum eftirför og tekst loks að koma honum fyrir kattarnef. Svo má ekki gleyma ungri og fallegri stúlku, sem þorparinn hefur á- girnzt, en kúrekinn er bálskotinn í, og svo endar myndin með hjóna- bandi, eða eins og þeir segja í Ameríku „happy end“ og þá er allt gott. Það þarf varla að taka það fram, að slíkar myndir eru venjulega nauðaómerkilegar, því ekki er við öðru að búast. — En ég ætlaði að tala um myndina sem Nýja Bíó sýnir þessa dagana. Hún gerist í Tennessee í Bandaríkjunum fyrir síðustu aldamót, og fjallar um unga dansmær (Joan Blondell), sem er vel efnum búin, en af litl- um ættum, og giftist þess vegna manni (Ray Middleton), sem er af góðum ættum, en á ekki túskild- ing. Fjölskylda hans er á móti ráðahagnum og að lokum reynir hún að koma henni fyrir kattar- nef. en það tekst ekki. Ungur og myndarlegur maður (John Wayne) kemur henni til hjálpar í and- streými hennar og allt fer vel að lokum. Þessi mynd er heldur skárri en flestar aðrar myndir frá Republic, einkum fyrir góðan leik Joan Blondell, en annars er lítið um hana að segja. d. NOKKUR SETT ENSK seljast mjög ódýrt (kr. 225,00) Meðalstærðir og minni. ÚLTÍMA Skólavörðustíg 19, sími 3321. Hríngur Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breið- dalsvíkur og Stöðvarfjarðar síð- degis í dag. ÆSKAN VILL SYNGJA (En trallande jánta) Sænsk söngvamynd. Alice Babs Nilsson, Nils Kihlberg, Ann^-Lisa Erícson. Sýnd kL §, & ;og 3, HEFÐARFRÚIN SVONEFNDA („Lady for a Night“) JOAN BLONDELL, JOHN WAYNE, RAY MIDDLETON Sýnd kl. 5, 7 og 9. UsFHOOiltiii smiMw og oiais- fjOFöos1 storo i llul oö oon- Mi liiiaaor WiliosnMsiis I örooilsiililon siínaooa Á fundi í Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Olafsfjarðar. er hald- inn var 3. marz, var eftirfarandi samþykkt: „Fundurinn samþykkir að skora á Alþingi áð samþykkja tillögur Alþýðusambands Islands urn ör- yggismál sjómanna. Einnig mót- mælir fundurinn tillögum Fiski- þingsins' um skerðingu orlofsfjár“. Á fundi trúnaðarmannaráðs Verkalýðsfélags Skagastrandar 23. febrúar s.l. var eftirfarandi sam- þykkt: „Trúnaðarmannaráð Verkalýðs- félags Skagastrandar inælir með því, að hið háa Alþingi samþykki Söfnun handa dönsk- um fióttamönrutn í Svíþjóð. — Starfsemi frjálsra Dana á ísiandi Eftirfarandi tilkynningu hefur félagið „Prie Danske i Island“ sent blaðinu: Víða um heim safnast fé lianda dönskum flóttamönnum. t Banda- ríkjunum hefur t. d. Amerisk- danska félagið (National Americ- an-Danish Association) safnað stórfé. Færeyingar hafa gefið liundrað þú'sund krónur þessum mönnum til hjálpar. Svíar hafa og gefið stórfé. Frjálsir Danir á íslandi hafa einnig safnað fé meðal Dana hér á landi þessum löndum sínum í Svíþjóð til hjálpar. Safnaðist álit- leg upphæð, sem þegar er búið að yfirfæra. Þessári söfnun þeirra er nú lokið, en þeir halda enn áfram sinni almennu söfnun til hjálpar löndum sínum í heimalandinu eftir stríð eða þegar tækifæri gefst. í sambandi við þessa starfsemi þeirra ráðgera þeir meðal annars nú á næstunni að gefa út leikritið Niels Ebbesen eftir Kaj Munk, en hagnaður af þeirri útgáfu á að notast sérstaklega til hjálpar börn- um í Vedersö, þar sem séra Ivaj Munk starfaði. tillögur Alþýðusambands Islands í öryggismálum sjómanna“. Aðalfundur síma- manna lýsir sig fylgjandi lýðveld- isstofnun Aðalfundur Félags íslenzkra símamanna var haldinn 2b. f. m. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Aðalfundur Félags íslenzkra símamanna lýsir yfir eindregnu fylgi við stofnun lýðveldis á Is- landi og skorar fundurinn á alla símamenn að vinna að því að þátt- taka í atkvæðagreiðslu um lýð- veldismálið verðí sem fjölmennust og á þann veg að hún megi verða þjóðinni til sóma". Félagið er með elztu stéttarfé- lögum landsins og eitt af stofn- endum Bandalags starfsmanna rík- is og bæja og telur nú á þriðja liundrað félagsmenn. Stjórnina skipa nú: Agúst Sæ- mundsson formaður, Maríus Helga son varaformaður, Kristján Snorra son gjaldkeri, Ilelga Finnboga- dóttir ritari, Soffía Thordarson fjármálaritari. Handknattleiksmót- ið húfst í gærkveldi Landsmót í handknattleik inni hófst, í gœrkvöld kl. 10. Taka þátt í því 8 félög. Keppt verður í 4 flokkum: Kvennaflokki, meistaraflokki, I. fl. og II. fl. karla, en samtals verða þetta 25 lið, sem skiftast þannig milliflokkanna: Meistarafl. 8, I. fl. 6 (K. R. og Haukar ekki með), II. fl. 6 lið (K. R. og Fram ekki með), og 5 kvennaflokkar, en það eru flokkar frá Armanni, í. R„ Hauk- um, Iv. R. og F. II. Auk þessara félaga taka þátt í mótinu: Fram, Valur og Víkingur. í gær kepptu: Kvennafl. Ár- manns og 1. R., II. fl. F. II. og í. R„ meistarafl. Vals og Víkings. I kvöld keppa: Kvennafl. Ilauka og K. R„ I. fl. F. H. og Víkings, meistarafl. Ármanns og K. R.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.