Þjóðviljinn - 11.03.1944, Qupperneq 5
ÞJÓÐVIXJINN. — Laugardagur 11. marz 1944.
þJÓÐVILJINN
Ulgefandi: Samcirángarjloklcur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórí: Sigurður GiúSmwntLsson.
Stjómmálari tstjórar: Einar Olgársson, Sigfús Sigurhjartarson.
AfgreiSsIa og auglýsingar: SkólavSrðustíg 19, stmi 8184.
Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 18, sími 8870.
Prentsmiðja: Víkingirprent h.f., Garðastrœtí 17.
Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuðd.
Uti á landi: Kr. 6.00 á mánuði.
Þjóðernisvandamálin og íslenzku
fasistarnir
Tvö blöð hafa skyndilega uppgötvað andlegan skyldleika sinn,
,Lundið hvort annað“ — eins og það heitir á lélegu ástamáli. Það er
„Þjóðólfur“ og „Alþýðublaðið“.
Þjóðólfur er alræmdur sem einræðissinnað blað. Sömuleiðis fyrir þá
dkoðun sína að harma sambandsslit við Danmörku og að vonast eftir
því að koma konungssambandinu á aftur. — Og Þjóðólfur fer ekki í
launkofa með neitt af þessu. Ilann hefur engu að tapa, — en er að
reyna að vinna einræði og afturhaldi fylgi.
Alþýðublaðið dáir í laumi hvortveggja: einræðið og konungssam-
bandið — og þorir við hvorugt að kannast opinberlega. Því vænna
þykir því um að geta prentað upp úr Þjóðólfi aðdáunina að hvortveggja.
®
ÞjóðóKur er skynsamari en Alþýðublaðið í ósannindum sínum, sök
um þess að Alþýðublaðið Iætur §tjórnast af svo viltu hatri að það gáir
sín ekki. Allir muna óskir Alþýðublaðsins um að nazistar gætu unnið
það menningarafrek að þurrka út sovétskipulagið.
Þjóðólfur fer sniðugar í málið. Eftir að hafa með viðeigandi lofi
lýst rússnesku kommúnistunum sem bráðduglegri einræðisstjórn segir
blaðið um þá: „Þeir . . . hafa sett sér það takmark að efla ríki feðra
sinna með skjótum og gagngerum hætti. Þá dreymir um rússneskt stór-
veldi, rússneskt heimsveldi, er fái skipað málefnum heimsins að geð-
þótta sínum“.
Skörin er nú farin að færast upp í bekkinn, þegar Þjóðólfs-fasist-
amir eru farnir að ljúga sínum eigin fasisma upp á rússnesku kommún-
istana, til þess að geta svívirt þá með því að draga þá í dilk með
fyrirmyndum þeirra.
Það voru rússnésku bolsevikarnir, sem afnámu gamla rússneska
þjóðafangelsið: veittu hverri þjóð hins forna Rússaveldis rétt til að
mynda sjálfstætt ríki, gáfu þannig Finnum langþráð frelsi, afsöluðu
sér sérréttindum ]>eim, er. Rússaríki áður hafði haft í Kína, — og sköp-
uðu með þjóðasamstarfinu í Sovétbandalaginu fyrirmyndina að því
hvernig hægt er að tryggja í senn samvinnu ög sjálfstæði þjóðanna, með
þeim afleiðingum, sem nú koma í ljós: að hinar mörgu og ólíku þjóðir
Sovétríkjanna standa sem ein heild, sem bjarg gagnvart árás nazismans,
— meðan hatur þjóðanna, sem þýzku nazistarnir hafa leitt inn í „ný-
skipun“ sína, er að brenna það kúgunarskiþulag í hatursloga þeim, er
brátt verður að uppreisnarbáli.
•
Lausn þjóðernisvandamálsins eftir þessa styrjöld verður eitthvert
erfiðasta málið, sem þjóðirnar glíma við, einkum þetta hvernig sam-
ræma skuli fullkomið sjálfstæði þjóðanna og þá miklu og nánu fjár-
hagslegu samvinnu, sem vera þarf á milli þeirra, ef ekki á að steypa
heiminum á ný út í verzlunarstríð, kreppu og styrjaldir.
Bolsévikarnir í Sovétríkjunum hafa einmitt lagt fram svo þýðingar-
mikinn skerf til lausnar þeSs máls, að allur hinn menntaði heimur at-
hugar nú með gaumgæfni hvað hagnýta megi sér af fordæmi þeirra. —
Hinsvegar hefur einmitt styrjöldin í Asíu leitt það í ljós, hve langt er
frá því að svo ágætar Iýðræðisþjóðir sem Englendingar og Hollendingar
t. d. hafi kunnað að gera heimsveldi sín að samfélagi frjálsra og jafn-
rétthárra þjóða, — og því fór sem fór eystra, er Japanir réðust á. Hin
örlagaríka villa ensku og hollensku þjóðanna var að veita ekki Indverj-
urn, Java-búum o. s. frv. samsvarandi sjálfstæði, menningar- og fram-
fara-skilyrði og heimaþjóðunum, — og sú villa er gerð, vegna þess að
afturhaldssöm auðmannastétt réði „heimalandinu“, svo sem einnig vai
í Rússlandi forðum. *
Fyrir oss íslendinga er lausn þjóðernisvandamálsins í heiminurr
eitt af stærstu málum vorum. Vér erum í senn minnsta þjóð heims o<
sú þjóðin, sem einna mest á afkomu sína undir erlcndum markaði
Engum cr meiri þörf þess að fullkomlega sé tryggt þjóðfrelsi og alþjóð
leg samvinna í viðskiptamálum en oss.
Það er því skaðlegt fyrir þjóð vora að reynt sé að sverta þæi
tilraunir, sem gerðar hafa verið beztar til að leysa þau vandamál. Og,
Við að, lesa grein mína „Barátt-
an um bókmenntir og listir“ í janú-
arhefti „Vinnunnar“, hefur „Dag-
ur“ framleiðenda fundið föðurland
heimskunnar, ofstækis, hlutdrægni,
úlfúðar, áróðurs, skammsýni og
ófrjósemi.
Það þarf því engan að furða þó
mynd fylgdi. Landnámsmanninum
verður líka svo mikið um við að
eygja heimalandið, að hann heldur
að harin sé orðinn læs, nema ein-
hverjar verri artir ráði.
Heimskan er ekki það versta, og
mér finnst heimskur maður hafa
fullan rétt til þess, að orð hans
séu höfð rétt eftir. En það virðist
aðalhlutverk blaðsins í þessu til-
felli, að auka á heimskuna með öll-
um ráðum. Blaðinu hefur ekki
dugað dreifin undan arfasátu
Framsóknar, heldur leitar sér nýrra
„fokdreifa“, með útúrsnúningum
og ritfalsi, sem auðkennir illan mál-
stað og lítilmennsku. Verst var að
fá ekki mynd af höfundi fram í
dagsljósið, því nafn fylgir að sjálf-
sögðu ekki.
Til hægðarauka kalla ég grein-
arhöfund Dreifasleikir. Það skipt-
ir mig engu þó Dreifasleikir reyni
að gera sér dagsverð úr fyndni og
útúrsnúningum. Frjálslynd blöð og
tímarit mega ekki eyða rúmi í að
skattyrðast um slíkt. Aðeins
stærstu rangfærslurnar vildi ég
leiðrétta.
Dreifasleikir reynir að gera sér
mat úr því, að í grein minni stend-
ur: „að jafnvel sé hugsanlegt, að
ólistfróður maður geti fengið meira
út úr listaverki, en listamaðurinn
hefur í það lagt“. Setningin fer
ekki fram á að teljast spakmæli.
En listaverk geta gerbreytt lífi
manna og verkað alhliða á það,
þau geta gefið sólskinsvonir og sál-
arþrek, í stað fokdreifa.
Svo má Drpifasleikir glíma við,
hvort meira er um vert það, sem
listamaðurinn lagði til, eða áhrif-
in sem það vakti hjá hverjum ein-
stökurn.
Ennfremur tekur D. upp eftir
mér: „öll sönn list á þá heilögu ein-
feldni, að vera skiljanleg liverju
barni“, og leggur svo út af. „Ætla
mætti *að ekki yrði hátt risið a
Einari Ben., Stcfáni G. Stefáns-
syni, Einari frá Galtafelli og Kjar-
val, ef þeir væru kallaðir fyrir slílc-
an dóm“.
Líklega liefði ég átt að nefna
heilaga työfeldni. Það hefði átt
bctur við „millibilsmennina“, sem
eru að tjá öllum stéttum ást sína,
en elska engan nema yfirstéttina
og það með ærslum.
Orðtakíð, skiljanlegt hverju
barni, þekkja flestir íslendingar.
En til að árétta hvað ég meina,
segi ég í næstu setningu: „Með
skiljanlegu meina ég það, að hún
(listin) skilar áhrifum, sem skora
mörk og skila nýjum til keppni“.
Þessu sleppir Dreifasleikir til að
geta brynnt sínum innra manni.
Spurningu D. um. hvað hátt yrði
risið á skáldum okkar og lista-
mönnum ef alþýðan ætti að dæma
um verk þeirra, vil ég kvitta fyrir.
Börn alþýðunnar hafa lært kvæði
skáldanna jafnhliða orðunum
mamma og pabbi, þau hafa haft
rit snillinganna fyrir stafrófskver.
Alþýðan barg lífi listamanna sinna
á þann hátt sem hún félik við
ráðið, á meðan ríkisvald og ríkis-
menn reyttu af þeim lífsgæðin og
rökkuðu þá niður.
Á síðustu árum hafa málarar og
myndliöggvarar færst í aukana.
Það er táknrænt dæmi, að síðan
almenningur fékk ofurlítið fé
handa á milli, hefur hann streymt
á sýningar þessara manna. Allar
eftirtölur og skraf um niðurskurð
á fé til bókmennta og lista, er
ekki frá þeim fátækustu, þó borga
þeir aðallega það fé.
|að endurtaka. Ég er jafn viss um
'það og ég veit að D. hefur andað
að sér súrefni löngu áður en hann
vissi nokkur skil á því.
Styrkur li^tarinnar liggur ekki
sízt í því, að hún orkar á menn
án þess að menn geri sér það æfin-
lega fullljóst.
Ég tek sem dæmi í grein minni,
að fallega kveðin liringhenda lyfti
stundum huganum hærra en langt
stirfið kvæði, vcl meint og vitrænt
og fallegt mál göfgi menn, þó efn-
ið sé kannski ekki mikils virði.
Þetta les D. þannig, að ég sé
að lýsa innihaldi fornritanna og
reynir að gera sig stóran yfir því,
að ég hafi farið í gegnum sjálfan
mig.
Það skiptir engu hverju D. dikt-
ar upp og snýst í gegnum, en eng-
inn mun öfunda hann af þcirri
leið. En ég vona að hann fái ekki
marga til að lesa með því lestrar-
lagi, sem hann hefur á grein minni.
Sannleikurinn er sá, að D. væri
ekki að eyða á hana miklu rúmi
vegna heimsku minnar, ef hundur-
inn væri grafinn þar. Nei, hundur-
inn er grafinn í hjarta hans. í
grein minni eru sjónarmið, sem
Eftir
Halldór Pétursson
s
Markús ívarsson var alþýðu-
maður. Þó hann hefði um skeið
fleiri krónur handa á milli en títt
er um þá menn, gat fépúkinn aldrei
falsað sjónarmið hans. Það mátti
segja að Markúsi félli aldrei verk
úr héndi, þó gaf hann sér tíma til
að taka ástfóstri við listir og ger-
ast bjargvættur íslenzkra iriynd-
listarmanna. Kannski hefur þetta
létt honum margt handtakið. Ilon-
um var ekki nóg að hafa lista-
verkin sér til augnagamans, heldur
lánaði þau vinum og ættingjum.
Skilningur hans náði enn lengra.
Markús sá að listamaðurinn lifði
ekki á fjárstyrk einum saman, list
hans þurfti að verða almennings
eign og með það fyrir augum ráð-
stafaði hann safni sínu. Þetta hafa
fleiri gcrt, sem skilið hafa þýðingu
lista og bókmennta.
Það ris sem er á skáldum okk-
ar og myndlistarmönnum, er al-
þýðunni að þakka, en ekki dag-
setursmönnum Dreifasleikis, því
þá væri ekki um neitt ris að ræða.
Þá reynir D. að gera sér mat úr
því, að ég segi að þjóðin hafi ekki
alltaf gert sér grein fyrir gildi forn-
ritarina, en lifað á þeim samt.
Þessa heimsku liika ég ekki við
fáránlegast er það af nokkrum íslending að leggjast svo lágt að hæla
því, ef nokkur þjóð væri að kúga aðra, — en það er einmitt það, sem
þau hjúin, Alþýðublaðið og Þjóðólfur, eru sammála um að gera.
•
Hleypidómalaust eigum við íslendingar að athúga hvað gerist í
stórmálum annarra þjóða, Sovétþjóðanna sem annarra. Blöð, sem
leggja það í vana sinn, að segja alltaf rangt frá öllu, sem þar gerist,
eru að gera þjóðinni erfiðara að hagnýta sér reynslu þeirra þjóða sem
innarra, — (eins þegar þau ljúga þeim lýtum á þær þjóðir, er þcim
,'innst sjálfum kostur).
En það þarf engin þjóð eins á því að halda og vér íslendingar að
geta litið umheiminn raunsæir og tekið ákvarðanir vorar út frá þckk-
ingu á staðreyndunum.
honum og hans líkum falla ekki í
geð, að berist til almennings. Sann-
leikurinn verður fleirum en Kölska
heitur.
Stafrófsbræður lians þekkjast á
því, að þegar þeir koma nærri
sannleikanum, þá taka þeir að lcsa
rangt og snúa út úr. Útúrsnúning-
ar eru reykský til að hylja flótta.
Það sem okkur ber á milli eru tvö
sjónarmið, sem mega heita gömul
og ný. Sjónarmið D. er, að búa
eigi að bókmenntum og listum á
Bólu-Hjálmars-vísu. Frömuðir
þeirra eiga að ganga sér til liúðar,
við allskonar óskyld efni. Þau fáu
gullkorn, sem eftir þá liggja, á að
hirða á mælikvarða arðweningjan/.
Launin geta Jiessir menn fengið
eftir hálfa öld eða heila í þeirri
mynt, að einhver kjaftaskúmur er
látinri semja æfisögubrot þeirra og
þeir hgfriir upp í skýin og þeim
hrósað fyrir livað hungurdauði
þeirra vár langur. Þetta er sak-
Iaust og kostnaðarlítið.
Það er auðheyrt að miltað dans-
ar'í D. yfir þeirri ógurlegu sóun,
sem hefur átt sér stað í ár, til
bókmennta og lista.
Tólf þúsund krónur til eins slíks
manns og kannski meira, upp í
tuttugu.
Ekki er nú útlitið glæsilegt.
Þetta slagar upp í það sem prang-
arar fá í hagnað af því að hafa
fengið innflutningsleyfi á bíl og
selt hann við hafnarbakkann aft-
ur.
Mitt sjónarmið er það, að skáld
og listamenn eigi að vinna á sínum
vettvangi, eri ekki að orka þeirra
fari í það eitt, að vinna allskonar
störf í þágu nauðþurfta.
Þessu snýr I). þannig, að ég
vilji að þessir menn sé einhverjir
„fínir sérfræðingar“, sem aldrei
dýfi hendi í kalt vatn. Ég og mínir
líkar skoði vinnuna sem „böl og
áþján“. Þetta er ein af hans sann-
fræðum. Ég vorkenni ekki lista-
mönnum og skáldum að vinna
hvað sem er, en ég vorkenni þeirri
þjóð, sem lætur þá gera það.
Oll sóun andlegra og efnalegra
verðmæta er mér viðurstyggð,
enda gengur þessi sóun æfinlega
á þá sveif, að kviksetja heilbrigða
lífshætti.
D. sýnir bezt hug sinn til lista
og bókinennta með því að gera sér
gaman að því, að listamanninn
skorti allt til að njóta sín. Með
lýsingunni „fínir sérfræðingar",
sem aldrei snerti á neinu, er þeim
skipað í sess mannleysunnar.
Skáldmenntir og list er ekki vinna,
það er bara lítilsvert föndur fyrir
fínar „typur“.
Það þarf illa art og óskammfeilni
til að halda slíku fram.
Fáir munu heyja þrotlausari
baráttu, en skáld og listamenn,
sem taka köllun sína alvarlega,
jafnvel þó sleppt sé vinnu þeirra
við nauðþurftir.
Sú vinna er sjálfsagt harðari,
en safna fölskum fokdreifum.
D. teflir Matthíasi *og Stein-
grími fram, sem dæmi um ^nillingav
er hafi sinnt ólíkum störfum og
lagt sig í þýðingar. Ég ætla mér
ckki að taka neitt af þessum mönn-
um, það er búið. En þetta dæmi
sannar ekki hót. Það þarf ekki að
ncfna þessa menn. Við eigum
fjölda af mönnum, sem gerðu langt
framar vonum, í að auðga íslenzkt
þjóðlíf.
En þá vaknar spurningin: ITvað
hefðu þessir menn gert, ef þeim
hefði verið sómi sýndur? Vill ekki
D. kynna sér hve lengi þeir báru
barr 'og brum. Ætli það hafi ekki
verið lífsskilyrðin, sem drógu arn-
súginn úr vængjum þeirra, svo að
segja um leið og flugið átti að
hefjast.
Matthíasi og Steingrími gat ver-
ið það andleg hressing, að fást við
þýðingar, kannski til að gleýma,
en hvað skáldgáfa þeirra sjálfra
hefur á því grætt, cr engin sönnun
fyrir.
Það er auðheyrt að D. vorkenn-
ir ekki listamönnum að selja verk
síii til innilokunar og augnagam-
an nokkrum mönnum.
Þcssu tel ég bezt svarað með
því, sem einn listamaður sagði við
mig: „Hvað heldur þú að hefði
orðið úr list Jónasar Ilallgrímsson-
ar, ef einstakir menn liefðu fengið
í öndverði að kaupa upp kvæði
hans, eina og eina vísu, og lokað
c
þær svo niðri í skúffu, eins og eins-
konar fjölskyldumál?“
Eg sagði áðan að almenningur
ætti engan aðgang að þessari ein-
stakra manna myndlist. Þetta er
ekki alveg rétt. Þegar myndlistar-
menn lialda sýningu, þá fá þeir
þessar myndir lánaðar á sýning-
una og á þeim stendur „selt“.
Þessi einstöku tækifæri eru í
sjálfu sér sízt lastandi, en mér
finnst þau setja einskonar mark-
aðsblæ á sýninguna. Þetta er ekki
sagt myndlistarmönnum til hrijóðs,
því á hverju ættu þeir að lifa nema
sölu verka sinna, eins og allt er í
pottinn búið.
Mitt sjónarmið er alveg and-
stætt D. og dagsetursmanna. Ég
Framh. á 8 síöu.
S, L 9>orkeIsson:
tlin heilbrigðu ofl
Þýzkalands
Hinar miskunnarlausu árásir
Þýzkalands á frelsi og menningu
Evrópuþjóðanna og hin svívirði-
legu fantatök nazista á sigruðum
andstæðingum, í þvr skyni, að
lama andlega menningu og færa í
fjötra miðaldalegrar kúgunar
frjálsa hugsun hernumdu þjóð-
arina, er svívirðing, sem á 20. öld-
inni getur ekki talizt sæmandi and-
lega heilbrigðum mönnum.
Þó megum við eigi dæma alla
þýzku þjóðina, eftir þeim forsend-
um, að hún sé andlega óheilbrigð.
Slíkt er fjarri sanni. En nazistar
eru það.
Er nazistaflokkurinn komst til
valda í Þýzkalandi 19,‘5í5, skeði ná-
kvæmlega það sama og nú er að
gerast í hinum herteknu löndúm.
Hinum blóðþyrstu sveitum nazista
var sigað á samtök og félög verka-
lýðsins, foringjum verkamánna
varpað í fangelsi, sanitök þeirra
Ieyst upp og varnartilraunir
þeirra barðar niður með harðri
hendi. Og ekki varð annað séð, en
að sumum þeim, sem nú eru að
springa af lýðræðishyggju og frels-
isást, þætti það allt liorfa til bless-
unar!
Síðán hefur þýzku verkalýðs-
stéttunum verið haldið í fjötrum
kúgunar og ófrelsis af þeim öflum
í Þýzkalandi, sem hafá v.erið ein-
lægustu handbendi auðvaldsins,
nazistum.
Nú er mikið rætt um framtíð
Þýzkalands innan Evrópu. Marg-
endurteknar yfirlýsingar Breta og
Bandaríkjamanna hljóða á þá leið,
að þeir muni ekki láta 'sömu skyss-
una henda sig aftur, að gefa Þjóð-
verjum lausan tauminn. Vónandi
láta þeir það ekki 1<om;i fyrir aft-
ur, að brezkt og bandarískt fjár-
magn verði notað til að berja niður
og færa í fjötra hin heilbrigðu öfl
Þýzkalands, verkalýðinn.
En hvernig svo sem allt fer, þá
megum við vita það fyrir víst, að
viðunandi lausn fæst aldrei á mál-
um Þjóðverja, fyrr en verkalýður-
inn ,í Þýzkalandi verður leystur
undan oki hernaðarsinna og auð-
valds eða hristir það af sér.
Það er af sumum fróðum mönn-
um talinn vafi á því, hvorir hati
meir kúgara sína, nazistana, prúss-
nesku herforingjaklíkuna og iðju-
höldana, hinir erlendu verkamenn,
sem ánauðugir hafa verið fluttir
inn til Þýzkalands, eða hinir þjök-
uðu starfsbræður þeirra, 1 þýzku
verkamennirnir.
Þýzki verkainaðurinn er ánauð-
ugur þræll liins þýzka auðvalds.
Iíann er enn verr settur heldur en
stéttarbræður hans í lýðfrjálsum
löndum. Þcir gcta átt og eiga sín
samtök, scm berjast fyrir rétti
þeirra og tilveru. Þýzku verka-
mennirnif eiga engin opinber sam-
tök, sem þeir geti leitað stuðnings
hjá í baráttu sinni fyrir bættum
kjörum. Þeir eiga allt undir vilja
iðjuhöldsins og nazistanna sem
fyrirtækjunum stjórna.
Hinum þýzka verkamanni er
refsað á nákvæmlega sama hátt
og hinmn erlendu verkamönnum,
sem fluttir hafa verið inn til Þýzka
lands frá herteknum löndum. Hon-
um er refsað fyrir hverja minnstu
yfirsjón. Hann veit, að ef á hann
sannast hinn minnsti slóðaskapur,
hvað þá meir, þá verður matar-
skammtur hans minnkaður.
En þrátt fyrir allar tilraunir
Himmlers og Géstapolögreglunnár,
til að koma í veg fyrir samtök
verkamanna, þá eiga þýzku verka-
mennirnir. leynisamtök, sem vinna
markvíst að falli nazista. Enda
mun það sýna sig á sínum tíma,
að samtök þessi eru mjög víðtæk
og öflug. Við fyi.ria tækifæri sem
gefst, munu þau hefja byltingu,
til að steypa hernaðarsinnunum af
stóli.
I því umróti verður ekki aðeins
prússneska hernaðarskipulaginu
og nazistum varpað fyrir borð,
heldur mun allt auðvaldsskipulag
Þýzkalands verða molað mélinu
smærra, en sósíalistiskt réttarríki
byggt á rústum þess.
Það verður vafalaust mikil Undr-
un fyrir nazista, að sjá þýzka og
erlenda verkamenn berjast hlið við
hlið gegn þeirri áþján. sem þeir
vilja lialda þeim í. En sú stund
rennur upp.
Hin þýzka borgarastétt hefui'
alltaf stutt hernaðarsinna þar til
í algjört óefni er komið. Þá hefur
hún hallazt á sveif með verkalýðn-
um og stutt byltingartilraunir
hans, en siðan leitað aðstoðar
hinna luirðsvíruðustu kapítalista
og hernaðarsinna innan og utan
Þýzkalands, til að berjast gegn til-
raunum verkalýðsins til að losa
sig úr viðjum auðvaldsins. Borg-
arastéttin í Þýzkalandi styður naz-
ista, en verkalýðurinn ekki. Hinir
þýzku verkamenn voru fyrstir
manna til að rísa upp gegn hern-
aðarsinnunum í seinustu heims-
styrjöld. En strax er borgarastétt-
in sá fram á möguleikana fyrir
sigri verkalýðsins, snérist hún gegn
honum og leitaði aðstoðar allra
þeirra afla innan og utan Þýzka-
lands er hún gat fengið í lið með
sér. Enskt og amerískt fjármagn
reyndist þá mjög auðfengið, ef það
gat stuðlað að ósigri „kommúnist-
anna“. Ég tel hiklaust, að árang-
urinn af sigri auðvaldsins í Þýzka-
landi sé yfirstandandi styrjöld. En
hverjum eru styrjaldir hagkvæm-
ar, ef ekki einmitt auðvaldinu,
hergagriaframleiðendum og stríðs-
bröskurum?
Nei, Þýzkaland verður ávallt,
vandræðabarn Evrópu, nema því
stjórni heilbrigð öfl. Ekki öfl er
skoði styrjaldir sem gróðafyrir-
tæki, né' brjálaðir hernaðarsirinar,
heldur heilbrigð verkalýðsöfl,
menn sem skilja og vita, að hern-
aður er böl, sein bitnar harðast á
alþýðunni sjálfri. Og það vita liinir
þýzku verkamenn.
Nú er mikið rætt um framtíðar-
stöðu Þýzkalands inrian Evrópu.
Menn tala um, að nú tjái ekki að
sýna Þjóðverjum neina samúð eða
miskunnsemi. Það er satt,. Enda
kærir hin þýzka alþýða sig harla
lítið um samskonar samiið og hún
Fréttir frá fþrótta-
sambandi Islands
Minningargjöf: Samþykkt
hefur verið að leggja kr. 500, —
í væntanlegan minningarsjóð
um Pál heitinn Erlingsson sund-
kennara.
Staðfest met: Sambandið hef-
ur staðfest .met er Sundfélagið
Ægir setti 9. febrúar s. 1. í boð-
sundi 8x50 m. skriðsundi karla
á 3 mín. 58,2 sek.
Lœknisvottorð íþróttamanna:
Samkvæmt bréfi frá íþrótta-
lækni í. S. í. Óskari Þórðarsyrii,
gilda læknisvottorð íþrótta-
manna í 3 mánuði. Áður hefur
yerið gefin út tilskipun um að
allir sem keppa í íþróttum
verði að hafa lækknisvottorð.
Sendikennarar 1. S. I. Óskar
Ágústsson hefur haldið nám-
skeið hjá Ungmennasambandi
Eyjafjarðar hjá þessum félög-
um: U.M.F. Æskan Svalbarðs-
strönd frá 13. jan. til 27. jan.
kennt fimleikar, glíma og frjáls
ar íþróttir, nemendur 51. U.M.F.
Reynir, Árskógsstrandarhreppi
frá 27. jan. til 11. febr. kennt
fimleikar ' og frjálsar íþróttir.
Þátttakendur 57. U.M.F. Svarf-
dæla Dalvík frá 11. febr. til 23.
febr., kennt fimleikar. Þarna
voru eingöngu konur, því karl-
ar voru farnir 'til sjóróðra.
Þáttakendur 25. U.M.F. Þor-
steinn Svörfuður frá 14. febr.
til 23. febr. kennt fimleikar og
frjálsar íþróttir. Þáttakendur
45. Þarna hélt Óskar tvö nám-
skeið samtímis, með því að
ganga þriggja tíma göngu á dag
milli félaganna gat hann kom-
ið þessu í verk.
Kjartan Bergmann Guðjóns-
son hefur að undanförnu, verið
á Vestfjörðum, á Núpaskóla í
janúar og kenndi þar nær 50
manns. Fór hann síðan til Isa-
fjarðar.
Axel Andrésson kom aftur
til Reykjavíkur 1. marz, frá
Austurlandi. Hafði hann haldið
þar fjögur námskeið: Að Eiðum,
Eskifii’ði, Seyðisfirði og Nes-
kaupstað. Alls tóku þátt í
þessum námskeiðum 467 manns.
Á Austurlandi er ríkjaridi
mikill íþróttaáhugi.
varð aðnjótandi eftir fyrri heims-
styrjöldina.
Það sem nauðsynlegast er, er að
skilja þjóðina, og það er hægt ef
viljinn er fyrir hendi. Engin reiði
cða 'hefnigirni má verða til þess,
að söniu eða enn verri skyssur
verði gerðar og í Versölum 1918.
Það verður að losa um hin heil-
brigðu öfl þjóðarinnar og leyfa
þeim að njóta sín, en brjóta mis-
kunnarlaust á bak aftur og tor-
tíma þeim öflum innaii Þýzka-
lands, sem ávallt koma af stað ó-
friði með einhverju móti, en það
,er prússneska hernaðarstéfnan og
iðjuhöldarnir.
Engin „samúð“ og ekkert skiln-
ingsléysi má verða til að koma í
veg fyj-ir sigur verkalýðsins, sem
titrandi af ofvæni bíður þess, að
mega hefjast lianda og varpa af
sér kúgunarfarginu, öðlast frelsi
sitt og hefjast handa um uppbygg-
ingu nýs Þýzkalands.
Þá fyrst þegar það er orðið má
vænta ]icss að Þýzkaland geri
skyldu sína við sjálft sig og önnur
í'íki Evrópu. 8. I. Þorkelsson,
Laugardagur 11. marz 1944. — h.IÓDVíUHNN.
MMiMMnttni NMk
Sundmót Knattspymufélags j
Reykjavíkur fer fram í Sund- '
höll Reykjavíkur 13. marz
( mánudag).
A mótinu verður keppt í 10
sundgreinum og auk.þess sýnir
flokkur kvenna úr K. R. undir
stjórn Jóns Inga Guðmunds-
sonar.
A mótinu verður keppt um
2 bikara, annan fyrir 200 m.
bringusund karla og hinn fyrir
100 m. frjálsa aðferð.
Báðir þessir bikarar eru unn-
ir til eignar vinni sami maður
þá þrem sinnum í röð, en núver
andi handhafar þeirra,' Sigurð-
ur Jónsson og Stefán Jónsson
hafa unnið þá tvisvar áður. Er
búist við harðri keppni milli
Stefáns^og Rafns Sigurvinsson-
ar sem vann hraðsundsbikar
Ægis síðast.
Keppt verður í 300 m. sundi
(frjáls aðferð). Þar keppa
Óskar Jensen, Guðmundur Jóns
son, Sigurjón Guðjónsson sem
vann 200 m. sund á Ægismót-
inu o. fl.
í 50 m. sundi karla keppa
Guðmundur Ingólfsson, Pétur
Jónsson, Guðmundur Þórarins-
son o. fl.
Þá verður keppt í 100 m.
bringusundi kvenna og eru með
al keppenda þær Unnur Ágústs
dóttir og .Kristín Eiríksdóttir.
Drengjasund verður í þrennu
lagi: 50 m. bringusund, 50 m.
baksund og 50 m. skriðsund.
Þá verður 3ja aðferða boð-
sund, syndir hver keppandi 150
m. baksund, bringusund og
skriðsund, en 4 menn eru í
hverri sveit. Taka þátt í þessu
þrjár sveitir, 2 frá K. R. og 1
frá Ármanni.
Loks verður 4x50 m. bringu-
boðsund kvenna og keppa sveit
ir frá K. R. og Ægir.
íslenzka útvarpið í
Londcn skiptir um
byigiulengd
Sunnudaginn 19. marz n. k.
breytist bylgjulengd íslenzka
útvarpsins frá London og verð-
ur þá 25,15 m.
Nú er útvarpað á tímanum
frá kl 3,15—3,30 e. h. eftir ís-
lenzkum tíma.
í dag útvarpar brezka út-
varpið í London í samvinnu við
ameríska útvarpið sérstakri
dagskrá í tilefni af stofnun
láns- og leigulagasamkomulags
ins.
Dagskránni verður endur-
varpað frá öllum brezkum
stöðvum og frá stöðvum víðs-'
vegar um heim, og' mun stöðin
í Reykjavík einnig endurvarpa
dagskráríiðnum, sem hefst kl.
14 (2) e. h. og stendur yfir til
kl. 14,30.
Hrognkelsaveiðimenn
þurfa að fá „ vinnufrifi “
Hrognkelsaveiðarnar fara að
hefjast þessa dagana.
Þptt hér sé ekki um neina stór-
útgerð að i'æða þá numu þó lík-
lega rúmlega tuttugu manns hafa
atvinnu sína af því að stunda þess-.
ar veiðar og er það oft töluvcrt
sem þeir draga á land. — Óg.Reyk-
víkingar vilja fá sinn rauðmaga.
Veiðai' þessar eru mest stundað-
ar í Skerjafirðinum og í grennd
Seltjarna rnessins. Þær hefjast
venjulega þessa dagana og standa
yfir fram eftir vorinu.
Nú er það svó að veiðár þessar,
sem stundaðar eru rétt við land,
hafa revnzt hinar hættulegustu
vegna skotæfinga setuliðsins- á
þessum slóðum og hefur það kom-
ið fyrir að kúlunum hefur rignt
niður umhverfis bátana, þegar þeir
hafa verið í vciðiferðum sínum.
Það er því hin eðlilegasta ósk
og sjálfsagðasta krafa þeirra, er
veiðarnar stunda, að þeim sé gcrt
það fært, án þess að eiga á hættu
að vera skotnir. Og það er ekki að-
eins þeirra krafa, heldur einnig
Tlllagan um nor-
ræna samvinna
Framh. af 1. síðu.
því fram að herbúnaður Svía
væri í rauninni sambærileg
frelsisbarátta við þá, sem Norð-
menn og Danir nú heyja.
Áki Jakobsson og Brynjólfur
Bjarnason sýndu fram á það með
skýrum rökum, að ckki væri hægt
að óska bæði Norðmönnum og
Finnum sigurs í þessari styrjöld,
sigur annars hlvti að ])ýða ósigur
hins. Béntu þeir á hve samvinna
Finna hefði auðveldað Þjóðverj-
um hernám Noregs, og þær raddir
sem nú eru uppi meðal Norðmamia
um að þýzki herinn muni verða
að hverfa brott úr Noregi þegar
Finnland lendir út úr styrjöldinni.
Töldu þcir það móðgun við Norð-
menn og Dani að leggja herbúnað
Svía og baráttu finnska hersins
að jöfnu við frelsisbaráttu Noregs
og Danmerkur.
Breytingartillaga þeirra Áka og
Þórodds var feUd með 37 atkvœð-
um gegn 10. og tóku þá þremenn-
ingarnir sína breytingartillögu aft-
ur, og var tillagan samþykkt eins
og hún kom frá skilnaðarnefnd.
Skipað knattspyrnuráð.
Knattspyrnuráð Reykjavíkur
hefur verið skipað til tveggja
ára þesum mönnum: Frá Fram,
Ólafi Halldór^syni, frá K. R.:
Þorstein Einarssyni, frá í. R.
Guðmundi S. Hofdal, frá Val:
Ólafi Sigurðssyni og frá Vík-
ing: Gísla Sigurbjörnssyni.
Formaður ráðsins var kjörinn
Ólafur Sigurðsson til eins árs.
bæjarbún, sem gera kröfu til þess
að fá þenna fisk.
Anieríska hérstjórnin hefur í
málum sem þessum sýrit ágætan
skilning og lipurð og er þess því
að vænta að liiin taki fnllt tillit til
þarfa þessara manna og geri ráð-
stafanir til þess að þeim sé fært
að stunda þessa atvinnu sína án
þess að leggja sig í hættu vegna
skothfíðar.