Þjóðviljinn - 04.05.1944, Page 4
ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 4. maí 1944
Htgefandi: Smmajngarflolckur tlþýív — Sótitlutaflokkurinn.
Eitstjóri: SigurOur GuOmund&son.
StjórnmáUritjrtjíirar: Kinar Olgörtatm, Sigfút SifurkjarUrson.
Eitstjórnarakrifstofa: Autturrtrœti lt, tirtu 2270.
Afgreiðsla og auglýaingor: SkólmvörOuttíf 1$, timi SlSi.
Prentsmiðja: Vikingrprent h.f., GarSaatrmti 17.
kdaúftarrerð: 1 Roykjarfk og nigrenni: Kr. C.M á miinnffi
Uti i lasdi: Kt.lMá náauðl.
Hvenær á að rannsaka innkaupa-
aðferðir heildsalanna í New York?
Það er opinbert leyndarmál í Reykjavík að stórsvindl er
haft í frammi í sambandi við ýms vöruinnkaup í Vesturheimi.
Ýms firmu hér hafa þar umboðsmenn eða sérstaklega tilbúin
milliliðafélög, til þess að láta þau selja sér vörurnar og vera þá
búin að leggja ríflega á þær. Síðan geta firmun hér heima sýnt
sína reikninga, fengið hina hlutfallslegu, lögmætu álagningu
ofan á þetta verð og sína litlu skatta af þeim litla gróða, sem
þannig fæst. En stórgróðinn, sem fer til huldumannsins, er
skattlaus.
•
Á þingi hafa þingmenn Sósíalistaflokksins borið fram fyrir-
spurnir til viðskiptamálaráðherra um hvað ráðuneyti hans geri
í þessu máli. — Ráðherrann hefur engu svarað slíkum fyrir-
spurnum.
Því stórorðari er hann hinsvegar, þegar hann deilir á dýr-
tíðina og tilkynnir að stríðsgróðatímabilinu sé lokið.
En hvernig er því þá varið með aðferðir viðskiptaráðs til
þess að halda niðri dýrtíðinni, t. d. á innfluttu vörunum?
Innflytjendum leyfist að leggja ákveðna hlutfallstölu á verð
innfluttu varanna. Það þýðir: því dýrar, sem þeir kaupa nú,
því meir mega þeir leggja á! — Enda eru milliliðirnir úti, með-
fram hafðir til þess að gera vöruna dýrari, svo meiri álagning
fáist hér.
Ríkisstjórnin hefur heimild til þess að láta viðskiptaráð
kaupa sjálft inn vörur, ef þess sé sérstök þörf. Sú heimild er ekki
notuð. Það álízt ekki heppilegt að fara inn á einkasvið heild-
salanna og S.Í.S. — Fólkið er bara látið borga vöruna því dýrar
— og viðskiptamálaráðherrann'látinn skammast út af dýrtíðinni.
•
Fyrirkomulag það, sem nú viðgengst á verzlunarmálum ís-
lendinga, er það versta, sem um er að velja. Það var um þrennt
að velja: Hið fyrsta: Landsverzlun. er hefði það hlutverk að
kaupa vörur inn ódýrt handa landsmönnum, — annað: frjáls
samkeppni, þar sem hver sem vill gæti reynt að kaupa og selja
sem ódýrast án allra hafta, — og þriðja: einokun handa vissum
mönnum og sérleyfi þeim til handa, til að okra á landsmönnum.
Þriðja leiðin var valin. Einokun heildsalanna og S.Í.S.,
sem koma fram sem einn aðili, er það ófremdarástand, sem við
nú búum við. Og af því ástandi hefur leitt slík spilling 1 verzl-
unarmálunum, að til skammar er.
Hvað á þetta ástand lengi að viðgangast?
Einokunarklíkan varðveitir spillingarforæðið af sérstakri
kostgæfni. Viðskiptamálaráðherrann gætir þess með slíkri „prin-
cip“-festu, að óþekkt er annars hjá þessari stjórn, að enginn full-
trúi verklýðshreyfingarinnar fái að koma nærri viðskiptaráði,
— hinsvegar eigi heildsalarnir og S.Í.S. þar sína fulltrúa.
Hvað er það, sem ráðherrann er að varðveita svona Vel?
Hvað er það í starfsemi viðskiptaráðs, sem hann er hrædd-
ur um að breytist, ef verkalýðurinn ætti þar fulltrúa?
Óttast skipuleggjendiur dýrtíðarinnar að eftirlitið yrði strang-
ara,__ og er það eitt atriðið í stjómarsamvinnu heildsalanna og
S.Í.S., sem samið var um að forðast?
•
Er ekki mál til komið að sakamálarannsókn fari fram á inn-
kaupaaðferðum sumra íslenzkra heildsala í New York?
Rafveita Anstfjarða
Frá Raforkumálanejnd ríkisins hefur blaðinu borizt eftirfarandi
greinargerð um bráðabirgðaáœtlun, sem nefndin liefur látið gera um
Rafveitu Austfjarða.
I. MANNFJÖLDI, SEM RAF- II. VIRKJANIR:
ORKU FRÁ VIRKJUNINNI ER
ÆTLAÐ AÐ NÁ TIL FYRST
UM SINN:
/ kauptúnum
Seyðisfjörður ......... 850
Norðfjörður .......... 1082
Eskifjörður ........... 708
Reyðarfjörður ......... 365
Fáskrúðsfjörður .... 591
Samt. 3596 manns
/ sveitum
Fljótsdalshreppur .... 150
Skriðdalshreppur .... 80
Vallahreppur .......... 210
Eiðahreppur ........... 180
Tungu- og Fellahreppar 100
Seyðisfjarðarhreppur .. 100
Norðfjajðarhreppur . . 200
Ilelgustaðahreppur .... 60
Reyðarfjarðarhreppur .. 110
Fáskrúðsfjarðarhreppur 214
Samt. 1404 manns
í kauptúnum og
sveitum: Samtals 5000 manns
(Er þá um minnstu áætlunina
að ræða.)
Núverandi virkjanir
1. Seyðisfjarðarv. .
Reyðarfjarðarv. .
Eiðavirkjun ...
200 hestöfl
300 hestöfl
100 hestöfl
600 hestöfl
2. Ný virkjun við Eg-
ilsstaði í Fljótsdal
(Gilsárvatnavirkj-
un) ................ 3500 hestöfl
Samtals 4100 hestöfl
Frá dregst afltap
vegna flutnings raf-
orkunnar 350 hestöfl
Samtals 3750 hestöfl
= 2500 kílówött eða
500 wött á mann.
Kostnaður við virkjanir:
Eldri virkjanir kr. 450.000.00
Ný virkjun, kr.
1100/— hestaflið — 3.850.000.00
Samt. kr. 4.300.000.00
III. AÐALORKUFLUTNINGSLÍNUR:
1. Frá Gilsárvatnavirkjun við Egilsstaði í Fljótsdal
að Mjóanesi 30 KV Ioftlína, 31 km. á 35000/—
2. Frá Mjóanesi um Þórdalsheiði að Búðareyri í
Reyðarfirði 30 KV loftlína, 31 km. á 35000/—
3. Frá Búðareyri til Eskifjarðar 30 KV loftlína, 15
km. á 35000/— ................................
4. Frá Eskifirði til Norðfjarðar 30 KV loftlína, 19
km. á 35000/— ................................
5. Frá Reyðarfirði um Staðarskarð að Búðum í
Fáskrúðsfirði 10 KV loftlína, 40 km. á 24000/—
6. Frá Mjóanesi að Egilsstöðum á Völlum 30 KV
loftlína, 18 km. á 35000/— ...................
7. Frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar 10 KV loftlína,
19 km. á 24000/— .............................
8. Frá Egilsstöðum Vð Eiðum 10 KV loftlína, 12
km. á 24000/— ................................
kr
1.085.000.00
1.085.000.00
525.000.00
665.000.00
960.000.00
630.000.00
456.000.00
288.000.00
Virkjanir .................................. kr. 2.710.000.00
Aðalorkuflutningslínur ....................... — 3.560.000.00
Aðalspennistöðvar ............................ — 375.000.00
Dreifing orkunnar ............................ — 3.230.000.00
Samtals kr. 9.875.000.00
Samtals kr. 5.694.000.00
IV. AÐALSPENNISTÖÐVAR:
Reyðarfjörður 700 KW (30 KV) kr. 170.000.00
Eskifjörður 400 KW (30 KV) — 110.000.00
Norðfjörður 700 KW (30 KV) — 170.000.00
Egilsstaðir 800 KW (30 KV) — 190.000.00
# Samtals kr. 640.000.00
KOSTNAÐUR SAMTALS
Virkjanir ............................. kr. 4.300.000.Ó0
Aðalorkuflutningslínur .................. — 5.694.000.00
Aðalspennistöðvar ....................... — 640.000.00
Dreifing orkunnar ....................... — 5.317.000.00
Árlegur reksturskostnaður, fyrn-
ing og stofnfjárkostnaður, 9x/2%-
Árskílówattið kostar þannig kr.
606,00. Kílówattstundin kostar
bannis með 4000—5000 stunda
Samtals kr. 15.951.000.00
notkun á ári 12,1—15,1 eyri. (í
greinargerðinni hér á eftir verður
alltaf átt við 4—5000 stunda notk-
un á ári, þegar reiknað er út hvað
kílówattstundin kostar).
Sé reiknað með að allt efnið
verði helmingi ódýrara þcgar verk-
ið verður framlcvæmt, en vinnu-
kostnaður einum fjórða hluta
minni, verður kostnaðurinn:
Árlegur reksturskostnaður, fyrn-
ing og stofnfjárkostnaður 9V2%-
Árskílówattið kostar kr. 375.00.
Kílówattstundin kostar 7,5—9,4
aurar.
Gert er ráð fyrir að virkjuð verði
Gilsárvötn, með því að stífla frá-
rennsli þeirra (Bessastaðaá o. fl.)
í rúmlega (500 metra hæð (628 m.)
og leiða vatnið í pípu úr Eyrarsels-
vatni niður í stöð hjá Egilsstöð-
um í Fljót: dal (stutt utan við bæ-
inn). Aðrennslissvæðið er talið
75—80 ferkm. Háspennulínan ligg-
ur út Fljótsdal yfir Lagarfljót (Jök
ulsá) á móts við Skriðuklaustur,
út með Leginum að austanverðu
út undir Mjóanes. Þar greinist lín-
an. Önnur greinin liggur suður
Skriðdal, Þórudal og Þórdalsheiði
til Reyðarfjarðar. Greinist hún
þar í suður-álmu, sem liggur aust-
ur með Reyðarfirði sunnanverð-
um, um Staðarskarð, vestur með
Fáskrúðsfirði að Búðum, cn norð-
ur-álman liggur út með Reyðarfirði
norðanverðum fyrir Eskifjarðar-
botn, um Oddsskarð til Neskaup-
staðar í Norðfirði. Frá Mjóanesi
liggur önnur aðalgrcinin norður
með Lagaiíljóti að Egilsstöðum á
Völlum. Þaðan liggur álma yfir
Fjarðarheioi til Seyðisfjarðar, en
önnur lína liggur frá Egilsstöðum
beina leið íit að Eiðum.
Til þess að fyrsta framkvæmdin
gæti orðið heppilegur grundvöllur
fyrir framtíðaraukningar, yrði
heppilegast að byggja línurnar til
Reyðarfjarðar og Egilsstaða á Völl
um, 60 þús volta í stað 30 þús volta
og væri þá strax hægt að flytja
sem svarar 1000 wöttum á mamí
eftir þeim (í stað 500). Aukinn
stofnkostnaður'vegna þess myndi
verða um 1 milljón og 80 þús. kr.
en 670 þús. kr. reiknað með lægra
verðinu. Þannig yrði lílilsháttar
hækkun á kílówattstundinni eða
með hærra verðinu 12,7—16,2 aur-
ar, en reiknað með lægra verðinu
8—10 aurar kílówattstundin.
Sé hinsvegar gert ráð fyrir raf-
orku 1000 wöttum á mann yerður
ný virkjun i Gilsárvötnum 7700
hestöfl og kostar árskílówattið þá
kr. 436.00 miðað við núverandi
verðlag, en leílówattstundin 8,7—
10,9 aurar. Reiknað með lægri verð
unum kostar árskílówattið sam-
kvæint þessari áætlun kr. 267,00
en kíláwattstundin 5,í—6,7 aura,
Sé hinsvegar um stærstu virkj-
un og mestu fyrirliugaða dreifingu
að ræða á raforku til almcnnings-
þarfa á Austurlandi (miðað við
1000 wött á mann) verður mann-
fjöldinn sein raforku frá virkjun-
inni er ætlað að ná til fyrst um
sinn:
/ kauptúnum
Þórshöfn 313
Höfn í Bakkafirði 50
Vopnafjörður 250
Bakkagerði 142
Sevðisfjörður 850
Norðfjörður 1082 ■
Eskifjörður 708
Reyðarfjörður 365
Fáskrúðsfjörður 591
Stöðvarfjörður (Stöðvar-
hreppur 188
Djúpivogur og nágrenni 270
Samt. 4809 manns
/ sveitum
Svalbarðshreppur 137
Sáuðaneshreppur 130
Skeggjastaðahreppur . . .. 170
Vopnafjarðarhreppur . . . . 320.
Hlíðarhreppur 100
Tunguhreppur 110
Fellahreppur 60
Fljótsdalshreppur 150
Hjaltastaðahreppur ... . 130
Borgarfjarðarhreppur 100
Seyðisfjarðarhreppur . . .. 100
Eiðahreppur 180
Vallahreppur 210
Skriðdalshreppur 80
Norðfj arðarh reppur . . . . 200
Helgustaðahrcppur 60
Reyðarfjarðarhreppur 110
Fáskrúðsfjarðarhreppur . 294
Breiðdalshreppur 250
Beruneshreppur 100
Samt. 2991 manns
í kauptúnum og
sveitum: Samt. 7800 manns
Er gert ráð fyrir nýrri virkjun
við Egilsstaði í Fljótsdal (Gilsár-
vötn) 12400 hestöfl en að rafork-
an verði 1000 wött á mann eða
alls 7800 kílówött. Reiknað með
núverandi verðlagi kostar árskíló-
wattið 458 krónur, en kílówatt-
stundin 9,2—11,5 aura. Sé reiknað
með helmingi lægra efniskostnaði
en einum fjórða minni vinnukostn-
aði, er áætlað að árskílówattið
muni kosta 280 krónur, cn kíló-
wattstundin 5,5—7 aura. Ilá-
spennulínan liggur frá virkjuninni
við. Egilsstaði út Fljótsdal yfir Lag
arfljót (Jökulsá) á móts við Skriðu
klaustur, út með Leginum austan-
verðum út undir Mjóanes. Þar
greinist línan. Önnur greinin ligg-
ur suður Skriðdal, Þórudal og Þór-
dalsheiði til Reyðarfjarðar, grein-
ist hún þar i suðurálmu, sein ligg-
ur um Stuðlaheiði til Búða í Fá-
skrúðsfirði, en norðurálman ligg-
ur út með Reyðarfirði norðanverð-
uin fyrir Eskifjarðarbotn til Eski-
fjarðar og þaðan um Oddsskarð
til Ncskaupstaðar í Norðfirði. Frá
Búðum í Fáskrúðsfirði liggur lín-
an úL með Fáskrúðsfirði að sunn-
an, um llafnarnes til Stöðvarfjarð-
ar. Frá Stöðvarfirði meðfram
Tékkar í Ökrainu
Zdenek Firlinger, sendiherra Tékkoslovakíu í Sovétríkjunum, seg-
ir liér frá löndimi sínum, sem lija og bcrjast í Sovétrikjunum.
Nýlega átti ég kost á að ferðast! jonnis sigraði 3. pólska herinn hjá
um hið geysistóra landsvæði, þar Sítomír og forðaði Úkrainu um
sem her hinna frægu 1. úkrainsku leið frá hættu á nýrri innrás
vígstöðva undir stjórn Súkoffs
marskálks er að sigra þýzku fas-
istana og ryðja brautina til aust-
urlandamæra Tékkoslovakíu. Ég
dvaldist næstum mánuð á þessum
mikilvæga hluta vígstöðvanna og
kynntist svo mörgu nýju, að það
mundi vera ómögulegt að lýsa því
í fáum orðum.
Vígvöllur fyrstu úkrainsku víg-
stöðvanna er á vesturbakka
Dnépr, fyrir vestan og suðvestan
Kieff. (Greinin er sjáanlega skrif-
uð fyrir 5—6 vikum síðan, víglín-
an er nú miklu vestar, sem kunn-
ugt er. — Þýð.).
í fyrri heimsstyrjöldinni voru
fyrstu tékknesku hersveitirnar
skipulagðar í Kieff til baráttu
gegn austurrísk-ungverska keis-
aradæminu. Leið þessara tékk-
nesku hersveita lá seinna um Vest-
ur- Úkra ínu til Karpatafjalla og
Karkoff.
Hér var það, að riddaralið ráð-
stjórnarinnar undir stjórn Búd-
ströndinni til Breiðdalsvíkur. Það-
an út með Breiðdalsvík að sunnan-
verðu, inn með Berufirði að norð-
an yfir Berufjörð í sæstreng (neð-
an við Fagrahvamm) að Teiga-
tanga og löftlína þaðan til Djúpa-
vogs. Frá Mjóanesi liggur önnur
aðalgreinin norður með Lagarfljóti
að Egilsstöðum á Völlum. Þaðan
liggur álma yfir Fjarðarheiði til
Seyðisfjarðar, en önnur lína liggur
frá Egilsstöðum beina leið út að
Eiðum. Frá Eiðum liggur línan út
að Hreimsstöðum. Hliðarlína það-
an um Sandadal og Sandaskarð til
Borgarfjarðar og Bakkagerðis. Frá
Hrcimsstöðum liggur lína út að
Lagarfljóti, þvert'yfir Hróarstungu
yfir Jökulsá innan við Sleðbrjót
út Jökulsárhlið, yfir Hellisheiði,
vestur með Vopnafirði að sunnan
til Vopnafjarðarkauptúns. Frá
Vopnafirði liggur líhan um Sand-
víkurheiði til Bakkafjarðar. Það-
an innan við botna Miðfjarðar og
Finnafjarðar um Brekknaheiði til
Þórshafnar.
Það skal tekið fram að hér er
aðcins um lauslega ágizkun að
ræða livað snertir kostnaðinn við
sjálfa virkjunina (Gilsárvötn) og
virkjunin sjálf aðeins verið laus-
lega athuguð, þótt margt bendi til
að þarna sé um mjög hagstæða
virkjun að ræða. Ef virkja þarf
Lagarfoss verður raforka frá þeirri
virkjun all miklu dýrari. Sama er
að segja um Fjarðará í Seyðisfirði
og þar cr aulc þess takmarkað afl.
Sé miðað við stærstu virkjun, sem
að framan getur (12400 hestöfl)
er áætlað að árskílówattið kosti ef
virkjað er í Lagarfljoti, miðað við
núverandi verðlag 559 krónur, en
kílówattslundin 11,2—14 aura, en
sé reiknað með lægri stofnkostn-
aðinurn verður árskílówattið 339
krónur, en kílówattstundin með
sömu notkun á ári 6,8—8.5 aurar.
Árlegur reksturskostnaður er reikn
aður 9% þar sem um er að ræða
1000 wött á mann, en 9/2% ef
um 500 wött á mann er að ræða.
TÉKKAR í SÍTOMÍR.
í Sítomír og nágrenni bæjarins
eru margir Tékkar fæddir, —
börn tékkneskra foreldra, sem
sluppu úr hinum snauðu tékk-
nesku þorpum þeirra tíma og yfir-
gáfu gamla austurrísk-úngverska
keisaradæmið í leit að landi og
brauði í Úkrainu. Enn í dag eru
mörg tékknesk þorp í nágrenni
Sítomír. Þessi gamla tékkneska
nýlenda breiðir úr sér enn lengra
til vesturs, að sjálfum bökkum
Búkfljóts.
Þegar við vorum staddir í cinu
þessara þorpa, þar sem tékknesk
tunga er varðveitt í öllum sínum
hreinleika, fannst okkur sannar-
lega við vcra á beinni leið heim til
föðurlands okkar.
Þegar við ávörpuðum bónda-
konu á tékknesku, ljómaði hún
af gleði. Faðir hennar hafði flutt
frá Perelutchye eða Niemetzky
Bor. Hún átti mjög fáa ættingja
í gamla landinu. Síðan Þjóðverj-
arnir komu hafði hún aðeins feng-
ið eitt póstkort með mjög litlum
fréttum af þeim. Hún sagði, að
sókn rauða liersins vestur á bóg-
inn hefði glætt nýja von í hjört-
um allra Tékkanna, sem lifa þarna.
Þeir búast nú við, að landamærin
verði brátt opnuð, og að úkra-
insku Tékkarnir geti fengið fréttir
af löndum sínum í tékkoslovak-
iska lýðveldinu.
EYÐILEGGING NAZISTA.
Þessi kona og margir aðrir siigðu
okkur mikið um glæpaverk Þjóð-
verja meðan á hernáminu stóð.
Þau sögðu okkur, . hvernig Þjóð-
verjarnir hefðu flúð, þegar sov/L-
skriðdrekar komu skyndilega í
Ijós í vestri, þar sem enginn átti
von á þeim.
Áður en Þjóðverjar liéldu und-
an,.reyndu þeir að eyðileggja mikl-
ar birgðir af korni og sykri. við-
gerðarverkstæði og verksmiðjur.
Við komum í aðalstöðvar ráð-
stjórnarinnar og samyrkjubúsins í
sveitinni. Með komu rauða hers-
ins tóku tékknesku þorpin aftur
upp fyrri lifnaðarhætti, þá sömu
sem þau höfðu lifað við síðastlið-
in 20 ár á undan hernáminu.
Meðlimir sámyrkjubúsins sögðu
okkur, að jafnskjótt og ráðstjórn
hefði aftur verið komið á, liefðu
þeir gert áætlanir sínar fyrir kom-
andi vor, og væri þar gert ráð
fvrir töluverðri aukningu sáðlands-
ins. í þessum tilgangi ætla þeir að
nota sáðkornið, sem óviniínir gátu
ekki tekið með sér á hinu hraða
undanhaldi. Akrarnir eru enn á
kafi í snjó, en hiti úkrainska sól-
skinsins boðar nú þegar komu
vorsins. Þess vegna er undirbún-
ingurinn þegar í fullum gangi.
Samyrkjubændurnir eru stoltir
af því, að framlag þeirra í þágu
hins sameiginlega málstaðar vérð-
ur öllum sovétþjóðunum til gagns
og eins hinum sigursæla rauða her,
sem hin frelsaða Úkraina verður
auðug matvælauppspretta. Sam-
vinna þessara tékknesku bænda er
góð sönnun þess, að þeim er fylli-
lega ljós blessun samyrkjubúskap-
ar, sem er sjálfur grundvöllur hins
sósíalistiska skipulags og líka trygg
ing fyrir sigri yfir óvinunum.
SAM YRKJUBÚ.
Við kynntumst formanni sam-
yrkjubúsins á staðnum og ritara
lians, ungri og mjög skynsamri,
tékkneskri stúlku. Þau voru á-
samt nokkrum vopnuðum skæru-
liðum að ræða nokkur vandamál
samyrkjunnar, sem kröfðust taf-
arlausrar úrlausnar. Margir skæru-
liðanna höfðu leynzt í skógunum
ásamt úkrainskum skæruliðum
meðan á hernáminu stóð. Þaðan
gátu þeir stöðugt ráðist á óvinina
og gert þeim óskunda.
Þeir voru flestir ungir Tékkar,
sem stóðu í stöðugu sambandi við
tékknesku þorpin og fengu þaðan
hjálp og upplýsingar.
Formaður samyrkjubúsins sagði
okkur dálítið hreykinn, að í öllu
nágrenninu væri ekki einn cinasti
svikari, sem hefði haft samvinnu
við Þjóðverja eða veitt þcim
nokkrar upplýsingar.
Þegar við létum í ljós ánægju
og undrun yfir því að tékknesk
tunga væri varðveitt þarna, þrátt
fyrir að þeir væru alveg umkringd-
ir af úkrainskum íbúum, sögðu
þeir okkur, að undir ráðstjórn
hefði . samyrkjubúið haft ágætan
tékkneskan undirbúningsskóla
ineð tékkneskum kennurum, og að
formaðurinn sjálfur væri útskrif-
aður úr tékkneskum tækniskóla,
sem ríkisstjórnin héldi í Sítomír.
STEFNA STALÍNS
Stefna Stalíns miðar að aukinni
Fimmtudagur 4. maí 1944 •— ÞJÓÐVILJINN
m
11
Dagur verkalýðsins
Þjóðviljinn skýrði í gær frá 1. maí-hátíðahöldum verk-
lýðssamtakanna hér í Reykjavík og nokkrum stærri kauptúnun-
um úti um land. Hér fara á eftir frásagnir af nokkrum hátíða-
höldum úti um land, sem eigi var hægt að segja frá í gær.
menningu allra þjóða og þjóða-
brota í Sovétríkjunum. Þess vegna
er stefna ráðstjórnarinnar svo
mikil uppörfun fyrir þjóðlega
menningu. Það skýrir líka ótta-
leysi og hetjuskap rauða hersins,
sem leiðir hann frá sigri til sigurs.
Þegar við vorum að fara, komu
allir íbúar samyrkjubúsins út á
götuna til að kveðja okkur. Er
við skildum, fundum við til mik-
illar gleði yfir hinni nánu vináttu
milli þjóðar okkar og þjóða Sovét-
ríkjanna, — vináttu, sem er inn-
sigíuð með sameiginlegum þján-
ingum.
Við héldum áfram ferð okkar og
heimsóttum tékknesku hersveitina
á vígstöðvunum. Allir hermenn og
foringjar í rauða hernum vita um
hersveit olckar, og hún nýtur
trausts og ástar sovétþjóðanna.
Ilersveit okkar er athyglisvert
dæmi um hetjulega baráttu og
endurnýjun bræðralags Tékka,
Slovaka og Karpata-Úkrainu-
manna, — mjög glæsileg sönnun
um hina náttúrlegu, bróðurlegu
sameiningu allra þjóða í lýðveldi
okkar, sem mun bráðlega rísa úr
niðurlægingunni með endurnýjuð-
um lífsþrótti.
Iíver dagur færir víglínuna nær
Karpatafjöllunum og landamær-
um okkar.
Hermcnn okkar sækja fram með
rauða hernum, færast nær og nær
föðurlandi sinu. Fjöldi þeirra og
VESTMANNAEYJAR
Verklýðsfélögin í Vestmanna
eyjum gengust fyrir sameigin-
legum hátíðahöldum, sem hóf-
ust með útisamkomu við sam-
komuhúsið kl. 2 e. h.
Lúðrasveit Vestmannaeyja
lék undir stjórn Oddgeirs Krist
jánssonar. Guðjón Scheving
setti samkomuna, en því næst
fluttu fulltrúar verklýðsfélag-
anna ræður.
Þessir fluttu ræður: Margrét
Sigurfinnsdóttir frá verka-
kvennafél. Snót;Sigurður Stef-
ánsson frá Sjómannafél. Jötni;
Ingibergur Jónsson frá Vél-
stjórafélagi Vestmannaeyja og
Emil Magnússon frá Verklýðs-
félagi Vestmannaeyja.
Kvikmyndasýningar voru i
báðum kvikmyndahúsunum kl.
5.
Skemmtisamkoma hófst kl.
8.30. Lúðrasveit Vestmannaeyja
lék, FriðbjörnBenónýsson flutti
ræðu, Ásgeir Ólafsson söng gam
anvísur og Stefán Árnason las
upp. Barnakórinn Smávinir og
Karlakór Vestmannaeyja sungu
undir stjórn Helga Þorláksson-
ar. — Síðan var dansað.
Skemmtunin fór vel fram og
var mjög fjölmenn.
STYKKISHÓLMUR
Verklýðsfélag Stykkishólms
hélt skemmtisamkomu að
kvöldi 30. apríl.
Barnakór söng undir stjórn
Bjarna Andréssonar kennara.
Guðmundur Vigfússon, starfs-
maður Alþýðusambands íslands
flutti ræðu, Árni Helgason
söng einsöng. Síðan var dans-
að. Samkomuna sóttu um 160
manns.
Merki dagsins, Vinnan, tíma-
rit Alþýðusambandsins og Mel-
korka var selt á götunum. Bát-
ar í Stykkishólmi lögðu niður
róðra.
BORGARNES.
Verkamenn í Borgamesi héldu
1. maí hátíðlegan með félags-
fundi og skemmtisamkomu.
Á félagsfundinum voru haldn
ar stuttar ræður og lesið upp
Síðar um daginn var skemmti
samkoma. Jónas Kristjánsson
setti hana með stuttri ræðu.
Internationalinn var leikinn á
píanó. Guðmundur Vigfússon,
starfsmaður Alþýðusambands-
ins flutti ræðu. Guðmundur
Sveinbjörnsson las upp kvæði
eftir Jóhannes úr Kötlum: Mitt
fólk, og frumsamið kvæði um
lýðveldisstofnunina.
Sýndar voru tvær stuttar
kvikmyndir frá Sovétríkjunum.
Merki dagsins og Vinnan,
tímarit Alþýðusambandsins
voru seld á götunum.
AKRANES.
Hátíðahöldin á Akranesi hóf-
ust með samkomu í Bíóliöllinni
að kvöldi 30. apríl og kl. 2 1.
maí var önnur skemmtun í Bíó-
höllinni.
Sigurður Sigurðsson söng ein-
söng með undirleik Guðmundar
Guðmundsso.nar, 4 stúlkur
sungu nokkur lög með gítarund
irleik. Helgi Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðuflokksins
flutti ræðu. Halldór Þorsteins-
son og Halfdán Sveinsson lásu
upp. Ólafur Oddsson söng
gamanvísur með aðstoð Theo-
dórs Einarssonar.
Merki dagsins og Vinnan,
tímarit Alþýðusambandsins,
voru seld á götrmum.
DALVÍK
1. maí-hátíðahöld Dalvíkinga
hófust með guðsþjónustu.
Um kvöldið var skemmtisam
koma. Ræður fluttu: Ingimar
Óskarsson og Haraldur Magn-
usson. Karlakór Akureyrar
söng undir stjórn Áskells Jóns-
sonar.
Ákveðið var að ágóði af
merkjasölu skyldi renna til
kirkjubyggingar.
KEFLAVÍK.
Skemmtun var haldin um
kvöldið 1. maí. Ræðu flutti
Sigurjón Á. Ólafsson formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur.
Flestir bátar í Keflavík voru
á sjó 1. maí.
C' '
Báran
Ræðu
son.
EYRARBAKKI.
hélt kvöldskemmtun.
flutti Friðfinnur Ólafs-
Baldur
1. maí,
andlcgur þróttur fer dagvaxandi.
Hersveitinni berst stöðugt liðs-
auki frá tékkneskum og slovönsk-
um skæruliðum og frá hinum svo
kölluðu slovösku herfylkjum Þjóð-
verja. Her okkar minnir á fljöt,
sem margar ár renna í. Þegar það
nálgast sjóinn, verður straumur
þess stöðugt meiri, dýpri og mátt-
ugri.
ISAF JORÐUR.
V erkamannaf élagið
hélt hátíðafund kl. 2
fóru þar fram ýmis skemmti-
atriði. Um kvöldið voru
skemmtanir í tveim samkomu-
húsum flutti Finnur Jónsson
alþm. þar ræður.
Iðnskólanum slitið
Iðnskólanum var sagt upp 29.
apríl. Burtfararprófi luku 104
nemendur, en 553 voru við nám
í skólanum í vetur. í 1. bekk
204, 2. bekk 137, 3. bekk 155
og 57 í 4. bekk.
Hæstu einkunn hlaut Engil-
bert Ólafsson tréskeri: 9.64 stig,
en næstur honum var Einar
Arnórsson vélavirki með 9.35
stig.
Báðir þessir nemendur luku
námi í 3. og 4. bekk á einum
vetri.