Þjóðviljinn - 14.05.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.05.1944, Blaðsíða 8
Hdgidagslœknir: María Hallgríraedóttir, Grundarstíg 17, sírai 4384. Nœturvörður: Ingólfs Apótek. Ljósatími ökutœkja er frá kl. 10.25 að kvöldi til kl. 2.45 að nóttu. Nœturakstur í nótt: Bifröst, sími 1508. Aðra nótt: B. S. í., sími 1540. ÚTVARPIÐ í DAG. 20.20 Kvöld Stúdentafélags Reykjavíkur: a) Björn Sigurðsson læknir: Sjálfs- traust og sjálfstæði. Erindi. b) Sverr- ir Kristjánsson sagnfræðingur: I’jóA- vfundurinn 1851. Erindi. c) Jón Sig- urðsson skrifstofustjóri: Úr ræðum Jóns Sigurðssonar forseta. Upplestur. d) Einsöngur (Jakob V. Hafstein). e) Tónleikar af hljómplötum. ÚTVARPIÐ Á MORGUN. 20.30 Einsöngur (Ólafur Magnússon frá- Mosfelli): a) Mustalainen eftir Meri- kanto. b) Við bálið eftir V. Capoul. c) Ilvar sem liggja mín spor, rúss- i neskt lag. d) Svörtu augun, rússneskl lag. e) Ilnífurinn, rússneskt lag. 20.45 Einleikur á píanó (Fritz Weissliapp- el): Tilbrigði um islenzk þjóðlög eftir 'Raebel. 21.20 Útvarpshljómsveitin leikur islenzk alþýðulög. / dag er siðasti dagur sýningar Handíða- skólans. Allmargar teikningar eru til sölu á sýningunni. Trúlojun. 12. þ. m. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Rannveig pórðardóttir verzl- unarmær, Eiríksgötu 15, og Guðmundur Arason hnefaleikakennari, Bragagötu 22. Námskáð Námsjlokka Reykjavíkur verður sett í háskólanum kl. 1 a mánu- daginn. Aðsókn að námskeiðinu er góð og munu þátttakendur verða rúmlega 50. Bifreiðastjórar! Bifreiðastjórafél. Hreyfill heldur fund mánudaginn 15. mai kl. 11 e. h. i Baðstofu iðnaðarmauna. Á fundin- um verður rætt um gúmmimálið. Fjöl- mennið á fundinn. Stjómin. II [Munið æskulýðs- fundinn um lýðveldis- málið í dag kl. 3 / dag kl. 3 efnir æskvlýður Reykjavíkur til útifundar við AusturvÖll um lýðveldismálið. Rœðumenn verða þessir frá eft- irtöldum félögum: Frá Æskulýðsfylkingunni: Rann- véig Kristjánsdóttir og Guðmund- ur Vigfússon. Frá Ungmennafélagi Reykjavíkur: Kristín Jónsdóttir og Helgi Sæmundsson. Frá stúd- entum Magnús Jónsson og Gunn- ar Vagnsson. Frá Heimdalli: Jó- hann Hafstein og Lúðvík Hjálm- týsson. Frá Félagi ungra Fram- sóknarmanna: Friðgeir Sveinsson. Frá Félagi ungra Jafnaðarmanna: Ágúst H. Pétursson og Friðfinnur Ólafsson. Ræðurnar verða fluttar af svöl- um Alþingishússins. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur í upphafi fundarins og milli ræðanna. Hátíðahöld Norðmanná Kl. 16—18 tekur norski sendi- herrann móti gestum. Um kvöldið, kl. 8,20, hefst hátíðaborðhald að Hótel Borg, og hafa þar aðgang allir Norð- menn og Noregsvinir. Þar flytja ræður og mæla fyrir minnum íT. Haarde, August W. S. Es- march sendiherra. Ólafur Thórs, Gerd Grieg. S. A. Friid, Sigurður Nordal og sr. Bjarni jjónsson. Einnig verða samkomur á Hjálpræðishernum og í norska gamkomuhúsinu Hverfisg. 116. kV •.... þJÓÐVILflNN SíH lulaniaDDahirlni i líalia lalflir ðlrani Úrslitaárásin á þýzku herins að hefjast, segir Alexander Sókn Bandamannaherjanna á Ítalíu er lialdið áfram þrátt fyr- ir harðnandi mótspymu Þjóðverja. Bmtust Bandamenn yfir Rapidofljótið í gær, og komu sér upp 6. km. breiðn vamarsvæði á vestri bakkanum. Það er áttundi herinn sem vann þessa sigra, en nær strönd inni hefur hinum frönsku og bandarísku sveitum fimmta hersins einnig orðið vel á- gengt. Bandamenn hafa mjög beitt flugher sínum til árása undan- farna daga, bæði á bardaga- svæðunum og í norður og vest- urhluta Ítalíu. Hefur verið lítið um vamir af hálfu þýzkra or- ustuflugvéla. Alexandpr hershöfðingi birti dagskipun þegar sóknin gegn Gústafslínunni hófst. Segir þar að nú sé framundan úrslitaár- ásin gegn þýzku herjunum, úr suðri og norðri, vestri og austri, og muni þeim ekki ljúka fyrr en fasistaherirnir hafi verið gersigraðir. Norsk stjómarvöld taka tafarlaust við stjóm norskra héraða er Þjóðverjar hafa verið hraktir burt Talið er að norska stjómin muni í náinni framtíð undirrita samning við Bandaríkn, Bretland og Sovétríkin um það að norska stjómin taki tafarlaust við stjóm í þeim hémðum Noregs sem losna undan hemámi nazista. Frumkvæðið að samningun- um á norska stjórnin, og er það gert í því skyni að skapa skil- yrði fyrin sem beztri samvinnu milli Bandamannaherjanna og norsku stjórnarvaldanna þann tíma sem þarf til að reka þýzka herinn út úr Noregi. Samningarnir byggjast á al- gjöru fullveldi norsku stjórnar- innar og óskoruðu sjálfstæði Noregs og þeir eru í samræmi við Atlanzshafsyfirlýsinguna og síðar var ítrekað í Moskvayfir- lýsingunni. Túlíníusarmótíð Úrslitalelkur í dag Úrslitakappleilcurinn á Tulinius- armótinu verður í dag á íþrótta- vellinum milli Vals og K. R. Margir áhugamenn um íþróttir bíða úrslita þessa leiks með mik- illi eftirvæntingu. Dómari í þessum leik verður Guðjón Einarsson, varadómari Haukur Óskarsson. Fyrirkomulag leiksins verður eins og venjulega: tveir hálflcikir, 30 mínútur livor, en verði félögin jöfn að honum loknum verður leikurinn framlengdur um tvisvar sinnum 15 mín„ verði þau enn jöfn verður aftur framlengdur leikur tvisvar sinnum 15 mín., en hafi þá eigi náðst úrslit verður nýr úr- slitaleikur síðar. ZT" ing — Noregur í friði og stríði — og flytur S. A. Friid blaða- fulltrúi þar aðalræðuna, kon- ungssöngurinn verður sunginn og Gerd Grieg les- upp. Einar Meidell Hopp liðsforingi minn- ist fallinna Norðmanna. Þessi fundur er einungis fyrir boðs- gesti en kl. 1.15 verður sýning- in opnuð fyrir almenning. Vegavinnudeilan. Framh. af 1. síðu. verkalýð landsins hefur ríkis- stjórnin stofnað upp á sitt ein- dæmi og þeirrar fámennu aft- urhaldsklíku, sem dreymir um að gera íslenzkan verkalýð að þrælum, en gegn vilja alls þorra atvinnurekenda sem s fyrir löngu höfðu samið við verkamenn og áttu ekki í nein- um ófriði við þáv Það er hin fámenna afturhaldsklíka, sem hvert tækifæri hefur notað til þess að koma af stað illindum gegn verkamönnum, sem með atvinnumálaráðherra í broddi fylkingar hefur hafið þessa á- rás á verkalýð landsins. Af hinum innantómu æsinga- upphrópunum coca-cola blaðs- ins í gær, sést bezt að þessari klíku er ljóst hve einangruð hún er og að þessi árás hennar er ekki aðeins fordæmd af allri alþýðu, heldur einnig meiri hluta atvinnurekenda. Víkingarvega um óttu (Commandos Strike at Dawn). Stórfengleg mynd frá her- námi Noregs. Aðalhlutverk: PAÍJL MUNI Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð börnum innan 16 ára ii Jacaré Meinvættur frumskóganna Fróðleg, falleg og spenn- andi mynd af dýralífinu í frumskógunum við Ama- zonfljótið. Sýnd kl. 3. Sala aðgöngumiða hefst kl. 11. BfC Heillastjörnur („Thank Your Lucky Stars“ ) Dans og söngvamynd, með: EDDIE CANTOR, JOAN LESLIE BETTE DAVIS ERROL FLYNN OLIVA de HAVILAND DINAH SHORE DENNIS MORGAN ANN SHERIDAN SPIKE JONES og hljóms- sveit hans. Sýnd kl. 4, 6,30 og 9. Barnasýning kl. 2: Vor sólskinsár með e RODDY McDOWALL Sala hefst kl. 11 f. h. TónlistarféUgið og Leikfélag Reykjavlkar. Pétor Gautnr Leikstjóri: frú GERD GRIEG. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. IVz í dag. TÓNLISTAFÉLAGIÐ ! „I ÁLÖGUM” Óperetta í 4 þáttum. Sýning á þriðjudag kí. 8. Aðgöngumiðar seldir á morgun, mánudag, kl. 4—7. 1 S. K. T. - dansleiltur í G. T.-húsinu í kvöld kl. 10. Gömlu og nýju dansamir. Aðgöngum. frá kl. 6.30. Sími 3355 ><%l S. G. T. -- dansleikur vérður í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. Sala aðgöngumiða kl. 5—7. — Sími 2428. — Danshljóm- sveit Bjama Böðvarssonar spilar. Frá Sumargjöf Vegna hreingerninga fellur dagheimilið og leikskólinn í Suðurborg niður fram yfir uppstigningardag. STJÓRNIN. Flauel hárautt, vínrautt, millum- blátt, döklýbrúnt og svart nýkomið. Verzlnn H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035. W M ilA s Y® FA Hverfisgötu 74. Simi 1447. Allskonar húsgagnamálun og 6kiltagerð. Munið úfifnndini við Austurvoil kl. 3 í dag

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.