Þjóðviljinn - 14.03.1944, Síða 7
iÞriðjudagur 14. raaira 1944.
ÞJðÐVILJIN'N
7
.„Heyrðu, Óli, hefurðu :séð laxastöngina, sem hann
Andrés keypti?“
Óli hafði ekki séð stöngina.
„Það er nú stöng sem segir sex. Hún er brún og
það gljáir á hana. Eg ætla mér að kaupa svona stöng
í haust.“
Nú var Óla alveg nóg boðið. Ætlaði Kláus áð kaupa
Jaxastöng? Það var éins og annað raup og Öli sagði,
að sér dytti ekki í hug að trúa því.
„Heldurðu kannski að mig vanti peningá:?“ spurði
Kláus.
En Óli sagðist ekki trúa einu orði um þessarxtöng.
Þá var Kláus íbygg.inn og sagði eins og var, að pabbi
sinn hefði gefið sér 'S'volítinn blett ofan við túnið. Þar
ætlaði Kláus að búa sér til garð, rækta rófur og selja
þær að hausti. Periingana átti hann sjálfur og ætlaði
að kaupa laxastöng 'fyrir þá. Trúði Óli þessu?
Og Kláus bætti því við, að hann ætlaði að fara sjálf-
ur í kaupstaðinn til að velja stöngina, Hann sagðist ekki
trúa öðrum fyrir þvi.
Óli stóð lengi steinþegjandi. Seinast sagði hann hægt
og borginmannlega:
„Þú ættir að gera mér greiða, Kláus, ín’ þ\ó að þú
íerð í kaupstaðinn á annað borð.“
Kláus var ekkert á móti því.
„Þú ættir að kaupa sams konar stöng fyrir mig, ef
þú gætir flutt hana líka.“
Kláus rak upp stór augu.
Hvað átti Óli við'með því, að hann ætlaði að kaupa
laxastöng? Hvaðan gat hann fengið peningá? Kláus
spurði, hvort þáð væri ekki lakkrísstöng, sem hann vildi
fá.
Óli leit niður á tærnar á sér og svaraði hæglátlega-
„Eg er að hugsa urn að rækta rófur eins og þú.“
„Ætlar þú að rækta rófur? Það vex ekkert nema
grjót hjá ykkur,“ sagði Kláus.
Þetta var það versta, sem hægt var að segja við Óla.
Hann sem alltaf var að tína grjót, þoldi ekki einu sinni
að heyra minnst á grjótið í Neðrí-Hlíð, þar, sem aldrei
gat sprottið neitt fyrir grjóti. Hann lamdi saman hnef-
unum og orgaði framan í Kláus:
„Ef mínar rófur verða stærri í haust en þínar, skaltu
fá ærlega flengingu á vetrardaginn fyrsta.“
En Kláus bara brosti og sagði: „Það er þá bezt að
við veðjum. Sá sem ræktar lélegri rófur, fær flengíng-
una og hana vel útilátna.“
m^VE TIA
Talið er, að séra Einar Sig-
urðsson hafi fyrstur manna ort
ættjarðarkvæði á íslenzku.
Nefndi hann það „Vísnaflokk
um fslands gæði“. Er það 44
erindi, þar á meðal eru þessi:
„Heilagan anda hjartað mitt,
af himnum bið ég nú fræða,
að mildiverkið mætti þitt
fyrir mönnum gerla ræða.
þvi oftlega hefur mig angrað
hitt,
að ísland margir’hæða,
en móðurjörð er mér svo kær.
mig hefur langað, guð minn
skær,
að geta þess allra gæða.
Jökull, sandur, aur og grjót
er hér mestur á landi,
blásin öll í burtu rót,
þó byggðin víða standi.
Eg kann þar ekki mæla mót,
þó margar nauðir grandi.
Því angrar mig það oft til sanns
að enginn talar um gæði lands.
Það er hinn mesti vandi.“
LECK FISCHER.:-----------------------------
Hann hefði þurft að ganga
framhjá Fríðu til að ná því.
Þau höfðu stundum staðið
sitt hvoru megin við þetta
borð og rifizt hástöfum. En
það var bara tilbreyting. Þau
höfðu ævinlega sætzt á eftir
og orðið bextu vinir. En þessi
misklíö var af allt öðru tagi.
Fríða. var vön aö svara fyrir
sig, en nú þagði hún. Og það
var þögnin, sem hann kunni
1 verst við.
Hann herti upp hugann og
lagði hendina á öxlina á henni.
Æríða. þú verður að hlusta
á mig — —. Þú snátt ekki, í-
, mynda þér —“
„Eg 'heyri.“
„Já. en þú verður að reyna
að skiija mig— —. Eg ætlaði
j ekki að eyða þessum peningum.
Eg tók þá bara til vara. Eg
ætlaði að kom heim með þá
aftur. Og svo verðurðu að gá að
þvi. að Daníel á eftir að borga
mér.. Og þeir peningar eru á
vísum stað. Eg fæ þá um leið
og ég hitti hann aftur. Svo þú
sérð að ég hef alls ekki evtt
allri húsaleigunni.';
„Heldurðu að Daníel standi í
skilum, eftir framkomu iians í
nótt að dæma?“
„í nött. Eg hitti hann ekki
áður en ég fór. Það var nú það.
En hann ætlar sér ekki að hafa
af mér. Hefði hann verið við,
þegar ráðist var á mig', þá hefði
ég ekki viljað vera í sporum
þess, sem sló mig.“
„Veiztu þá ekki, að það var
Daníel, sem sló þig?“
Fríða sneri sér snöggt að
manni sínum og leit á hann.
Hún lét ekki í ljós hvernig
henni var innanbrjósts, því að
hún hafði ásett sér að vera ró-
leg, en þó gat hún ekki dulið
undrun sína. Hafði Karl veríð
alveg viti sínu fjær?
„Var það Daníel?“
Það var efi í rödd Karls. En
hann hafði mjög óljósa hug-
mynd um sjálfan sig frá því
hann fór út úr samkvæmissaln-
um og þar til hann sat á rúm-
stokknum heima hjá sér. Ein-
hver hafði slegið hann. Fríða
hafði hjálpað honum inn í bíl,
sem stóð við ljósastaur. En
hafði það verið Daníel, sem sló
hann? Daníel, vinur hans!
Karl reyndi af öllum kröftum
að muna það sem gerzt hafði.
Hann vissi að hann hafði lent
í ryskingum úti á götu og verið
sleginn til jarðar. Hann hafði
hingað til huggað sig við að á-
rásarmaðurinn hefði líklega ver
ið montinn ómerkingur, sem
hefði verið að reyna kraftana
á þeim sem framhjá gengu. En
þetta hafði þá verið allt öðru-
vísi, eftir því sem Fríða sagði.
Og nú fór hann að muna ein-
stök atriði sjálfur. Maðurinn,
sem sló hann hafði hattinn slút
andi fram á ennið, eins og Dan-
íel var vanur. Já,hann mundi
núna, að það hafði verið Dan-
íeL
„Manstu ntú að það var Dan-
íel?“ spurði Fríða.
Karl kinkaði kolli. Honum
sárnaði þetta svo, að hann
missti vald á sjálfum sér. Rödd
hans titraði af gráti, þegarhann
tók til máls.
„Og það var hans vegna, sem
•ég ætlaði að ná í formannsstöð
una — til þess að koma honum
áfram. Og svona launar hann
mér;“
Fríða var byrst. Henni gramd
ist svo að sjá Karí gráta. Hún
fyrirleit hann, en þó langaði
’hana til að hugga hann Hvern-
ig gat nokkur karlmaður verið
svo aumur að gráta?
„Eg verð að finna einhver úr-
Tæði.“
..Hvernig þá?“
„Eg veit það ekki þessa stund
ina, þú verður að gafa mér
frest. Og þú mátt ekki vera reið
við mig, Fríða. Þu mátt það
ekki. Eg hef hagað mér
heimskulega, en þú verður að
fyrirgefa mér. Eg skal lofa þér
„Lofaðu engu. ‘
Karl leit undrandi á hana.
Hann sem hafði vonað að nú
væri það versta um garð geng-
ið, fyrst hún var farin að tala
við hann. En nú var hún aftur
orðin hörð á svipmn og róleg.
,.Fríða,“ sagði hann i bæn-
arrómi, og tok um hönd hennar.
Hún lét það hlutlaust. Höndin
var köld.
„Eg skal finra einhver ráð.
Þú mátt ekki örvænta ‘alveg.“
„Þú veizt ekki allt enn “
Hún kippti að sér hendmni
og studd’ sig við skrifborðið.
„Heyrirðu það7 Þú veizt ekki
allt,“ sagði hun hátt. .
„Hvað áttu við?“
Hann varð svo hræddur að
hann greip utan um hana til að
verja hana falli. En hún færð-
ist undan og gekk eitt skref
afíur á bak. Honum þótti fram-
koma hennar svo einkennileg
að hann gleymdi alveg von-
brigðum sínum um Daníel og
horfði rannsakandi á hana.
Hann óttaðist að hún leyndi
hann einhverju, sem kom fram-
tíð þeirra við og væri mikil ó-
gæfa. Hann beið þess þegjandi,
að hún tæki til rnáls.
Fríða reyndi að átta sig. Hún
hafði oft hugsað um það and-
vaka á nóttunni hvernig hún
ætti að segja Karli frá því,
að hún gengi með barn. Hún
var að bíða eftir glöðum og
áhyggjulausum degi.
En nú voru þau ósátt. Hún
ákvað að segja honum það
samt. Hún treysti sér ekki til
að bera þetta ein lengur.
„Við eigum von á barni.“ Það
var ósköp auðvelt að segja
þetta, aðeins örfá orð og enginn
hátíðablær yfir þeim. Einhvern
veginn hafði henni þó dottið
í hug, að Karl mundi brosa. Og
hún horfði á hann.
„Hvað segirðu?“
Það var ekki hnefaleika-
heimsmeistari, sem spurði. Það
var bara ungur maður, sem
gapti af undrun, af því að hann
fékk svo óvænt tíðindi.
„Já, en — þetta getur ekki
verið. —• Þú hefur litið skakkt
í almanakið —. Það er alveg
ómögulegt.“ Stamaði hann.
„Eg hef ekki litið skakkt í
almanakið og það er enginn
efi.“
„Svo það hefur verið þess-
vegna, að Henny var að tala.
um að þú værir lasin.“
Karl mundi hvað Henny
hafði sagt. Og hann gat ekki
áttað sig á þessu, sá í huganum
barn, sem lék sér í stofunni —
hérna í stofunni. Það var skrít-
ið.
— Það er að segja ef þau
hefðu efni á að búa hér áfram.-
Hann þorði ekki einu sinni að
minnast á það við Fríðu. Fríða
gat ekki haldið áfram að vinna.
Og nú áttu þau þrjú að lifa á
kaupinu hans.
Friða gekk að legubekknum
og settist. Geðshræringin hafði
dregið úr henni mátt. Hún var
þreytt.
Nú fór svefnleysið að segja
til sín. Hún fann til máttleysis
í fótunum og þreytu um allan
líkamann. En auðvitað tók Karl
ekki eftir því að hún var
þreytt. Hann, sem enga breyt-
ingu hafði séð á henni síðustu
vikurnar. Hún var jafneinmana
og áður og kvíði hennar fyrir
framtíðinni minnkaði ekki, held
ur óx um allan helming, nú
þegar hún var búin að segja
Karli frá barninu.
Hversvegna sagði hann ekk-
ert og hversvegna gladdi það
hann ekkert? Hann átti þó barn
ið alveg eins og hún.
„Veiztu hvenær það verður?“
spurði Karl. Hann settist í skrif
borðsstólinn og var í þann veg-
inn að taka almanakið en hætti
við það. Úr því Fríða sagðist
ekki vera í neinum vafa, var
það sjálfsagt rétt.
„Einhverntíma í apríl,“ svar-
aði hún.
„Það er ómögulegt að sjá það
á þér.“
„Nei. — En vita þær það í
búðinni?“
„Þykir þér ekki minnstu vit-
und vænt um þetta? Hvað kem-
ur þeim það við í búðinni, þó
að ég sé ófrísk? Hugsarðu aldr-
ei um neitt nema sjálfan þig?“
Hún gat ekki stillt sig lengur.
En reiðin svalaði henni. Nú
fékk það loksins útrás, sem hún
hafði borið lengi í þögn og þol-
inmæði. Hún hafði aldrei misst
vald á skapsmunum sínum fyrr
og heldur ekki haft svona gilda
ástæðu til þess.
Karl stóð á fætur öldungis
forviða og gekk nær henni.
„En — Friða —“