Þjóðviljinn - 04.05.1944, Síða 6

Þjóðviljinn - 04.05.1944, Síða 6
6 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. maí 1944. Halvor Floden: ÞEGAR ÉG VAR TÖFRAMAÐUR. um elti hann hlæjandi og æpandi. Um kvöldið hafði hann sýningu á Hvoli. Inngangseyrir var 35 aurar. Það var dýrt. En hvað um það. Við urðum að fá að fara. Eg fékk meira að segja lánaða tíu aura hjá móðursystur minni, til þess að geta farið. Þetta var í fyrsta skipti á ævi minni sem ég tók lán. Það er verst að ég er hræddur um að ég sé ekki búinn að greiða þessa skuld enn. Stofan á Hvoli var alveg troðfull. Stórt, rautt tjald var hengt fyrir eitt hornið. Báðir töframennirnir voru bak við það. Þeir voru nefnilega orðnir tveir. Það logaði ekki á stóra stofulampanum, sem hékk í loftinu, heldur á tveimur litlum lömpum framan við tjaldið. Þessvegna var skuggsýnt í stofunni. Annar töframaðurinn kom nú og lék listir sínar með kúlurnar og það eitt hefði verið 35 aura virði. Síðan kom hann með nokkra kaðla og lét þá svífa og dansa í allavega hringum. Við klöppuðum saman lófunum og æptum og öskr- uðum af kæti. Maðurinn lék öll möguleg töfrabrögð. Hann tók sein- ast tveggja álna langa messingsskrúfu, sem var líkust tappatogara og setti hana á nefið á sér. Hún datt ekki. Þá setti hann stærðar disk ofan á skrúfuna og snéri svo öllu í hring svo hratt að varla var hægt að koma auga á það. Það var merkilegast, að þessi stóri tappatogari skyldi ekki bora gat í nefið á honum. Eg hélt, að það væri vegna þess, að hann sneri honum öfugan skrúfugang og því gengi hann ekki inn í nefið. • En þegar skrúfan og diskurinn snerust sem allra hraðast, fór töframaðurinn að leika sér að flöskúm. Eg hélt, að allt mundi skella í gólfið, en því fór fjarri. Töframaðurinn vissi hvað hann var að gera. Við vorum hættir að hlæja og klappa saman lófun- um. Við sátum steinþegjandi og góndum með opinn munninn. En töframaðurinn hélt áfram að leika listir sínar og undrun okkar fór vaxandi. PHYLLIS BeNTLEY: Wfitog ÞETT4 (Úr endurminningum Þorkels Bjarnasonar, ritað árið 1892). „— — Að líkindum hafa gólf verið þvegin lijá heldra fólki, og hjá bændafólki hcyrði ég fyrst getið um gólfþvott hjá Hjálmari og Helgu, hjónum, sem bjuggu á Æsustöðum í Langadal í Húna- vatnssýslu, og mun það hafa verið litlu eftir 1850. Var það í frásög- ur fært norður í Skagafjörð, að ,, Helga léti þvo gólf á hverju laug- ardagskvöldi. Þótti sumum það hinn mesti óþárfi og kváðu menn hafa komizt af, þó þeir hefðu ekki verið að þvo gólfin, en margir töldu það góðan sið og eftir- breytniverðan. Og eftir 1860 mun gólfþvottur hafa farið að tíðkast I víða-----“ „-----Undir eins og börn voru nokkuð komin til vits, var þeim kennt að prjóna og það eigi síður ! piltbörnum. Sátu þá flestir, yngri og eldri, við prjónles fram að jól- um. Var börnum sett fyrir úr því þau voru orðin átta vetra, að skila vissu prjónlesi eftir vikuna, venju- lega tvennum sjóvettlingum, og svo meira eftir því sem þau eltust, en fullorðið fólk vann eingirnis- og tvíbandssokka, eða þá dugg- arapeysur, og var hið mesta kapp Iagt á vinnu þessa, enda voru þá bæði karlar og konur mjög fljót að prjóna. Prjónuðu tveir og tveir saman peysubolinn á dag, og varð það því aðeins að lengi væri vak- að. Var þá ætíð vakað eft'ir sjö- stjörnunni og víða svo lengi, að ég er viss um, að ekki hefur verið sofið meira en sex stundir í sólar- hring. Fyrir jólin var venjulega farið í kaupstaðinn með prjónles- ið, en það áður þvegið, þæft og trédregið. Var að prjónlesvinnunni hinn mesti hagur--------“ AR ÚIí Auk þess virtust feðgarnir ó- sáttir. Oldroyd ávarpaði Will stuttlega og Will hlýddi skipun- um hans ólundarlega. Einn þeirra, sem kominn var á undan Joe um morguninn, hvíslaði því að hon- um, að hann hefði komið að feðg- unum í háa rifrildi. Um miðjan dag var búið að koma einni vélinni af stað og Enoch sýndi mönnum — þar á meðal Joe — hvernig ætti að stjórna h.enni. Það liafði verið tafsamt að festa skærin við ferhyrninginn svo að í lagi væri. Hvorki feðgarnir né Joe höfðu haft tíma til að borða, og það bætti ekki skap þeirra. Joe skildi fljótlega byggingu vélarinn- ar og honum var strax trúað fyrir einni þeirra'. Honum varð þungt í skapi, þegar Oldroyd sagði hon- um að fara að vinna með henni og afsakaði sig með því að hann hefði ekki vit á vélum. En hvað stoðaði það? Ilann var einn á móti mörgum. Joe setti dúkinn í vélina og horfði með aðdáun á vinnubrögð hennar, þó að honum væri innan- brjósts eins og hann væri svikari. Klukkan tvö um daginn voru allar fjórar vélarnar á fullri ferð. Enoch og bróðir hans fóru heim- ieiðis til að borða. Enginn verka- mannanna var eins fljótur að læra að fara með vélarnar og Joe. Einn hafði nærri því skorið af sér fing- urinn. Annar klippti sundur dúk, sem einhver Butterworth átti. Hann var alveg nýr viðskiptavin- ur. Joe hélt að Oldroyd yrði viti i sínu fjær þegar hann frétti þetta. Hann sendi því Will á augabragði : til Marthwaite til að sækja Enoch. Enoeh var þá búinn að borða og var í bezta skapi. Ilann losaði eitt- hvert stykki úr vélinni og veifaði því í hendinni um leið og hann fór með það heim til sín. Hann gat ekki stillt sig um að segja við Old- royd, að honum væri bezt að fá sér bita, það gæti bætt geðillsk- una. Oldroyd varð hinn versti og barði saman hnefunum. En augna- bliki seinna var hann kominn í gott skap og fór að hlæja: „JÚ, þar kom hann með það. Þetta er alveg hárrétt“. Hann leit glaðlega í kringum sig og bað verkamennina blessaða að fara nú heim og borða. „Farðu Will og segðu þeim það líka uppi á loftinu“, bætti hann við. Verkamennirnir voru ekki sein- ir að hlýða. Þeir voru fegnir að sleppa. Flestir gátu farið heim að borða. En Joe var svo langt að, að hann borðaði á veitingahúsinu „Rauða ljóninu“, eða bara á vcrk- stæðinu. Í þetta sinn fannst honum hann verða að hitta að máli einhverja af Luddistunum. Þess vegna ætl- 'aði hann heim til Tliorpe. Hann átti lieima skammt frá. Joe var ekki kominn nema að vegamótunum, þar sem gengið var inn á þjóðveginn, þegar Thorpe mætti honum. Ilann stóð svo skyndilega frammi fyrir honum, að Joe liélt að hann kæmi beint inhan úr skóginum. „Ég ætlaði einmitt að finna þig, Tom“, sagði liann. „Einmitt það“, svaraði Thorpe þurrlega og bætti við. „Mellor vill tala við þig“. „Mig langar líka til að tala við hann. Þctta fór illa. Hefurðu frétt það? Hver hefði getað ímyndað sér, að þeir hefðu þessi brögð“. „Nei, hver hefði getað það“, sagði Thorpe. „Jæja, komdu þá. Mellor bíður eftir þér“. Og Thorpe lagði af stað niður dalinn. „Hvað er þetta!“ sagði Joe. Það voru þrír mílufjórðungar til Ire- brú. „A ég að fara þangað núna?“ „Já, einmitt núna. Nema þú sért hræddur um að Oldroyd verði vondur ef þú kemur of seint“. Það var hæðni í rödd Thorpe en ekki þessi venjulega, góðlát- lega glettni. Joe var þreyttur, bæði eftir ósigurinn og erfiða vinnu í miklum hita allan morguninn. Hann brást reiður við. „Þú getur látið ógert að hreyta ónotum að mér. Ég er búinn að fá nóg af því, sem gerzt hefur í morgun. En ef ég á endilega að fara með þér alla leið til Ire-brú, er bezt að við flýtum okkur“. Thorpe leit á hann, eins og þetta kæmi honum á óvart, en hann sagði ekkert og þeir héldu áfram ferð sinni jægjandi. „Það er heitt", sagði Joe sein- ast, staðnæmdist og blés mæðinni. „Hcitt og mollulegt“, sagði Thorpe. „Hvernig líður litla brdður þín- um?“ spurði Joe. „Ilann er dáinn“, svaraði Thorpe snöggt. „Dáinn!“ sagði Joe. „Já, hann dó í morgun", svaraði Thorpe, „en við skuluni ekki tala meira um það“. Joe gat ekki dúlið samúð sína og sorg. En Thorpe sagði aðeins þurrlega: „Þú venst við að sjá eitt- hvað af þessu tagi, fyrst þú ert nágranni Mellors. Ilann á fjögur — er það ekki?“ „Jú, eitt er á lpiðinni“. „Fjögur!“ endurtók Thorpe og röddin var eins og hann hefði vilj- að bæta við: „Þá átt þu eftir að sjá fjögur börn deyja úr hungri". Joe .þótti vænt um börn, einkum þ.ó börn Mellors, og hann réð ekki við það, að hann viknaði. En hann sneri andlitinu frá Thorpe og starði niður að fljótinu, rneðan þeir héldu áfram ferð sinni. Það var að þyldkna í lofti. Drungaleg ský hengu yíir dalnum. Fljótið Var öskugrátt. Jafnvel grasið á jörðinni virtist ekki eins fagurgrænt og áður. Sorg hans og reiði varð þyngri og sárari nreð hverju skrefi, sem hann gekk. FUR 3 Will Oldroyd var líka utan við sig af reiði. Hann hafði búizt við, að þetta yrði mesti hamingjudag- ur ævi hans . En það fór á annan veg. Hann, senr hafði hlakkað svo innilega til, að vélarnar kænru. Einu mennirnir, senr vissu fyrir- franr um flutning vélanna, voru Oldroyd sjálfur og Enoch Snritlr. En snemma unr nrorguninn vakn- aði Will við, að faðir hans ýtti við honum. Hann reis upp í rúnrinu og faðir hans sagði honunr glaður í bragði eins og drengur, að nú ætti að skríða til skarar. Vágnhestarnir höfðu verið sendir niður til Mart hwaite unr kvöldið undir því yfir- skyni að ætti að járna þá. Nú voru Enoch og bróðir hans í þann veg- inn að beita þeinr fyrir vagnana. Will flýtti sér á fætur, senr nrest hann nrátti og lagði á • hestana. Síðan stigu þeir feðgar á bak, vopnaðir skammbyssum og héldu af stað. Þegar þeir konru niður að smiðj- unni, var allt svo hljótt og dinmrt, að hann varð hræddur unr að Enoch hefði glcynrt samningun- um. En augnabliki síðar lieyrðu þeir lrófatraðk hinum nregin við snriðjuna og hernraður gaf þar einhverjar skipanir. Dyrnar irrn að nýju smiðjunni opnuðust og Enoch konr í gættina með lampa í hendi. Ilann ýtti feðgununr inn á undan sér strax og þeir stigu af baki og talaði við þá í lágunr lrljóð- um. ‘Sergentinn, senr réð yfir varð- liðinu við smiðjuna, hafði brugð- izt illa við að fá skyrrdilega skip- un frá Enoch og afsagði að taka sér nokkuð fyrir hendur, án þess að fá til þess skipun frá yfirnranni sínunr. Oldroyd stillti skap sitt með naumindunr en sendi Will til Syke Mill og sagði honunr að sækja kapteininn, senr átti að vera þar á verði. Will lrafði sínar eigin hug- myndir unr,. hvar kapteinninn nrundi vera, rcið beint að „Rauða ljóninu“ og kastaði smástéiirum upp í gluggann hans. Það reyndist rétt, að kapteinninn var þar. Ilann hraðaði sér af stað sem nrest hann nrátti og fór rrreð Will til smiðj- unnar. Þegar þeir konru þangað, var ein vélanna konrin upp á vagn. j Oldroyd var snöggklæddur og kóf- sveittur og hamaðist við að koma næstu vél upp líka með hjálp Enoclis. Nú konr Will og hjálpaði þeiin. Enoch og bróðir hans tóku að sér sitt ækið hvor, hermennirnir skip- uðu sér í fylkingu og öll lrersingin lagði af stað frá smiðjunni yfir dalirrn í áttina til Sýke Mill. — í áttina til Maríu, hugsaði Will hrærður og hrifinn. Hann heyrði í draunri þýða rödd hennar og sá fögur, dökk augu. Hvílík lianr- ingja var það, senr beið hans!

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.