Þjóðviljinn - 28.04.1944, Side 1
Lesið grein Louis Ada-
mics um Júgóslavíu á
4. og 5. síðu.
9. árgangnr.
Föstudagur 28. apríl 1944.
93. tölublað.
INN
Enn á ný göngnm við til móts við 1. maí — hinn
sameiginlega baráttudag alþýðu allra landa.
Á þessum degi, frekar en nokkrum öðrum, minn-
umst við bræðrabandanna, er tengja verkalýðinn og
alla alþýðu yfir hauður og höf.
Á þessum degi hyllum við herskara þá, er berjast
fyrir velferð þjóðanna, hyllum hetjubaráttu hinna und-
irokuðu þjóða, er þjást af kúgun og skorti, en sjá nú dag
frelsisins nálgast.
1. maí næstkomandi fylkir alþýðan sér í kröfugöngu
launþegasamtakanna til að kunngera einingu sína í bar-
áttunni fyrir afnámi atvinnuleysisins, fyrir útrýmingu
fátæktarinnar, fyrir menntun fólksins, fyrir íslandi al-
þýðunnar.
1. maí næstkomandi fylkir alþýðan sér í kröfugöngu
samtakanna til að fagna stofnun hins íslenzka lýðveld-
is og örfa til þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Verkamenn, sjómenn, verkakonur.
Launþegar anda og handa.
Alþýða Reykjavíkur.
Sýnið volduga einingu fólksins 1. maí.
Mætið þúsundum saman undir fánum samtakanna,
undir fána föðurlandsins.
Lifi eining alþýðunnar.
Lifi hið íslenzka lýðveldi.
Allir eitt í kröfugöngu samtakanna 1. maí.
Reykjavík, í apríl 1944.
1. maí-nefnd Fulltrúaráðs verklýðsfélaganna í Reykjavík:
Björn Bjamason
Garðar Jónsson, Eðvard Sigurðsson,
Jóhanna Egilsdóttir, Snorri Jónsson
Lýðveldiskosningarnar
137 höfðu greitt[
atkvæði í gær
50 manns greiddu atkvæði
í lýðveldismálinu í gær, að
því er kosningaskrifstofa lýð
veldiskosninganna tjáði Þjóð
viljanum í gærkvöld.
Hafa þá alls 137 greitt at-
kvæði hér í bænum um lýð-
veldismálið.
Allmargir þeirra er at-
kvæði greiddu í gær voru
Reykvíkingar, en meiri hluti
þeirra sem atkvæði hafa
greitt eru þó utanbæjarmenn.
Mikill undirbúningur
Rússa
Engin breyting á víg-
stöðvunum
Sovétherstjórnin segir ekki enn
frá neinum breytingum á austur-
vígstöðvunum, en Þjóðverjar
segja, að rauði herinn sœki fram
fyrir norðan Jassi í Bessarabíu.
Reutersfrétt frá Moskvu segir
Rússa mjög atliafnasama á víg-
stöðvunum og að baki þeim. Sér-
staklega eigi þeir annríkt við að
lagfœra samgöngulciðir sínar. í
Bessarabíu þurfa þeir að breyta
sporvídd jámbrautanna, svo að
þeir geti notað jámbrautarvagna
sína á þeim. Milclar viðgerðir fara
fram á brúm og vegum.
Stjóm Verkamannafél. Dagsbrún:
Sigurður Guðnason.
Hannes M. Stephensen.
Jón Agnars.
Eðvarð Sigurðsson.
Árni Kristjánsson.
Stjórn Sjómannafél. Reykjavíkur:
Sigurjón Á. Ólafsson.
Sveinn Sveinsson.
Sigurður Ólafsson.
Ólafur Friðriksson.
Garðar Jónsson.
Framh. á 8. síðu.
Inmrásarundírbuníngur
Htsti tnMr Miuini
Nota Þíóðmíaf Dantnörku fvrír varalídsstö3 ?
Bandamenn fóru í gær fram úr öllum fyrri metum
ínum í dagárásum á meginlandið. Veður var ágætt, og
ar flugvélastraumurinn fram og aftur yfir Ermarsund
töðugur frá birtingu og fram í myrkur.
Herflutningar Þjóðverja til Danmerkur síðustu dag-
na þykja benda til, að þeir ætli að nota landið sem
araliðsmiðstöð í væntanlegum innrásarátökum.
Snemma í gærmorgun hófu flug-
vélar Bandamanna árásir á Norð-
ur-Frakkland. Skotmörkin voru
hernaðarstöðvar, flugvellir og
járnbrautamiðstöðvar.
Seinna um daginn barst leikur-
inn einnig yfir til Belgíu, en há-
marki náðu árásirnar síðari hluta
dags er meir en 2000 flugvélar
(þar af 500 stórar sprengjuflug-
vélar) réðust á samgönguleiðir
Þjóðverja í Austur-Frakklandi.
Meðal borga, sem ráðist var á,
voru Chambrai og Arras.
Lítillar mótspyrnu varð vart af
hálfu þýzkra flugvéla.
í árásunum tóku þátt allar
mögulegar tegundir flugvéla og
flugmenn af öllum þeim þjóðern-
um, sem berjast með Bandamönn-
um.
Á síðastliðnum sjö sólarhringum
hafa verið gerðar yfir 30000 loft-
árásir á meginland Evrópu.
í fyrrakvöld réðust 1000
sprengjuflugvélar á borgir í Þýzka
landi. Aðalárásirnar voru gprðar á
Essen og Schvveinfurt. Var varpað
yfir 2000 smálestum sprengna á
Essen. Þar eru hergagnaverksmiðj-
ur Krupps. ,
Á leiðinni til Essen fór mikill
fjöldi sprengjuflugvéla svo norðar-
lega, að Þjóðverjar héldu, að til-
gangurinn væri að ráðast á Ham-
borg og sendu allan þorra varnar-
Framhald á 8. síðu.
LEIÐBEININGAR
TIL KJÓSENDA VARÐANDI LÝÐVELDISKOSN-
INGARNAR
Sýnishorn af kjörseðli áður en kosið er:
Atkvæðagreiðsla 20.—23. maí 1944.
I
Þingsályktun frá 25. febrúar 1944, um niðurfelling
dansk-íslenzka sambandslagasamningsins frá 1918:
Alþingi ályktar að lýsa yfir því, að niður sé fall-
inn dansk-íslenzki sambandslagasamningurinn frá
1918.
Ályktun þessa skal leggja undir atkvæði allra al-
þingiskjósenda til samþyktar eða synjunar, og skal
atkvæðagreiðslan vera leynileg. Nái ályktunin sam-
þykki, tekur hún gildi, er Alþingi hefur samþykkt
hana að nýju að aflokinni þessari atkvæðagreiðslu.
já
nei
Stjómarskrá lýðveldisins íslands, samþykkt á Alþingi 1944.
já
nei
Þeir, sem samþykkja þingsályktunina eða stjómar-
skrána, setja kross fyrir framan „já“, en hinir fyrir framan
,,nei“.
Þannig á kjörseðillinn að líta út, eftir að kjósandi
hefur með atkvæði sínu samþykkt niðurfall sambands-
lagasamningsins og greitt atkvæði með lýðveldisstjórn-
arskrá íslands:
Atkvæðagreiðsla 20.—23. maí 1944.
I
Þingsályktun frá 25. febrúar 1944, um niðurfelling
dansk-íslenzka sambandslagasamningsins frá 1918:
Alþingi ályktar að lýsa yfir því, að niður sé fall-
inn dansk-íslenzki sambandslagasamningurinn frá
1918.
Ályktun þessa skal leggja undir atkvæði allra al-
þingiskjósenda til samþyktar eða synjunar, og skal
atkvæðagreiðslan vera leynileg. Nái ályktunin sam-
þykki, tekur hún gildi, er Alþingi hefur samþykkt
hana að nýju að aflokinni þessari atkvæðagreiðslu.
X já
nei
Stjómarskrá lýðveldisins íslands, samþykkt á Alþingi 1944.
X já
nei
Þeir, sem samþykkja þingsályktunina eða stjómar-
skrána, setja kross fyrir framan „já“, en hinir fyrir framan
,,nei“.
Munið að greiða atkvæði um BÁÐAR tillögurnar.