Þjóðviljinn - 25.03.1944, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN
2
P
Laugardagur 25. marz 1944.
„Hver göður málari telur sér sðma bezt
að vera sjálfum sér trúr“
Viötal viö Jón Porleifsson listmdlara
Jón Þorleifsson listmálari opnaði sýningu á verkum sínum
í Listamannaskálanum simnudaginn 19. þ. m. og hefur sýningin
þá staðið í 6 daga. Um miðjan dag í gær höfðu um 500 gestir
sótt sýninguna og 48 myndir selzt, eða meira en helmingur
þeirra.
Á sýningimni eru 90 myndir. Þar af eru 55 olíumálverk og
35 vatnslitamyndir. Eru þama ýmiskonar landlagsmyndir frá
Snæfellsnesi, Borgarfirði og lunhverfi Reykjavíkur. Ennfremur
eru þama myndir frá Siglufirði, mannamyndir, blómstursmynd-
ir og samstillingar.
Eg leit þangað inn eitt kvöld-
ið, — og það er rétt að taka
það fram strax: ekki til þess
að skrifa listdóm fyrir lesend-
ur Þjóðviljans, heldur til þess
að njóta þar ánægjulegrar
stundar, en um leið notaði ég
tækifærið til að rabba stundar-
korn við Iistamanninn og
leggja fyrir hann heimskuleg-
ar spurningar.
Jón Þorleifsson er einn af
eldri íslenzku málurunum og.
nýtur hins bezta trausts með-
al stéttarbræðra sinna og var
hann formaður Félags ísl. mynd
listamanna frá stofnun þess og
þar til nú í vetur.
Fyrsta spurningin verður þá:
— Hvað hafið þér haldið
margar sýningar?
— Því get ég nú ekki svar-
að, því ég man það ekki, en
þær eru orðnar nokkrar.
— Hvenær hélduð þér fyrstu
sýninguna?
— Það mun hafa verið 1919
eða 1920
— Hvenær hófuð þér lista-
mannsbraut yðar?
— Eg fór til Kaupmanna-
hafnar 1918 og dvaldi þar í
þrjá vetur við myndlistanám
og síðar í Kaupmannahöfn allt
til ársins 1929 er ég flutti heim.
En veturinn 1921—1922 var ég
í París.
— Hafið þér ferðast mikið
og kynnt yður listasöfn?
— Eg fór aftur til Parísar
árið 1926, auk þess hef ég far-
ið um England og Þýzkaland
og í New York dvaldi ég 1939
í 5 mánuði.
— Það munu ekki hafa verið
margir íslenzkir málarar hér
þegar þér hófuð nám?
— Það voru þeir Þórarinn B.
Þorláksson og Ásgrímur Jóns-
son. En Guðmundur Thorsteins
son, Kjarval og Kristín Jóns
dóttir voru þá úti við nám.
— Voruð þér ekki löngu
byrjaðir að mála áður en þér
fóruð utan til náms?
— Eg mun hafa verið byrjað-
ur að mála með vatnslitum
heima á Hólum 1914.
— Það eru margir fagrir og
þrikalegir staðir fyrir austan,
hafið þér málað marga staði
þar?
— Já, ég hef gert nokkuð að
því, en annars ekki bundið
mig við neinn ákveðinn stað,
heldur valið fyrirmyndir hing-
að og þangað.
— Hvaða listamenn og lista
stefna eða stefnur hafa heill-
að yður mest?
— Fyrst var ég mest hrifinn
af sænska málaranum Isakson
og síðar Corote og Delacroix
sem báðir voru franskir, og
enn síðar franska málaranum
Cezanne.
Hvað stefnunum viðkemur.
þá var Corote að nokkru leyti
upphafsmaður realismans,
Delacroix aðhylltist róman
tísku stefnuna en Cezanne var
postimpressionisti og Isakson
var talinn frekast til express-
ionismans.
Annars er það svo með hinar
svokölluðu stefnur í listum,
að sjaldnast er hægt að af-
marka skýrt hvaða stefnu einn
eða annar fylgir. Hver góður
málari telur sér sóma bezt að
vera sjálfum sér trúr. Það er
að skapa út frá sinni eigin
skapgerð og getu.'
Auk þess hef ég einnig verið
hrifinn af mörgum nútíma mál
urum eins og t. d. franska
málaranum Matisse.
— Er um nokkra stefnubreyt
ingu að ræða hjá yður?
— Ekki held ég það. Verið
gétur að með árunum hafi ég
lagt meiri áherzlu á sterkari
liti, notað þá fyllri og litastig-
inn sé þar af leiðandi auð-
ugri. Til dæmis myndi ég fyr-
ir 10 árum ekki hafa málað
eins og Við vatnspóstinn (nr
10 á sýningunni), en það er
sú mynd sem ég tel mig einna
ánægðastan með á þessari
sýningu.
Þá hef ég lagt meiri stund á
að mála hin margbreytilegu lit-
brigði himinsins og nota him-
ininn meira í myndunum, eins
og t. d. í myndinni: Kvöldroði
yfir Valhúsahæð (nr. 51 á sýn-
ingunni).
Annars hefur það verið áber-
andi hve íslenzkir málarar hafa
stillt landinu hátt í myndum
sínum og sýnt' litla rönd af
himninum — En auðvitað
hefur þetta ekki aðra þýðingu
en sem mótívval, því myndin
getur verið jafn vel eða illa
máluð, hvað sem þessu líður.
Um það hefur verið nokkuð
rætt að nú þegar væri búið að
mála svo mikið af íslenzkri
náttúru að ekki væri á bæt
andi. Eg er annarrar skoðunar.
Islenzk náttúra býr yfir ótal
möguleikum til nýsköpunar í
myndlist og ég hef það mikla
trú á hæfileikum þjóðarinnar
að eftir eigi að koma menn
sem sýna það áþreifanlega í.
verkum sínum.
Sýningin er opin daglega frá kl.
10 f. h. til kl. 10 að kvöldi og verð-
ur henni lokið fimmtudaginn 30.
marz n. k. J. B.
Málverk Jóns Þorleifssonar af Siglufirði. — Listamaður-
inn stendur fyrir framan málverkið.
Myndina tók U. S. Army Signal Corps.
Jónas og „A-ið“
Menn hafa velt því fyrir sér
hvaðan Vísi kæmi fítonskraftur
sá, er einkennt hefur skrif hans á
síðari tímum í garð verkamanna,
og alls þess sem frjálslegt getur
talizt.
Eftirfarandi gæti verið skýring á
þessu fyrirbæri.
Ungur maður réðist að Tíman-
um fyrir nokkrum árum. Hann
gerðist handgenginn Jónasi. Fyrir
ári síðan eða svo, fýsti þennan
„Jónasson" að freista síns frama.
Hann fór til Ameríku og hugðist
læra blaðamennsku. Þegar hann
kom að vestan þótti Jónasi sem
sér yrði hann lítils nýtur við Tím-
ann, svo mjög.voru þá völd hans
þorrin þar. Jónas mun því hafa
ráðlagt honum að vista sig hjá
Vísi. Síðan skrifar þessi ungi mað-
ur í ,Vísi og merkir greinar sínar
„A“.
Á hinum fræga fundi Framsókn-
armanna að Skeggjastöðum mætti
„A-ið“ sem fréttaritari Jónasar.
Ekki þótti hagkvæmt að láta segja
frá tíðindum, því að fyrir Jónas
voru öll tíðindi af fundi þessum
ótíðindi.
Gott dæmi er þetta mál um
það, hversu Jónas hefur tekið í sín-
ar hendur ýmsa þræði innan
Sjálfstæðisflokksins, eftir þeim
þráðum hyggst hann að lesa sig í
land er honum verður fleygt af
stjórnpalli Framsóknarskútunnar í
næsta mánuði. A-ið og Kristján
Vísisritstjóri munu bíða hans með
brosi á ströndinni. En hugsanlegt
ér, að þræðir Jónasar innan Sjálf-
stæðisflokksins leggist allfast að
kverkum hinna betri manna í
fiokknum áður en lýkur.
hella er sett í samband, hvort sem
spennan er 220 volt eða 140 eins
og hún hefur oft verið í vetur.
Margir halda að þessu sé þann-
ig farið, og þeirra skoðun hefur
jafnvel verið studd á opinberum
vettvangi. En þetta er rangt. Um
leið og spennan fellur sýna mælarn
ir minni notkun að sama skapi.
Ef t. d. spenna er 110 volt í stað
220, sýnir mælirinn sömu útkomu
eftir tvo klukkutíma eins og hann
mundi sýna eftir eina ef spennan
væri með eðlilegum hætti. Eigi að
síður bíða rafmagnsnotendur beint
fjárhagslegt tjón vegna spennufalls
ins. Það er í því fólgið að tæki eins
og eldavélar, nýta ekki nema viss-
an hluta þeirrar raforku, sem þær
taka á móti t. d. 80 af hundraði.
20 af hundraði þeirrar raforku sem
mælirinn mælir fer því forgörðum,
notandinn verður að borga það án
þess að hafa þess nokkur not.
Ef það kostar tvo tíma að elda £
matinn í stað 1 tíma, verður þessr
tapaða orka tvöfalt. meiri og er-
það beint fjárhagstjón vegnai
spennufallsins,-
Þessara staðreynda er rétt að
minnast í sambandi við rafmagns-
skortinn og rafmagnsverðið, ekki
er rétt að gefa þeim sem rafmagns:
málunum stjóma fleiri sakir en,
þeir eiga. Nóg er samt.
Hver vill afsaka það?
Níutíu og ein fjölskylda er-
sögð búa í bráðabirgðahúsnæði.
Hver vill afsaka bæjarstjórn ef
hún gerir ekki ráðstafanir til að'
þetta fólk komist í viðunandi hús-
næði fyrir haustið? Það verður
ekki gert, slíkt athæfi er óafsakan-
legt.
Boðnir til samstarfs
Framsóknarflokkur Hermanns
telur sig „umbótasinnaðan milli-
flokk“.
Að sjáifsögðu hyggst hann að
vinna með öðrum flokkum, því
Ijóst er honum að ekki fær hann
einn meirihlutaaðstöðu á Alþingi
og auðvitað ætlar svo „ábyrgi
flokkurinn" ekiti að sitja auðum
höndum hjá, og það því fremur
sem það er ekkert höfuðatriði
hvers konar „umbætur" hann
leggur stund á. Tíminn bíður líka
óspart upp á samstarf bæði til
hægri og vinstri. í síðasta Tíma-
blaði voru þessi tilboð orðin alveg
í samræmi við hugsun og innræti
flokksins og foringjanna. Þau
hljóða þannig:
„En meðan þetta ástand varir
verður að nota þá (þ. e. Sósíalista-
flokkinn og Sjálfstæðisflokkinn.
Innskot vor) eða hluta af þeim
sem „eiturlyf“ gegn skaðræðisverk
um eða til að koma fram vissum
umbótamálum, ef unnt er. Þannig
voru Jón á Reynistað, Pétur Ott-
esen og Ingólfur á Hellu notaðir
á síðasta þingi til að hrinda of-
sókn kommúnista gegn bændum,
eins og Dagur bendir réttilega á.
Á sama hátt voru kommúnistar
notaðir á þingi í vetur til að fá
aukna fjárveitingu til Krýsuvíkur-
vegarins, þegar meirihluti Sjálf-
stæðisþingmanna og Morgunblaðið
snerust gegn því máli“.
Þá vitum vér hvernig Hermanns
Framsókn hyggst að nota flokk
vorn.
Það er betra að vita en vita
ekki.
Rafmagnsverð og raf-
magnsskortur
Menn tala að vonum mikið um
hvort rafmagnsmælarnir sýni ekki
sömu notkun ef t. d. 1500 kw suðu-
Breiðá
Þessar línur eiga ekki að vera
um Breiðá á söndum eystra. Þær
eiga að minna bæjarverkfræðinga
á fljót sem streymir eftir leirflagi
einu hér í bænum, í hvert sinn,
er rignir. Vegfarendur kalla það
Breiðá. Þegar þornar um, þverr
áin og moldrok geysar um farveg-
inn. Leirflagið, sem áin fellur um,
er mitt á skipulagsuppdrætti bæj-
arins með nafninu Bókhlöðustígur.
Bæjarverkfræðingurinn ætti að fá
sér góð gúmmístígvél og ganga á
þennan stað í næstu stórrigningu.
Vinnutieimili berkla-
sjúkiinga gefið bygg-
ingarefni og matvars
Vinnuheimilissjóð Sambands
ísl. berklasjúklinga hafa ný~
lega borizt tvær stórgjafir:
Pípuverksmiðjan h.f. hefur
gefið hinu fyrirhugaða vinnu-
heimili berklasjúklinga að
Reykjum, vikurstein í fimm
íbúðarhús.
Segir svo í bréfi Péturs Guð
mundssonar forstjóra Pípuverk
smiðjunnar: „Með bréfi þessu
viljum við láta yður vita, að
við höfum ákveðið að gefa til
hins nýja vinnuheimilis berkla
sjúklinga að Reykjum, bygg-
ingarefni úr vikri í fimm einn-
ar hæðar íbúðarhús, og verði
hvert um sig ca 65 ferm.“
Þá hefur vinnuheimilinu bor-
izt önnur gjöf frá forstjóra h.f.
Frh. á 5. síðu.