Þjóðviljinn - 08.03.1944, Page 7

Þjóðviljinn - 08.03.1944, Page 7
Miðvikudagur 8. febr. 1944. ÞJÓÐVILJINN T Óskin hennar Signýjar litlu Lauslega þýtt Hún flýtti sér upp á f jallið og komst þangað lafmóð. Drekinn ætlaði einmitt að fara að spúa eldi yfir borgina, því að hann hafði ekki fengið mat svo lengi. En þegar hann sá Signýu varð hann ennþá reiðari, svo að hann gleymdi að spú eldi og elti hana niður fjallið. Honum brá í brún, þegar hann sá pönnukökurnar og byrjaði strax að éta. Eftir viku var hann búinn að sleikja hvei’ja götu hreina. Fólkið varð ákaflega fegið að koma aftur undir bert loft. Það var orðið leitt á pönnukökum og þeyttum rjóma og borgarstjórinn sagðist ekki snerta spil framar. En drekinn var orðinn of saddur. Hann langaði hvorki í uxa né gæs og allra síst pönnukökur. Hann var ákaflega þyrstur og tók það ráð að velta sér niður að sjónum til að drekka. En það fór illa fyrir honum: Hann vissi ekki, að það er óholt að baða sig rétt á eftir matnum og hann velti sér út í sjóinn sér til hressingar. En þegar hann kom í kalt vatnið fékk hann slag og drapst. Það var glatt á hjalla heima í borginni. Allir fóru til vinnu sinnar og það leið ekki á löngu, áður en nóg var til að borða. En allt var þetta Signýju litlu að þakka^ því að all- höfðu notið góðs af óskinni hennar. UNDRABLÓMIÐ Lauslega þýtt. Palli átti heima hjá ömmu sinni og þau voru tvö ein í kofanum. Amma táði ull, kembdi, spann og prjón- aði. Og hún kenndi Palla að lesa. Þeim leið vel og þau voru ánægð. En allt í einu fór ömmu að verða svo illt í augunum. Eftir nokkra daga var hún orðin alveg blind. Hún reyndi að halda áfram við tóskapinn, en varð að hætta því. Og ekki gat hún lesið í sálmabókinni sinni eða haldið á- fram að kenna Palla að lesa. Hún gat svolítið prjónað. Það var allt og sumt. Þau höfðu ekkert til að lifa á. ÞETEA Allir kannast við, að mikró- fónninn getur aukið styrk allra hljóða ótrúlega. Þetta kemur oft að notum, þegar teknar eru kvikmyndir. Þegar myndin „Eskimóar“, var í smíðum, var mikið reynt til að' framleiða hijóð, sem líktist árekstri ísjaka. Fyrst var mik- il ísskriöa látin hrapa úr tals- veröri hæð niöur á steinflöt. Af þessu uröu miklir dynkir, en ekkert svipaðir því hljóöi, sem þeir áttu aö líkjast. Þá var tekið til bragðs, að láta fallhamar dynja meö miklu afli á fullaþ sykurkassa. Og ekki v'anta.öi aö brothljóöiö var hvellt og sarg mikið: En þaö líktist ekki núningi ísjaka. Loks fann einhver upp ótrú- lega einfalt ráð: Það var að nudda rúöugler með salti. Þegar þetta ískurshljóö var hækkað mörg hundruð sinn- um míkrófóni, varö þaö ná- kvæmlega eins og þegar borg- arísjakar rekast á. * Hjartað úr þrjátiu metra löngum hval er sex hundruö kíló aö þyngd, íungun sex hundruö kíló, lifrin níu hundr uö kg., hver hryggjarliöur tvö i hundruö kg. og tungan (meö tungurót) þrjú þús. kg. •k í Svíþjóö og Finnlandi var fyrir stríö framleidd um ein milljón smálesta af pappír á ári. Pappírsnotkun er líka mikil víða. Til dæmis eyöa dagblööv Bandaríkjanna þrem ur milljónum smálesta af pappír á ári. LECK FISCHER; m 1 vonbrigðum. Þaö var óskap- legt. En hann vissi að til voru menn, sem höfðu orðið fyrir sams konar vonbrigðrun hundrað sinnum án þess að leggja árar í bát. Lundbom fór heimleiðis meö sporvagni. Það var reynd ar óþarfa eyösla. En hann gat ekki neitað sér um þaö. Þaö gat vel verið aö Henrik væn kominn heim og biði eftir honum. Bara að Henrik væri kom- inn heim! Þá yrði sunnudags- blær yfir morgunverðinum, alveg eins og vant var. Lundbom stóö í afturklefa sporvagnsins og brosti aö hugsun sinni. Níund; kafli FERÐIN TIL LAPPLANDS Henny svaraði ekki spurn- ingu bróður síns. Hún var að bera smyrsl á andlitiö og lét sem hún sinnti engu ööru, en hún sá hann í speglinum og 'athugaöi hann vandlega. Hann sat álútur á stól við rúm Sveu. Andlitiö var grá- fölt og hann var tekinn til augnánna eftir næturveizl- una. Hvers vegna var hann ekki heima hjá sér. Hvaö vildi hann hingaö? „Eg spyr þig að því enn: Hefurðu sjálf borgaö fóstur- foreldrum Kurts, eða hefur pabbi gert það?“ Þetta var í þriðja sinn sem' Karl spurði að þessu. En hann talaði lágt, því að pabbi hans svaf á bekknum inni í stofunni og dyrnar voru opnar. Hann bylti sér í svem- inum ööru hvoru. „Hvernig stendúr á því, aö þú hefur svona mikinn áhuga fyrir þessu? Eg hef aldrei beö iö þig um peninga“. „Já, ég skil þaö, aö pabbi hefur borgað. Það er þægilegt fyrir hann núna, þegar hann er orðinn atvinnulaus. Þaö er heldur skemmtilegt“. „Þaö kemur engum viö nema pabba og mér.“ Henny var byrst. Henni gramdist allt af þegar minnzt var á dreng- inn. Hún ætlaði sér að gleyma honum en fékk aldrei frið til þess. Það síðasta af meölaginu var greitt og hér eftir átti Kurt engar kröfur á hendur móöur sinni. Hún hafði gefiö hann og hún ætl- aöi aö gleyma honuip, eins og hann heföi aldrei fæöst. „Mér finnst þetta vera mál, sem kemur okkur öllum vvo. Heföi pabbi átt núna þá pen- inga sem þú skuldar honum, þá heföi hann ekki veriö alls- laus“. „Og þá hefði hann getaö lánaö þér núna. Eyddirðu of miklu í nótt? Er það eitthvaö sem þú þarft að standa skil á, án þess að Fríða viti. Það er nýtt aö sjá þig á sunnudags- ,morgni“. Henny sneri sér frá speglin- um og lokaöi smyrsladósinni. Hún var rólegri. Allt í einu skildi hún til hvers Karl var kominn svona snemma morg- uns. Hann hafði eytt of miklu. „Hvaöa þvaöur! Pabbi er orðinn gamall og það kemuv okkur við, sem þurfum aö sjá fyrir honum, hvort hann er allslaus eða ekki. Þú hefur auövitaö aidrei norgað neitt u'tð Kurt. hvorki •’ú eð v þessi — hljóðfæraleikari þinn“. Karl viii reiður og hann vissi, hvar Henny var veikust fyrir. Henny staönæmdist á mioju gólfi og svaraði engu. En hún horfði þannig á bróður sinn að hann leit undan. Hann gafst þó ekki alveg upp. Hann fór að blístra fjörugt og tæl- andi danslag, sem haföi veriö í tízku fyrir þremur árum. Henny mundi þaö vel, að öll fjölskyldan hafði sönglaö þetta lag mánuðum saman i tíma og ótíma, þar til það varð aö samkomulagi aö hætta því til þess aö þaö yröi ekki óskemmtilegur vani. Jan haföi leikiö þetta lag á fiölu í fyrsta sinni sem hann kom á heimilið. Og þá hafði Kari veriö hrifinn af því. Henny gat ómögulega skilið hvernig fáeinir tónar úr lagi gátu endurvakið það liöna, svo þaö var eins og allt stæði í sömu sporum og þá. Hún var sjálf gjörbreytt síðan, en þessir tónar komu snöggvast með allt það gleymda aftur. „Hvaö segirðu?11 spur$i hún rugluð. Haföi hann sagt þetta sem henni heyrðist hann segja? „Eg var að segja, að það hefði verið heimskulegt, aö þú lézt ekki barnsföður þinn borga meö krakkanum. Þá hefði pabbi losnaö viö það“. „Hvaö kemur þér þetta viö? Hvers vegna ertu alltaf aö minna mig á þetta, sem er liö- ið? Láttu mig í friöi“. Henny missti alveg vald á sjálfri sér. Hún fór inn í stof- una. Þetta var aö bíöa ósig- ur. En það varð aö vera svo. Lundom stóö í dyrunum með ullarábreiöuna, sem hann haföi haft ofan á sér, á handleggn.um. Hann hafði stífur í augunum og leit á systkinin á víxl. „HvaÖ er um aö vera?“ „Þaö er Karl, sem alltar er aö minna mig á að þú hafir lánaö mér peninga til aö borga með Kurt. Hann er hálf vitlaus", sagði Henny. „Nú, hvað um þaö? Þú borgar mér þaö seinna“. Lund bom braut saman ábreiðuna og horfði undrandi á Karl. „Hvenær komst þú?“ „Eg er búinn aö vera hérna rúman klukkutíma. Við þurf- um aö tala nánar um þetta allt“, svaraöi Karl, reis á fæt- ur og gekk framhjá Henny, inn í stofuna. Hann langaði til aö leggjast út af á legu- bekkinn, en stillti s-ig um þaö. Hann var líka aö hugsa um aö fara heim til sín. FríÖa svaf, þegar hann fór, en nú gat hún fariö aö vakna. „Tala! Viö getum, held ég, ailtaf talaö saman. Við borö- um nú líklega fyrst“. „Svea sagöi, aö þú vildir, aö viö biöum svo lítið, ef Henrik skyldi koma“, sagði Henny um leið og hún gekk fram í eldhúsið. Nú var hún orðin róleg. „Nei, viö skulum bara boröa,“ sagði Lundbom og settist í völtustólinn, þar sem Henrik var vanur aö sitja. Hann saknaöi Henriks og var hræddur um hann. Hann haföi alltaf treyst því, að drengurinn kæmi meö morgn- inum. En nú var klukkan oröin ell efu og hann var enn ekki xom inn. Ef til vill var vissara aö fara aö spyrjast fyrir um hann. En hann hikaði viö aö leita til lögreglunnar. Þaö leit svo bjánalega út, ef Henrik kæmi svo heill á húfi. Þaö var ómögulegt, að hann léti ekki eitthvað til sín heyra bráð- um. Karl þagði. Hann hafði komiö' í því skyni að fá lán hjá pabba sínum og vera kom inn heim áöur en Fríða vakn- aöi. Þetta átti aö fara með leynd og hann ætlaði að greiða lániö eins fljótt og hann gæti. En nú var allt ómögulegt. Honum hafði ekki dottið i hug fyrr en hann kom inn úr dyrunum, aö Henny heföi lík- lega fengið meðlagið með Kurt lánað hjá pabba þeirra. Auðvitaö hafði Henny látið þaö sitja fyrir aö fá sér nýja kjóla. Svea kom inn og breiddi dúk á boröið. Síöan raðaöi hún pentudúknum viö hvert sæti. Lundbom bjóst viö aö hún legði á borö handa fimm. En hún skildi Henriks pentu- dúk eftir. Síöan gekk hún fram og sótti diskana. „Hvernig lízt þér á þaö, aö Henrik er farinn?“ spurði Lundbom og laut nær Karli. Karli var bilt við.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.