Þjóðviljinn - 04.05.1944, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 04.05.1944, Qupperneq 2
2 ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 4. maí 1944. HUGLESÐBNGAR út af roeöu hr. Björn Ólafsson fjármálaráðherra er hann Það er ekki ætlun mín með lín- um þessum að taka sérstaklega til meðferðar ræðu hæstvirts ráð- herra, Björns Ólafssonar. Einungis ætla ég að skrifa nokkrar hug- leiðingar, er vöknuðu hjá mér und- ir ræðu, sem hann flutti í útvarp- ið þ. 26. apríl. Hvort er það satt, sem svo margir halda fram, að liér sé mikil dýrtíð í landi? Ég er þeirrar skoð- unar, þrátt fyrir hækkandi verð eða minnkandi kaupmátt ein- stakrar krónu, að það sé hér minni dýrtíð heldur en var fyrir stríð. Eða með öðrum orðum: Afkoma hjá almenningi er mikið betri. Það hlýtur hverjum heilvita manni að vera nokkurnveginn ljóst, að fyrst og fremst hlýtur að vera dýrtíð, þegar almenningur á örðugt með að veita sér tiltöluleg gæði sam- tíðar sinnar. En nú sem stendur er ég viss um að öll htvinna — bæði atvinnurekanda og verka- manna — gefur mikið betri af- komu en fyrir stríð. Vér vitum öll að tala í krónum og viðmiðun þeirra við gull eða aðra vöru hefur verið svo breytileg og sveiflum háð síðan 1914, að ókleift er að leggja þær breytingar til grund- vallar, cr vér tölum um hið raun- verulega verðlag. En ef vér göngum fram hjá þeim staðreyndum, sem að framan get- ur, og tökum verðlag vort til sam- anburðar við aðrar þjóðir og við- skipti vor við þær í nútíð og fram- tíð, kemur margt til athugunar. í því sambandi þýðir ekki að nota hugtakið „normaltímar“ né held- ur að hugsa til gömlu tímanna aft- ur. í raun og veru hafa ekki verið „normaltímar“. Það voru einung- is stríðstímar, krepputimar og aftur stríð. Hver tími felur í sér sitt eigið jafnvægis ástand. Vér tökum þá til yfirvegunar líkurnar til þess, undir óbreyttu stjórnarfari lýðræðisþjóðanna, að vöruverð fari lækkandi eftir stríð- ið og að framleiðslukostnaður við- skiptaþjóða vorra verði mikrð lægri en hér hjá oss. Má þá í því sambandi geta þess, að verðhækk- un í síðasta stríði — 14—18 — fór ekki verulega að gjöra vart við sig fyrr en í lok stríðsins og eftir það. Þetta er reynsla, sem verður að taka til greina. Enn- fremur er í öllum löndum, þrátt fyrir verðlagseftirlit, þegar nokk- ur verðhækkun. Ollum, sem til þekkja, ber saman um það, að í stríðslöndunum sé meira og minna af nauðsynjavörum selt á svo köll- uðum svörtum markaði. En vöru- verð á svörtum markaði er mynd- að fyrir tilstilli framboðs og eftir- spurnar og gefur því nokkra vís- bendingu um hvert vöruverðið stefnir. Mætti því ætla', ef verð- lagseftirliti yrði hætt, að svarta- markaðs verðið myndi grundvalla komandi verðlag. En hér við bæt- ist sú staðreynd að stríðið er alls ekki til lykta leitt. Svo eru stöðug verkföll í Englandi og Ameríku. Þau sýna, að fólk, þrátt fyrir mik- flulti í útvarpið 26. inn samhug um að ljúka stríðinu sem fyrst, er ekki ánægt með lífs- kjör sín og heimtar hækkandi kaup eins og verkamenn á Islandi. Ilversu frekar verður þá ekki lcraf- izt kauphækkunar, þegar stríðið er liðið hjá. En kauphækkun veld- ur að öðrum þræði verðhækkun, en hinum þræðinum veldur hún aukinni eftirspurn eftir vörum, þar sem liún veldur aukinni kaup- getu. Daginn, sem friður er sam- inn, kemur til kasta Vesturveld- anna að skaffa hungruðum þjóð- um Evrópu matvörur. Þá mun aukast þörfin fyrir íslenzkan fisk, sem, þrátt fyrir hátt kaupgjald og þrátt fyrir mikinn flutnings- kostnað, er sem stendur ódýrasta eggjahvítufæða, sem völ er á. Það ér og öllum ljóst, að ríkis- skuldir Breta og Bandaríkjanna hafa aukizt gífurlega á síðustu ár- um. Vér munum gjöra ráð fyrir því, að þessi ríki ætli sér að standa við skuldbindingar sínar. En það þýðir, að þau munu greiða jafn- mörg sterlingspund eða dollara og þau tóku að láni. En aftur hefur sýnt sig að ekki þykir það svik af hálfu ríkisvalds þjóðanna, þótt kaupmáttur myntarinnar sé rýrð- ur að mun. Enda er siður að gjöra slíkt strax og á þarf að lialda. Það vill svo til að bann það er verð- lagseftirlit þjóðanna leggur við því að hækka vörur, er fyrst og fremst fram komið af ríkisvaldi viðkomandi þjóða með það fyrir augum að gjöra fyrirtæki það, sem stríð er kallað, eins ódýrt í rekstri og hægt er. Það er að greiða sem fæsta dollara og pund. En það.þýðir, að skuldirnar verða minni að stríðinu loknu. En þegar stríðinu er lokið og greiðsludag- arnir koma, breytist viðhorfið. Þá má búast við því, að ríkisvaldið örfi framleiðsluna með því að -létta af henni miklu af verðlags- eftirlitinu og jafnvel afnema það alveg. Því hækkandi verðlag skap- ar minnkandi verðgildi peninga og að sama skapi minnkandi skuld- ir ríkisins. En slíkt er auðveldásta leiðin til skuldalúkninga ríkisins. Spurningin verður því, hvort lík- ur séu til þess eins og sakir standá, að aðal-útflutningsvara vor ís- lendinga verði of dýr á heims- markaðinum, og hvort hún muni falla í verði, þegar markaðslönd- um fjölgar og allar striðstrygging- ar á skipum, vörum og mönnum falla niður, og einnig áhættuþókn- un (hræðslupeningarnir hans Jón- asar) sjómanna. En þessi stríðs- gjöld eru sama og auka-fram- leiðslukostnaður á fiskinum. Nú sem stendur er hámarks- verð á fiski í Englandi og vér megum alveg telja það víst, að vér myndum fá meira verð fyrir fiskinn ef vér mættum selja hann á frjálsum markaði fyrir hæsta fá- anlegt verð. Verði nú aflétt ströng- ustu verðlagsákvæðum af fiskin- um, , markaðssvæðið stækkað, kaupfnáttur aukinn í nágranna- löndunum og sumir liðir flutn- f. m. ingskostnaðarins felldir niður. Þá verða miklar líkur til þess ,að fisk- verðið fari frekar hækkandi — ekki einungis hér heima vegna lækkaðs flutningskostnaðar, heldur og úti í löndum þeim, er vér seljum fisk- inn til. En svo er önnur hlið á máli þessu. Sú hlið, sem veit að stjórn- málum og verzlun eftir stríð. Margur mun telja, að líkurnar fyrir því, að vér stöndumst til lengdar samkeppnina á heims- markaðinum, séu litlar, vegna þess að vér erum svo fátækir og smáir og svo mjög öðrum háðir um inn- og útflutning. Vissulega hafa þeir, sem trúa því statt og stöðugt að fyrir-stríðs-árin endurtaki sig, rétt til að álykta þannig. Bandamenn hafa þráfaldlega lýst því yfir, að þeir væru að berj- ast fyrir lýðræði, réttindum smá- þjóðanna og ennfremur afnárni atvinnuleysis. Þeir hafa margsinn- is lýst því yfir, að eitt af megin málum þeirra sé að skapa það lýð- ræðisskipulag, sem tryggi öllum atvinnu. Vér höfum ekkert leyfi til þess að rengja þá uni það, hvorki að þá vanti vilja né getu til þess að framkvæma yfirlýsingu þessa. Smá þjóð og fátæk, eins og vér erum, hefur fyrst og fremst hag af slíku fyrirkomulagi,’ og verðum því umfram allt að sýna sameinuðu þjóðunum að vér treystum þeim fyllilega, óttumst hvergi framtíðina í viðskiptum við þær og vitum að hugur fylgi máli þeirra. Lýðræði og atvinna handa öllum hlýtur að þýða, að hver sá er óskar að selja vörur með sann- gjörnu verði eða fullu kostnaðar- verði vilji kaupa eða gjöri ráð fyrir að kaupa vörur vorar sama verði. En það er sama kaup með tilliti til svipaðs menningarlífs að viðbættum kostnaði, er örðug lega lands eða annar framleiðslukostn- aður kann að hafa í för með sér, samanber aðstaðan hér. Vara sú, sem vér framleiðum, er óefað bæði góð og ódýr og auk þess erum vér verðir á siglinga- leiðum norðurhafa — kostandi vita og hafnir, sem veita sjófar- endum öryggi og skjól. Að fárast um það þótt kaupgjald kunni að virðast í krónutali nokkuð hátt — iniðað við suðlægari lönd — er fásinna ein. Aldrei heyrist minnst á, að kaupið sé of hátt í Alaska, þótt það sé um helmingi hærra en í Bandaríkjunum sjálfum. Fram- leiðendur í Alaska reikna með því, að menn, sem fara þangað norð- ur, og starfa við framleiðsluna — undir óblíðum skilyrðum og við mikla dýrtíð — fái það hátt kaup, að þeir geti á nokkrum árum afl- að sér fjár til elli eða smá fyrir- tækis í heimalandinu, er þeir hverfa heim aftur. En ísland hef- ur svipaða aðstöðu gagnvart Evr- ópu og Alaska gagnvart Banda- ríkjunum. í báðum löndunum er einhæf stórframleiðsla, sem krefst mikils átaks og samgönguörðug- Húsnæðisvandræðin Sú skoðun hefur vcrið látin í ljós, oft og mörgum sinnum, m. a. í dagblöðunum, að sá tími, sem liðinn er síðan landið var hernum- ið af Bretum, sé einhver mesta blómaöld, sem runnið liefur upp fyrir þessari margreyndu þjóð. Þetta mun ekki vera fjarri sanni, þegar litið er á þá lilið málsins, að atvinna hefur oftast verið næg og lífsskilyrði verkalýðsins þar af leiðandi skárri en á árunum fyrir stríð. Það, sem verkalýðurinn hefur áunnið í kjarabaráttu sinni á styrjaldarárunum, er einnig að nokkru leyti að þakka hinni miklu eftirspurn eftir vinnukrafti, sem hefur orsakað það, að hinar vinn- andi stéttir hafa átt hægara með að bjóða atvinnurekendum byrg- inn. En eigi að síður var það krafa tímans um bætt kjör þeirra, sem eru undirstöður þjóðfélagsins — þeirra er vinna, sem átti sinn þátt í þeim sigrum. En það er ömurleg staðreynd, sem afsannar bezt liið draum- kennda starf um ágæti jiessara síð- ustu tíma, að í tíð hernámsins hefur alþýðan, sem á kreppuárun- um barðist við atvinnuleysi og hungur, orðið að stríða við meiri húsnæðiseklu en áðui' hefur þekkzt. Slíkt ástand og það, sem ríkt hefur í húsnæðismálunum að undanförnu, er í senn bæði hræði- legt og svívirðilegt. Hræðilegt er það vegna þess, að sérhver maður eða kona, sem ekki hefur þak yfir höfuðið, býr við ótakmarkaða þjáningu og öryggisleysi, og sví- virðilegt er, að á sama tíma og al- þýðan hírist í allskonar vistarver- um, sem ekki eru boðlegar mönn- um, skuli margir þeirra, sem í dag- , legu tali eru oft rangnefndir „betri j borgarar“, hafa yfir ótakmörkuðu ! húsnæði að ráða, án þess að hafa fyrir það nókkra þörf. Og svo . reyna ráðamenn bæjar- og þjóð- í lelags að telja hinum húsnæðis- lausu trú um að fyllsta réttlæti i ríki í þessum efnum og þeir út- vega sér heimild til að „skammta“ húsnæðið. En hvar eru efndirnar á gefnum loforðum? Hvar eru framkvæmdirnar um „skömmtun“ húsnæðis? Sitja ekki ríkisbubb- arnir í íbúðum sínum með fámenn- ar fjölskyldur í 10—14 herbergj- um, meðan fátækir daglaunamenn verða að láta sér nægja hermanna- bragga og lélegar kjallaraíbúðir, fyrir sjálfa sig, konur sínar og börn. Ilvort finnst ykkur mannúð- legra, múgmorð þýzku nazistanna I eða þessi scigdrepandi aðferð ís- lenzka auðvaldsins? Okrararnir og íhaldið Húsnæðiseklan hefur orðið vatn á myllu þeirra mörgu, sem gátu klófest þetta einstæða tækifæri, til að auðga sjálfa sig. Hvarvetna hafa risið upp braskarar og fjár- glæframenn, sem gerðu það að at- vinnu sinni að kaupa og selja hús. Engin takmörk eru fyrir því, hve langt jiessir menn komast í svindli leikar, er skapa mikla dýrtíð. At- vinnuvegirnir í báðum löndunum krefjast fullkominnar nútíma tækni. Kaupgjaldsspursmálið verð- ur því aukaatriði í framleiðslu- kostnaðinum. Viðfangsefnið verð- ur því cingöngu háð því hvort ná- grannarnir vilja gjöra réttlátt við- skipti við oss með tilliti til fram- angrcindra aðstæðna. v Framhald á 8. síðu. ov okri. Ríkisvaldið gerir ekkert til að hindra jiað að húsnæðið verði pröngurunum að bráð. Onnur tegund manna eru svo þeir, sem okra á húsaleigu, en slíkt er aðeins afleiðing þeirrar ólieil- brigði sem ríkir alls staðar á sviði þjóðfélagsmálanna. Sósíalistar hafa þrásinnis’ borið fram tillögur, sem heimila ríki og bæ að gera allt sem unnt er, til að ráða bót á húsnæðisvandræðun- um. En undirtektir „Iýðræðis“- flokkanna hafa jafnan verið dauf- ar. Forsprakkar þeirra vilja ekki að alþýðan eigi þak yfir höfuðið. Þeim finnst nóg komið að hún skuli hafa atvinnu og ekki vera aðþrengd af hungri. Þeir hata frelsið og mannúðina, kúgunin er hornsteinn í ]ijóðfélagi þeirra. Þess vegna „úthluta“ þeir nú alþýð- unni hiuum viðbjóðslegustu grenj- um til íbúðar. „Braggar“, sem amerísku her- stjórninni þykir ekki forsvaran- legir til íbúðar fyrir hermennina, eru víst fullgóðir fyrir íslenzka al- þýðumenn, konur jieirra og börn. Borgarablöðin forðast, af skilj- anlegum ástæðum, að gera þetta að umtalsefni, nema á villandi hátt. Ríkisbubbarnir vilja sitja ó- áreittir að sínu, og jiá hafa Mogg- inn og rógbræður hans vit á að þegja. ó. Þ. „Einn lítill leiðari“ Alþýðublaðið birti einn lítinn Ieiðara á föstudaginn, sem jiað kallaði Badoglio íslands. Leiðar- inn hófst svona: — „Það er öllum enn í fersku minni hvernig komm- únistar sviku það loforð, sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar, að beita sér fyrir myndun vinstri stjórnar í landinu, sem Alþýðu- flokkurmn og Framsóknarflokkur- inn ættu fulltrúa í ásamt þeim. (Hvar og hvenær var því lofað. Innskot vort). En það er líka á allra manna vitorði, sem með stjórnmálum fylgjast, að komm- únistar hafa í staðinn fyrir að vinna með liinum vinstri fíokkun- um eins og þeir lofuðu tckið upp hið furðulegasta samstarf við hægri flokk landsins.....Því' að hvers getur verið að vænta fyrir mál- stað verkalýðsins og sósíalismans af slíku makki og samstarfi við argasta íhaldið, svo maður segi ekki afturhaldið, í landinu. (Ilvers gat verið að vænta af makki og samstarfi Alþýðuflokksins við í- haldið 1939 og fyrr og síðar? Inn- skot vort)......Þannig á íhald- ið nú að vera jiað ístað fyrir kommúnista upp í valdasessinn, sem þeim hefur aldrei tekizt að fá hjá vinstri flokkunum. (Ileyrið þið nú, elsku bræður við Alþýðu- blaðið, voruð þið ekki rétt áðan að tala um að kommúnistar hefðu ekki viljað mynda með ykkur stjórn. Istaðið var svo sem reiðu- búið (Haraldur), en okkur þótti ekki fýsilegt að stíga í jiað. Inn- skot vort)...... Sjálfstæðisflokkurinn, íhaldið, á að vcra einskonar tilraunakanína f.yrir kommúnista. (Ykkur hefur víst langað til að vera eins og til- raunakanína, eða meinið þið ekk- ert með öllum skömmunum um kommúnista, eða meinið þið ekk- ert með öllu talinu um vinstri stjórn? Þið svarið, Alþýðublaðs- menn. Innskot vort). í skjóli jicss, að æfa og undirbúa valdatökuna. Bjarni Bcnediktsson á að vera einskonar Badoglio íslands“. (Ykkur þylvir auðvitað ósköp sárt að Haraldur skyldi ekki fá að verða Badoglio íslands, en verið hughraustir, ekki er öll nótt úti I enn).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.