Þjóðviljinn - 14.03.1944, Side 3

Þjóðviljinn - 14.03.1944, Side 3
J>riðjudagur 14. marz 1944. PJÓÐVILJINM 9 Björn GnDmunðsson frá Fagradal: Sjotta þjóðin Eg man ekki hvort. það var eitt- hvert dagblaðanna eða Ríkisút- varpið, sem flutti fregnina um að Færeyingar hefðu látið yfirfæra 100.000 kr til Svíþjóðar af inn- stæðu sinni í Bretlandi. til ráð- stöfunar handa dönskum flótta- mönnum. En þar cr sem kunnugt er mesti sægur flóttamanna. eink- um frá Noregi og Danmörku, og fer þeim sífellt fjölgandi. Eg gat ekki annað en dáðst að veglyndi þessarar litlu og fámennu frænd- þjóðar okkar og því hve skjótt og vel hún brást við til hjálpar sam- bandsþjóð sinni, þegar hún var í mestum nauðum stödd. Þetta er stór upphæð á mælikvarða Fær- eyinga og fáir sem að henni standa þar sem íbúar eyjanna eru ekki nema um 20 þús. að tölu. En hitt er engu minna vert í þessu sam- bandi, að þarna á í hlut þjóð, sem um alllangt skeið hefur drottn að yfir Færeyingum, bæði andlega og stjórnarfarslega og hefur stjórn þeirra verið misjafnlega þokkuð eins og afskipti danskra stjórnar- valda af ísl. málum á liðnum öld- um. Þetta sýnir það, að Færeying- ar eru reiðubúnir að leggja gömul deilumál og smærri væringar á liilluna, þegar annars vegar eru önnur eins stórmál og endalok stríðsins og linun þjáninga þeirra, er það veldur. Þeir éru fúsir til að rétta Dönum hendina í hjálpar- skyni, þegar þeir eru kúgaðir af sameiginlegum óvini allra frelsis- unnandi ] )jóða. Þessa ákvörðun taka þeir upp á sitt eindæmi og án íhlutunar annarra. Þar sem Danir eru nú ekki sjálfum sér xáðandi, eins og við vitum. En skyldi ekki bróðurhugur sá, er Færeyingar hafa sýnt Dönum nú, þegar þeir eru undirokaðir, orka á réttlætistilfinningu danskra stjórnarvalda, svo að þakklætis- kennd þeirra yrði stcrkari en alda- gamlir draumar um yfirráð yfir öðrum löndurn? Nú erum við íslendingar að stað festa það með þingsamþykktum, að við einir ráðum okkar málum framvegis, og innst í huga þjóð- arinnar býr sú sannfæring að dönsk yfirráð hafi aldrei býggzt á öðru en kúgun og yfirgangi, því að til þeirra hafi verið stofnað gegn vilja þjóðarinnar. En hafa þá ekki yfirráð Dana yfir Færeyingum verið byggð á sams konar forsend- um? Ilafa Færeyingar nokkurn- tíma óskað eftir vernd þeirra? Eg hugsa að fyrri spurningunni megi svara játandi, en þeirri síð- ari neitandi. Færeyingar hafa sitt mál og vilja tala það og rita og kenna það í sínum skólum. Mér er nær að halda, að næst sínu eigin máli, mundu þeir helzt vilja læra íslenzkuna. En það er þó ekki aðal- atriðið í þessu sambandi, heldur liitt, að Færeyingar fái að ráðstafa sínum málum sjálfir, að svo miklu leyti sem þeir óska jiess, og í sam- vinnu við hinar Norðurlandaþjóð- irnar. Þcir eru ekki skyldari Dön- um en liinum norrænu Norður- landaþjóðunum. Nýlega hefur verið minnzt hér á landi aldarfjórðungsafmælis Norræna félagsins, að t.ilhlutun ís- landsderldarinnar. Eins og við vit- um eru Nórðurlöndin að mestu cin angruð vcgna stríðsins. Samband- ið, sem fyrir stríðið var á milli þessara fimm félagsdcilda, liefur nú rofnað í bili, en vafalaust verð- ur það tekið upp aftur jafnskjótt og kringumstæður leyfa. Norræna félagið hefur mikilvægt verkefni að vinna eftir stríðið, ekki síður en fyrir jaað. Við íslendingar höfum glaðzt yfir því, að jjrátt fyrir smæð okkar sem þjóð, er okkur tryggt jafn- rétti á borð við hin Norðurlönd- in í þessum félagsskap. En jiá finnst mér jafnframt hvíla á okkur sú skylda, að við gleymum ekki minnstu þjóðinni á Norðurlöndum, Færeyingum, einu þjóðinni, sem gctur litið á okkur sem „stóra bróður“. Ef Færeyingar óska eftir inn- töku í Norræna félagið, ætti ekki að meina þeim jiað. En mér er ekki kunnu'gt um, hvort jieir hafa ósk- að jiess ennþá, og er Jjcss naum- ast að vænta, þar sem Færeyjar eru taldar amt úr Danmörku. Þarna er verkefni fyrir Norræna félagið og mætti íslandsdeildin gjarnan hafa forgöngu í j>ví máli. Hún mundi vafalaust hafa flesta íslendinga að baki sér. Við vilj- um styrkja Færeyinga í frelsisbar- áttu þeirra og verða þeim að því liði sem okkur er unnt. Við eig- um að vinna að því að þeir verði viðurkenndir sem þjóð og njóti jafnréttis á borð við hin Norður- landaríkin. Þeir eiga að fá að taka ákvörðun um það sjálfir, við hvert af nágrannaríkjunum þeir vilja hafa nánasta samvinnu og hvar þeir leita sér trausts. Þeir eru þann ig settir, að þeir þurfa eins margt að sækja til arinarra, bæði skóla- menntun og annað. Við megum ekki gleyma að Norðurlandajjjóðirnar eru sex, en ekki aðeins fimm, eins og þær hafa verið taldar liingað til. Og þegar jjessu heimsstríði er að fullu lokií'J ættu Norðurlandab’úar að vera á einu máli um j>að, að bezt fer á því að þjóðirnar ráði sjálfar málum sínum, ef þær óska þess. Frelsi og jafnrétti allra Norður- landaþjóðanna er bezta trygging- in fyrir náinni og einlægri sam- vinnu milli þeirra. Frelsi, jafn- rétti og bræðralag Norðurlanda- j>jóða. Björn Guðmundsson. Samfídfn Samtíðin 2. hefti 11 árgangs. er nýkomin út. Efni: Aron Guð brandsson: Frá sjónarmiði fjár- málamannsins. Forleikur, verð- launasaga eftir Jón Óskar; Nátt úruskoðun, eftir Steindór Stein dórsson frá Hlöðum; Menn og konur, eftir Björn Sigfússon; Merkir samtíðarmenn; bóka- fregnir o. fl. Avarp um Flóru Sslands A þcssu ári cru liðin 20 ár síðan 2. útgáfa af Flóru íslands eftir Ste- fán Stefánsson kom út. Er liún nú uppseld að mestu. Erfingjar Ste- fáns Stcfánssonar, skólameistara, hafa sýnt Hinu íslenzka náttúru- fræðifélagi þá rausn að gefa því út- gáfurétt að Flóru. Stjórn félagsins hefur því hafið undirbúning jress, að ný útgáfa Flóru geti komið út sem fyrst. Hefur stjórnin valið þrjá menn í nefnd, til að annast útgáfuna, J>á Steindór Steindórs- son, menntaskólakennara, Akur- eyri, Ingólf Davíðsson, magister, Reykjavík og Ingimar Óskarsson, grasafræðing, Dalvík. Ilin nýja út- gáfa á að sjálfsögðu að gefa fullt yfirjit um j)á þekkingu, sem fengin er á gróðri landsins, eins og hinar fyrri útgáfur gerðu, hvor á sínum tíma. Nú er það vitanlegt, að ýmsir menn víða um land, jrótt ekki séu lærðir grasafræðingar, hafa safnað plöntum og gert gróðurathuganir jafnvel árum saman. Er ]>annig í þeirra fórum meiri og minni fróð- leikur, sem að góðu gagni getur komið við nýja útgáfu Flóru. Það eru því vinsalnleg tilmæli útgáfu- nefndarinnar til allra þessai’a manna, að þeir komi sér í sam- band við hana og Iáti henni í té þann fróðleik, er þeir hafa i hönd- um, svo sem flórulista, athuganir um vaxtarstaði, blómgunar- og fræ- þroskunartíma plantna og yfirleitt allt, sem aukið getur við efni Flór- unnar. Einnig eru þeir beðnir að senda vandgreindar og sjaldséðar tegundir til athugunar og staðfest- ingar fundum sínum. Verða allar slíkar plöntur að sjálfsögðu endur- sendar. Einnig ef einhverjir nýjir menn vilja leggja hönd á plóginn í þessu efni, eru þeir ekki síður ’ beðnir að láta af sér vita. Vér efumst ekki um, að mörgum | er það áhugamál, að ný útgáfa af | Flóru íslands verði sem fulkomn- ust og samboðin minningu höfund- ar hennar, og væntum vér j>ví stuðnings allra flóru-unnenda hvar- vetna af landinu. Biðjum vér því alla þá, sem eitthvað vilja og geta af mörkum látið, að láta formann útgáfunefndarinnar vita, því fyrr því betra. Utanáskrift hans er Steindór Stéindórsson, mennta- skólakennari. Munkaþverárstræti 40, Akureyri. Útgáfunefnd Flóru íslands. Læknablaðið Læknablaðið, 6. tbl. 29. árg. er nýlega komið út. Aðalefni þess er: Studies on Reconstruc- tive and Stabilizing operations on the Skeleton of the Foot, og er það útdráttur sem Snorri Hallgrímsson hefur gert úr doktorsritgerð sinni er hann varði við Karolinska Institytet í Stokkhólmi 1943. Þá er og í blaðinu stutt grein um stéttar- og félagsmál lækna og úr erlendum læknaritum. Par m halshetian öroioap Holskeflan brotnar á freðinni ströndinni — og í morgun felldi ung stúlka tár ofan á sundurkramið lík, sem næturaldan kastaði upp á sandinn. ■ i Og árin líða við nyrzta haf. Þeir lögðu frá ströndinni 30 ungir menn á hripleku skipi, og 30 unnustur og 14 mæður stóðu í frostinu og horfðu á eftir hinu hripleka skipi. En í daunillri skrifstofu af rotnandi sálum situr kúluvambi yfir þrælum sínum og reiknar út milljónirnar sem hann græðir, ef þetta hripleka skip hverfur í hafið eða kemst að landi. Þær eru margar, og sál hans grípur um þær eins og drukknandi maður um flak, sem hann finnur í sjónum. Vegfarandi við nyrzta haf, veizt þú ekki, að næsta morgun verða 30 unnustur orðnar gam'lar konur, og 14 bognar mæður verða að 14 bognari mæðrum, og steingerð sál kúluvambans verður enn steingerðari, og dýrsleg græðgi dauðra augna hans verður enn dýrslegri. Hamur kúluvambans titrar, því að hann hefur eignazt fleiri milljónir, og líkunum hefur fjölgað, sem næturaldan kastaði upp á sandinn, og daunillur sviti drýpur úr ístru hans, og í ofboði sínu og óseðjandi græðgi tekur hann hriplekt skip og sendir út í skammdegishúmið með 30 unga menn. Löngu síðar rísa 30 ungir menn upp af freðnum sandinum, þeir brjóta skrifstofuhurðina og kyrkjá kúluvambann. Eiríkur Finnbogason.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.