Þjóðviljinn - 28.04.1944, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 28.04.1944, Qupperneq 7
ÞJÓÐVILJINN 7 Föstudagur 28. apríl 1944. Halvor Floden: ENGLAHATTURINN Við strákarnir hlupum allir til mömmu og spurðum hvort við mættum ekki fara í það bezta, sem við ætt- um og hafa nýju höfuðfötin. Mamma leyfði okkur það strax, og það var fínt fólk í kotinu þann daginn. Eg vildi ekki leika mér af því að ég hafði hattinn. Eg var mest einn á gangi og bar höfuðið hátt. Mér fannst ég vera miklu fínni en allir hinir krakkarnir og talaði lítið við þá. En það var eins og þeir tækju lítið eftir mér. Það þótti mér þó hálf skrítið, annað eins höfuðfat og ég hafði. Um kvöldið fóru krakkarnir í kóngaleik. Þá bauðst ég strax til að vera kóngur, því að ég hafði reglulega kórónu. Eg fékk það og svo settist kóngurinn upp á fjósþakið með alla sína hirð. Hétt í því komu geiturnar heim úr skóginum og stefndu á fjósið. Við fundum það strax upp, að þær voru óvinir, sem við yrðum að hrekja burt. Við gerðum óp og háreUti að geitunum ofan af þak- inu, en þær voru hvergi smeykar. Þær bara stönsuðu og gláptu á okkur, eins og þeim blöskraði, hvað hirðin var skrautleg. Gústaf stóð frammi á burstinni, svo ’tæpt, að við vorum hræddir um að hann mundi detta. Hann baðaði út öllum öngum og reifst við geiturnar á sænsku. Við skildum ekki orð. Hann bar svo ótt á. „Kastið þið húfunum framan í þær,“ orgaði Gústaf. Og í sama bili flugu húfurnar fram af þakinu og 1 snjáldrið á geitunum. Eg veit ekki, hvernig það vildi til. En ég gleymdi því eitt augnablik, hvað það var sem ég hafði á höfð- inu. Eg vissi ekki fyrr en ég sá englahattinn minn á fljúgandi ferð undan sunnanvindinum. Hann kom niður í miðjum geifahópnum. Mér varð bilt við. Eg lagðist á grúfu og renndi mér niður þakið. Treyjan mín festist á nag;la og það tafði fyrir mér að losa mig. Eg flýtti mér eins og ég gat til geitanna. Þar mætti mér sjón, sem ég gleymi aldrei: Hafurinn stóð á hatt- inum mínum og var að éta hann. ÞETT4 Læknirinn sagði við tauga- veiklaðan sjúkling: „Þér eigið að sökkva yður niður í verkefni yðar“. „Ekki færi það vel með fötin mín. Eg hræri sement“, svaraði maðurinn. ★ Gamall maður kom inn á skrifstofu og spurði hvort ekki ynni þar maður sem héti Þor- valdur. „Hann er dóttursonur minn“. „Þér komið of seint“, svaraði einhver. ,,Hann er ný- farinn héðan til þess að fylgja yður til grafar“. ★ Bæjarfógetinn var ýmist að gifta hjón eða yfirheyra saka- menn. í þetta sinn var það gifting: „Ætlið þér að verða eiginkona þessa manns?“ spurði hann stúlkuna hátíðlega. „Já“ svaraði hún. Þá sneri bæjarfó- getinn sér að brúðgumanum. og .spurði byrstur: „Hvað hafið þér fram að færa yður til varnar?“ ★ Drengurinn: Eg var úti í kirkjugarði og las allt, sem stendur á legsteinunum. En heyrðu, pabbi. Hvar eru allir vondu mennirnir jarðaðir. Mig langar til að sjá steinana þeirra líka. ★ Hann: Þegar ég virði fyrir mér fegurð yðar og yndisþokka, dettur mér alltaf í hug: Eigi leið þú oss í freistni. Hún: Og þegar ég sé yður, hugsa ég sem svo: heldur frelsa oss frá illu. <*mts^*nh**j*t+m**>*+***m**a* PhYLLIS BeNTLEY: ARFUR „Vektu þær ekki“, sagði Joe, þegar þeir voru komnir heim að dyrunum og Mellor hélt enn áfram að barrna sér. Mellor þagnaði. „Bíddu við,“ sagði hann svo. „Taktu við þessu.“ Hann tók samanbrotið blað úr vasa sínum og fékk Joe. „Þetta er Luddistaeiðurinn. Sá lengri. Allir félagarnir verða að eiga afrit af honum, en sumir eiga hann ekki. Viltu skrifa nokkur eintök fyrir mig?;' „Það skal ég gera,“ svaraði Joe. Það gladdi hann að geta unnið félögum sínum eitthvert gagn. Hann opnaði dyrnar og gekk inn. Eldurinn var dauður fyrir löngu og María komin upp á loft og sofnuð. En það var eins og hver hlutur, sem hann sá inni, ætti ítök í honum. Nú mundi hann eftir aðvörun Maríu, blaðinu, sem Will kom með, bókunum, sem frú Old- royd hafðf lánað honum, þegar hann var drengur, og hann minntjst þess, að bæði faðir hans óg hann sjálfur höfðu unn ið hjá Oldroyd, en nú hafði -hann sVarið sig í bræðralag - við menn, sem ætluðu að eyðileggja vélar Oldroyds. Þreyta og kvíði lagðist að sál hans með lam- andiþunga. „En nú hef ég svarið eíðinn,“ sagði hann við sjálfan sig, „og nú er of seint að- skipta um skoðun.“ Þegar hann hugsaði um eið- inn, mundi hann eftir skjalinu, sem hann hafð.i tekið við. Hann fór að lesa það af mikilli ákefð, til þess að komast rð Xiun um, hvað það væri í einstökum at- riðum, sem krafist var. Þetta var góð og gremileg skrift og Joe fór að hugsa um hver mundi hafa ritað þetta. Ef til vill var það einhver mað- ur í Nottingham. „— Af frjálsum vilja lýsi ég því yfir og sver bað, að ég skuli aldrei birta neinum manni und- ir sólinni nöfn þeirra manna, sem eru í leynifélagi voru, heimilisfang þeirra, fundi, störf, klæðnað, útlit, eða neitt það er gæti bent á hverjir þeir eru. Hvorki orð né gjörðir, eða aðrar bendingar í þá átt, skal ég láta í té að viðlagðri þeirri refsingu að vera réttdræpur af félögum mínum og nafn mitt j verði hatað og fyrirlitið. Eg sver það ennfremur, að verða að bana, hverjum þeim félaga. sem svíkur oss, ef ég kemst í færi við hann og á ráð á lífi hans, hvar sem hann er stadd- ur, og ofsækja hann með ó- ; slökkvandi hefndarhug. Hjálpa þú mér Drottinn til að halda I þennan eið.“ „Verða að bana,“ sagði Joe lágt. „Það eru ströng orð. Ó- slökkvandi hefndarhugur! Eg veit ekki, hvort ég hefði unnið eiðinn hefði Georg lesið þetta fyrir mei.“ Hann heyrði fótatak fvrir aft an sig, leit við og sá Mariu standa neðan við stigann. „Það var slæmt að ég vakti þig, María,“ sagði hann. Hún gekk að borðinu, tók ljósið og bar það upp að and- liti hans. Síðan lagði hún það frá sér. „Þú hefur unnið e!ðinn,“ sagði hún hrygg, ..Eg bjóst við því.“ „Eg kenni í brjósti um félaga mína. Eg varð að gera það.“ „Æ, Joe. Hvað heidurðu að Oldroydsfeðgarnir segi?“ „Þeir mega ekki vita það,1 svaraði hann ákveðið. Það brá fyrir skelfingu 1 dökkum augum hennar: „Er það svo hættulegt?“ „Eg býst við því.“ Þau horfðu hvort á annað 1 þögulli angist. „Nú skulum við fara að sofa, annars kem ég of seint til vinnu á morgun,“ sagði hann að lokum. ÞRIÐJI KAFLI. Óvæntur atburður. I. Tveimur klukkustundum eft- ir að Joe var farinn að heiman morguninn eftir var barið að dyrum og María opnaði. Það var Will, sem var kom- inn. Hann hafði komið gang- andi og var sveittur og móður eftir gönguna upp brekkurnar. Blá augu hans leiftruðu og hver hreyfing hans bar vott um æskuþrek og heilbrigði. María leit á hann, þar sem hann stóð í sólskininu utan við dyrnar og brosti við honum. Hún bauð honum inn. „Nei, ég ætlaði ekki að koma inn,“ svaraði hann. María skildi það og hugsaði með sér: „Hann er góður dreng ur.“ Hann roðnaði þegar hún horfði á hann, svo hló hann, leit niður fyrir sig og fór að velta smásteini með fætinum. Þegar hann leit upp aftur og mætti augum Maríu, tók hann um vinstri hönd hennar og falldi hana í lófa sínum. Hann hallaði sér upp að öðrum dyra- stafnum og María að hinum. Þau horfðu lengi hvort á ann- að, blítt og innilega. Vorsólin skein og vindurinn lék sér að léttum, hvítum skýj- um uppi í himinhvolfinu. Fram undan lá dalurinn, grænn og fagur. Fuglarnir sungu. Maríu fannst allur heimurinn vera hlýr af ást og hamingju. Hún hafði elskað Will síðan hann var óstýrilátur drengur, sem söng og hóaði, svo að heyrð ist langt út á heiðina. Hann var alltaf stilltur og prúður, þegar hann talaði við hana, og henni þótti hann bæði fallegur og góður drengur. Will sagði alltaf satt, en hann var gjarn á að fara sér að voða og finna upp á allskonar óhlýðni. Og þegar María hugsaði til þess, >sem kom fyrir í gær, þá veitt- ist henni auðvelt að fyrirgefa honum. Það var óviðráðanleg æskusynd og kom í rauninni af því að hann elskaði hana. Hún efaðist ekki um, að hann mundi giftast henni. María gleymdi á þessu augna bliki bróður sínum, andvöku- nóttinni og öllu hugarstríði sínu. Will var hjá henni og elsk aði hana. „Heyrðu, ástin mín,“ sagði hann lágt, eins og hann hikaði við að rjúfa þögnina. „Pabbi segir að við getum gift okkur strax og vélarnar eru komnar undir þak.“ Honum varð bilt við að sjá hvaða áhrif orð hans höfðu. María fölnaði og augnaráð hennar bar vott um ótta og angist. „Will — þá giftum við okkur aldrei." Hún sleppti hönd hans og færði sig fjær honum. „Hvaða vitleysa. Auðvitað giftum við okkur,“ sagði hann hughreystingarrómi. „Þetta dregst ekki nema svona viku til hálfan mánuð, að vélarnar komi, og þá læt ég strax lýsa.“ „Við giftum okkur aldrei. Það verða aldrei notaðar vélar Iredalnum," hvíslaði hún. „Því ekki?“ spurði Will, hall- aði höfðinu að dyrastafnum og brosti framan í hana. María leit í kringum sig. „Luddistar,“ hvíslaði hún. > „Luddistar,“ endurtók hann 1 fyrirlitningartón, og líktist mjög föður sínum, án þess að hann ætlaðist til þess. „Ludd- istar eru fáeinir kjánar, sem ekki vita, hvað er þeim sjálf- um fyrir beztu.“ „Þér skjátlast. Allir eru á móti vélunum, hver einasti maður í ölum Iredalnum,“ sagði María. Will varð allt í einu alvar- legur. „Þú átt þó ekki við, að einhverjir Luddistar séu í Syke Mill.“ „Nei, Will, það hef ég ekki sagt,“ svaraði hún og óttaðist að hún hefði komið upp um Joe. Hræðslusvipurinn kom upp um hana. Það datt Will að vísu ekki 1 hug eitt augnablik, að Joe væri þeim,feðgum ó- trúr. En hann grunaði að

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.