Þjóðviljinn - 04.05.1944, Blaðsíða 1
MOIHHellð SHlFlF H lillilli
!?. ig io. j
Gert ráð fyrir að lýðveldisstjórnarskráin pngi í gildi 17. júní 1944, kl. 2. e.h.
Þjóðhátíðarnefndin boðaði blaðamenn á fund sinn
í Alþingishúsinu í gær og skýrði þeim frá aðaldráttun-
um í tilhögun hátíðahaldanna 17. og 18. júní n.k., við
stofnun hins íslenzka lýðveldis.
Virðist nefndin telja það afráðið að gildistökudag-
ur lýðveldisstjórnarskrárinnar verði 17. júní í ár. Lýð-
veldisstjórnarskráin er endanlega samþykkt með þjóð-
atkvæðagreiðslunni, en að henni lokinni ákveður Al-
þingi gildistökudaginn.
Hátíðahöldin hefjast í Reykja-
vík kl. 9 að morgni hins 17. júní
með því að sveigur verður lagður
við styttu Jóns Sigurðssonar á
Austurvelli, flutt verður stutt
ræða og þjóðsöngurinn leikinn.
Því næst verður haldið til Þing-
valla, og hefjast aðalhátíðahöldin
kl. 1,30 e. li. Setur forsætisráðherra
hátíðina með stuttri ræðu, biskup
flytur bæn og verður sálmur sung-
inn á undan og eftir bæninni.
Hámarki nær hátíðin klukkan
tvö, en gert er ráð fyrir að Alþingi
mæli svo fyrir að lýðveldisstjórn-
arskráin öðlist gildi 17. júní 19H,
Daemafá ósvífní nazísfa
lcl. 2 e. li. Verður þá öllum kirkju-
klukkum landsins hringt í þrjár
mínútur, en* að því loknu verður
einnar mínútu alger þögn og um-
ferðarstöðvun. Þá hefur lúðrasveit
að leika Ó guð vors lands, og að
]np loknú setur forseti sameinaðs
])ings þingfund og lýsir yfir því,
að lýðveldisstjórnarskráin sé geng-
in í gildi.
Forseti sameinaðs þings flytur
þvínæst ræðu, og tilkynnir úrslit
forsetakjörs. Hinn nýkjörni forseti
íslands vinnur eið að stjórnar-
skránni að Lögbergi, þar sem þing-
ið situr og ávarpar þingheim með
stuttri ræðu.
Að loknum þingfundi fer fram
fánahylling að Lögbergi. Stór og
vandaður silkifáni verður dreginn
að hún og allur þingheimur syng-
ur fánasöng Einars Benediktsson-
ar: llís þú unga íslands merki.
Þessi athöfn, sem ætlaður er
staður í brekkunni á eystri bakka
Almannagjár, verður látin fara
fram hvernig sem viðrar, og er
gert ráð fyrir að hún muni standa
hálfan annan klukkutíma.
Þá verður hlé, en kl. 4y2 eða 5
heldur þjóðhátíðin áfram á sérstök
um íþróttapalii sem reistur verður
á völlunum. Skiptast þar á íþrótta-
sýningar, söngur, hljóðfæraleikur,
o. fl. Gert er ráð fyrir að íþrótta-
sýningarnar taki hálfan annan
klukkutíma, og sýna leikfimi 16
manna úrvalsflokkar karla og
kvenna og 200 karlmenn hópleik-
fimi. Þarna fara einnig fram úr-
slit Íslandsglímunnar. Þessir liðir
hátíðahaldanna geta enzt til
kvölds, cn að þeim loknum verð-
ur dansað á íþróttapallinum.
HÁTÍÐAIÍÖLDIN í REYKJA-
VÍK
Daginn eftir, sunnudaginn 18.
júní, hefjast hátíðahöldin í Reykja
vík með skrúðgöngu, sem gert er
ráð fyrir að þúsundir manna taki
þátt í. Hefst gangan við háskól-
ann og verður staðnæmzt fyrir
framan stjórnarráðið. Þar heldur
forseti íslands ræðu til þjoðarinn-
ar og leikur lúðrasveit á undan og
eftir.
Framh. á 8. síðu.
Rússar ráðast á flug-
velii Þjóðverja bak
við víglínuna
•
Rússneska herstjórnin skýrði
enn frá því í gær, að engar
verulegar breytingar hefðu orð
ið á vígstöðvunum.
Nálægt Stanislavoff var
hrundið gagnáhlaupum Þjóð-
verja.
Þjóðverjar tala um harðar á-
rásir rauða hersins syðst við
Dnéstr.
í gær réðst rauði flugherinn
á þrjá flugvelli Þjóðverja að
baki víglínunni. Einn er hjá
Lvoff, annar hjá Sambor, rúm-
lega 70 km. fyrir suðvestan
Lvoff, og sá þriðji hjá Roman
í Rúmeníu, við aðaljámhraut-
ina frá Czernovitz til Ploesti.
Fjöldi flugvéla var eyðilagð-
ur á flugvöllunum.
447 iiafa greitt atkvæði
um iýðveldismáíið
447 höfðu greitt atkvæði um
lýðveldismálið kl. 9 í gærkvöld.
Þar af voru 330 utanbæjarmenn
Atkvæðagreiðslan fer fram á
tveim stöðum, Góðtemplarahús
inu frá kl. 10—12 f. h. og 1—4
e. h., og hjá borgarfógeta í Arn-
arhvoli frá kl. 5—7 og 8—10 síð-
degis.
Sími skrifstofu lýðveldiskosn
inganna er: 1521.
Kunnugt er nú um nöfn 70 þeirra, sem fórust i hinu ægi-
lega slysi í Björgvin. Eru það 50 karhnenn og 20 konur, frá 20
ára aldri til 85 ára. Manntjónið var miklu meira (upphaflega
gizkað á 200), en ekki hefur ennþá fengizt endaniegt yfirlit,
því að margir dmkknuðu í flóðbylgjunni og í Voginum og marg-
ir era grafnir í rústum hinna fjölmörgu húsa, sem hmndu.
ábyrgð á því, sem skeði, og á öll-
ffl ina
Ríkisstjórnin ætlar að fá verkfallið dœmt ólöglegtj
Verkatnenn munti svara á víddgasidí hálf
Vegavinnuverkfall hófst um land allt í gærmorgun,
eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær.
Ríkisstjórnin hefur með kauplækkunarkröfum sín-
umum stöðvað alla vegavinnu á landinu.
Verkamenn munu ákveðnir í því að svara þessari
árás ríkisvaldsins á lífskjör þeirra á viðeigandi hátt.
Ríkisstjórnin ætlar sér að fá verkfallið dæmt ólög-
i legt.
Þjóðviljinn mun skýra lesendum sínum frá því sem
gerist í þessu máli.
Gestapo ætlar nú að reyna
að nota þennan hörmulega at-
burð sem tilefni nýrra ofbeldis-
verka gegn norsku þjóðinni.
Nokkrum klukkustundum eftir
slysið á meðan allir í Björgvin
voru önnum kafnir við að
hjálpa hinum særðu, gáfu Þjóð-
verjar út ógnandi tilkynningar,
þar sem þeir fullyrtu, að slys-
ið stafaði af skemmdarverkun)
Breta eða Norðmanna í þjón-
ustu þeirra.
Þjóðverjar hafa aldrei verið
miklir sálfræðingar í viðskiptum
við aðrar þjóðir, og auðvitað trúði
engiim Norðmaður jafnbjánalegum
ásokunum og þeim, að norskir föð-
urlandsvinir hefðu framið slík ó-
happaverk gegn löndum sínum, þó
að auðvitað hugsi enginn norsk-
ur föðurlandsvinur sig um tvisvar,
ef liann getur framið skemmdar-
verk, sem eingöngu bitna á Þjóð-
verjum í Noregi.
Það er öllum Ijóst, að Þjóðverj-
arnir í Björgvin, eins og í Oslo í |
desember síðast liðnum, bera alla ,
um þeim mönnum, sem fórust, jafn
vel þótt hin upphaflega orsök
kunni að vera skemmdarverk,
framin í þýzkum hergagnavérk- J
smiðjum. |
Þrátt fyrir aðvarayir og umleit- !
anir af hálfu Norðmanna, nota
Þjóðverjar mcð sinni vanalegu fyr-
irlitningu fyrir norskum mannslíf-
um og eignum, miðdepil stórrar
hafnarborgar sem geymslustað fyr-
ir feikilegar skotfærabirgðir.
Glæpamannaforinginn á Victoria
Terasse, böðullinn Fehlis, — eins
og Norðmenn nefna hann —, kall-
aði til sín kunna quislingablaða-
menn eftir slysið í Björgvin og
sagði þeim, að Gestapo hefði að
lokum kofnizt að því, hverjir það
voru, sem frcmdu hryðjuverk í
Noregi og myrtu saklaust fólk í
Noregi. Það voru Englendingar og
norskir föðurlandsvinir. Og spreng-
ingin í Björgvin væri síðasta verk
þeirra.
Seinna endurtók Rediess lög-
regluforingi, verkfæri Himmlers í
Noregi, sömu hótanir.
Kauplækkunarkrafa ríkis-
stjórnarinnar .felst í þeirri
kröfu hennar, að eigi skuli
gilda sömu ákvæði um skipt-
ingu kaupsvæða og var á s.l.
ári, en hún var þannig að kaup
taxti þess verklýðsfélags gilti
sem næst var'þeim stað er inn-
an var sömu sýslu og vinnan er
framkvæmd í.
Hvernig þetta verkar skal
skýrt með nokkrum dæmum.
Verkamenn, sem vinna inn-
an lögsagnarumdæmis Reykja-
víkur, myndu fá greitt núgild-
andi Dagsbrúnarkaup. En þeir
Dagsbrunarmenn sem vinna í
nærsveitunum myndu fá sama
kauþ og gilti s.l. sumar, og
væru á þann hátt sviptir ár-
angri þeira sigra, sem Dags-
brún vann s.l. ár og vinna fyrir
ca. 16% lægra kaupi en Dags-
brúnarmenn innan lögsagnar-
umdæmis Reykjavíkur.
Tökum önnur dæmi: Kaup
verkamanna á Sauðárkróki er
nú kr. 2.20 á klst. en var s.l.
ár kr. 1.88.
Samkvæmt kröfu ríkisstjórn-
arinnar eiga þeir verkamenn,
sem vinna í Sauðárkrókshreppi
að fá greiddar kr. 2.20 á klst.,
en þeir sem vinna í nærsveit-
unum utan félagssvæðisins kr.
1.88 á klst. eða 32 aurum lægra
á klst.
Sama gildir um aðra staði
landsins. Verkamenn sem vinna
utan starfssvæða verklýðsfélag-
anna, ætlar ríkisstjórnin að
svipta þeim kjarabótum sem fé-
lögin hafa unnið frá því á s.l.
ári.
En verkamenn munu svara
ríkisstjórninni á viðeigandi
hátt.
Þjóðviljinn mun birta á morg
un skýrslu frá stjórn Alþýðu-
sambandsins um málið.