Þjóðviljinn - 11.03.1944, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 11.03.1944, Qupperneq 1
9. argangur. Laugardagur 11. marz 1944. tölublaff. bKem.mli- og jrœösLufundwr að tilhlutun 1. og 2. deildar Sósíalistaflokksins verður hald- inn annað kvöld (sunnud.) kl. 9 að Skólavörðustíg 19. Slík- ir fundir hafa áður verið haldn- ir þarna fyrir forgöngu 10. og 11. deildar og þótt hinar prýði- legustu samkomur. Er ekki að efa, að kaffikvöld 1. og 2. deild- ar verði ánægjulegt og ættu menn að fjölmenna þangað. Hcr Koneffs tekur borgína Uman Guðgeir Jónsson. Björn Bjamason. Guðgeir Jónsson og Bjðrn Bjarnason full- trúar Islands á al- jiioðeþinginu í London A fundi stjórnar Alþýðusam- bandsins i gœrkvöld voru þeir Guðgeir Jónsson, forseti, og Björn Bjarnason, ritari sambandsins, kjörnir fulltrúar þess á alþjóða- j)ing verkalýðsfélaganna, sem halda á i London í sumar. < Þingið hefst 5. júní, og munu talca þátt í því öll helztu verka- 'lýðssambönd heimsins. Iijónaband. S. 1. laugardag voru gefin saman í hjónaband af lög- manni ungfrú Áslaug Ásmundsdótt- ir og Stefán Ó. Magnússon bifvéla- virki. Stalín marskálkur tilkynnti í sérstakri dagskipun í gær, að 2. úkrainski herinn undir stjóm Koníeffs hérs- höfðíngja hefði fyrir fimm dögum síðan hafið sókn nyrzt í Dnépr-bugðunni fyrir vestan Svenigorodka. Rauði herinn hefur rofið 160 km. breitt skarð í vam- arlínu Þjóðverja og sótt fram allt að 65 km. Rússar hafa tekið yfir 300 bæi og þórp. Þar á með- al er bærinn Úman. Úman var öflugasta virki þýzka hersins á* þessum slóðum. Tóku Rússar hana með áhlaupi snemma í gærdag. Þjóðverjar urðu fyrri til að tilkynna, að þeir hefðu yfir- gefið bæinn „í röð og reglu“! A fimm fyrstu dögum sóknar- innar hafa Rússar fellt yfir 20000 Þjóðverja og hrakið- 14 herfylki á flótta. Mikið herfang liefur verið tekið, þ. á. m. um 500 skriðdrekar, þar af um 200 af stærstu gerð (Tigris-), og yfir 600. fallbyssur. 2. úkrainski herinn heldur sókn- inni áfram suður til Búgfljóts. 3. úkrainski herinn, undir stjórn Malinofskis hershöfðingja, sem fyrir nokkrum dögum hóf sókn fyrir suðvestan Krivoj-Rog, er kominn vestur yfir ána Ingul og stefnir til Búgfljóts skammt fyrir noi'ðan Novaja-Odessa. Stafar Nikolajeff hin mesta hætta af þess- ari sókn. En nái rauði herinn þeim bæ á sitt vald horfir mjög illa fyr- Framhald á 8. síðu. FramfjBFSlusturli liail afl Dælilta III samnls olð iFSíMotoslasí Framfærslustyrkurir. n er nú um 23°|0 lægri en raunverulegur framfærslukostnaður MLsræmið milli þess framfærslustyrks sem greiddur er og hins raunverulega framfærslukostnaðar er svo tilfinnanlegt, að óhjákvæmilegt er að ráða bót á því hið bráðasta, ef eigi á að slá því föstu, að þjóðfélagið telji þá, sem einhverra orsaka vegna urðu að lifa af framfærslu hins opinbera, vera „óæðri mannteg- und“, er eigi skuli njóta sömu réttinda og lífskjara og annað fólk. Katrín Pálsdóttir, bæjarfulltrúi Sósíalistaflokksins, bar fraaa á síðasta fundi framfærslnnefndar eftirfarandi tillögu: „Fræðslunefnd Keykjavíkur ákveður að íramíærslustyrkur í Reykjavík skuli vera í samræmi við framfærslukostnað í Reykja- vík, sem Hagstofa Éslands byggir á útreikning vísitölunnar á hverjum tíma.“. . i :_’ A-tkvæðagreiðslu um tillögu þessa var frestað, en ákveðið að taka hana til athugunar og afgreiðslu síðar. Sósíalistaflokkurinn mun hins vegar ekki skiljast við þetta mál fyrr en viðunandi réttar- bót hefur fengizt. Framh. á 8 síðu iu lii aiVfc ^ _ Tílkga orn að óska Norðmðnnum og Donum si^urs felíd tsied 37 gegn 10 atkv. Alþingi samþykkti í gær einróma þingsályktunartillögu skilnaðarnefudar um þátttöku íslands í norrænni samvinnu, en hún er svohljóðandi: - „Um leið og Alþingi gerir ráðstafanir til þesá, að aldagömul frelsishugsjón þjóðarinnar um stofnun íslenzks lýðveldis rætist, ályktar þingið: AÐ senda hinum Norðurlandaþjóðunum bróðurkveðjur og óska þeim frelsis og farsældar og AÐ lýsa yfir því, að það telur sjálfsagt að íslenzka þjóðin kappkosti að halda hinum fomu frændsemi- og menningarbönd- um, er tengt hafa saman þjóðir Norðurlauda, enda er það vilji íslendinga að eiga þátt í norrænni samvinnu að ófriðnum lokn- um“. Greiddu 48 þingmenn tillög- unni atkvæði, tveir sátu hjá (Sigurður Kristjánsson og Sig. Þórðarson) og tveir voru fjar- staddir (Gísli Guðmundsson og Þorsteinn Þorsteinsson). Snarpar umræður urðu um breytingartillögu frá Áka Jak- obssyni og Þóroddi Guðmunds- svni, þess efnis, að fyrri liður tillögunnar orðist svo: AÐ senda hinum Norðurlandaþjóð- unum bróðurkveðjur og óska þeim frelsis og farsældar og Norðmönnum og Dönum sig- urs í frelsisbaráttu þeirra. Þá báru þeir Magnús Jóns- son, Hermann Jónasson og Stef án Jóh. Stefánsson fram breyt- ingartillögu og lögðu til að greinin orðaðist svo: „að senda hinum Norðurlandaþjóðunum bróðurkveðjur og óska þeim sigurs og farsældar í frelsisbar- áttu þeirra“. Þingmenn sósíalista báðu um skýr svör við því hvað flutn- ingsmenn ættu við með því að óska Svíum og Finnum sigurs í frelsisbaráttu þeirra, og varð hin spaugilegasta margfeldni í svörum flutningsmanna. Magn- ús Jónsson taldi það ekki á valdi Alþingis að segja hvort stríð það, sem Finnar heyja nú væri frelsisbarátta, það ætti að fara til Finna sjálfra og láta þá skera úr. Hinsvegar taldi Her- mann Jónasson frelsisbaráttu Finna einna helzt fólgna í við- leitni þeirra nú til að losna úr bandalaginu við Þjóðverja og styrjöldinni. Stefán Jóh. Stef- ánsson lét sig hafa að halda Framhald á 5. síðu. Katrín Pálsdóttir. Eire neitar kröfu Bandaríkjanna um aö reka heim sendi herra Þýzkalands og Japan Stjórnin í Eire (Irska frírílcinu) hefur opinberlega neitað þeim tH- mœlum Bandankjastjórnar að lolca sendiráðum Þýzkalands og Japans í Dublin. Sendiherra Bandaríkjanua t Dublin afhenti de Valera þessi til- mæli 21. febrúar, með þeim rök- stuðningi, að mjög auðvelt væri að koma mikilvægum hernaðar- fregnum frá Bretlandi og Norður- írlandi til Eire, og þaðan gæta sendiherrar fasistaríkjanna komið þeim áleiðis. de Valera neitaði þá strax að verða við bciðninni og hefur ná stjórnin staðfest þá ncitun í orð- sendingu til Bandaríkjastjórnar. /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.