Þjóðviljinn - 19.04.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19. apríl 1944.
UftiTILJINM
1
PHYLLIS BENTLEY:
ARFUR
■
ENGLAHATTURINN
„Guð gaf mér hattinn", kallaði ég.
„En guð vill sjálfsagt að þú lánir hann“, sagði
mamma lágt við mig og köm nær.
„Nei, guð vill sjálfsagt ekki að ég láni Pétri hattinn“.
„Hvers vegna?“
„Pétur hellir bleki yfir hann“.
„Hvaða vitleysa, hvernig dettur þér þetta í hug?“
„Hann sagði það sjálfur“.
Eg vissi reyndar að Pétur hafði sagt það í gamni
sínu og það var ekki fallegt að segja frá því. En mér
þótti svo vænt um hattinn minn, að ég varð að gera
allt, sem ég gat, til að bjarga honum.
„Eg var bara að stríða þér“, sagði Pétur og leit niður
fyrir sig. Nú hafði ég yfirhöndina.
„Þér var það alvara. Og svo sagðistu ætla að vinda
hann upp úr ánni“.
Pabbi og mamma horfðu þegjandi á okkur og ég var
farinn að halda að þau væru á mínu máli.
En þá gerði Pétur dálítið, sem ég bjóst ekki við:
Hann gekk burt, niðurlútur og daufur 1 dálkinn og
sagði skjálfraddaður, eins og hann væri að tala við
sjálfan sig:
„Eg ætla að ná í topphúfuna mína. Hún er nógu góð
handa mér“.
Ó, hvað ég kenndi í brjósti um hann Pétur, hann,
sem alltaf var svo góður drengur. Eg tók það nærri mér
að sjá hann svona hryggan. En ég tímdi þó ómögulega
að lána honum hattinn. Eg var alveg ráðalaus og fór að
hágráta.
Pabbi horfði á okkur Pétur á víxl. Svo kom hann til
mín og tók fast um handlegginn á mér.
„Farðu nú og sæktu hattinn, Halli. Þú verður að láta
undan í þetta sinn. Eg hugsa að þú hafir gott af því.
Eg hljóp af stað og sótti englahattinn. Þegar ég kom
heim með hann og fékk þeim hann, féll mér það ekki
eins illa og ég hafði haldið. Bara að guð yrði nú ekki
reiður við mig fyrir að lána hattinn! En það gat líka
verið, að hann væri með því.
ÞETTA
Meðal Indíána í Mexico eru
49 sérstakir kynflokkar og nær
því 100 mismunandi tungur og
mállýskur
Sir George Grierson, sem
rannsakað hefur afar mikið
mállýskurnar í Indlandi, hefur
flokkað ekki færri en 179 mái
og 554 mállýskur í ritmáli.
•
Fyrsti iannlækningaskóli í
heimi var stofnaður 1 Balti-
more í Bandaríkjunum árið
1839.
•
Hundrað og átta ár eru liðin
síðan fyrst var fluttur loftpóst
ur: Hollandskonungur fékk
sendibréf með loítfari frá her-
málaráðherranum enska 7. nóv.
1836.
Innfæddir menn á einni af
Salomonseyjunum hafa þann
sið að fleygja framliðnum
mönnum í sjóinn. Þá fer hann,
samkvæmt trú þeirra, beint til
guðs. — Þeir trúa á hákarlinn.
•
Gríski læknirinn Hippocratos,
sem var uppi 460 árum fyrir
Kristsburð, varaði menn við
því í ritum sínum, að drekka
ísvatn í miklum sumarhitum.
— Þeir drekka það enn.
•
Maurarnir bvggja sér hærri
íbúðir en maðurinn hefur nokk
ur tíma reist, í hlutfalli við
stærð beggja. í Uganda í Afríku
fannst eitt sinn mauraþúfa 40
feta há og „kjallarinn“ eða í-
búðir mauranna neðanjarðar,
náðu önnur 40 fet niður í jörð
ina.
leið þangað, sem Joe stóð, snart
það samvizku hans eins og egg-
járn, að hann hafði tælt systur
hans. Hann nam staðar og það
var eins og hjarta hans ætlaði
að springa af örvæntingu Allt
hringsnerist fyrir augum hans
og hann vissi ekki, hvernig
hann *ætti að afbera það, sem
hann hafði gert
Hafði hann, Will Oldroyd,
svívirt systur vinar síns? Onei.
nei, það var of mikið sagt.
Brúðarsæng hálfum mánuði i
undan giftingunni var enginn
glæpur. Þétta hafði komið fyr-
ir margan mann, og kona hans
var alveg jafn góð fyrir því.
og þau bæði. Will létti mikið.
En þó var hann ekki upplits-
djarfur, þegar hann fór að tala
við -Joe Þeir t'óru að skoða
dúk, sem vefan nokkur uta.n
verksmiðjunnar hafði ofið fyr-
ir Oldroya.
Þar næst sýndi Joe honum
skærin. sem hann hélt á. Þau
voru skemmd og brotin í egg-
ina og þó hafði enginn notað
þau í hálfan mánuð, eftir því,
sem vefararnir sögðu sjálfjr.
„Hver hafði þau síðast?“
spurði Will og leit hvasst á
Joe.
„Eg veit það ekki", svaraði
Joe snökkt, leit undan og roðn-
aði.
Will gramdist. — Hann var
sannfærður um að Joe vissi.
hver hafði skemmt skærin, en
hann var ekki vanur að segja
eftir félögum sínum. Þetta var
líka það eina, sem að honum
var. Hann var of viðkvæmur,
of góðhjartaður og sagði aldrei
neitt misjafnt um neinn, ef
hægt var að komast hjá þvi.
„Þeir hafa sennilega eyði-
lagt skærin sér til gamans“,
hreytti Will út úr sér. ,,En ég
skal sýna ykkur það, að við
kærum okkur ekkert um þess-
konar hrekki framvegis“
Það var eðlilegt að Jionum
kæmi í hug samtalið við Enoch
um vélbrjótana. Og hann hafði
einmitt ætlað að vara Joe við
Mellor, Hann tók til máls, en
þagnaði skyndilega, vissi ekki
hvað hann átti að segja og roðn
aði upp í hársrætur. Því að
þegar hann nefndi Georg Mellor
sá hann í anda tvö lítil hús á
heiðinni, fölleitt barn, sem
teymdi hest, hátíðlegt á svip-
inn, meðan hann dvaldi inni
' í húsinu. Hann sá gráa ‘köttinn
og allt þar inni. Hann sá Mar-
íu — og hann fann svo sárt
til sektar sinnar, að honum
fannst ómögulegt annað en
Joe læsi hugsanir hans og vissi
allt, þó að þeir væru staddir
mílu vegar frá Scape Scar.
Skyldi María segja Joe eins
og var? Nei, nei, aldrei. Will
hætti við að minnast á Georg
Mellor, en fór í þess stað að
segja Joe hvar nýju vélarnar
ættu að vera. Allir vefararnir
hlustuðu. Þeir teygðu fram
höfuðin, augnaráðið varð hvasst
— og þeir hlustuðu.
„Hvenær koma vélarnar?“,
spurði einn þeirra.
„Það er ekki ákveðið, en það
verður mjög fljótlega“. svaraði
Will. Það heyrðust andvörp
utan úr salnum.
„Ungu mennirnir -eru sumir
hræddir um. að þeir verði at-
vinnulausir, þegar nýju vélarn-
ar koma“, sagði Joe.
, „Það er hætt við því“, svar-
aði Will. „En auðvitað verður
þú kyrr Joe“, bætti hann við.
„Þú getur ímyndað þér, að
pabba dettur ekki í hug að
láta þig fara.“
Joe roðnaði aftur en svar-
aði engu. En nú fann Will til
þess sama og fyrir stundu síð-
an, þegar hann lofaði Maríu
að hann skyldi giftast henm.
Hversvegna varð hann aiit af
að reka sig á það, að Bam-
forths-systkynin væru tilfinn-
inganæmari en hann?
Hann ypti öxlum og fann að
því, að dúkur, sem hann kom
auga á, væri illa lóskonnn og
skipaði að gera það betur.
» Þessi dagur leið ems og aðr-
ir án sérstakra tíðinda. Seirmi
hluta dags var Witl staddur
á efri hæð verksmiðjunnar og
heyrði föður sinn koma. Hann
leit út um glugga. Það var
orðið skuggsýnt, en Will sá
hann á hestbaki niðri á hlaðinu.
Það leyndi sér ekki að hann
var í vondu skapi. Hann var
mikill á velli og hver hrevfing
bar vott um hamslausa bræði.
Augu hans leiftruðu, andlitið
var eldrautt, æðin á enni hans
var þrútin og blá. Hann veif-
aði hattinum í hendinni. því
að honum var allt of heitt til
þess að þola höfuðfat. Það var
rétt eins og logar reiðinnar
væru að brjótast út í rauðu
hárinu. Hann gaf sér ekki
tíma til að fara af baki, áður
en hann orgaði öskuvondur:
„Will“.
„Eg er hérna“, kallaði Will.
og flýtti sér út. Honum datt
í hug, að faðir hans hefði með
einhverju móti fengið vitneskju
um ferð hans til Scape Scar
og óskaði sjálfum sér til ham-
ingju með það, sem hann ættl
þá í vændum.
„Fannstu Enoch Smith? —
Spurðirðu hann, hvers vegna
hann væri ekki búinn að senda
mér vélarnar?“ hrópaði hann.
Will sagði honurn, hvað smið
urinn hefði sagt, og bætti við'
„Ef þú vilt ekki eiga á hættu.
að Luddistarnir eyðileggi þær.
sagði hann, að þú yrðir að fá
hermenn til að gæta þeirra ,
á leiðinni“.
„Hermenn", æpti sá gamli
og stappaði fótunum í jörðina.
„Luddistar! Fari þeir allir til
Helvítis. Eg hef ekki heyrt tal-
að um annað en Luddista í
allan dag. Mér býður við þeim.
Þetta eru fábjánar, sem ekki
hafa hugmynd um. hvað þeim
er fyrir beztu. Og svo þorir
Enoch' ekki að láta flytja vél-
arnar svolítinn spöl um hábjarl
an dag af hræðslu við þá, þessi
bölvuð skræfa“.
„En pabbi! í Hartshead — “.
„Eg er búinn að heyra nóg
um það“, öskraði faðir hans.
Þeir tala ekki um annað. þess-
ir hálfvitar í Annotsfield. Óg’*
þeir ráðleggja mér að nota ekki
vélarnar. Hver halda þeir að ég
sé? Aumingi. eins og þeir sjálf-
ir. Er ég líkur Henry Brigg, má
eg spyrja7 Nei, að mér heilum
og lifandi skulu vélarnar hing-
að inn, þó að ég verði að sund-
ríða í Luddistablóði“
Hann gaf verkamönnunum
hornauga. Þeir voru vanir við
reiðiköst húsbóndans, tóku þau
ekki alvarlega og kímdu
laumi. 'Joe einn varð vandræða
legur ems og honum félli þetta
illa.
. Það er eins og pabbi segir,
hann er allt of veikgeðja“ hugs
aði Will.
„Jæja, nú hafið þið allir
heyrt, hvað ég segi“ æpti Old-
royd. Síðan sneri hann sér að
einum mannanna og sagði vin-
gjarnlega'
„Blessaður farðu heim. Kon-
an þín er lögst á sæng. Eg frétti
það í Ire-brú þegar ég fór hjá“.
Maðurinn flýtti sér út.
„Heyrðu. Joe. hvernig geng-
ur þér með Kashmírvefinn“,
spurði Oldroyd.
,,Eg er að sétia hann upp“,
svaraði Joe dauflega. Hann var
aldrei eins fliótur að ná sér
eftir reiðikösf Oldroyds og Old-
rovd sjáliur.
„Hvemíg gekK þér annars í
3ag pabbi?“ Spurðf Will.
„Ekkí semi versf1* svaraði
Oldroy'd og gekk að borðinu,
bar serri Hann geymd? skjöl sír.
,.Það verður að faka það með í
reikninginn, Kvemig tímarnir
eru. Bara að þetfa bölvað stríð
hætti eínhvem 'ffmal Það er
fullyrt að Frakkar hafi tekið
Valencia. Eg hefði gaman að
vita hvað stjórnin vill með
Spán. Hvað kemur okkur
Spánn við, að öðru leyti en þvi
að við fáum þaðan ull? Hví er
ekki þessi bölvuð samþykkt
afnuniin? Haldi þessu áfram
verður landið eyðilagt“
Klukkustund síðar var verk-
smiðjunn: lokað og feðgarrJr
riðu heimleiðis í myrkrinu. Þeg
ar þeir fóru hjá Marthwaite,