Þjóðviljinn - 19.04.1944, Blaðsíða 8
I
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni, Austurbæjarskólanum, sími
5030.
Blfrsiðastjóri Tarðlæknis er Guna
u Ólafsson, Frakkastic ( B. Síad
SSðl.
Ljósatími ökutækja er frá kl.
8,40 að kvöldi til kl. 4.20 að morgni.
Nœturvörður er í Ingólfsapóteki
Næturakstur: Hreyfill, sími 1633.
Útvarpið í dag:
20.20 Kvöldvaka háskólastúdenta:
a) Ávarp: Páll S. Pálsson,
stud. jur., form. stúdenta-
ráðs.
c) Stúdentakórinn (Þorvald-
ur Ágústsson, stud. med.,
stjómar).
c) Erindi: Bárður Daníelsson,
stud. polyt.
d) Upplestur:.Kvæði: Eiríkur
Hreinn Finnbogason, stud.
mag.
e) Háskólaþáttur: Helgi J.
Halldórsson, stud. mag.
f) Kórsöngur.
g) Leikrit: ,Misskilningurinn‘
eftir Kristján Jónsson, 2.
og 4. þáttur.
Pétur Gautur verður sýndur í
kvöld og er uppselt á þá sýningu,
en næsta sýning verður á föstudags
kvöld og hefst sala aðgöngumiða að
þeirri sýningu kl. 4 í dag.
Bamadagsblaðið verður selt á göt
unum í dag (miðvikudag) og verð-
ur afgreitt til sölubama í bamaskól
unum og Grænuborg frá kl. 9 ár-
degis.
Sólskin, hin árlega bamabók Sum
argjafar, verður seld á morgun
(sumardaginn fyrsta). Ingimar Jó-
hannesson kennari hefur séð um
„Sólskin“ að þessu sinni.
Kvennasíðan kemur í blaðinu á
morgun, því hana langaði til að sjá
framan í sumarið.
Skíðafélag Reykjavíkur ráðgerir
að fara skíðaför á sumardaginn
fyrsta. Lagt á stað frá Austurvelli
kl. 9 árdegis. Farmiðar seldir hjá L.
H. Muller, til félagsmanna til kl. 4
í dag, en frá 4 til 6 til utanfélags-
manna, ef afgangs er.
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN í Reykja-
vík heldur skemmtifund að Skóla-
vörðustíg 19 n.k. föstudag kl. 9.30
h.
Dagskráin verður mjög fjölbreytt.
Allir meðlimir fylkingarinnar og
gestir þeirra eru velkomnir meðan
húsrúm leyfir. STJÓRNIN.
Ameríska myndlistasýningin
Framhald af 1. síðu.
Forleikur að „Skuggasveini“ eft-
ir Kárl Ó. Itunólfsson er meðal
þeirra tónverka sem lúðrasveitin
mun leika, en auk þess eru einnig
á dagskránni tónverk eftir Hump-
erdinck, Drigo, Ippolito-Iwanow
og Halvorser. Corporal Wolf mun
syngðja tvo lagaflokka, hinn fyrri
„Ombra mai fu“ úr „Xerxes“ eft-
ir Handel og „Der Erlkonig,f eftir
Schubert. En í síðari flokknum er
„Requiem du Coeur“ eftir Passard
og „CIorinda“ eftir Morgan.
Tónleikar þessir hefjast klukk-
an hálf tíu.
Loftírásir á Balkan
Framhald af 1. síðu
pol) í Búlgaríu. Um hanaMiggur
járnbrautin milli Sofia og Iztam-
bul.
Einnig var ráðist á Sofia.
Mótspyrna í lofti var lítil. Skotn
ar voru niður 25 þýzkar flugvél-
ar, en Bretar misstu aðeins 6 af
800 alls. Er það minnsta tjón í
loftárásum á Balkan hingaðtil.
Siglingar á Dóná eru nú mikl-
um erfiðleikum bundnar sökum
tundurdufla Bandamanna.
þlÓÐVLIINN
Eru tvisvar tveir fimm, Jón Axel?
Fnmh. af 6. dðu.
því að framlengja samninga s. 1.
sumar og hoppar inn á hina
heimskulegu útreikninga Alþýðu-
blaðsins um fjártjón það, er verka
menn hafi beðið af þeim sökum.
Eg hefi þá tillögu, að Jón Axel
og Alþýðublaðið séu ekki með
neina hálfvelgju, heldur reikni út,
hve miklu verklýðsfélögin á öllu
landinu hafa „tapað“ í öll þau
skipti, sem þau hafa ekki sagt upp
samningum.
Jón gæti svo látið fylgja með
aukareikning yfir það, hvað hin
fræga yfirlýsing Stefáns Jóhanns
á Alþingi . haustið 1941 kostaði
verkalýðinn, þegar hann tilkynnti
með yfirlæti, að verklýðssamtökin
hefðu „engan áhuga“ fyrir grunn-
kaupshækkun.
Jón Axel og Alþýðublaðið græðá
ekki vitund á sögnum um fram-
lengingu samninga s. 1. sumar, því
að sú ákvörðun studdist við svo
sterkar stoðir, að þeim þýðir þar
ekkert að segja.
Eg laét mér nægja að færa fram
þrjár staðreyndir:
í fyrsta lagi talaði enginn Al-
þýðuflokksmaður í Dagsbrún með
uppsögn samninga. í félaginu vildu
nokkrir menn segja samningum
upp, en enginn þeirra, var Alþýðu-
flokksmaður.
í öðru lagi var Alþýðuflokks-
maðurinn, Helgi Guðmundsson,
sem Alþýðublaðið þagði um í tvö
ár, að væri í stjórn Dagsbrúnar,
einn helzti hvetjandi þess, að samn
ingum yrði ekki sagt upp á þeim
tima.
í þriðja lagi taldi framkvæmda-
stjóri Alþýðusambandsins, Al-
þýðuflokksmaðurinn Jón Sigurðs-
son, óhyggilegt að segja þá samn-
ingum upp, og vita allir menn,
að hann hefur margfalda reynslu
í verkalýðsmálum á við Jón Axel.
Afstöðu sína til þessa máls stað-
festi Jón Sigurðsson síðar á félags-
fundi Dagsbrúnar.
Eg vona, að Jón Axei skemmti
lesendum Alþýðublaðsins einnig
með því að leysa þetta dæmi.
Annars þarf ekki annað til að
sannprófa afstöðu Alþýðublaðsins
til Dagsbrúnar en minnast þess, að
það var „hlutlaust“, þegar Dags-
brún sagði samningum upp.
Dag eftir dag, í margar vikur,
biðu fylgjendur Alþýðublaðsins
eftir því, að það tæki einhverja
afstöðu, að það hvetti til sam-
heldni og yrði öflugur málsvari
samtakanna .
En þeir biðu án árangurs.
Fyrst eftir samningagerð þókn-
aðist ritstjóranum að tala í mál-
inu.
Það er sennilega þetta sem Jón
Axel nefnir að vaka á verðinum.
Loks heldur Jón því fram, og
finnst hlaUpa á snærið hjá sér, að
Dagsbrúnarstjórnin hafi „gleymt“
að segja upp samningum við Rík-
isskip, en sá samningur var á þá
lund að Ríkisskip skuldbatt sig til
að fylgja ákvæðum þágildandi
samningi Dagsbrúnar við Vinnu-
veitendafélagið.
Það er rætið mishermi, að
„gleymst“ hafi að segja þessum
samningi upp. Hann var athugað-
ur eins og állir aðrir samningar
félagsins, en komizt að þeirri nið-
urstöðu, að ónauðsynlegt væri, að
segja honum upp, þar sem álitið
var, að hann félli sjálfkrafa úr
gildi með samningum við Vinnu-
veitendafélagið.
En auðvitað hefði það getað
komið fyrir, að við hefðum hrein-
lega gleymt einhverjum aukasamn
ingi.
Eg lít á ummæli Jóns Axels í
þessu atriði sem eitthvert það lúa-
legasta óþokkabragð, sem nokkur
maður innan verklýðssamtakanna
hefur gert sig sekan um, og jafnvel
þó að „gleymst“ hefði að segja
samningum upp, hefði það í engu
réttlætt framkomu Jóns Axels.
Árásin á Dagsbrún er skipulegt
skemmdarstarf fylgissnauðra æv-
intýramanna kringum Alþýðublað
ið.
Þá svíður undan sigrum félags-
ins.
Þeir unna því ekki sannmælis,
af því að hvorki Dagsbrún né
samtökin í heild eru hneppt í
handjárn þeirra.
Skemmdarstarfið gengur svo
langt, að þeir hika ekki við að
fórna hagsmunum verkamanna,
eins og Jón Axel með tillögu sinni
um kr. 2,31, né leika tveim skjöld-
um.á örlagastund eins og Alþýðu-
blaðið með „hlutleysi" sínu.
Með hinu afyatnaða slagorði um
„kommúnista“ reyna þeir að
sundra röðum verkamanna, ein-
mitt þegar verkafólkið er að leit-
ast við að treysta samtök sín án
tillits til stjórnmálaskoðana.
Draugur sundrungarinnar fylgir
þeim hvar sem þeir fara. Þeir hafa
kosið að ganga á orð og eiða og
ómerkja eigin undirskriftir.
Þeir hóta sí og æ klofningi, hóta
sí og æ að sprengja Alþýðusam-
bandið og félög þess, jafnvel þótt
um smávægileg ágreiningsmál sé
að ræða.
Milli þeirra og verkamanna í
Alþýðuflokknum er óbrúandi djúp
sem þegar er farið að segja til sín
innan flokksins.
í Dagsbrún og öðrum verkalýðs-
félögum starfa Alþýðuflokksmenn
bróðurlega með öðrum verkamönn
um, eins og vera ber, ekki sem
flokksmenn, heldur sem Dags-
brúnarmenn.
Alþýðublaðið og Jón Axel geta
reitt sig á, að verkamennirnir í
Alþýðuflokknum lesa níðgreinar A1
þýðublaðsins um Dagsbrún og
stjórn Sigurðar Guðnasonar án
nokkurrar hrifningar, af því að
þessi níðskrif eru öllum verka-
mönnum framandi.
Fyrir Jón Axel ætti það að vera
ærið nóg verkefni, að fara að taka
saman vörnina sína i eignamálinu,
ekki mun af veita.
Dagsbrún kemst af án Jóns Ax-
els.
Verkamenn Reykjavíkur hafa
einu sinni reist félag sitt við með
sameinuðum kröftum sínum, og
þeir stefna hiklausir áfram á þeirri
einingarbraut, sem þeir liafa mark
að sér sjálfir.
E. Þ.
f&gggf* TMHWAJB BtO ^QQ
(Fröken Kyrkrátta).
Bráðskemmtileg sænsk
gamanmynd.
Marguerite Viby.
Edvin Adophson.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Vordagar við Klettafjöll
(Springtime in the
Rockies)
Betty Grable. John Payne.
Carmen Miranda.
Sýnd kl. 9.
KEPPINAUTAR
Á LEIKVELLI
(„It Happened in Flat-
bush“)
Carolie Landis. Lloyd
Nolan.
Sýnd kl. 5 og 7.
Tónliatarfélaglð og Leikfélaf ReykjaYÍkur.
Pétur Gautur
Leikstjóri: frú GERD GRIEG.
Sýning í kvöld kl. 8.
UPPSELT.
Næsta sýning er á föstudagskvöld.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag.
Mill Ml ranosdbnar á
Dimohin ðlfrelflaiDiBniis
Fylgjandi lýðveldisstofnun 17. jðni — VIII málshðfðun
ðt af sölu á eignum verkalýösfélaganna
Á fundi Bifreiðastjórafélagsins Hreyfill, sem haldinn •var H. þ. m.
var samþykkt að senda fjármálaráðherra hréf varðandi slcort á bifreiða-
gúmmí og áskorun til ráðherra um að greiða fyrir innflutningi á því,
ög að atvinnubifreiðastjórar fengju það bifreiðagúmmí, sem nú er til 'í
landinu. _ . ry.v ÁfelÉlllÍS
Vegna úthlutunar á bifreiða-
gúmmí var samþykkt eftirfarandi
tillaga:
„Þar sem sterkur grunur leikur
á því, að úthlutun á bifreiða-
gúmmí fari eigi fram eftir þeim
reglum, sem um hana hafa verið
settar, þá samþykkir fundur í Bif-
reiðastjórafélaginu Hreyfill, hald-
inn 14. apríl 1944, að fela stjórn
félagsins að hlutast til um, að þeg-
ar í stað verði hafin rannsókn á
úthlutun á bifreiðagúmmí á síð-
astliðnu ári og þar til úthlutun
hefst næst. Ennfremur að Bifreiða-
stjórafélagið Hreyfill fái fulltrúa í
væntanlegri rannsóknarnefnd“.
Formaður félagsins, Bergsteinn
Guðjónsson, var kosinn í væntan-
lega nefnd.
I sjálfstæðismálinu var sam-
þykkt eftirfarandi tillaga:
„Um leið og félagið lýsir ánægju
sinni yfir þeirri lausn, sem sjálf-
stæðismál þjóðarinnar fékk á Al-
þingi, vill Bifreiðastjórafélagið
Hreyfill skora á meðlimi sína að
neyta atkvæðisréttar síns við þjóð
aratkvæðagreiðslu þá, sem nú fer
í hönd.
Jafnframt því sem félagið lýsir
því yfir sem eindregnum vilja sín-
um, að lýðveldið verði stofnsett
eigi síðar en 17. júní 1944, skor-
ar félagið á alþýðu manna að
standa sem einn maður um endur-
heimt frelsis vors og sjálfstæðis,
svo að eigi þurfi til þess að koma,
að vér þurfum framar að berjast
fyrir því að endurheimta það sjálf
stæði, sem vér nú höfum fengið“.
Vegna liins óviðunandi ástands,
sem nú ríkir um alla umferð í
bænum og nágrenni hans, var sam-
þykkt svohljóðandi tillaga:
Þar sem götur bæjarins og vegir
utanbæjar eru með 'öllu óviðun-
andi í því ástandi sem þeir eru nú,
þá felur fundurinn stjórn félags-
ins að beita sér fyrir því við ríki
og bæ, að viðgerð verði hafin nú
þegar“.
Þá var samþykkt uppkast að
fána fyrir félagið, sem formaður
þess hafði gert.
Loks var samþykkt að fara þess
á leit við Fulltrúaráð verklýðsfé-
laganna, að það höfðaði mál til
riftunar á sölu eigna verklýðsfé-
laganna frá árinu 1940.
Allar samþykktir fundarins voru
gerðar með samhljóða atkvæðum.
.Plytjum saman, byggjum bæi(
Framh. af 5. síðu.
að mér hafi dottið það í hug og
vera má að ég láti verða af því.
—- Þú býrð ennþá?
— Já, að nafninu til. Ég hef lán-
að fátækum manni mestan hluta
jarðarinnar og bý á litlum hluta
hennar sjálfur. Ég er orðinn einn.
— Það ætti að vera svo, að eftir
strit óslitið ævilangt þyrftu menn
ekki að hafa áhyggjur af ellinni,
en engin höfum við eftirlaunin.
Löggjöfin um ellilaun er eitt af
því sem þarf að breyta og bæta.
Að endingu hvet' ég Björn til
þess að láta verða af því að skrifa
ævisögu sína, þakka honum fyrir
skemmtilegar viðræður og kveð.
J. B.