Þjóðviljinn - 14.03.1944, Síða 5
ÞJÖÐVELJINN. — Þriðjudagur 14. marz 1944.
þJÓÐVILJIMN
Otgefan/li: Samámngarflokkur aXþýíhi — Sóaíalistajloklcurirm.
Ritstjóri: Bigurður Guðmwndmon.
Stjómmálaritstjórar: Einar Olgánmon, Sigfús Sigurhjartamon.
AfgraiSsia og auglýsingaK SkólanSrðustíg 19, sími S18i.
Sitstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sínu 2270.
Preotsmiðja: Víldngsprent h.f, Garðastrœti 17.
Askriftarverð: I Beykjavflc og nágrenni: Kr. 6.00 á wiánnfii.
Uti á lancfi: Kr. ð.00 á mánnði.
Aukning síldarframleiðslunnar:
Tækifæri, sem sleppt er
Sósíalistaflokkurinn flutti í október í vetur þingsályktun um „und-
irbúning að söltun og niðursuðu síldar í stórum stíl fyrir Evrópumark-
aC“. Það var lögð áhersla á það í greinargerð tillögunnar, að „rann-
sóknir í þessu efni þyldu enga bið“.
Rétt er að rifja upp fyrir mönnum þessa tillögu: Ilún hljóðar svo
í heild:
„Alþingi ályktar að kjósa með hlutfallskosningu í sameinuðu þingi
S manna nefnd. er annist eftirfarandi verkefni á sviði síldarmála:
I. Rannsaka innan lands og utan, hvort möguleikar væru á að salta
hér á landi næsta sumar helzt alla söltunarhæfa síld, sem veiðist
hér, jafnvel þótt það skipti hundruðum þúsunda tunna.
8. Gera, ef jákvæð niðurstaða fæst af þessari rannsókn, ráðstafanir
tfl þess að afla utan lands frá, helzt í samvinnu við hjálparstofnun
hinna sameinuðu þjóða, eftirfarandi:
a. Tæki til að framleiða síldartunnur og efni til að vinna þær úr.
b. Vélar í niðursuðuverksmiðjur, er unnið gætu úr 1—2000 tunn-
nm síldar á dag.
c. Vélar til þess að vinna blikkdósir og hagnýta gamalt jám og
blikk til slíkrar framleiðslu.
d. Efni til þess að byggja úr verksmiðjur, kælihús og annað, sem
til rekstrarins þarf.
J. Gera samtímis ráðstafanir til þess, að tafarlaust væri hægt að fara
að vinna að því að reisa þessi fyrirtæki þegar efni og vélar væru til,
og einbeita til þess vinnukrafti landsmanna, svo að skilyrði verði
til umræddrar hagnýtingar síldveiðinnar sumarið 1944.
4. Athuga, hvaða rekstrarfyrirkomulag væri heppilegast á framkvæmd-
um sem þessum og hverjar tryggingar íslendingar gætu fengið frá
hinni alþjóðlegu hjálparstofnun við að skipuleggja svo stórfellda og
að vissu leyti áhættusama matarframleiðslu.
Nefndin skal, strax og útlit er fyrir, að um framkvæmdir geti verið
að ræða á þessu sviði, útbúa lagafrumvarp, er þá verði lagt fyrir Alþingi,
|>ar sem ákveðið sé um skipulag framkvæmda, stjórn, ábyrgð o. s. frv.
AUur kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði. Ríkis-
stjórn er falið að aðstoða nefndina, svo sem verða má. Nefndin kýs sér
sjálf formann".
Þessari tillögu var breytt, þanrdg að ríkisstjómin átti að sjá um
jramJcvæmdirt Síðan hejur ekkert gerzt.
En Bretar búa sig nú af kappi til að auka síldarframleiðslu sína
svo sem frekast má verða. Brezk nefnd, sem þeir skipa í þessu máli,
segir: ,jÞað þarj jeykilegt magn aj síld til að jæða Evrópu á jyrsta hung-
■urtímabilinu“. („Herrings will be needed in immense quantities to feed
Europe in the first hunger period after tbe war“).
Brezka stjómin þykist ekki of góð til þess að setja sérstaka rann-
sóknamefnd í þetta mál, nefnd er einnig á að athuga um aukið valdsvið
hinnar brezku síldarútvegsnefndar.
En íslenzka ríkisstjórnin og íslenzku stjómmálaflokkamir, — að
Sósíalistaflokknum undanteknum — sjá ekki hvaða möguleikar em fyr-
ir Island í öllum þessum málum og finna heldur ekki til þeirrar skyldu,
er á þeim hvílir.
•
Hér er hætta á ferðnm, hætta, sem Sósíalistaflokkurinn hvað eftir
annað hefur bent á og reynt að afstýra: hætta á að vér séum að sleppa
beztu tækifærum, sem vér nokkuratíma höfum haft, til þess að auka
og margfalda síldarframleiðslu okkar. Það er þröngsýni, samfara dug-
leysi í að hagnýta þau utanríkispólitísk sambönd, sem vér getum náð,
er þessu veldur.
Enn er ef til vill hægt að bæta úr því tjóni, sem kemur af því að
skeyta ekkert um tillögur sósíalista, í þessu máli. En þá verður að
bregða öðruvísi við en hingað til hefur verið gert í utanríkisviðskipt-
um vomm.
Gitur liEka MíliD gert didfdísd?
Þriðjudagur 14. marz 1944. — ÞJÓÐVILJINN.
Þýzkaland nazista og leppríki
þess, hálf- og alfasistisku löndin
Finnland, Búlgaría, Ungverjaland
og Rúmenía, sem ætluðu sér að
fá hlutdeild í heimsyfirráðum Hitl-
ers, sjá nú ekki fram á annað en
algjöran ósigur. Hin fasistiska
Ítalía hefur þegar verið moluð.
Hinir frelsandi herir Sovétríkj-
anna, Bretlands og Bandaríkjanna
munu brátt veita þeim banahögg-
in í austri, suðri og vestri.
Um alla hina hernumdu Evrópu
munu hermenn nazista verða að
þola hefnd þjóðanna, sem þeir
hafa kúgað.
Dagur reikningsskilanna færist
nær. Hinar hefndarþyrstu þjóðir
Evrópu munu ekki bíða eftir lög-
legum formsatriðum, áður en þær
fást við innrásarmennina, sem hafa
saurgað lönd þeirra. Þýzkaland
nazista mun líða undir lok í blóð-
baði, sem Ilitler og böðlar hans
hafa gert óhjákvæmilegt með
pyndingum sínum árum saman
gegn milljónum fórnarlamba sinna.
Þýzkaland Hitlers er dauða-
dæmt, en Þýzkaland mun lifa á-
fram. Það er ekki hægt að eyði-
leggja Þýzkaland. Meir en 60
milljónir manna munu halda á-
fram að lifa innan landamæra
Þýzkalands, sem að vísu verða allt
önnur en nú eru þau.
Hinar miklu náttúruauðlindir
Þýzkalands verða á sínum stað.
Þýzkt hugvit, sem árum saman
hefur verið misbrúkað í þágu hern-
aðarsinna og fasista, mun ekki
hætta að starfa eftir að Hitler er
dauður. Þýzk menning, sem fasist-
iskir bófar hafa troðið undir fót-
um, mun halda áfram að vera
fjársjóður, ekki aðeins Þýzkalands,
heldur alls mannkyns.
Hvað á að gera við Þýzkaland,
þegar Hitler og glæpafélagar hans
hafa tekið út löngu verðskuldaða
hegningu sína? Þar sem ekki er
hægt að þurrka Þýzkaland út af
landabréfinu, er ekki hægt að
komast hjá þessari spumingu.
Tvö viðhorf em til við þessari
spumingu. Hinu fyrra hefur verið
lýst í mörgum yfirlýsingurti for-
ystumanna sameinuðu þjóðanna
og verið greinilegast orðað af Stalín
marskálki. Það er í stuttu máli
Blaðamaðurinn Gordon Schaffer hefur nýlega
birt greinaflokk um ástandið í Þýzkalandi, er
hefur vakið engu minni athygli en greinar hans
um alheimssamvinnu auðhringanna, er blað
brezkra samvinnumanna, Reynolds News, flutti.
Þær greinar birti Þjóðviljinn í þýðingu nú í vet-
ur, og vöktu þær einnig hér athygli.
Hér fer á eftir fyrsta grein Schaffers af þrem-
ur um Þýzkalandsmálin.
sú skoðun að gera verði mun á
stjórn Hitlers og starfsliði hennar
á annan bóginn og á þýzku þjóð-
inni og þýzka rikinu á hinn bóg-
inn. Þessu var lýst í útvarpsræðu
Roosevelts forseta á aðfangadag
1943, þegar hann sagði:
„Sameinuðu þjóðirnar ætla sér
alls ekki að Iciða ánauð yfir þýzku
þjóðina. Við óskum þess, að hún
fái eðlilegt tækifæri til að þróast
í friði sem nýtur og vammlaus
meðlimur evrópsku fjölskyldunn-
ar, en við verðum vissulega að
leggja áherzlu á orðið „vammlaus“,
því að við ætlum okkur í eitt
skipti fyrir öll að losa hana við _
nazismann og prússneska hernað- !|
arandann og þá fáránlegu hug-
mynd, að hún sé yfirþjóð“.
Churchill sagði 14. júlí 1941:
„Bezta lausnin væri, að þýzka
þjóðin sjálf upprætti nazismann“.
Seinna viðhorfið er Vansittart-
aðferðin, — sú stefna að gera eng-
an mun á þýzku þjóðinni og naz-
istunum og krefjast hefndar og
hcgningar til handa þýzku þjóð-
inni fyrir glæpi nazista. Stalín
heldur því fram, að glæpir þeir,
sem saurgi núna nafn Þýzkalands,
stafi af hinu fasistiska stjómarfari,
sem hefur þjáð það.
Vansittast lávarður endursemur
mannkynssöguna í þeim tilgangi
að sanna úrkynjun þýzku þjóðar-
innar á líkan hátt og Hitler end-
ursemur söguna til að varpa sök-
inni fyrir allt böl mannkynsins á
herðar Gyðinga.
Það, spm er athyglisverðast við
viðhorf Staiíns til vandamálsins,
er hið fullkomna raunsæi þess. Þar
er ekkert pláss fyrir þessa óá-
að viðurkenna berar staðreyndir
um þýzkan hrottaskap og óvið-
jafnanleg grimmdarverk Þjóðverja
gegn vamarlausum fómarlömbum
sínum og hefur með því unnið mik-
ið tjón gegn málstað hinna sönnu
þýzku andfasista, sem vinna í
stöðugri lífshættu að því að vekja
þýzku þjóðina til meðvitundar urn
glæpi drottnara hennar.
ÁBYRGÐ ÞJÓÐVERJA.
í viðhorfi Stalíns felst engin til-
raun til að gera lítið úr þeirri
skyldu, sem hvílir á þýzku þjóð-
kveðnu friðarhyggju, sem neitar
friðinn“ með miklum auglýsingum
og pæningaaustri. Þeir ætla sér að
hefja herferð um allt land til að
breiða út stefnuskrá, sem miðar
að því að útrýma Þjóðverjum sem
þjóð, og eru Bretar beðnir að
styðja þessa stefnuskrá sem ráð til
að hindra, að fómir stríðsins verði
til einskis.
Þeir koma upp um hinn raun-
vemlega tilgang áróðurs síns með
því að ráðast ekki aðeins á Þjóð-
verja þá, sem Hfa undir stjórn
Hitlers, heldur líka þá Þjóðverja í
landi okkar sjálfra, sem hafa stofn-
að andnazistafélög og em að reyna
að efla mótspymuna í Þýzkalandi
gegn nazistum. Vansittart neitar
rétti Þjóðverja, sem þjáðust und-
ir oki Hitlers og börðust gegn hon-
um, þegar Bretland var að friða
hann, til að tala fyrir land sitt.
Stefna Vansittarts hefur náð
fylgi meðal margra einlægra
manna. Nokkrir leiðtogar verk-
lýðsfélaga og Verkamannaflokks-
ins hafa aðhyllzt þessar skoðanir.
Á flokksþingi Verkamannaflokks-
ins 1943 var samþykkt óljós yfir-
Tjarnarbíó
Rauðhærða konan
VVWWVWUVWVVVVVVW.VV
Eftir
Gordon Schaffer
lega ekki hægt að segja, að hann
hafi ekki komið auga á hættuna,
sem stafar af yfirgangi Þýzkalands.
Hann veit, hvað Þjóðverjar hafa
gert landi hans. Honum er vel
kunnugt um hið beizka hatur sov-
étþjóðanna á Þjóðverjum. En þrátt
fyrir allt þetta hefur hann aldrei
hvikað frá þeirri trú sinni, að
Þýzkaland væri tvískipt: annars
vegar væri ræningjaland Hitlers,
en hins vegar Þýzkaland alþýð-
unnar, sem ekki hefur öll selt sál
sína fasismanum og getur enn frið-
þægt fyrir glæpí þá, sem framdir
hafa verið í nafni hennar.
Þann 3. júlí, þegar þýzku her-
irnir höfðu hafið liina tilefnislausu
árás sína á Sovétríkin, sagði Stalín:
„Allir beztu karlar og konur Þýzka
lands eru með okkur og fordæma
hið sviksamlega athæfi þýzku fas-
istanna".
í dagskipun sinni til rauða
hersins þann 23. febrúar 1942, eft-
ir að níu mánaða orustur höfðu
sýnt liina hryllilegu glæpi Þjóð-
verja, sagði Stalín:
„Erlend blöð birta stundum
annan eins þvætting og það, að
rauði herinn hafi það markmið að
uppræta þýzku þjóðina og eyði-
leggja þýzka ríkið. Þetta er auð-
vitað heimskuleg lygi og óhróður
rauða herinn. Rauði herinn
um
inni, að láta til sín taka, á meðan
timi er til, gegn nazistum. Engri
viðkvæmni er leyft að breiða yfir
þá ákvörðun hinna sameinuðu
þjóða að refsa öllum, sem eru sek-
ir um stríðsglæpi og kref ja9t skaða-
bóta fyrir manntjón og mann-
virkjatjón landa þeirra, sem inn-
rásir hafa verið gerðar í. Það er
óhagganleg ákvörðun þeirra að
tryggja, að Þýzkaland ráðist ekki
framar á önnur ríki.
Vansittart lávarður og félagar
hans hrópa hástöfum, að þeir séu
á sama máli um þessar réttlátu
refsingar stríðsglæpamanna, en
þeir rugla málið vísvitandi til að
varpa sökinni á alla þýzku þjóð-
ina og til að neita almenningi í
Þýzkalandi um rétt til að byrja
nýtt líf í landi, sem hefur verið
losað við fasismann. Núna era þeir
að hefja ,Jhreifingu til að vinna
.
lýsing, þar sem látið var í Ijós
almennt fylgi við stefnu Vansitt-
arts. En sambandsþing verkalýðs-
félaganna, sem kom saman seinna
á árinu, neitaði að styðja þessa
ákvörðun og samþykkti næstum
einróma yfirlýsingu, þar sem gerð-
ur var skýr munur á nazistum og
allri þýzku þjóðinni.
Ilinar frjálsu þjóðir, sem hafa
með óbilandi fómfýsi barizt fyrir
ósigri fasismans, munu mjög bráð-
lega, e. t. v. innan fárra mánaða
verða að taka ákvörðun um þetta.
Þeirri ákvörðun má hvorki reiði
né fölsk meðaumkvun ráða, því
að öriög barna okkar eru undir
henni komin.
ÞÝZKALAND
ER TVÍSKIPT.
Lítum á það, sem Stalín segir
um þetta mál. Það er þó sannar-
Þýzkir hermenn, sem haja verið tcknir til janga á austurvígstöðvunum,
hefur ekki og getur ekki haft svo
fíflsleg markmið ..... Það væri
fjarstæða að rugla klíku Hitlers
saman við þýzku þjóðina og þýzka
ríkið. Sagan sýnir, að Hitlerar
koma og fara, en þýzka þjóðin og
þýzka ríkið hverfa ekki. Styrkur
rauða hersins felst í því, að hann
vill ekki og getur ekki fundið til
kynþáttahaturs gegn öðrum þjóð-
um, þ. á. m. þýzku þjóðinni, og að
hann hefur verið alinn upp í kenn-
ingunni um jafnrétti allra þjóða og
kynþátta og í anda virðingar fyrir
rétti annarra þjóða. Kynþátta-
kenning Þjóðverja og kynþátta-
hatur þeirra í framkvæmd hefur
valdið því, að allar frelsiselskandi
þjóðir hafa orðið óvinir Þýzka-
lands nazistanna. Kenning Sovét-
sambandsins um jafnrétti allra
kynþátta og virðing þess fyrir rétti
annarra þjóða hefur valdið því, að
allar frelsiselskandi þjóðir hafa orð-
ið vinir Sovétsambandsins".
Þann 1. maí 1942 sagði Stalín
svo í aunarri dagskpun:
,Jíitler, Göbbels, Ribbentrop,
Himmler og aðrir núverandi stjóm-
endur Þýzkalands eru varðhundar
þýzku bankaeigendanna. Þýzki
herinn er blint verkfæri í höndum
þessara herramanna og er hvattur
til að úthella blóði sínu og ann-
arra og til að veita sér og öðrum
örkuml, ekki vegna hagsmuna
Þýzkalands, heldur til að auðga
þýzku bankaeigenduma og auð-
jötnana“.
Þama sér maður í skýru Ijósi
baráttugmndvóU rauða hersins.
Hann hatar þýzku innrásarsegg-
vna af alhug. Ilann mun ekki unna
sér nokkurrar hvíldar, jyrr en hin-
um seku hejur verið rejsað. Kyn-
þáttahatur er jjarri honum, enda
er það lögum samkvœmt glœpur í
Sovétsambandinu. Hann veit, að
jasisminn cr ajkvœmi auðskipu-
lagsins og er víðar til en í Þýzka-
landi.
Eftir ýmsum leiðum komast
menn inn á listarbraut, og getur
það oft virzt hrein tilviljun og
heppni að snilligáfur fái nokkurt
svigrúm að njóta sín, eins og þeim
málum er víðast fyrir komið enn;
Á öllum tímum hefur leiklist
haft ótrúlegt aðdráttarafl fyrir
hinar fjarskyldustu manngerðir,
og meðan hún var minna virt en
nú, fórnuðu karlar og konur þægi-
legum borgaralegum æviferli til að
koraast á leiðsvið. Það er þó fyrst
síðustu áratugina, er kvikmynd-
irnar hafa sigrað heiminn, að sömu
leikararnir og leikkonurnar eru
dýrkaðar um allan heim, og hafa
djúptæk áhrif á æsku hvers ein-
asta lands. Það er þvi eðlilegt, að
fjöldi unglinga brjóti heilann um
það, hvernig takast mætti að kom-
ast í þessa aðstöðu, sem lítur svo
glæsilega út í hillingum leiksviðs
og kvikmynda — verða frægur
leikari eða leikkona.
í myndinni „Rauðhærða kon-
an“, sem Tjarnarbíó sýndi und-
anfarið, og einnig í langri auka-
mynd, var fjallað um þetta efni, og
það sæmilega alvarlega, áherzla
lögð á erfiðið, vinnuna og fórn-
irnar sem þarf til að komast langt
í leiklist eins og öðrum listum. Af-
rekin, sem leggja heiminn að fót-
um listamannsins, eru oftast ár-
angur ævilangrar vinnu, og á und-
an eru gengin áratuga leit, von-
brigði, mistök og afneitun margs
þess, er flestir telja ómissandi. Og
hvergi er árangurinn jafn auð-
gleymdur og í heimi leikhúss og
kvikmynda, þar sem hann er bund-
inn við manninn sjálfan og stund-
um aðeins við visst aldurskeið í
ævi hans.
Miriam Hopkins leikur rauð-
hærðu konuna, sem ákveður að
verða leikkona svo hún geti fengið
peningaráð til að halda áfram
málaferlum um rétt til að hafa son
sinn ungan hjá sér, en hann var
dæmdur manni hennar í skilnaðar-
máli. Hún hefur enga hugmynd
um erfiðið og fórnirnar sem bíður
hennar, tekst þó að lokum að verða
fræg leikkona, en sonur hennar
kærir sig ekkert um hana þegar
svo er komið að hún hefði aðstöðu
til að ná honum. Claude Rains fer
með hlutverk leikstjórans og leik-
ritaskáldsins, er tekur að sér að
gera „rauðhærðu konuna“ að leik-
konu, hann er sterkur og miskunn-
ariaus æðstiprestur listarinnar,
maður sem veit hvað það kostar
að helga líf sitt listum. Þeir, sem
sáu „Með flóðinu" á Nýja Bíó
um daginn, muna eftir Claude
Rains sem kunningja Gabins. Hér
er hann í allt öðrum ham, enda
hlutverkin gjörólík. Af öðrum leik-
urum má nefna Richard Ainly
(leikari sem verður maður rauð-
hærðu konunnar) og kerlingarnar
Laina Hope Crews og Helen West-
ley, sem alltaf koma einhverjum
til að hlæja.
LR.I
Tvö mct sctt á mótinu
Afmælissundmót K. R. fór fram í SundJhölliimi í gærkvöld.
Tvö met voru sett, í 4x150 m. þrísund-boðsundi, A-sveit K. R.
og kvennasveit K. R. setti met í 4x50 metra bringuboðsundi
fyrir konur.
Stefán Jónsson Á. vann til eignar bíkar þann sem keppt hef-
ur verið um í 100 m. frjálsri aðferð karla og Haraldur Árnason
gaf á sínum tíma.
Sigurður Jónsson K. R. vann til eignar bikarinn sem keppt
hefur verið um í 200 m.bringusundi karla og gefinn var af heild-
verzl. Heklu.
Finnsku, ungversku, austurrísku
og rúmensku fastistarnir eru allir
sekir um hryllilega glæpi. Þeim
verður einnig refsað, en þjóðum
þessara landa verður gefið tæki-
færi til að hreinsa sig af glæpum
drottnara sinna og byrja nýtt líf
í friði í löndum sínum.
Sovétsambandið hefur gert
meira en að lýsa yfir trú sinni á
hið sanna Þýzkaland. Það hefur
gert sitt bezta til að uppörfa það.
Frá fyrstu dögum árásar nazista
hefur áróður þess gagnvart Þýzka-
landi byggzt á áskorun til þýzku
þjóðarinnar um að taka þátt í eig-
in frelsun, til að skapa „frjálst,
óháð Þýzkaland“.
SANNLEIKANUM
HLEYPT INN.
Á meðan Bretland heldur fast í
stríðsfangasamþykktir, sem sniðn-
ar voru við hæfi heimsveldastyrj-
alda liðna tímans, en ekki fyrir
styrjöld milli fasisma og frelsis, og
neitar að láta þýzka fanga verða
fyrir andfasistiskum áróðri hefur
Sovétsambandið hleypt ljósi sann-
leikans inn í fangabúðimar. Meir
en hálfri milljón eintaka af sér-
stökum dagblöðum á þýzku er út-
býtt reglulega meðal fanganna.
Þeim hefur verið veittur aðgangur
að bókum, sem forboðnar voru í
landi þeirra. Skipulagðir hafa ver-
ið fyrirlestrar og málfundir í sam-
einingu með þýzkum andfasistum,
sem eru landflótta í Sovétríkjun-
um.
Þetta hefur verið erfitt verk.
Fangar þeir, sem teknir voru
fyrstu mánuðina, voru unglingar,
gegnsýrðir af nazisma og svo
spilltir af áróðri Hitlers og hinum
auðunnu sigrum í Evrópu, að það
virtist ekki nokkur leið að breyta
þeim í heilbrigðar mannverur.
Þegar eldri mönnum fór að
fjölga, voru mjög margir þeirra
annað hvort kúgaðir eða spilltir
eftir margra ára stjórn nazista.
Ég er viss um, að Rússar hafa
lengi verið vonsviknir vegna
tregðu þýzku hermannanna. Frá
því sósíalistaríki þeirra var stofn-
að fyrir 26 árum síðan höfðu þeir
grundvallað stefnu sína á alþjóð-
legri einingu allra vinnandi manna
heimsins. Bitur reynslan kenndi
þeim nú, hvernig fasisminn eyði-
leggur hug og hjarta fórnarlamba
sinna. En þeir héldu áfram að
reyna.
Smám saman fóru liðsforingjar
og óbreyttir hermenn að koma yfir
víglínuna og gefa sig á vald Rússa.
Þeir hötuðu fasismann og vildu
ekki berjast undir merkjum hans.
Nú fór að verða vart við hreyf-
ingu í fangabúðunum. Fangarnir
fóru af eigin hvötum að halda ráð-
stefnur, Þjóðverjar, Rúmenar,
Ungverjar, ítalir og Finnar, hver
í sínu lagi. Þeir voru byrjaðir að
sjá, að eina von þjóða þeirra lá í
baráttunni gegn fasismanum.
Þýzkir andfasistar, sem höjðu
leitað hœlis í Moskvu og höjðu á
yjirgangsárum Hitlers og friðunar-
árum Chambcrlains aldrei kvikað
í baráttunni gegn nazistum, tóku
lolcs í júlí 191)3 þátt í ráðstefnu
stríðsjanganna.
Eftir langar umræður var ákveð-
ið að stofna nefnd frjálsra Þjóð-
verja. Þýzki rithöfundurinn Erick
Weinert var kosinn formaður.
Karl Iletz major, sem starfaði
Úrslit urðu þessi:
100 m. jrjáls aðjerð, karlar:
Stefán Jónsson (Á.) 1:06.4.
Óskar Jensen (Á.) 1:08.5.
Rafn Sigurvinsson (K.R.) 1:09.4.
200 m. bringusund, karlar:
Sigurður Jónsson (K.R.) 3:03.2.
Einar Davíðsson (Á.) 3:10.0.
4X150 m. þrísundsboðsund:
A-lið K. R. 7:43.8, met.
Armann 7:55.3.
B-lið K. R. 8:17.0.
100 m. bringusund, konur:
Unnur Ágústsd. (K.R.) 1:39.8.
Kristín Eiríksdóttir (Æ.) 1:41.2.
Halldóra Einarsd. (Æ.) 1:42.9.
300. m. frjáds aðjerð, karlar:
Ari Guðmundsson (Æ.) 4:17.4.
Sigurgeir Guðjónss. (K.R.) 3:30.3
Óskar Jensen (Á.) 4.32.6.
50 m. baksund, karlar:
Guðm. Ingólfsson (Í.R.) 36.2.
Pétur Jónsson (K.R.) 39.3.
Guðm. Þórarinsson (Á.) 40.7.
1) X 50 m. bringuboðsund, konur:
Sveit K.R. 3:07.5, met.
Sveit Ægis 3:13.1.
50 m. baks.. drengir innan 16 ára:
Halldór Bachmann (Æ.) 38.4.
Leifur Eiríksson (K.R.) 41.3.
Leifur Jónsson (Æ.) 44.4.
50. m. frjál aðjerð.
drengir innan 16 ára:
Halldór Bachmann (Æ.) 31.7.
Hreiðar Hólm (Á.) 33.5.
Logi Jónsson (Æ.) 33.8.
50 m. bríngusund,
drengir innan 16 ára:
Guðm. Ingólfsson (Í.R.) 38.5.
Hannes Sigurðsson (Æ.) 39.7.
Stefán Hallgrímsson (Æ.) 42.8.
Ólafur Guðmundsson (Í.R.) 42.8.
von Einsiedel greifi, lautinant i
þýzka hernum, sem á Bismark
fyrir langafa og hafði af frjálsum
vilja gengið Rússum á hönd, voru
kosnir varaformenn. Á meðal
þeirra, sem tóku þátt í umræðun-
um, voru bændur, verkamenn, at-
vinnuhermenn, lúterskur prestur,
kaþólskir prestar, liðsforingjar
jafnt sem óbreyttir hermenn.
Ráðstefnan sendi út ávarp til
þýzka hersins og þjóðarinnar.
„Ef þýzka þjóðin', segir ávarp-
ið, „finnur hjá sér hugrekki til að
sanna í verki, að hún vilji vera
frjáls þjóð, og að hún hafi fast-
ákveðið að losa Þýzkaland við
Hitler, þá mun hún ávinna sér rétt
til að ráða sjálf örlögum sínum, og
önnur lönd munu verða að taka
371. fótgönguliðsherfylkinu, og tillit til þess. Þetta er eina leiðin
til að bjarga tilveru, frelsi og heiðri
þýzku þjóðarinnar“.
Að endingu var svo hópsýning,
16 stúlkur undir stjórn Jóns I.
Guðmundssonar sýndu.
Var gerður góður rómur að sýn-
ingu þeirra, og fagnaðarlátum á-
horfenda ætlaði aldrei að linna,
þegar þær mynduðu stafi félags
síns: K. R. 1)5 ára.
Síldarmálin
Framhald af 1. síðu
ur. Kaup og vinnuskilyrði verð-
ur að bæta, svo að fólk hænist
að þessum atvinnuvegi.
SJÓMENN STYRKTIR
Margir ungir fiskimenn fara
úr herþjónustu eða af kaup-
skipaflotanum (hvaðan þeir
ættu að sleppa sem allra fvrst)
án þess að hafa nægilegt fjár-
magn til að kaupa báta og veið-
arfæri.
Nefndin leggur til að fiski-
mennirnir séu aðstoðaðir á eft-
irfarandi hátt:
1) Styrkir og lán til að gera
sjómönnunum kleift að kaupa
báta og veiðarfæri.
2) Að síldarútvegsnefnd út-
vegi ungum mönnum, sem hafa
verið í herþjónustu eða á kaup
skipaflotanum báta að láni.
3) Skipað sé ráð, sem geri á-
ætlanir um lágmarkskaup fyr-
ir fiskimenn við strendur lands
ins.
Það hefur reynzt óheppilegt
að ákveða lágmarksverð fyrir
aflann. Leggur nefndin til að
sala fari fram á uppboðiogkom
ið sé á því kerfi, að misjafn-
j lega hátt lágmarksverð sé haft
og samlög fyrir sérstakar ver-
stöðvar eða landsvæði.
Síldarútvegsnefnd verður að
taka að sér að koma í verð síld
þeirri sem afgangs verður og
ætti að veita henni vald til að
kaupa og selja eins og hvert
annað fyrirtæki í þessum til-
gangi.
Þannig hljóðar greinin í
hinu brezka blaði. En hvað er
gert hér á íslandi í þessu efnj.
Lesið leiðara blaðsins á 4. síðu
í dag.
Fyrirlestrar Hjörvarflar
Árnasonar
Hjörvarður Árnason jlytur ann-
an háskólajyrírlestur sinn um mál-
aralist. i hátíðasal háskóhms i
kvóld Id. 8.30.
Að þessu sinni talar hann um
rococotímann fram til raunsæis-
stefnunnar og málaralist í Evrópu
og Aineríku á 18. öld til fyrri
hluta 19. aldar.
Ollum heimill aðgangur.