Þjóðviljinn - 04.05.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.05.1944, Blaðsíða 8
Nætnrlæknlr er í íæknávarðstof- unni, Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturakstur: Hreyfill, sími 1633. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Ljósatími ökutækja er frá kl. 9,15 að kvöldi til kl. 3.40 að morgni. Útvarpið í lag: 18.30 Dönskukennsla, 2. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 1. flokkur. 19.25 Hljómplötur: Söngdansar. 20.50 Frá útlöndum (Björn Franz- son) 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á cello. 21.15 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (Björn Sigfússon) 21.40 Hljómplötur. Létt sönglög. Tónlistarfélagið. Óperettan „í á- lögum“ verður sýnd annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag kl. 4—7. Leiðrétting. I l'rásögn Þjóðviljans í gær áf 1. maí-hátíðahöldunum hafði fallið út lína neðst í aftasta dálki á annarri síðu, þar átti að vera: Hajsteinn Ilalldórsson jlutti ræðu, llósberg Snædal o. s. frv. Þá eru lesendur beðnir að afsaka línurugl sem varð á sömu síðu, en sem velviljaðir les- endur munu liafa getað áttað sig á. Þá leiðréttist ennfremur að formaður Þróttar á Siglufirði er Gunnar Jóhannsson en ekki Þóroddur Guðmuudsson. Dregið var síðdegis í gær í happ- drætti Umdæmisstúkunnar nr. 1 (Barnaheimilisssjóður) og Þing- stúku Reykjavíkur (Skógræktin að Jaðri). Borgarfógetinn framkvæmdi út- dráttinn og komu upp þessi númer: 11947 dagstofuhúsgögn. 10916 málverk, Gunnl. Ó. Scheving. 24549 málverk, Jóhannes Kjarval. 9083 rafmagnsþvottavél, amerísk. 8193 loðkápa (Pels). 29186 málverk, Jón Engilberts. 9083 rafmagnsþvottavel, amerísk. 20348 málverk,Snorri Arinbjarnar. 19889 málverkr Ben. Guðmundss. 26669 málverk, Matthías Sigfússon. 20580 Gullarmbandsúr, Omega. 20579 bókasamstæða. 469 pluss-kápa. 28473 veggklukka. 8510 kvæðasafn Davíðs Stefánss. 2141 orðabók Sigfúsar Blöndals. 3075 mynd, Jón Engilberts. 27308 mynd, eftir sama. 16196 mynd, eftir sama. 16217 mynd, eftir sama. 10271 fataefni. 19310 Iðnsaga íslands. Munanna má vitja til Jóns Gunn- laugssonar, Fríkirkjuveg 11. Híiefalaikasnelstaramðt ísiands Hnefaleikameistaramót fs- lands fór fram í amerísku íþróttahöllinni við Hálogaland. Þátttakendur voru frá Ár- manni og íþróttafélagi Reyltja- víkur. Úrslit urðu þessi: íslandsmeistari í fluguvigt varð Friðrik Guðnason Á, vann Björn Jónsson Á. íslandsmeistari í Bantamvigt varð Marteinn Björgvinsson Á, vann Kristinn Gunnarsson Á. Þungavigt utan meistara- ,keppni: Þorkell Magnússon Á, vann Kristinn Bergþórsson ÍR. íslandsmeistari í léttvigt varð Stefán Magnússon Á, vann Kristmund Þorsteinsson Á. íslandsmeistari í veltivigt varð Jóel B. Jakobsen Á, vann Arnkel Guðmundsson Á. íslandsmeistari í millivigt varð Jóhann Eyfells ÍR., vann Stefán Jónsson Á, 1 knock out í 3. lotu. íslandsmeistari í léttþunga- vigt varð Gunnar Ólafsson Á, vann Braga Jónsson Á. íslandsmeistari í þungavigt TJARNAK BfO KfJA BÍ0 Geriö skyidu ykkar við ístenzkra fýðveldið m Greiðíd laíkvæðí med! sambands« aa siitum ©g^siofmin^lýdvelclísi Atkvæðagreiðslan um stofnun lýðveldisins og nið- urfellingu sambandslagasamningsins við Dani er hafin. Allir, sem búast við að verða fjarverandi frá heimilum sínum 20. maí, ættu að greiða atkvæði tafarlaust. í Reykjavík fer atkvæðagreiðslan fram í Templarahús- inu við Templarasund kl. 10—12 og 1—4 alla daga og á skrifstofu borgarfógeta í Arnarhvoli við Ingólfsstræti kl. 5—7 og 8—10 alla daga. Kosningaskrifstofan er á Hótel Heklu við Lækjar- torg, þar eru veittar allar upplýsingar og fyrirgreiðsla vegna kosninganna. HVERSVEGNA ALLIR ÞURFA AÐ GREIÐA ATKVÆÐI íslendingar hafa ekki háð jálfstæðisbaráttuna með vopn hönd, til þess hafa þeir verið g eru of fámennir. Sjálfstæð- smenning og samheldni í sjálf- tæðisbaráttunni hafa verið vopn henhar og verja, þetta •tvennt hefur hún talið skapa sér rétt til sjálfstæðis og hefur erið viðurkennt af öðrum þjóð um. Atkvæðagreiðslan um lýð- veldisstofnunina er einstakt tækifæri til að sýna heiminum að fslendingar „eiga eina sál“ 1 þessu máli. Komi það í ljós, að hver einasti atkvæðisbær maður á íslandi greiði atkvæði með stofnun lýðveldisins, — —segir já við báðum spuming- unum sem greitt er atkvæði um — hafa íslendingar sýnt heim- inum, á eins ótvíræðan hátt og verða má, að þeir vilji og vei'ð- skulRi að vera sjálfstæð þjóð. Ilver sá, sem ekki greiðir at- kvæði um stofnun lýðveldisins, hver sá sem ekki segir já við báðum spumingunum, sem greitt er atkvæði um, vanrækir skyldur sínar við þjóðina og föðurlandið. Þér, sem ekki verðið heima á kjördag, munið að ynna skyld una strax af hendi, atkvæði yð- ar þarf að komast þangað, sem þér eruð á kjörskrá, fyrir kjör- dag. Ef þér dragið að greiða at- kvæði getur það orðið of seint. HVAÐ ÞARF TIL AÐ GREIÐA ATKVÆÐI FYRIR KJÖRDAG? Margir spyrja á þessa leið. Spurningunni er fljótsvarað. Hver sá sem telur að hann verði fjarri heimili sínu þegar atkvæðagreiðsla fer fram, getur farið íil borgarfógeta -sýslu- varð Guðmundur Arason Á, vann Kristbjörn Þórarinsson ÍR. Áhorfendur voru eins margir og hægt var að korna í húsið. Félögin sem að mótinu stóðu, Ármann og ÍR., eru herstjórn- inni þakklát fyrir greiðvirkni þá að lána húsið undir keppn- ina. manns eða hreppstjóra út um land eða fulltrúa þeirra) og greitt atkvæði, hann þarf að- eins að segja til fulls nafns (bæði eða öll nöfn, ef fleiri eru en eitt), stöðu og heimilis, og hvar hann telur sig vera á kjör- skrá. Atkvæðið er síðan sent á kjörskrárstað, og þar athugað þegar kosningu er lokið, hvort þetta nafn er þar á kjörskrá, og hvort maður hefur kosið, sé hann á kjörskrá og hafi ekki kosið, fer atkvæð.ið með öðrum atkvæðum í kassann, hafi hann kosið eða finnist hann ekki á kjörskrá, kemur atkvæðið ekki til greina. MUNIÐ AÐ GEFA UPPLÝS- INGAR Það er mjög áríðandi, að kosn ingaskrifstofan við Lækjartorg fái upplýsingar um alla þá ut- anbæjarmenn, sem hér dvelja, svo hægt sé að greiða fyrir kosningu þeirra, og sömuleiðis að hún fái að vita um alla þá Reykvíkinga sem eru fjarver- andi, svo hægt sé að greiða fyr- ir að atkvæði þeirra komist þangað fyrir kjördag. Óvenjulegur leiðangur biezkra , esquitoflugvéla Yfirmaður berzka flughersins hef ur sagt frá sjaldgæfri sendiferð, sem Mosquitosprengjuflugvélar voru nýlega sendar í. Borizt Itajði á leynilegan hátt jrétt urn það til London að Þjóð- verjar geymdu þúsundir mihil- vœgra shjala í húsi einu í Haag, höfuðborg Ilollands. Fylgdi upp- lýsingunum nákvœmur uppdrátt- ur aj legu hússins og lýsing á 'því. Þetta varð til þess, að nokkrum sprengjuflugvélum af Mosquito- gerð var falið að eyðileggja húsið, — en aðeins þetta eina hús, ná- grannahúsin máttu ekki verða fyr- 1 ir neinu tjóni. Brezku flugmennirnir frarn- kvæmdu fyrirskipunina nákvæm- lega. Tvær sprengjur þeirra fóru inn um aðaldyrnar og aðrar tvær inn uin glugga. Enda flugu Bretarnir eins lágt og óhætt var. Húsið var kolsvört rúst, er frá var horfið. Vér munum koma aftur 1 Arabiskar nætur (We will come back) (Arabian Nights) Rússnesk mynd úr ófriðn- ® um. Litskreytt ævintýramynd úr 1001 nótt. Aðalhlutverk: Aðalhlutverk: JON HALL J. VANIN MARIA MONTEZ MARINA LADYNINA LEIF ERIKSON Bönnuð fyrir börn innan SABU. 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. TÓNLISTAFÉLAGIÐ „í ALOGUM” Óperetta í 4 þáttum. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag kl. 4—7. ÞjóðhátíSiii 17. júní Framhaid af 1. síðu Verður gangan og athöfnin við stjórnarráðið aðalatriði hátíða- haldanna 18. júní. FLUTNINGAR TIL ÞINGVALLA. Hæ’tt er við að nokkrir erfið- leikar verði á flutningum til Þingvalla, og gerir þjóðhátíð- arnefndin ráð fynr að setja þurfi alla almenningsbíla undir eina stjórn, en með því móti gætu um 15 þúsund manns kom izt frá Reykjavík til Þingvalla með því að hver bíll fari tvær ferðir. Hvetur nefndin alla þá sem þess eiga kost að fara kvöldið fyrir 17. júní til Þing- valla og eins að þeir sem eigi einkabíla fari tvær ferðir og flytji kunningja sína. Nefndin telur sig ekki geta útvegað mönnum utan af landi húsnæði þjóðhátíðardagana, og sé því óvarlegt fyrir aðra að. koma til Reykjavíkur þessa daga en þá sem geta verið til húsa hjá kunningjum sínum. Hátíðahöld verða í hverri sýslu og hverjum bæ, og hefur hátíðanefndin bent héraða- nefndunum á að láta útvarpið frá athöfninni að Lögbergi verða þátt í hátíðahöldunum. SÝNINGAR í REYKJAVÍK. í sambandi við hátíðahöldin verður sögusýning í Mennta- skólanum, er géfa á mynd af frelsis- og menningarbaráttu íslenzku þjóðarinnar. Verður hún sennilega opnuð um 10. júní. Sérstök nefnd, þeir Ólaf- ur prófessor Lárusson, dr. Ein- ar Ól. Sveinsson, Guðlaugur Rósenkranz og Einar Olgeirsson hefur undirbúið þessa sýningu. Um sama leyti verður opnuð málverkasýning í Listamanna- skálanum, samsýning íslenzkra málara, en sú sýning er á veg- um málaranna sjálfra. SAMKEPPNI UM LÖG VIÐ HÁTÍÐALJÓÐIN Þjóðhátíðarnefndin hefur efnt til samkeppni um lög við hátíða ljóð Huldu og Jóhannesar úr Kötlum, og er samkepþnin til- kynnt í blöðunum og útvarpi í dag. Hugleidíngar,., - Framh. af 2. siðu. Það er jafnvel hægt að fyrir- gefa einhverjum Godtfredsen kjafthátt um oss íslendinga, kjaft- hátt um það, að vér fáum greitt, of hátt kaup fyrir .vinnu vora. En þegar íslendingar — angurgapar — eru að þenja sig í blöðum og útvarpi, hrópandi hástöfum um of hátt kaupgjald og hæfnisleysi ís- lenzkrar fiskframleiðslu, haldandi ])ví fram, að fiskur vor sé of dýr á heimsmarkaðinum, þá skyhli engi trúa því, að þeim væru falin trúnaðarstörf. Heggur sá, er hlífa skyldi. Kjaftháttur þessi getur hæglega leitt til þess, að þjóðir 1 þær sem vér skiptum við og sem sennilega þekkja eigi til hlítar skil- yrði þau, sem íslenzk framleiðsla á við að búa, álitu, að liér sé of lítið haft fyrir lífinu. Auðvitað mega angurgapar þessir vita, að það eru flciri en íslendingar, sem heyra til þeirra. Ef þessum rnönn- um ætti ekki að refsa, hverjum ætti þá að refsa? Utv arpshlus tandi. Eimreiun Framh.af 3. síðu son, SnæDjörn Jónsson, Þórir Bergs son o. s. frv. Við þjóðveginn eftir ritstjórann um ýms mál, einnig grein, sem nefnist ísland 1943, rit- sjá eftir ýmsa og nýr greinaflokkur eftir dr: Alexander Cannon er með- a! efnis þessa heftis. Halldór K. Laxness ritar grein, sem nefnist Föstuhugleiðingar, Kristmann Guð- mundsson sögu, Gisting í Reykjavík og Snæbjörn Jónsson grein, sem nefnist Hvers á (Thomas) Hardy að gjalda? Margt fleira er til fróð- leiks og skemmtunar í heftinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.