Þjóðviljinn - 04.05.1944, Side 3

Þjóðviljinn - 04.05.1944, Side 3
ÞJÓÐVILJINN 3 immtudagur 4. maí 1944. ----— --------—■ — ————-- ^ _andið er fagurt og frítt Úrvalsgreinar eftir Árna Óla Ný verðlaunasamkeppni um frá- sagnir úr lífi alpýðunnar „Dagblöðin eru dægurflugur, kkert er eldra og þýðingarlaus- ra en dagblaðið frá því í gær“, pakmæli þessum lík renna auð- eldlega í penna og munn þeirra íerku manna, sem halda að það é spekingseinkenni að fara óvirð- igarorðum um dagblöð og blaða- lenn. Hitt mun þó sannara að agblöðin séu cin dýrmætasta agnfræðiheimild, sem til er, ó- rjótandi brunnur fyrir sagnfræð- nga framtíðarinnar. Fræðimenn, em unnið hafa að því að skeyta aman samféllda sögu úr „dimmu ímabilunum“ í sögu þjóðarinnar, lar sem ágizkun verður að fylla tórar'eyður vegna vantandi heim- Ida og ónógra, kunna að meta »au gögn sem blöðin gefa. Ohugs- ndi væri að skrifa sögu 19. og 20. ldarinnar á Islandi án þess að ilöðin yrðu ein aðalheimildin, og >að á þó enn frekar við um sögu >eirra þjóða, sem átt hafa blöð ildum saman. Við athugun slíkra taðreynda gæti það komið í ljós, tð blaðamaðurinn, sem vinnur oft- ist við erfið skilyrði, einkum þó /ið nútímadagblöð, þar sem kraf- zt er meiri hraða í athugun og ’rásögn samtímaviðburða en íokkru sinni fyrr, sé að móta, að neira eða minna leyti, skoðun leinni kynslóða á samtíma lians, — þó hann sjálfur hugsi fyrst og 'rcmst um blaðið í fyrramálið. ★ Árni Óla hefur verði starfandi við Morgunblaðið 25 ár samfleytt jg er það langur tími ef tillit er :ekið til ungs aldurs íslenzkra alaða. í tilefni af þessu aldarfjórð- nngsafmæli hefur liann safnað í nSk*) nokkrum blaðagreinum og ijölda mynda, frágangur allur ber þess vott, að um hafa fjallað hend- ur sem hafa borið það við að skeyta saman letursteypu og myndamót svo vel fari á fleti. Bókin er rúmlega 300 bls., prent- uð á góðan pappír, gefin út, af Bókfellsútgáfunni. I eftirmála segir höfundur: „Um bók þessa er það að segja, að hún hefur verið skrifuð á stór- straumsaðfalli nýrrar aldar hér á landi. Á þessum árum hefur orðið meiri bylting í þjóðlífi voru held- ur en á öldum áður. Mörgu hefur fíóðið skolað burt, og slaknað hef- ur óþarflega mikið á ýmsum tengslum við fortíðina. En níeð vaxandi tækni, jarðabótum, bætt- um húsakynnum og kjarabótum alþýðu hefur vaknað hér meiri stórhugur en áður þekktist. Og í stað fornra venja hefur komið auk- inn áhugi fyrir því að þekkja bet- ur cn áður sitt eigið land. Af þessu öllu mun bókin draga dám. Grcinarnar hafa flestar birzt áð- ur í Morgunblaðinu og Lesbók þess, en eru hér dálítið breyttar. Aðrar hafa verið lesnar í útvarp og enn aðrar birtast hér í fyrsta sinn. Þær eru sín úr liverri áttinni og lýsa því, sem blaðamanni lief- ur orðið starsýnt á eða hann lagt hlustimar við' á hraðri för víðs- vegar um land“. Þessi yfirlætislausa skilgreining höfundar, sem ég undirstrika, er *)*Árni Oln: Landið er fagurt og frítt. Bókfellsútgnlan. Reykjavík 1944. hárrétt, greinarnar cru gott dæmi um þá grein blaðamennsku, sem einmitt á okkar tíma er að ná furðulegum þroska, og verða að sviði þar sent mætist blaða- mennska, sagnfræði og fagrar bók- menntir, — og á mörgum málum er nefnd reportasje. Það þarf enginn að fælast þessa bók Árna Óla af þeim sökum að greinarnar hafi birzt í íhaldsblaði, efni þeirra velflestra er almenns eðlis, ferðalög höfundar og athug- anir í sambandi við staði og fólk. Þarna er grein um fyrsta kvik- myndaleiðangur á íslandi, er Borg- arættin var filrnuð, önnur urn fyrsta farþegaflug milli Reykjavík- ur og Akureyrar. En það er áber- andi hve lítið verður vart við átök þau og byltingar í þjóðlífinu, sem höfundur getur um í eftirmálan- um, og gæti það bent til þess að hann hafi ekki fylgzt með þeim af heilum hug, lifað þær og átt þátt í þeim með áhuga mannsins, sem finnur sig í ætt við })að sem er að verða til í þjóðlífinu og koma skal. Blaðamaðurinn við íhaldsblaðið er frekar í því sem ckki er tekið með í þessa bók, cn í þeim læsilegu al- mennu pistlum sem „Landið er fagurt og frítt“ flytur. S. G. Bækur sendar Þjúðviljðnum Þessar bækur hafa vcrið sendar Þjóðviljanum, og verður þeirra getið innan skamms: Náttúrulýsing Árnessýslu (fyrri hluti). Yfirlit og jarðsaga eftir Guðmund Kjartansson. — Gróð- ur í Árnéssýslu cftir Steindór Steindórsson. — Utgefandi: Árnes- ingafélagið í Reykjavík. — Rvík 1944. Íí Saga lslendinga í Vesturheimi eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson. — Annað bindi. — Útgefandi: Þjóð- ræknisfélag íslendinga í Vestur- heimi. — Winnipeg 1943. Wanda Wassilewska: Regnbog- inn. Ilclgi Sæmundsson íslenzk- aði. — Skálholtsprentsmiðja h.f. — Skáldsagan sem hlaut Stalín- verðlaunin 1943. ik Walter R. Pitkin: Allt er fertug- um fœrt. — Sverrir Kristjánsson þýddi. — Spegillinn — Bókaút- gáfa — Reykjavík 1944. ★ IIm óhunna stigu. Þrjátíu sann- ar sögur um landkönnun, rann- sóknir og sVaðilfarir, sagðar í fé- lagi landkönnuða í New York. — Jón Eyþórsson og Pálmi Hannes- son þýddu. — Snælandsútgáfan — Reykjavík 1943. Nýja stúdentablaðið Félag róttækra stúdenta gaf út Nýja stúdentablaðið í tilefni af 1. maí, og er blaðið vel skrifað og skemmtilegt aflestrar. Ásgeir Blöndal Magnússon ritar ágæta grein um 1. maí, Agnar Þórðarson í haust þegar byrjað var á greinasamkeppninni „dagur á vinnustað“ gerði ég mér ekki von- ir um mikla og almenna þátttöku. Reyndin hefur orðið sú, að borizt hafa greinar tugum saman og eru flestar þeirra vel birtandi, og les- endur Þjóðviljans virðast sam- mála um að greinarnar, sem bor- izt hafa, séu þess virði að eftir þeim sé tekið. Jafnhliða þeim áhuga sem þátt- takan í samkeppninni ber vott um, hafa ritstjórninni borizt radd- ir frá lesendum Þjóðviljans víðs vegar um land, sem sýna að fylgzt er með greinum þessum af meiri eftirvæntingu vegna þess að þar er von á nýrri verðlaunagrein. Ég tél að greinar þær sem birzt hafa í þéssum flokki sé góð sönn- un þess, hve bókmenntuð íslenzk alþýða er, hve eðlilegt henni er að taka sér penna í hönd og lýsa skilmerkilega og skemmtilega at- vikum úr lífsreynslu sinni og um- hverfi. Margar greinarnar eru lík- ar því, að æfður rithöfundur liafi skrifað þær, a. m. k. æfðari rithöf- undar en sumir þeirra sem á síð- ustu áratugum hafa drifið út smá- sagnasöfn. Varla nokkur grein sem verðlaun hcfur hlotið er svo að ekki sé eitthvað á henni að gi'æða um atvinnuhætti, þjóðfræði eða ofð og orðatiltæki. Hefur ver- ið á það minnzt að þær ættu skil- ið að geymast á varanlegri og að- gcngilcgri hátt en í gömlum Þjóð- viljablöðum, og gæti vel komið til mála, t. d. eftir árið, að velja þær beztu til sérprentunar. Það virðist enn engin þurrð á greinum um „vinnudag“, enda er það svo almennt efni að flestir eiga auðvelt að skrifa um það. Sarnt er nú tilætlunin að gefa mönnum frjálsari hendur um efn- isval, og má hér eftir senda til samkeppninnar greinar um hvað sem er úr lifi alþýðumanna, vinnu- dag, atvinnuhætti, gamlar vinnu- aðferðir sem verið er að leggja niður, og nýjár sem koma, um stofnun alþýðuheimilis, vinnustað og vinnuskilyrði, slys eða önnur atvik í sambandi við starfa, kynni af verkalýðshreyfingunni og þýð- ing hennar fyrir einstaklinginn, lýsing á verkföllum, áhrifum at- vinnuleysis á hugsunarhátt og heimilislíf verkamanna, o. s. frv. Sérstaklega langar mig til að fá nokkrar góðar greinar á næstunni um orlofsdvöl verkamanna, lýs- ingu á því hvernig verkamenn vörðu fyrsta orlofstíma sínum, og hvers virði hann varð þeim, og jafnframt rökstuddar tillögur um það sem gera þarf til þess að verkamönnum verði sem fyllst not af þessum réttindum. Eins og sjá má af þessu, er efn- isvalið gert mjög frjálst, og getur hver einasti aljiýðumaður haft sitt að segja um flest þessara atriða. En áherzla er lögð á að greinar- sögu er hann nefnir „Gróðrar- skúr“, ritstjórinn Eiríkur Finn- bogason, sem lesendur Þjóðviljans (og þá ekki síður annarra blaða!) lcannast við, á þarna nokkur kvæði, líkleg til að hneyksla viðkvæmar sálir, þó rímuð séu! Blaðið flytur fróðlegan háskólaannál o. m. fl. höfundur segi eitthvað frá sjálfs- j reynslu sinni, og er því eðlilegra að viðhaft sé beint frásagnarform heldur en reynt sé að klæða efnið í smásögubúning. Greinaformið er svro frjálst, að það getur rúmað mjög ólíkar frásagharaðferðir og er engin liætta á að greinarnar verði of líkar hver annarri. Það er engin ástæða til að hliðra sér hjá þátttöku þó menn treysti sér ekki sem bezt með stafsetningu eða annað slíkt. Blaðamenn Þjóð- viljans telja ckki eftir sér að líta yfir handritin og krota í stafvillur (ef þeir þá sjá þær). Hitt er aðal- atriðið, að alþýðufólkið láti koma fram í dagsljósið eitthvað af þeim auðæfum reynslu og fróðleiks, sem inni fyrir býr, og allt of oft er byrgt og dulið. Það eru ekki leng- i ur þeir tímar að blaðaskrif séu starf einhverra svokallaðra heldri- manna. Alþýðan sjálf hefur komið sér upp málgögnum, liefur barizt fyrir þeim fórnfrekri og óeigin- gjarnri baráttu, og leggur hart að sér til þess að þau geti lialdið á- fram að koma út og eflst. En þetta er ekki nóg. Alþýðan sjálf á að taka meiri þátt í því að skrifa þess blöð, miðla þeim af reynslu sinni, raunum og gleði, — og gera þar með ekki aðeins blöðin, heldur alla alþýðuhreyfinguna ríkari. Ungi verkamaðurinn eða náms- maðurinn á að skýra frá hugsjón- um sínum, draumum, fyrirætlun- um, frá erfiðleikum og sigrum und- irbúningsáranna; þeir eldri frá starfinu sem þeir eru að vinna, hafa komið í verk eða ætla að koma í verk, jafnt á vinnustöðv- um og í félagssamtökum; og gamla fólkið getur setið við gullkistu minninganna og gefið öðrum dýr- gripi, smíðaða með erfiðri reynslu | langrar ævi. Engar greinar í Þjóðviljanum hefur mér þótt vænna um en vinnudagsgreinarnar, og ég vænti þess að þeir sem hafa skrifað þær láti ekki sitja við eina grein, held- ur skoði það sem skyldu sína við sjálfa sig og Þjóðviljann að skrifa honum helzt eina grein mánaðar- lega, um hvað það sem þeirn ligg- ur á hjarta. Þjóðviljinn mun alltaf hafa mikið rúm fyrir slíkar grein- ar og meta þær meira en flest ann- að efni sem hann flytur. Yinnu- dagsgreinarnar, sem fyrir eru, verða áfram teknar til greina í hvert skipti scm verðlaunagreinin er ákveðin, og er nokkurnveginn víst að margar þeirra eigi eftir að koma. Gaman er að mynd af höf- undi fylgi greinunum og helztu æviatriði, og æskilegast er að menn skrifi undir fullu nafni, dulnefni eru óhafandi, nema alveg sérstak- ar ástæður séu fyrir hendi. Ég þykist vita að einhver setj- izt niður strax í kvöld eða annað kvöld, í síðasta lagi næsta sunnu- dag, og semji greinar í samkeppn- ina „Úr lífi alþýðunnar“. Verð- launin eru þau sömu, 100 kr. fyrir grein hvern sunnudag, — en þar við bætist vitundin um að veita þúsundum manna um allt land á- nægjustund og fróðleik, koma merkum málum á framfæri og bjarga verðmætum minjum frá gleymsku. S. G. u<| rv&rcftiSs AlþýðubÍaðið kvartaði sáran fyrir nokkrum dögum yfir því tómlœti, að enginn skuli hafa svo mikið við að minnast á bókarkorn Guðmundar „prófessors“ Hagalín, sem hann nefnir „Gróður og sand- fok“, og Víkingsprent var svo hug- ulsamt að gefa út, — en aðalefni þess eru skammir og níð um aðra höfunda þess útgáfufyrírtœkis. Nú er það til allt of mikils mœlzt að Þjóðviljinn eða önnur blöð farí að eyða miklu púðri á þetta kver. Iíandritið liefur verið að velkjast hingað og þangað frá því á Finna- galdurstínvunum, og var skrifað meðan liöfundur baðaði sig í sól- sltini þjóðstjórnarvelþóknunar og Sturlufrœgðar. Það er illa farið með „prófessorinn“ að gefa þess- ar Finnagaldurstjáningar ekki út fyrr en árið 194-í, það er álíka klaufaleg menningarviðleitni og hin frœga útgáfa Ármanns skóla- stjóra Ilalldórssonar og Finnboga Rúts á sorpriti nazistaspœjarans Jan Valtins. ★ Ast á tilvitnunum er einkenn- andi fyrír „prófessorinn“, eins og manni í hans stétt hœfir. Mér finnst elcki hœgt að afgreiða lcvört- un Alþýðublaðsins um það að lít- ið beri á andmœlum betur en með eftirfarandi tilvitnun í það blað sjálft. í „Sey ðisfjarðarpistlum“, sem Alþýðublaðið birtir 19. júlí 1923, segir m. a.: „Hinn andlegi leiðtogi okkar hér eystra er skáldið Guðmundur G. Hagalín ritstjóri Austanfara (litla sálarbarnið hans Mogga). Eigi eru allir hér sammála um birtumagn liinnar stjórmnálalegu vizkutýru hans, og margur er sá, er eigi gctur fyllilega melt spóna- matinn, sem skáldið ber Austfirð- inum á borð. En litið ber á and- mœlum. Munu andstœðingar lians hugsa líkt og sagt er að Ólafur Fríðriksson hefði sagt um hann, að á þessum tímum vœri púðríð og dýrt til að slcjóta með því titt? linga“. ★ Lítið hefur farið fyrir sending- um í Þjóðviljasófnunina síðan ég sendi ykkur pistil síðast. Einhver góður maður sendi mér 10 kr., og Göngu-Hrólfur 30 kr„ svo alls hef ég fengið á listann 290 kr. En með þessu móti komumst við aldrei upp í 1000 kr„ svo ég vona að sjö vinir mínir talci sig til og sendi mér einn rauðan hver nú í þessarí viku. EIMREIÐIN Eimreiðin 1. hefti 50. árgangs er nýlega komin út og flytur ritgerðir, sögur og kvæði eftir ýmsa. Meðal höfunda eru Halldór Kiljan Lax- ness, Kristmann Guðmundsson, Guð I finna frá Hömrum, Ólafur Lárus- Framh. á 8. síðu. i

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.