Þjóðviljinn - 25.03.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.03.1944, Blaðsíða 3
Þ JÓÐ VILJINN 3 Laugardagur 25. marz 1944. UPPELDIS- OG SKÓLAMÁLASlÐA ÞJÓÐVttJANS Ritstjóri Sigurður Thorlacius skólastjóri Helmilið - skðlinn ■■ gatan I skólamálum gela líka gerzt ævintýri í fyrri hluta þessarar grein- ar í laugardagsblaðinu 11.. marz, var sagt frá undirbún- ingi hinnar merku kennslutil- raunar Elsworth Collings og hvernig henni var háttað. Á námstjóraferli sínum hafði Collings árum saman horft á þrautpínd andlit barna og kennara, sem glímdu í von- leysi við líflausa og ómeltan- lega námskrá. Hvernig var unnt að bæta úr þessu og Meypa áhuga og barnslegri gleði inn í skólastofurnar í stað drungans og óyndisins? Collings ákvað að gera tilraun til þessa og bera um leið sam- an námsárangur þriggja skóla, sem um allt voru sem jafnast- ir, nemendaval, gáfnafar þeirra og efnahagsaðstöðu, hæfileika, aldur og menntun kennaranna, áhöld o. s. frv. í tveimur skólunum var kennt með gamla laginu eftir fyrir- fram saminni námsskrá, þaul- hugsaðri og þó frjálslegri. En í þriðja skólanum, sem kallað- ur var tilraunaskólinn, var engin námsskrá. Nemendurn- ir völdu sjálfir námsefnið eftir nákvæma hugsun í samráði við kennarann. Hér er ekki tími til að lýsa mákvæmlega öllum þeim mörgu og miklu störfum. sem leyst voru af hendi í tilrauna- skólanum í þessi 4 ár, sem til xaunin stóð yfir. Þó skulu rak- in nokkur dæmi, valin af handahófi sem sýnishorn þess, hvernig starfað var í hverjum aldursflokki. Fyrstu dæmin eru úr þriðja flokki, þar sem börn- in voru yfirleitt 6, 7 og 8 ára gömul: Dag nokkurn hafði Karl orð á því við félaga sína í starfs- flokknum, að sig langaði til að vita, hvers vegna frú Murphy ræktaði sólarblóm í matjurta- garðinum sínum. Hann kvaðst <ekki skilja, hvers vegna hún ræktaði þau í matjurtagarði, þar sem hann hélt, að blóm ætti að rækta í skrautjurta- garði. Dean áleit að það út af fyrir sig gæti ekki verið neitt óeðlilegt, því að hann hafði séð anörg blóm í matjurtagörðum í þorpinu, þar sem hann hafði átt heima áður. Virgil vildi fá að vita hvort Dean héldi í raun og veru að matjurtagarður væri rétti staðurinn fyrir blóm. Hann hefði þó haldið, að þeir væru ætlaðir til þess að rækta matjurtir. Jóna kvaðst aldrei Tilraunaskóli í framkvæmd hafa séð sólarblóm, og spurði Karl hvernig þau væru útlits. Karl reyndi að lýsa þeim eins vel og hann gat. Jóna endur- tók ósk sína um að fá að sjá þau, þar eð hún hafði aldrei séð þess háttar blóm áður. Aðr- ir* nemendur tóku undir með Jónu, kváðust ekki hafa séð þessa jurt og vildu gjarna sjá hana. Eftir nokkrar umræður var svo samþykkt að fara í að lesa í fræðibókum sínum um það, sem þessi heimsókn hafði vakið athygli á. Þau á- kváðu að rækta sólarblóm hjá sér næsta vor. Karl kvaðst ætla að sá röð af þeim vestan til í garðinum sínum til þess að skýla Caatalópunum fyrir kvöldsólinni um húsumarið. Neva sagði, að þetta væri fall- egasta blóm, sem hún hefði ! nokkurn tíma séð og var ákveð Matstofa í negrabamaskóla í Bandaríkjunum. næsta dag í heimsókn til frú Murphy. Börnin urðu ásátt um tvennt, sem þau ætluðu að komast að raun um í ferðinni: 1. Hvers vegna ræktar frú Murphy sólarblóm í matjurta- garðinum sínum? 2 Að hverju leyti eru sólarblóm öðru vísi en aðrar jurtir? Börnin fóru næsta dag eins og ráð var fyrir gert í heimsókn til frú Murphy. Þau spurðu frúna, hvers vegna hún ræktaði sólarblóm á þess- um stað, hvers konar fræ þau hefðu, hvernig fræin sáðu sér út, blöð, rætur o. s. frv. Frú Murphy sagði börnunum, að hún ræktaði sólarblóm þarna til að vernda veikbyggðari jurt ir fyrir kvöldsólinni Þau væru ágæt til þess. Auk þess, sagði hún, eru fræin mjög góð fyrir hænuungana mina. Hún sýndi dæmi þess. Enn fremur sagði hún, að sér þætti blómin mjög falleg og móðir sín hefði árlega nokkur þeirra í blóma- garði sínum td skrauts. Hún gaf börnunum fræ til að hafa með sér og sýndi hvernig ' skyldi sá þeim. Börnin eyddu nokkrum tíma in í að sá þvi í bl imagarðinn sinn næsta vor. Dean hélt því fram, að mesta gagn af sólar- biómi, myndi vera það. hvað fræin vœru góð hænuunga- fæða, og hann ætlaði að rækta beð í þeim tilgangi. Margar þvílíkar athugasemdir komu fram hjá börnunum. Hvert barn gaf skriflega skýrslu, sem það samdi með aðstoð kennarans, um heimsóknina til frú Murp- hy. Skýrslan var fólgin í því að gera litkrítarteikningar af blóminu og skrifa athugasemd- ir um uppgötvanir í sambandi við sólarblómið. Frásögnin, sem fylgdi krítarteikningu Karls, var á þessa leið: Frú Murphy notar sólarblóm sín til þess að skýla nytjajurt- um í matjurtagarðinum. Blóm- ið er stórt og gult. Hænuungun- um hennar frú Murphy þykja fræin mjög góð. Hún gaf okk- ur nokkur fræ til að gróður- setja. Sólarblóm eru falleg blóm í skrautjurtagarð. Eg ætla að rækta nokkur þeirra í Cantalopubeðinu mínu næsta sumar til þess að slcýla Canta- lopunum mínum. Þau vaxa bezt í frjóum jarðvegi við sólskin og raka. Það er auðvelt að rækta þau. Á svipaðan hátt voru valin í þessum starfsflokki ýmis önn- ur víðfangsefni og leyst af hendi. Hér skulu talin fáein: 1. Hvernig Chase bóndi fer að rýja kindurnar sínar. ■— 2. Hvernig Chase þreskir kornið sitt. — 3. Að safna valhnotum. — 4. Að safna villiblómum. — 5. Hvernig tómatar eru soðnir niður. — 6. Athugun á því, hvemig Edmont vefur á gam- aldags vefstól. — 7. Hvemig snjótittlingurinn bjargar sér á veturna. — 8. Hverjar eru helztu fuglategundir sveitarinn ar. — 9. Athugun á því hvern- ig lirfa verður að fiðrildi. •— 10. Athugun á könguló, sem er að spinna vefinn sinn. •— 11. Að hverju leyti er kindin öðru- vísi en geitin? — 12. Hvernig nýja húsið hans Bossermanns er raflýst, hitað, og hvernig vatnið er leitt í það. — 13. Að hverju leyti lambið er öðruvísi en kiðlingurinn. Nú skulu nefnd dæmi um störf annars flokks, en þar voru börnin 9, 10 og 11 ára. Svo bar við eitt sinn, að sú frétt barst til skólans, að tveir nemendur úr öðrum flokki, þau systkin- in María og Nonni Smith, lægju í taugaveiki. Tommi ná- granni þeirra sagði frá því, er þetta fréttist, að um nokkur ár hefði það borið við á hverju einasta hausti, að einhver af Smith fjölskyldunni hefði veikzt af taugaveiki. Börnun- um fannst mikið til um þessa ógæfu, sem steðjaði að þessu heimili ár eftir ár. Varð mikil umræða um það, hvað víða taugaveiki hefði verið þar í. sveitinni. Höfðu sum börnin þá sögu að segja, að hún hefði oftar en einu sinni komið á þeirra heimili, en nokkur kváðu hana aldrei hafa verið heima hjá sér. Loks datt einu barninu í hug að spyrja, hvort ekki myndi vera hægt að vita, hvernig stæði á því, að tauga- veikin kæmi á hverju ári til Smithfjölskyldunnar, en aldrei á sum heimilin í sveitinni. V Vaknaði nú hinn mesti áhugi á því að fá meira að vitá um þetta mál. Var leitað í blöð- um, tímaritum og bókum að upplýsingum um þessa veiki, hvernig hún bærist á milli og hverjar væru algengustu orsak- ir þess, að hún kæmi upp á einum stað fremur en öðrum. Börrdn komust brátt að raun um það að til þess að skera úr þessu vandamáli um veikind- in hjá Smith, yrði að athuga heimilishagina. Var því ákveð- ið, að starfs-flokkurinn skyldi fara heim til Smith, eftir að fengnar voru upplýsingar um að börnunum myndi það óhætt. svo framarlega sem sérstakar varúðarreglur væru viðhafðar. Förin var farin og athuguð gaumgæfilega húsakynni, vatns ból, daglegar fæðutegundir heimámanna o. s. frv. Börnin lofuðu Smith að senda honum skýrslu um rannsóknir sínar. Skýrsla þeirra er á þessa leið: Tilraunaskólanum, Good- mann, Missouri, 22. okt. 1918. Kæri hr. Smith. — Þetta er skýrslan, sem við lofuðum að senda þér í tilefni af taugaveikirini á heimili þínu. Við höfum varið nokkr- um vikum til að rannsaka þessa veiki. Við álítum, að flugur, ó- hrein mjólk og vatn og óhrein- læti séu algengustu orsakir taugaveiki á heimilum vorum. Við þykjumst sjá, að brunn- vatnið hjá þér sé ekki líklegt til að valda veikinni. Brunnur- inn stendur hærra en húsið og hlaðan og er steyptur í topp- inn með góðum fráhalla. Vond mjólk getur heldur ekki verið orsökin, þar sem við sáum, að þú notar alls ekki mjólk til heimilisþarfa. Við sáum mik- ið af flugum heima hjá þér. Við veittum því athygli, að þú hefur engar hlífar fyrir glugg- um eða dyrum. Við sáum mik- ið af flugum í eldhúsinu hjá þér. Heimildai’bækur okkar segja okkur, að flugur beri taugaveikisbakteríur. Þegar þær snerta mat, þá skilja þær bakteríuna þar eftir. Ef menn eta þennan mat, fá þeir tauga- veiki, vegna þess að þeir borða taugaVeikisbakteríuna. Við höldum, að þetta sé einmitt það, sem gerist heima hjá þér. Við höfum athugað nokkur önnur heimili í sveitinni, þar sem taugaveiki hefur verið. Við fundurn svipuð skilyrði á þessum heimilum og heima hja þér. Á flestum þeirra voru flugur og engar hlífar. Heim- ildarbækur okkar, sem við Framh. é 5. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.