Þjóðviljinn - 11.03.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.03.1944, Blaðsíða 2
2 Þ3ÓÐVILJIKN Laugardab'ur 11. marz 1944. Bókagerð og þýðing henn- ar fyrir íslenzku þjóðina Við íslendingar höfum oft stært okkur af því, að næstum hver ein- asti maður á landinu, serr\ kominn er til fullorðins ára, sé læs og jafn- vel skrifandi. Það er líka nokkuð til að stæra sig af, þar sem þetta eru þær námsgreinar, sem taldar eru undirstaða allrar menntunar og lærdóms. Með því móti getum við notfært okkur þekkingu og vit- neskju liðinna kynslóða og jafn- fram lagt okkar skerf til viðhalds og eflingar þeirri þekkingu og af- hent sem arf til niðjanna. Ritlistin og síðar bókagerðin eru mikilsverðar uppgötvanir. Við höf- um heldur ekki verið eftirbátar annarra á þeim sviðum, enda þótt aðstaða okkar hafi til skamms tíma verið mjög erfið. Þegar í byrjun var tekin rétt stefna í bókaritun hjé okkur, þar sem bækumar voru rit- aðar á landsmálinu en ekki á al- þjóðamáli menntamanna þess tíma og síðar. Það gerði það að verkum, að þær bækur, sem' ritaðar voru, voru lesnar af öllum þorra manna. En bókagerð var þá seinvirk þegar skrifa þurfti hverja bók fyrir sig, þ. e. a. s. hvert eintak og stóð slikt verk stundum svo árum skipti. Slík ar bækur voru dýrar. En hienn lögðu mikið á sig til þess að eign- ast afrit af þeim eða fá að lesa þær og munu margar þeirra bein- línis hafa verið „lesnar upp til agna.“ Innlend bókagerð og mikil lestr- arhneigð almennings gerði það að verkum, að málið hefur varðveitzt frá því á söguöld og til okkar tíma, þrátt fyrir erlendar „árásir“ eða áhrif sem um skeið virtust mundu verða tungu okkar örlagarík. Með tilstyrk góðra manna tókst að bjarga málinu óspjölluðu framhjá þeim blindskerjum, sem urðu á veginum. Stafsetningln Málið okkar, íslenzkan, er allerf- itt og virðist nokkrum erfiðleikum bundið að kenna mörgum að rita það rétt. Mál, sem hefur jafn mikl- ar og óreglulegar beygingar, er vandasamara í daglegri notkun og krefst meiri nákvæmni, bæði í töl- uðu máli og rituðu, heldur en mál, sem hafa litlar beygingar. Það er margt að varast og margs að gæta í notkun málsins, svo sem réttar endingar, rétt föll, rétt tala, rétt kyn. Þessir erfiðleikar verða mörg- um ofurefli að því er vir.ðist. Þó hygg ég að þar um ráði meira hugs unarleysi og kæringarleysi í með- ferð málsins, heldur en getuleysi í þvi að fara rétt með málið. Sumir kennarar kvarta undan því að kenna börnum og unglingum að nota „z“, sem lögboðin er í okkar stafsetningu, þeirri, er nú gildir. En ég held að sumir hafi hom í síðu þessa stafs og þá bresti því vilja til að leggja sig fram við að kenna undirstöðuatriðin i reglum þeim, er gilda um notkun hans. Eg þekki roskna menn, sem undir eins gátu skipt um rithátt og nota „z“ alveg rétt. Það munu líka margir sammála mér um það, að notkun þessa stafs sé ekki svo býsna erfið. Eg segi þó ekki, að okkur hafi bor- ið brýn nauðsyn til að taka upp „z“-notkun, þó að hún sé hvergi nærri ný í okkar stafsetningu. En ég vil einkum leggja áherzlu á það, hvaða nauðsyn okkur ber til að hafa eina stafsetningu í höfuðatriðum, en ekki margar útgáfur. Eg verð að játa, að það er ekki beinlínis hvatn ing eða örvm að eitt pappírsmesta blaðið og víðlesnasta. skuli ekki treystast að taka upp hina lögboðnu stafsetningu. Vera má að það sé meira fyrir viljaleysi og vanafestu, heldur en vanmátt. En blöðin geta haft mikil áhrif á málið og því vit- anlega til ills og góðs. Eg ætla þó ekki að ræða það frekar, heldur minnast á riokkrar mjög algengar málvillur í daglegu tali og riti. Algengar málvillur Við heyrum fólk oft segja: „Mér langar" og „mér vantar“, í stað þess að segja, „mig langar“ og „mig vant ar“. Þetta er afkáraleg misnotkun falla, eða ein tegund svokallaðrar „þágufallssýki" og er vafalaust mest að kenna hugsunarleysi í með ferð talaðs máls. Við heyrum menn oft bæði í blöð- um og útvarpi og náttúrlega í við- ræðum hver við aðra, tala um að þeir vilji „taka einhverju fram“, sem er margsinnis ábent vitleysa í meðferð málsins. Þegar við töl um um að eitthvað taki öðru fram eigum við við að það sé betra en annað, standi þvi framar. En að taka eitthvað fram þýðir að leggja áherzlu á eitthvert atriði. Oft heyrast orð eins og læknir, vísir og mælir ranglega beygð. Menn segja: læknirar í stað lækn- ar, vísirar og mælirar í stað vís- ar og mælar. Orð þessi beygjast eins og nægir því að sýna beyg- ingu eins þeirra, t. d. læknis. Það er læknir, um lækni, frá lækni til læknis, í eintölu, en læknar, um lækna, frá læknum, til lækna, í fleirtölu. Þetta geta menn lært, ef þeir reyna að greina rétt mál frá röngu. Nokkur íslenzk mannanöfn heyr- ast alloft rangt beygð. Má þar nefna kvenmannsnafnið Unni. Al- gengast er, að menn hafi það eins í öllum föllum, þ. e. a. s. eins og nf.: Unnur. En við eigum að segja um Unni (þf), frá Unni (þgf) og til Unnar (ef). Svipað er að segja um karlmannsnafnið Má. Það á að vera Már, Má, Má, Más. Nafnið Hjörtur er og ranglega beygt,----- á að vera Hjörtur, Hjört, Hirti, Hjartar. Mörg fleiri mætti telja, en ég læt þetta nægja að sinni. / Erlendu mannanöfnm Smekkleysi finnst mér það, þegar fólk, sem vill láta kalla sig íslend- inga og er af íslenzku bergi brot- ið, er að dragast með dönsk, hálf- dönsk eða latnesk nöfn, sem löngu liðnir forfeður þess höfðu tekið upp og notað. Mörg þessi áhrif minna á hættu þá, sem íslenzkan var þá stödd í. Með því á ég einkum við nöfn eins og Stephensen, Thorar- ensen, Thoroddsen, Hansen, Niel- sen, Thorlacius, Thordarsen o. fl. Það er gagnstætt islenzkri mál- venju og okkur finnst það leiðin- legt að kalla menn aðeins þessu svokallaða ættamafni. Ekkert er við því að segja, þótt menn, sem eru svo óheppnir, að nafn þeirra eða föðurnafn byrjar á Þ, sem aðeins er notað í fáum málum, breyti því í Th meðan þeir dvelja í öðrum löndum. Það er nauð- syn. En þegar þessir menn hverfa heim aftur, er vandalaust og smekklegast að taka aftur upp íslenzka ritháttinn. En ýmsum hef- ur bara láðst að gera það og tel ég það miður farið. Bjöm Guðmundsson frá Fagradal. Jón Axel vildi neyða Dagsbrún til að semja upp á kr.2,31. — Sæmundur Úlafsson var ánægður ef Dagsbrún semdi upp á sama Við spuröum um þaö hér í I blaöinu nýlega, hvar Al- j þýöublaöið heföi staöiö í DagsbrúnardCilunni. Og viö yfirlit í skrifum þess varð niðurstaðan svi, aö það hafi veriö „hlutlau/,t ‘ og boriö káp mia á báöum öxlum, þ. e. reiðubúið til svika. M. a. kem það 1 ljós, aö ritstjóri Alþbl. hafði ekki álitiö Dagsbrúnar deilima þess veröa að eyöa á hana forystugrein, fyrr en eftir samningagerö. Sem svar viö þessum stað- ’reyndum endurprentar rit- stjórinn gamla skamma- grein um „kommúnistiskan niöm‘setning“, „kommúnist- iskí leiguþý“ ásamt fleirnm hliöstæðum fagurmælum. Hann neitar því auðvitaö ekki aö Alþýöublaöiö hafi ver- ið „hlutlaust“ í Dagsbrúnar- deilunni, og má segja aö til- gangi fyrri greinar minnar sé fyllilega náö meö slíkri Hvers vegna þarf að breyta um? Fyrir nokkrum dögum birti Morg unblaðið greinarstúf um kirkju- byggingar í tilefni þess, að sýnd- ar höíðu verið samkeppniteikning- ar að fyrirhugaðri Neskirkju. Meðal annars voru þar éftirfarandi um- mæli: „Hversvegna má ekki byggja litl*- ar og fallegar kirkjur í þeim stíl, sem við erum vanir hér á landi? Finnst mönnum þær nýju hugmynd ir, sem komið'hafa fram um nýj- ar kirkjur hér í bænum vera fall- egri en t. d. Dómkirkjan okkar, Hafnarfjarðarkirkja eða aðrar fall- I egar kirkjur í þorpum og sveitum * hér á landi? Er nokkur nauðsyn til að hverfa frá þeim byggingarstíl, sem kirkjur hafa yfirleitt verið byggðar í hér á landi? Þær kirkj- ur, sem við eigum, hafa hingað til þótt sóma sér vel í íslenzku lands- lagi og í íslenzkum staðháttum ' yfirleitt. Hversvegna þarf að breyta til nú?“ Það er gaman að þessum um- mælum Morgunblaðsins, þau sýna á svo einfaidan og skemmtilegan hátt þá hugsun, sem kyrstöðuöfl allra alda og allra landa byggja á. „Hversvegna þarf að breyta um nú?“ Þannig hefur afturhald og í- hald ætíð spurt í hvert sinn, sem framgjamir menn hafa viljað stíga framfaraspor. Færeyjar Það hefur mikið verið talað um norræna samvinnu á síðustu tím- um. Norræna félagið hefur haldið hátíðlegt afmæli, og látið mörg fögur orð flæða um bróðerni og samstarf Norðurlanda. Eitt hefur einkennt allar þessar umræður enn sem fyrr, minnstu þjóðinni hefur verið gleymt með öllu, Færeyingar hafa ekki verið taldir með. Hve nær kemst norræn samvinna á ís- landi á það stig, að málsvarar henn ar minnist þess, að Færeyingar eru þjóð, með engu minni rétti til að vera viðurkenndir sem þjóð en hver hinna Norðurlandaþjóðanna. skilyröislausri játningu af hendi Alþbl. M. ö. o.: Þaö er ekki lengur neinn skoðanamunur milli Al- þýöublaðsins og okkar Dags- brúnarmanna um það eina at riði: að Alþbl. var „hlutlaust" og bar kápuna á báöum öxl- um. Eg vil nú svara þeirri fyrir- spurn ritstjórans, hvar Dags- brún heföi staöiö, hefði Alþbl. ekki ráðizt á Dagsbrún s. 1. sumar (og þar meö sinn eig- in flokksmann 1 stjórninni) fyrir aö segja ekki upp samn- ingum þá. Svarið liggur alveg 1 augum uppi: Dagsbrún heföi fariö ná- kvæmlega sínar eigin götur, enda þótt Alþbl. heföi veriö því sammála s. 1. sumar, og Dagsbrún heföi jafn ákveöin og jafn óafvitandi um afstööu Alþbl. sagt upp samningxim í vetur. En á einu sviði heföu leikar fariö öðruvísi. heföi Alþbi. ekki ráöizt aftan aö Dagsbrún s. 1. sumar, eftir aö ákvörðun var tekin: Alþýöublaöið og Alþýöu- flokksforingjarnir heföu ekki glataö eins mörgum fylgjend- um, og raun hefur á oröið, heföu þeir hagað sér eins og menn í sumar, hefðu þeir hag að sér eins og menn gagnvart Dagsbrún yfirleitt. Og þó aö Stefán Jóhann og Stefán Pétursson skilji ekki um hvað er hér aú ræða. þa [ eru til nægilega margir menr í Alþfl., sem skilja þetta og sem munu haga sér sam- kvæmt því. 'k ! Já, er ekki von aö ritstjór- inn spyrji, hvernig Dagsbrún liei'ói vegnaö ef Alþbl. hsfð: ekri „notiö viö“, ef viö hefö- um sloppið viö hina vinveittu cg óeigingjörnu gagnrýni þessa merkisblaðs? Viö skulum aðeins taka tvær „stikkprufur“: Þegar foringjar Alþfl. voru í vetur aö setja Dagsbrún kosti með tilliti til væntan- legrar stjómarkosningar í félaginu, þegar þeir voru aö reyna að selja sig sem dýrast, lét hinn þrautreyndi og náni samherji Stefánanna, hinn „lýðræðissinnaði verkamaður og jafnaðarmaður“, kexverk- smiðjuforstjórinn Sæmundur Ólafsson þá skoðun sína i ljósi í samtali við nokkra for- ystumenn verklýðssamtak- anna, að Dagsbrún gæti verið ánægð með að semja upp á sama í vetur og reyna svo að segja upp samningum í sum- ar. M. ö. o.: Sæmundur Ólafs- son, vopnabróðir Stefánanna, treysti sér til aö leiða Dags- brún út í harösnúiö verkfall c?g fara út úr því með samn ing upp á sama! Virðist mönnum nú ekki á- stæða til aö harma það aö einmitt þessi þrautreyndi. for- ingi Alþýöuflokksins skyldi ekki hafa verið formaður Dagsbrúnar í hjáliðinni Dags- örunardeilu? ' Þann 17. febrúar bar Sigfus Sigurhjartarson fram tillögu 1 bæjarstjórn um, aö bærinn ákvæði aö semja við Dags- brún um kr. 2.50 í grunnkaup. Tillaga þessi var fram borin með vitund og samþykki Dagsbrúnarstjórnarinnar. Á sama fundi bar hinn „þrautreyndi” Alþýðuflokksfor ingi, fyrrverandi fi>amkvæmda stjóri Alþýöusambandsins, Jón Axel Pétursson, fram eftirfar- andi tillögu: „Bæjarstjórn beinir því til borgarstjóra, að hann beiti á- hrifum sínum til þess að yfir- standandi vinnudeila leysist. Jafnframt felur bæjarstjórn borgarstjóra aö semja við Verkamannafélagið Dagsbrún á þeim grundvelli, aö verka- menn í Reykjavík hafi hlut- fallslega sambærilegt kaup og stéttarbræöur þeirra í Hafn- arfirði“. Nú átti aldeilis að sýna stefnu Alþýðuflokksins svart á hvítu. Og hvað þýddi þetta orðalag: „hlutfallslega sam- bærilegt kaup“ og stéttar- bræöurnir í Hafnarfiröi? Rétt áður en Jón Axel glopr aöi út úr sér þessari tiliögu, var sáttgsemjari ríkisins, hr. Jónatan Hallvarðsson, búirin aö reikna út, hvert þetta hlut fall væri, umreiknaö í krón- um. Hans niöurstaöa var sú, aö til þess að ná sama hlut- falli, miðað viö viss fríðindi, þyrfti grunnkaup Dagsbrún- armanna í almennri vinnu að hækka um 21 eyri, eöa upp í kr. 2,31, eða úm 10 afihundr- aði. Sem sagt: Jón Axel var reiöubúinn til að semja upp á kr. 2.31 í staö 2.45 eins og samiö var um. Og meir en það. Hefði tillaga hans náö fram að ganga, var þar með gerð tilraun til þess aö kúga Dagsbrún til aö ganga að svo lítilli hækkun, aö félagiö heföi verið mjög tregt ef ekki ófá-* anlegt til aö samþykkja hana. Hefði nú ekki veriö happa- drýgra fyrir verkamenn, að Framhald á 8. síöu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.